Hverfum 220 ár aftur í tímann.

Ég ætla að leiða ykkur í gegnum þær mestu og stórtækustu breitingar sem mannkyninið hefur horft upp á undanfarnar tvær aldir. Á þeim stutta tíma hafa meira en 200 milljón manns látist í þeim styrjöldum sem háðar hafa á því tímabili. Vissulega voru háðar miklar styrjaldir á tímum Rómverja og Alexanders mikla en það mannfall og stærð þeirra áttaka er eins og að bera saman afl reiðhjóls og Formula 1 kappaksturbíl, það er himinn og haf þar á milli.
Byrjum á umfjöllum um vissan einstakling sem fæddist í Ajaccio, höfuðborg Korsíku, 1769. Hann hlaut hernaðarmenntun sína sem auðmjúkur styrkþegi Frakklands konungs og árið 1793 varð hann orðin höfuðsmaður í stórskotaliðinu. Samúð hans með lýðveldissinnum og frækileg framganga hans í fyrsta bardaganum við Englendinga í umsátrinum um Toulon 1792 hækkaði hann skjótlega í tign eða það sama ár og verndari hans, konungurinn var leiddur undir fallöxina. Innan þriggja ára hafði honum hlotnast hershöfðingjatign og hann stjórnaði leifum af her Frakka, ungur og ákafur, metnaðargjarn og altekinn ástríðuþunginni ást.

Þegar Napoleon Bonaparte hóf styrjöld sína við Austurríkismenn á Ítalíu árið 1796, var hann aðeins tuttugu og sjö ára gamall. Frægðartjarna hans hafði brunað upp himininn eins og vígahnöttur.
En hatur Napoleon Bonapartes á Englendingum var hans Akkelerishæll. Hann þoldi þá ekki og ákvað að leggja Egyptaland undir sig og mylja veldi Breta mélinu smærra og á heimleiðinni sigra veldi Tyrkja.

Herveldi Napoleons er og hefur aldrei haft neitt með trúmál eða kristni að gera. Napoleon var drifinn eingöngu af sínu eigin hroka og stolti sem leiddi hann til ósigurs. Orðin “Sauve qui peut…” eða “Bjargi sér hver getur!” var hins vegar ópin sem kváðu við er Napoleon flúði með skottið á milli lappana í Waterloo.
Var næsta styrjöld háð út af trúarskoðunum eða trúarofstæki? Athugum það.

Járnkanslarinn.

Sá næsti sem verður fyrir valinu hér og án nokkurs efa markaði djúp spor sín í sögu mannkyns er mikill og stór að vexti. Hann þótti mjög latur til náms og sagnir segja að hann hafi notið lífsins í ríkum mæli, lifað “Hátt” eins og sagt er. En hann lauk samt sem áður lögfræðiprófi og það með sóma.
Otto Eduard Leopold, fursti af Bismarck-Schonhausen hét hann og var síðar kosin á þing árið 1847. Hann var þar kunnur fyrir mikla íhaldssemi. Á sambandsþinginu í Frankfurt er hann kosinn fyrir Prússland árið 1855 og á þeim átta árum sem hann var þar á þingi lagði hann fyrir sér einkum utanríkissmál.

Síðar var hann gerður af sendiherra í Pétursborg, Rússlandi, og þar næst er hann sendur til Parísar sem sendiherra.
En um sumarið sama ár fær Bismarck símskeyti frá Berlín sem er frekar einkennilegt. En inntakið á símskeytinu var á latnesku og það sagði orðatakið: “Pericum in mora”, þ.e. það er hættulegt að hika, og því var bætt við að hann skyldi koma þegar heim.

Hvað þarna hefur verið á ferð er ekki vita sagnfræðingar ekki en með neinni vissu, en hitt er annað að það ríkti svokölluð stjórnarkreppa í höfuðborg Prússlands, Berlín. Vilhjálmur Konungur I réði orðið ekki við þingið og sárþjáði eftir sterkum einstakling til að ganga frá skröltinu í skottinu. Þarna nær hinn voldugi Bismarck undirtökum og völdum í Prússlandi og síðar meir gervöllu Þýskalandi með snilldar hætti eins og honum var einum lagið.

Bismarck tókst hið næstum ómögulega verk að sameina öll þýsku ríkin undir eitt, það var með eindæmum hversu útjónasamur pólitíkus hann var.
Árið 1862 eða sama ár og Bismarck verður forsætisráðherra í Prússlandi, situr hann veislu, þar segir hann ekki aðeins frá því hvað hann hafi í huga heldur og, hvernig hann hugsi sér að koma þessum málefnum fram. Það var Disraeli, þáverandi forsætisráðeherra Englands , sem Bismarck sagði áætlanir sínar, en Disraeli sagði sendiherra Rússa frá þessu, og sá sagði frá því óháð frásögn Disraelis.
Hvað rétt er í þessu máli er fast að því, matatriði sagnfræðinga, því að flest er þetta skráð eftir atburðina. En það sem situr eftir og mun ekki verið lagt í efa er, hvað og hvernig hlutirnir þróuðust ríkjana á milli og hver útkoman var.

Eftir þessar kítur vildu Danir seilast til áhrifa í hertogadæminu og þá sérstaklega eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá hafði þeir ekki á sama tíma getað annað en verið nokkuð sanngjarnir við Íslendinga. Afleiðingarnar voru sambandslögin 1918.

Öruggt að þetta er, ekki fremur en annað, að það er dálítið gaman að hugsa um það að bellibrögð Bismarcks í þessu máli, skuli verða hugsanlega Íslendingum til gagns löngu síðar.
Frægasta setning Bismarcks, sem stundum er talin einkenna hann, enda hlaut hann viðurnefni af henni, var á þá leið að málum yrði ekki ráðið til lykta með samþykktum og handauppréttingum einhverja lúða sem sát á þingi, heldur járni og blóði. Járnkanslarinn var hann oft nefndur og það var á valdatíma Bismarcks sem hin bitra rimma milli Frakka og Þjóðverja byrjaði.

Bismarck var einkar lunkinn stjórmálamaður og eftir að hann hafði umsamið bréf Vilhjáms I keisara varðandi hvernig hann ætti að taka á Frakkadeilunni sat Bismarck ekki á setunni og sendi Bismarck bréfið til birtingar í því formi, sem hershöfðingjar hans vildu og töldu að ætti að duga til að gera Frökkum verulega heitt í hamsi. Þeim varð af ósk sinni og það innilega með bros á vör.
Daginn sem hið svokallaða “Ems” bréf frá Vilhjálmi I keisara sem var í heilsumeðferð í bænum Ems, var birt í í frönskum blöðum, sem er ekkert ósvipuð þeirri meðferðastofnun sem er nú starfandi í Hveragerði, lýstu Frakkar yfir stríði gegn Þjóðverjum.

Þjóðverjar voru þá og þegar búnir að búa sig undir væntanlegt komandi stríð í tvö ár. Stríðinu 1870-71 lauk með ósigri Frakka og Napóleon keisari (ekki Napóleon Bonaperte) var tekin til fanga við Sedan.
Þjóðverjar hernámu París, og að lokum heltu Þjóðverjar salti í sár Frakka með því að krýna Vilhjálm fyrsta til keisara í speglasalnum í Versölum, Frakklandi.

Otto von Bismarck gekk í gegnum Brandenburger hliðið í Berlín, höfuðborg Prússlands, sem þjóðhetja, hann hélt í hendi sér uppgjöf Frakklands sem virtist vera nær draumi líkast í ljósi þess að þegar Otto von Bismarck tók við völdum í Þýskalandi, var Þýskaland ekkert annað en aumt ríki, ef ríki skildi kalla, því það var allt í brotum og bútum. Þegar Bismarck féll frá var Þýskaland ekki einungis sameinað heldur var það orðið voldugasta ríki meginlands Evrópu.