Hvað er í raun sönn sagnfræði?

Hvað er trú og vantrú?

En menn hafa í dag fullyrt að allar styrjaldir heimsins séu af völdum trúmála! Það eru menn sem geta sér engin rök né forsendur vísindanna, og hafa afsalað sér öll almenn rök í skjóli þess að þeir séu prófesorar!

Er það rétt að trúa þeim?

Er trú og trúarbrögð rót alls hins illa?
Fyrir skemmstu var haldin ráðstefna hér á landi undir heitinu Trúleysi á Íslandi. Að ráðstefnuni stóðu Samfélag Trúlausra (SAMT) og Atheist Alliance International (AAI) ásamt skildum íslenskum félagasamtökum um efahyggju og trúleysi.

Richard Dawkins, prófesor í líffræði við Oxford-háskóla í Bretlandi, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa á grundvelli vísindahyggju og efahyggju talað mjög harðlega gegn trú og trúarbrögðum. Dawkins lýsti í sjónvarpsþættinum Kastljósi afar neikvæðri skoðun sinni á trú og trúarbrögðum og trúuðu fólki almennt. Dawkins fór algjöru offari og talaði með meiðandi hætti um trúað fólk og trú almennt.

Richard Dawkins sagði að allar þær helstu styrjaldir mannkyns væri eingöngu trúarbrögðum að kenna.
Þótt Richard Dawkins sé prófesor í virtum háskóla í Bretlandi segir það ekki að hann fari með rétt mál.

Hann flutti mál sitt í Kastljósi án nokkurs rökstuðnings eða byggði mál sitt á röngum forsendum. Því miður vill fólk oft trúa mönnum eins og prófesor Dawkins en gleymir því að það voru hámenntaðir menn sem byggðu hið mikla RMS Titanic, þessir háskólagengnu menn sögðu og fullyrtu að Guð sjálfur gæti ekki einu sinni sökkt Titanic!

Í byrjun tuttugustu aldarinnar ríkti mikil von meðal manna að það væri framundan stórkostlegir tímar fyrir mannkynið vegna þeirra miklu framfara sem höfðu orðið í iðnaði, byggingaverkfræði, uppbyggingu á holræsakerfum, framförum í læknisfræði og fjölda uppgötvana í vísindum. Hin mikla Iðnbylting var skollin á og má segja að allir hafi fyllst af svokölluðum fölsku vonum og sérstaklega ranghugmyndum. Þessi framþróun steig sérstaklega vel menntuðum mönnum til höfuðs eins og sýnt verður fram á í þessari grein.

Vissulega hafa átök á níunda og tíunda áratugnum t.d. á Norður Írlandi verið lituð þeim formerkjum að það voru mótmælendur og kaþólikkar sem börðust á banaspjótum sín á milli, en ástæða og grunnur þeirra áttaka var að annar hópurinn, vildi fá algjört sjálfsstæði frá hinni bresku stjórn eins og Írar fengu 90 árum áður, sem sagt ástæða áttakana hafði ekkert með trú að gera. Heilagt stríð múslima, Jihad, er háð gegn hinum illu krossförum sem myrtu með köldu blóði meira en eina milljón manns, konur og börn í austurlöndum til að kristna þessa svokölluðu villutrúarmenn. Ástæða áttakana í fyrrverandi Júgóslavíu voru vissulega sprottin út frá að múslimar höfðu eignast vist landsvæði og um leið þann heilagasta stað kaþólskra Serba sem var kirkja, 500 árum áður og gerðu þeirr tilkall til hennar í þeim áttökum.

Íslendingar eru því miður allt of oft ginkeyptir fyrir krassandi villukenningum og eiga mörg heimsmet í iðkun á ásatrú, trú á huldufólki og álfum svo ekki sé nefnt ofurtrú á miðlum sem færa okkur boð úr dánarheimum látina ástvina .

Þessi grein mun eingöngu vera byggð á sagnfræðilegum staðreyndum sem hafa verið staðfestar og rannsakaðar af sagnfræðingum og mannfræðingum sem eru ekki undir það beigðir að vera undirvorpnir ákveðina þrýstihópa.
Það er mín von að þið sem lesið þessa grein munið gæta þess að lesa hana án fyrirframgefna skoðana og niðurstöðu. Notið ykkar eigið hyggjuvit að kanna staðreyndir málsins og móta þannig ykkar álit, heldur en að láta einhverja aðra gera það fyrir ykkur.

En munið þið líta og lesa þessa grein, útfrá sagnfræðilegum-staðreyndum, eða ykkar sjónarmiði?

Kveðja
L