Ég ætla aðeins að fjalla um aðstæður á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstyrjöld og útlista það hvernig dæmigerð árás fór fram.
Fljótlega eftir að stríð braust út í Belgíu og norðurhluta Frakklands 1914 fraus víglínan þegar báðir stríðandi aðilar grófu sig niður. Bæði Schlieffen plan Þjóðverja og áætlun 17 hjá Frökkum hjá mistókust algjörlega og við tók skotgrafahernaður.
Við skulum byrja á því að skoða hvernig uppsetning víglínunnar var. Í miðjunni var einskis manns land. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta landflæmi sem hvorugur aðilinn stjórnaði. Það var yfirfullt af gígjum eftir stórskotalið, gaddavír og drullu sem erfitt var að komast yfir. Seinna meir fylltist þetta svæði af líkum. Það var að meðaltali um 250 m að lengd en gat bæði verið styttra og lengra. Næst tóku við fremstu skotgrafirnar. Þar voru varnarstöður eins og vélbyssuhreiður og skotbyrgi. Einnig stigar til að komast „over the top“ og gera árás. Þessar grafir voru ekki beinar heldur grafnar í zig-zag mynstri. Þetta var til að gera óvininum erfiðara um að komast áfram ef hann kæmist ofan í skotgröf einhversstaðar, hann hefði ekki beina skotlínu á alla skotgröfina. Frá þessum gröfum voru stundum grafnar nýjar skotgrafir inná einskis manns land. Tilgangur þeirra var að geta nálgast óvininn á hættuminni máta og kanna. Fyrir aftan fremstu skotgrafirnar voru annað net skotgrafa og skurða. Þar hófust við varaliðssveitirnar. Þegar kom í ljós hversu skelfileg lífsreynsla það var að vera í fremstu skotgröfunum var reynta að rótera hermönnum milli varaliðsgrafana og fremstu grafana. Frá þessum aftari línum var hægt að senda liðsauka fram í víglínuna ef kæmi til árásar. Þær voru líka til undanhalds ef óvinurinn gæti brotist í gegn. Fyrir aftan þessar línur voru fallbyssur stórskotaliðsins staðsettar.
Áður en árásin sjálf hófst var stórskotahríð send af stað frá fallbyssunum sem voru staðsetta aftast. Það var skotið úr öllum byssum í einu. Tilgangurinn með þessu var margþættur. Þetta átti að sprengja í sundur gaddavírinn svo að fótgönguliðið kæmist í gegn, eyðileggja varnir óvinarins og „mýkja upp“ varnir óvinarins. Þ.e.a.s. valda svo miklu sj0kki að vörnin yrði óskipulögð og léleg. Raunveruleg áhrif þessarar dembu voru allt önnur. Það tókst ekki að skemma gaddavírinn eða skemma varnirnar að neinu verulegu marki. Annað og mikilvægar er að aðilinn sem varðist vissi nákvæmlega hvenær hægt væri að búast við árás og var því vel tilbúinn með liðsauka og vélbyssur. Eftir stórskotahríðina var hermönnunum skipað að gera árás sækja með hrópum og byssustingjum að óvininum. Stórskotahrín hafði oft rifið upp einskis manns landið og gert yfirferð mun erfiðari og vinveitt stórskotalið sem reyndi að styðja árásina gat lent á hlaupandi hermönnum. Varnarliðið var tilbúið og tætti með vélbyssum sínum í gegnum þúsundir hermanna sem hlupu beint á þá í engu skjóli á meðan þeim sjálfum var skýlt af sínum eigin skotgröfum. Þrátt fyrir barnalegar hugmyndir frá því fyrir stríð að vélbyssan, sem var talin hentugasta vopnið í nýlendustríðum, yrði ekki notuð gegn öðrum „siðmenntuðum mönnum“ varð hún eitt táknrænasta vopnið. Fámenn áhöfn vélbyssu gat haldið í skefjum miklu fleiri hermönnum sem sóttu. Orðið vélbyssa segir margt. Þarna er búið að iðnvæða stríðið sjált og vélbyssan framleiðir dauða í massavís. Jafnvel þó að árásin væri nógu yfirþyrmandi til að ná skotgröfunum þá var mun auðveldara fyrir þá sem vörðust að fá liðsauka frá varaliðsgröfum sínum og því gat árásaraðilinn ekki notað tækifærið til að ná yfirhöndinni. Og varnarliðið hafði einnig járnbrautir til að færa til liðsafla miklu hraðar heldur en árásaraðilinn. Raunveruleikinn var sá að varnarlínan hafði verið tæknivædd með hraða en árasin var ennþá jafn hæg og hún hafði alltaf verið. Því var ekki hægt að ná yfirhöndinni nema í stuttan tíma. Það var miklu auðveldara að verjast heldur en sækjast af þessum tæknilegu ástæðum og því ríkti algjör pattstaða þar sem mörgum milljónum ungra manna var notað sem fallbyssufóður.
Draumur hershöfðingja hjá báðum aðilum var risastór árás sem mundi ná að brjótast í gegnum varnir óvinarins. Þeir sáu fyrir sér hugrakka hermenn, fulla af þjóðarstolti, syngjandi þjóðsönginn hlaupa yfir einskis manns land til að berjast hetjulega við óvininn. Glæsilegt riddaralið átti að fylgja. Hjá Bretum var árásin „spörkuð af stað“. Hún var það bókstaflega því að til að gefa merki um að árás skyldi hefjast var fótbolta sparkað inná einskis manns land. Þetta átti að gefa árásinni hetjulegt og íþróttamannslegt yfirbragð. Þegar allt þetta gekk ekki var lausn þeirr að gera árásina stærri og stærri. Einu áhrifin sem það hafði var að mannfallið varð meira.