Orrustan við Kursk er minnistæð af fjölmörum ástæðum en mun mun sennilega lengst vera minnst sem stærstu skriðdrekaátökum sögunnar. Sumir hafa jafnvel kallað orrustuna mestu landátök sem átt hafi sér stað. Það eina sem hægt er að bera saman við þau eru átök Ísrales og Arabalandanna á sjöunda og áttunda áratugnum.
Í orrustunni var m.a. beitt um 2,2 milljónum manna, 5.300 skriðdrekum, og 4.400 flugvélum. Þar af beittu Rússar um 1,3 milljónum manna, 3.600 skriðdrekum, 2.400 flugvélum og 20.000 stórskotaliðsbyssum og Þjóðverjar um 900.000 manns, 2.700 skriðdrekum og 2.000 flugvélum.
Eftir ósigur Þjóðverja við Stalingrad snemma árs 1943 gerði Gunther von Kluge marskálkur áætlanir um að sækja að borginni Kursk sem er 230 km suðaustur af Smolensk. Var áætlunin nefnd Zitadelle-aðgerðin. Þjóðverjar undirbjuggu sóknina í viku og viðuðu að sér hergögnum. Á meðan styrktu Rússar varnirnar í kringum Kursk og var bæði hermönnum Rússa og 300.000 manns af íbúum svæðisins gert að byggja gríðarlegar skriðdrekavarnir sem eru taldar þær mestu sem nokkurn tímann hafa verið byggðar á einum stað í sögunni.
Einn undirbúningur Þjóðverja var að senda fjölda manna með málmleitartæki til að gera jarðsprengjur óvirkar. Gekk það verk bæði seint og illa. Fór svo að Rússum tókst að handtaka einn af þessum mönnum og fengu upp úr honum nákvæmar upplýsingar um það hvenær sókn Þjóðverja myndi hefjast.
Sóknin þann 4. júlí og hafði sókninni þá nokkrum sinnum verið frestað um nokkrar vikur af ýmsum ástæðum. Bardagarnir voru rosalegir þar sem herir Þjóðverja sóttu yfir gríðarlega viðfemt landsvæði sem var undirlagt af jarðsprengjusvæðum og skriðdrekagildrum. Misstu Þjóðverjar langmestan hluta þess liðs sem þeir misstu í þessum skriðdrekavörnum og reyndust þær framúrskarandi árangursríkar. Mannfall og hergagnamissir Rússa var þó engu að síður miklu meiri en Þjóðverja.
Bardagarnir stóðu stanslaust í 9 daga uns Þjóðverjar létu loks undan síga 13 júlí og drógu sig til baka. Zitadelle-aðgerðin reyndist dýrkeyptur leikur fyrir Þjóðverja. Þjóðverjar misstu um 100.000 manns, dauða og særða, og um 40% skriðdreka sinna. Sigurinn var þó enn dýrara verði keyptur fyrir Rússa. Tölur þeirra voru þó ekki birtar fyrr en eftir fall Sovétríkjanna og hljóðuðu þær upp á um 850.000 fallna og særða og 50% skriðdrekaflota þeirra var eyðilagður.
Hjörtur J.
Með kveðju,