Um daginn var ég spurður þeirrar spurningar hvaða persóna veraldarsögunnar ég héldi að hefði haft mest áhrif á gang sögunnar. Eftir langa umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að sá maður hlyti að vera Bismarck. Ætla ég að rökstyðja álit mitt hér á eftir.
Otto von Bismarck fæddist árið 1815 hinn fyrsta apríl í Brandenburg í Prússlandi og var af Junkaraættum (stór jarðeigandi). Fór hann í Honover háskólann til að læra lög. Hann stundaði námið frekar illa og beitti sér meira í drykkju og gleðskap en í náminu. Þrátt fyrir þetta lauk hann prófi í lögfræði.
Fyrsta vitneskjan um það að Bismarck hafi eitthvað látið að sér kveða í stjórnmálum var árið 1847 þegar hann gekk í flokk íhaldssinna og var kosinn á þing. Var hann mjög harður íhaldssinni og átti hann eftir að fylgja þeirri stefnu stíft til æfiloka. Hann var síðar skipaður af Vilhjálmi fyrsta (konungi Prússlands) sem forsætisráðherra Þýskalands árið 1862 og var hann þá kominn í stöðu til að framfylgja helstu hugsjón sína, að sameina Þýskaland undir forystu Prússlands. Sú sameining átti ekki aðeins eftir að fara fram með viðræðum um sameiningu heldur með blóði og járni eins og hann sagði í einni frægustu ræðu sinni (dregur þaðan nafnið Járnkannslarinn).
Fyrst réðust sameinaðir herir Prússa og Austurríkismanna á Danmörk árið 1864 og hertóku hertogadæmin Schleswig, Holstein og Leuenburu, næst réðst Bismarck gegn Austurríki og sigraði örugglega. Staða Bismarcks var nú orðin sterk og hann vissi að draumurinn um sameinað Þýskaland var kominn í augsýn. Árið 1870 réðs her Prússa á Frakkland og féll Frakkland eftir nokkra mánaða stríð.
Bismarck átti nú eftir að taka afdrifaríka ákvörðun eftir mikið rifrildi við kóng sinn Vilhjálm fyrsta. Ákvörðun sem ég tel að geri hann mesta áhrifavald sögunnar. Vilhjálmur kóngur vildi að hið sameinaða þýskaland ((2. heimsveldi Þýskalands (second reich)) yriði sett á laggirnar í speglasalnum í versölum við mikla athöfn þegar hann yrði krýndur keisari og Bismarck kanslari. Bismarck sem hafði lagst gegn þessari tillögu (hann var hræddur um að vekja upp reiði Frakka) gaf sig og var Þýskaland stofnað þar hinn 18. jan 1871. Er skemmst frá því að segja að Frakkar litu á ekki á ósigur sinn og staðarval kýningarinnar hýru auga.
Bismarkc hafði nú skapað nýtt heimsveldi í Evrópu og lagt í rúst það valdajafnvægi sem hafði ríkt. Hið nýstofnaða heimsveldi þyrsti í viðurkenningu á sess sínum í valdatafli stórveldanna meðan Frakkar sleiktu sárin og sóru þess að hefna. Fengu þeir tækifæri til þess í fyrri heimstyrjöldinni 1914 og var Þýskaland sigrað 1918 og þeir neyddir til að undirrita Verslasamninginn sem var þeim tilefni til að hefja seinni heimsstyrjöldina eftir að Hitler reis upp frá rótum niðurlægingar Þjóðverja.
Kalda stríðið fylgdi síðan í kjölfarið og allt sem því fylgdi.
Lést Bismarck svo árið 1898 eftir að hafa verið hrakinn úr embætti nokkrum árum fyrr.
Tel ég því Bismarck vera mesta áhrifavalda sögunnar og afleiðing gjörða hans vera nútíminn eins og við þekkjum hann í dag.
Ef eitthver telur sig vita um eitthvern áhrifavald sem hafi haft meiri áhrif á gang sögunnar ætti hann að láta í sér heyra.