Skylduræknir prestar og fávís almenningur hefur í gegnum söguna staðið fyrir skelfilegum skemmdarverkum á helstu fornleifadjásnum heims. Afleiðingin er sú að nútíma menn hafa í mörgum tilvikum glatað ómetanlegri list og þekkingu.

Kólosseum var notað sem steinnáma. Byggt: 80 E.KR. Eyðilagt: 1349

Ef Benedikt páfi hefði ekki friðað Kólosseum árið 1749 er ólíklegt að það stæði enn í dag, fyrir friðunina var Kólosseum notað bæði sem kirkjugarður og steinnáma.

Árið 1349 varð öflugur jarðskjálfti til þess að suðurhlið á þessarar 1200 gömlu byggingu hrundi, og varð þetta að upphafið eyðileggingu þess.
Við lok 7. aldar var reist kirkja í byggingunni og var sjálft hringleikasviðið lagt undir kirkjugarð, hinar fjölmörgu hvelfingar og rými voru notuð til íbúðar eða sem verkstæði sem margir handverksmenn leigðu fram á 13.öld.
Allir steinarnir sem höfðu hrunið í jarðskjálftanum voru notaðar í byggingar, en ekki leið á löngu þar til menn byrjuðu að líta á gjörvalla bygginguna sem steinnámu.
Mikill hluti steinnanna úr innviðum Kólosseum var fjarðlægður og marmaraklæðingin á framhliðinni rifin niður.
Þúsundir bronsspenna sem héldu steinunum saman voru höggnar út og bræddar .

Árið 1749 lýsti Benedikt Kólosseum sem helgum stað, þar sem kristnir menn mættu forðum píslarvættisdauða, því varð það forboðið að brjóta steina eða marmara. Þrátt fyrir það var mikill hluti þessa stolts Rómaveldis fyrir löngu eyðilagður.

Egypskur minningarsteinn varð að myllusteini. Gerður: 720 F.KR. Eyðilagður: óvíst

Í Ptah-hofinu í bænum Memphis í Egyptalandi uppgvötaði egypski faraóinn Shabaka árið 720 f.Kr., að papýrus með umfangsmikilli egypskri sköpunarsögu var að eyðileggjast. Shabaka ákvað að tryggja varðveislu textans með því að láta höggva hann í stein. Eftir veldistíma faraóanna var ekki mikil virðing fyrir fornu djásnum Egyptalands. Shabaka-steinninn fór ekki varhluta af þessu og var notaður sem myllusteinn í kornmyllu. Breskur jarl fann illa farinn steininn árið 1805 og kom honum á British Museum en þá var einungis hægt að lesa fáein tákn þar sem hin höfðu sorfist burt.

Shabaka-steinninn er 93 x 138 og bar eitt sinn mikilvægustu trúartexta frá forn Egyptalandi.

Avebury-hringurinn. Reistur: 2600 F.KR. Eyðilagður: 14. öld.

Á 14. öld reyndu íbúar að fjarlægja hinn næstum 5000 ára gamla Avebury-steinhring. Þetta var að skipan skyldurækinna presta.

Steinhringurinn er ekki minna en 427 metrar að þvermáli og því heimsins stærsti stórsteinahringur. Upprunalega samanstóð hann af 98 gríðarstórum steinblokkum sem allar vógu minnst 40 tonn og meðalhæð þeirra var milli þriggja og fjögurra metra. Inn í þessum hring var að finna tvo minni steinhringi, hvorn með um 30 steinblokkir
Avebury er í S-Englandi nokkrum kílómetrum frá Stonehenge.

Marmarastyttur voru brenndar. Gerðar: Fornöld. Eyðilagðar: Óvíst

Rómverjar dáðu styttur Grikkja og tóku tugþúsindir með sér til róm. Afar fáar eru eftir því þær voru brenndar í kalksteypublöndu til bygginga fram eftir miðöldum.

Parþenon í ljósum logum. Byggt: 432 F.KR. Eyðilagt: 1687.

Fyrst var því breytt í kirkju síðar í mosku og að lokum í púðurgeymslu sem sprakk í loft upp.

Parþenon hofið á Akrópólishæði í Aþenu hafði á 2500 árum gengið í gegnum meiri hamfarir en flest önnur grísk hof.
Tyrkir sem á þeim tíma stýrðu Aþenu notuðu Parþenon sem vopna og púður geymslu meðal fjölmargra annara hofa á Akrópólis þar sem staðsetningin var heppileg.
Árið 1640 sló eldingu niður í eitt af minni hofunum sem leiddi til gríðarlegrar spreningar er nánast gjöreyðilagði hofið.

Meiri hamfarir voru þegar Feneyjabúar sátu um Aþenu og létu sprengjum rigna yfir borgina , það kom að ein sprengjan hitti púðurgeymsluna. Afleiðingin var feikileg sprenging sem þeytti þakinu af húsinu, eyðilagði margar styttur og súlur sem prýddu bygginguna.

Óþekk rit Páskaeyja voru brennd. Ritaðar: Óvíst. Eyðilagðar: 19. Öld.

Fátt er vitað um menningu eyjaskeggja, þar sem ekki er hægt að þýða Rongorongo-trétöflur sem hafa sérkennileg tákn og myndir, fyrir utan eina sem virðist vera einhverskonar dagatal.
Ástæðan er sú að fræðimenn hafa afar takmarkaðan efnivið til að ráða í.
Einungis eru vitað um 26 tréplötur í dag, áður voru þær að finna í hundraðatali, en vegna skyldurækni franskra trúboða sem á 19.öld sannfærðu innfædda að trétöflurnar væru verk djöfulsins, voru flestar brenndar.
Afleiðingin er að fræðimenn vita ekki einu sinni nú hvaða tungumál töflurnar bera þar sem nánast allir íbúar Páskaeyja voru hnepptir í þrælahald á 19.öld og fluttir til S-Ameríku. Og með þeim hvarf þekkingin um Rongorongo-töflurnar.


Þetta var fengið úr ,,Sagan”.

Gæti verið stafsetningavillur……
When the power of love overcomes the love of power the world will know peace