Í Þýskalandi nasismans var mikið um kynlega kvisti, einn af þeim allra undarlegustu var þó Heinrich Luitpold Himmler.
Í þessari ritgerð verður fjallað eins mesta stríðsglæpamanns sögunnar, þó munum við reyna að gæta fyllsta hlutleysis og láta hans gerðir tala fyrir sig sjálfar.
Meginmáli ritgerðarinnar verður skipt í fimm misstóra kafla og hver kafli er nokkurnveginn rökrétt framhald af þeim næsta á undan.
UPPVAXTARÁR
Heinrich Luitpold Himmler fæddist 7. október árið 1900 í Munchen, Bæjaralandi(Suður Þýskalandi hér skal notu neðanmáls).
Fjölskylda hans var kaþólsk og taldist til millistéttar.
Foreldrar hans hétu Joseph Gebhard Himmler og Anna Maria Himmler.
Faðir hans starfaði sem kennari og skólastjóri Wittelsbacher menntaskólanum. Hann átti tvo bræður, einn yngri og einn eldri.
Sá eldri hét Gebhard Ludwig Himmler og sá yngri Ernst Hermann Himmler. Anna og Joseph voru ákaflega strangir foreldrar og létu sig um allt varða í uppeldi þeirra.
Himmler var nefndur eftir guðföður sínum, Prins Heinrich af Bæjaralandi.
Himmler fékk bestu menntun sem völ var á. Honum gekk vel í skóla en hann var ekki sá íþróttamannslegasti. Hann hafði meiri áhuga bókum, garðyrkju, frímerkjasöfnun og píanóleik.
Hann hélt dagbók til 24 ára aldurs að skipan föður síns.
Frá unga aldri hafði Himmler mikinn áhuga á hernaði og öllu því sem tengdist stríðsrekstri. Hann fylgdist vel með Fyrri Heimstyrjöldinni og grátbændi foreldra sína um að fá að ganga í herinn. Hann vildi að faðir sinn notaði tengsl sín við aðalinn til þess að Himmler gæti fengið stöðu liðsforingja í þýska hernum. Hann fékk ekki að ganga í herinn fyrr en 1918 þegar stríðinu var við það að ljúka. Þegar Himmler hafði loks lokið erfiðri herþjálfun var stríðinu lokið. Samkvæmt Versalasamningunum(neðanmál) var þýski herinn takmarkaður við 100.000 menn. Þetta var endirinn á stuttum hernaðaferli hans, síðar átti hann eftir að stjórna þýskum herjum með misjöfnum árangri, en það er nú önnur saga.
Eftir stríðið lagði Himmler stund á landbúnaðarfræði við Tækniháskólann í Munchen. Hann dvaldi einnig á bóndabæ og vann við jarðrækt þar. Í dagbók sinni skrifaði hann um að þar hefði hann fundið stúlku sem hann gæti vel hugsað sér sem systir sín. En seinna meir þegar að hann tjáði henni tilfinningar sínar hafnaði hún honum.
Eftir þessa höfnun minnkaði áhugi Himmlers á jarðrækt til muna og sneri hann sér að öðrum áhugamálum svo sem hernaði. Hann sagði að ef Þýskaland færi ekki í stríð fljótlega
þá færi hann til annars lands að leita að bardaga. Hann þurfti þó ekki að bíða lengi því að fljótlega kynntist hann manni að nafni Adolf Hitler. Hitler þessi hafði hug á því að gera uppreisn í Munchen og koma að sínum nasísku hugsjónum sem féllu Himmler vel í geð. Uppreisnin var snögglega brotinn á bak aftur og Hitler fleygt í fangelsi. Leiðir þeirra áttu þó eftir að skarast aftur og marka óafmáanleg spor í sögu heimsins.
SCHUTZSTAFFEL
Árið 1925 gekk Himmler til liðs við Öryggisliðið(neðanmál kannski). Á þýsku Schutzstaffel, oftast skammstafað SS(mynd af merkinu). Þegar Himmler gekk í SS var það aðeins undirdeild í Stormsveitum(SA, neðanmál) Ernst Röhm. Stormsveitirnar voru götusveitir Hitlers, þekktar fyrir ofbeldi og ruddaskap. Þeir sáu um að verja Hitler á opnum fundum og valda skaða hjá andstæðingum flokksins. Hann vann sig fljótt upp metorðastigan því árið 1927 var Himmler skipaður næstráðandi ríkisforingja Öryggisliðsins. Hann hafði mikinn metnað og tók stöðu sína alvarlega. Maður að nafni Erhars Heiden var ríkisforingi Öryggisliðsins. Þó að hann hefði ráðið Himmler sem næstráðanda sinn hafði hann ekki mikla trú á leiðtogahæfileikum hans. Heidem þurfti að berjast fyrir tilvist SS því SA menn vildu að sveitin yrði leyst upp. Erhars Heiden féll í ónáð eftir að vera ásakður um að láta klæðskera af gyðingaættum hanna hluta af einkennisbúningum sínum. Heiden var sagt upp af Hitler árið 1929. Himmler sem hafði aðeins haft tiltilinn undirforingi í SA var þá orðinn ríkisforingi SS. Meðlimir voru aðeins 200 á þeim tíma og heyrðu undir SA. Árið 1933 voru meðlimir orðnir 52.000. Þá höfðu Nasistar náð völdum í Þýskalandi og vinsældir flokksins stóraukist. Himmler fékk engan annan en sjálfan Hugo Boss til að hanna nýjan einkennisbúning fyrir SS til þess að aðgreina þá frá SA sveitunum sem voru í brúnum búningum. Himmler hafði sig mikið við að skera sig frá
SA og þeirra völdum. Á stuttum tíma jukust völd Himmlers á við SA yfirmennina og bar hann titilinn yfirforingi innan SA. Himmler var ekki sá eini sem bar ekki hlýjan hug til SA. Röhm hafði frekar óvinsælar skoðanir. Auk þess að vera hallur undir sósíalisma vildi Röhm að SA yrði undirstaðan í þýska hernum en flestir yfirmenn í hernum fyrirlitu þessa ofbeldisfullu rudda. Himmler ásamt Hermann Göring(neðanmál, yfirmaður Luftwaffe) og hershöfðingja að nafni Werner von Bloomberg voru sammála um ógnina sem stóð Röhm og SA. Himmler og Göring fengu Hitler á sitt band í málinu. Þeir höfðu meðal annars sakað Röhm um að vera samkynhneigður sem voru ekki bestu meðmælin í Þýskalandi nasismans. Hitler sá þá þarna gott tækifæri til að losa sig við Röhm og samstarfsmenn hans í SA sem voru margir persónulegir óvinir hans. Himmler, Göring og aðstoðarmenn þeirra sáu um framkvæmd hreinsananna með SS og Gestapó(neðanmál). Aðgerðin átti sér stað 30. júní 1934 og hefur verið kölluð Nótt hinna löngu hnífa. Af þeim 85 sem teknir voru af lífi voru flestir meðlimir SA. Talið er að tala líflátinna í kjölfarið hafir náð hundruðum og rúmlega 1000 handteknir. Þetta gladdi yfirmenn hersins mikið og sór þýski herinn Wermacht honum hollustueið. Völd Himmlers og SS höfðu aukist til muna. SS var ekki bara einkalífvarðasveit Hitlers. Undir stjórn Himmlers varð sveitin og undirdeildir hennar einn öflugasti og oftækisfyllsti armur nasista í framkvæmd hugmynda þeirra.
DULSPEKI OG ÍSLAND
Áhugi Himmlers á Íslandi er alkunnur og hafa verið skrifaðar heilu bækurnar um samband hans við Ísland. Þessi mikli áhugi stafaði annarsvegar af því að hér taldi Himmler að það mætti finna hinn hreina aríakynstofn. Íslendingar hefðu lifað í einangrun nánast frá landnámi og því ekki blandast öðrum kynstofnum. Hér voru einnig skrifaðar og varðveittar þjóðsögur forngermana, sögur eins og Niflungahringurinn.
Himmler, eins og áður hefur komið fram, fæddist inn í kaþólska fjölskyldu og var langt fram á unglingsár sannfærður kaþólikki. En þegar á leið varð hann mikill efasemdamaður og gagnrýndi kaþólsku kirkjuna mikið. Hann gerðist einnig mikill áhugamaður um norræna goðafræði og dulspeki.
Þegar Himmler komst svo til valda í SS stofnaði hann sérstaka stofnun inna SS, Ahnenerbe, sem átti meðal annars að komast að uppruna forngermana og sanna sögulega yfirburði hins aríska kynstofns. Sendir voru vísindaleiðangrar til allra heimshorna meðal annars til Tíbet.
Einn af aðal kennismiðum Himmlers var roskinn austurrískur fyrrum hershöfðingi að nafni Karl Maria Wiligut. Wiligut þessi var á margan hátt mjög kynlegur kvistur, hann var ásatrúar og taldi sig vera afkomanda Ása og Vana. Hann hélt því einnig fram að hann væri síðasti afkomandi forngermanskar konungsættar og væri því réttborinn konungur Þýskalands. Eftir fyrra stríð Bjó hann í Salzburg er var sviptur sjálfræði af konu sinni eftir að hann reyndi að drepa hana. Hann var greindur með geðklofa og mikilmennskubrjálæði. Eftir að hann útskrifaðist flúði hann til Þýskalands af ótta við kaþólsku kirkjuna og gyðinga. Þar boðaði hann heiðna trú og áhagnendur hans tignuðu hann sem konung Þjóðverja. Hann gekk svo í SS eftir valdatöku nasista undir nafninu Weisthor eða Vísi-Þór(neðanmál, þór ás). Himmler tók hann þá að sér og gerði hann að einhverskonar dulspekingi sínum. Margir hafa líkt Wiligut saman við Raspútín dulspeking rússnesku keisarafjölskyldunnar.
Að undirlagi Wiligut lét Himmler gera kastalann í Wewelsburg að andlegum höfuðstöðvum SS. En þar var sókn Húna inn í Evrópu stöðvuð af sameinuðum germönskum her. Kastalinn varð miðstöð heiðinna siða og átti að vera einhverskonar miðpunktur þúsund ára ríkissins. Þar var einnig liðsforingjaskóli SS.
Himmler hafði haft miklar og háleitar hugmyndir um það að innlima Ísland inn í Þriðja Ríkið, hann reyndi að seilast til áhrifa hér með ýmsum hætti. Hann kom á hagstæðum viðskiptasamningum fyrir Íslendinga til þess að koma sér í mjúkinn hjá íslenskum ráðamönnum og bauð Íslenskum nemum með réttar pólitískar skoðanir út til náms. Námið fól að sjálfsögði í sér þjálfun í hernaði og andófi. Til þessa alls hafði hann fulltrúa á Íslandi, Paul Burkhart.
Árið 1936 var farið í rannsóknarleiðangur á vegum Himmlers til Íslands. Fyrir hópnum fór Josias krónprins af Waldeck-Pyrmont, háeðalborinn SS liði. Með honum í för voru margir menn sem að áttu síðar eftir að vera fundnir sekir um alvarlega stríðsglæpi. Merkilegastur af þessum mönnum er sennilega Otto Rahn, lærisveinn Wiligut gamla. Hann var mikill fylgismaður Lúsifers og trúði á kenningar kaþara(neðanmál sértrúarsöfnuður sem að páfi lét eyða í krossferð). Rahn skráði hugrenningar sínar í ferðinni, hann varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta draumaland sitt og margra annarra. Í skýrslum sínum er Reykjavík líkt við gullgrafarabæ og að hér sé fátt að finna sem minni á yfirburði hins aríska kynstofns. Ekki var hann heldur hrifinn af náttúru landins honum þótti ekki mikið til hraunsins koma og undraðist mikið á trjáleysinu. Ekki er mikið vitað um álit annarra leiðangursmanna á Íslandi því að engin opinber skýrsla er til um leiðangurinn. Leiða má þó líkur að því að þeir hafi einnig orðið fyrir vonbrigðum.
Þó að leiðangrinum væri lokið var afskiptum Himmlers af Íslandi síður en svo lokið, stuttu eftir Íslandsleiðangurinn sendi hann Hermanni Jónassyni forsætisráðherra bréf þar sem honum var boðið á ólympíuleikana í Berlín sama ár. Hermann var þarna kominn í klemmu því ef að hann tæki boðinu myndi hann styggja Alþýðuflokkinn, samstarfsflokk hans. Hann hafnaði því boðinu pent og bar við miklu annríki.
Engu að síður fór stór hópur íslenskra íþróttamanna á ólympíuleikana í Berlín, menn á vegum Himmlers tóku vel á móti þeim og sáu til þess að þeim vanhagaði um ekkert.
Á setningarathöfn leikanna gengu 52 íslendingar inn á völlinn og heilsuðu allir Hitler að nasistasið.
Himmler hélt áfram að reyna að ná ítökum á Íslandi með ýmsum hætti með takmörkuðum árangri. Það kom þó að því að hann varð að gefa þetta áhugamál sitt upp á bátinn, stríð var skollið á í Evrópu.
STRÍÐIÐ OG HELFÖRIN
Árið 1939 réðust Þjóðverjar inn í Pólland og ný heimsstyrjöld var hafin. SS liðar börðust í stríðinu í sér herdeildum, svokölluðum Waffen SS. Waffen SS var einnig einhverskonar útlendingaherdeild. Himmler safnaði saman sjálfboðaliðum allstaðar að frá Evrópu, þar með talið Dani, Norðmenn, Svía, Belga, Frakka, Spánverja. Eftir innrásina í Rússland einnig Úkraínumenn, Letta, Litháa og Eista. Hann höfðaði til sjálfboðaliðana með orðum eins og krossferð gegn kommúnisma til þess að verja hefðbundin gildi Evrópu. Hernaðaraðgerð Þjóðverja var einmitt kölluð Barbrossa eða rauðskeggur sem var viðurnefni Friðriks I keisara „Hins Heilaga Rómverska Keisaradæmis“ og krossfara á 12. Öld.
Hlutverk SS í Rússlandsherferðinni var fyrst og fremst að stjórna hernumdum svæðum og hafa uppi refsiaðgerðir gegn skæruliðum að baki víglínunnar. Einnig Vetrarstríðinu voru SS liðar sendir til að styðja við heri Finna gegn Sovétmönnum.
Fyrir innrásina inn í Rússland hafði Himmler gert áætlanir um hvernig Rússlandi skyldi skipt upp og stjórnað. Hann reiknaði með að rússneski landbúnaðurinn gæti brauðfætt allan þýska herinn, en í staðinn þyrftu auðvitað einhverjir slavar að svelta. Hann var búinn að reikna út að til þess að skapa nægt lífsrými(neðanmál lebensraum) fyrir hina þýsku þjóð þyrftu 30 milljónir rússa að deyja. Himmler var einnig með plön á prjónunum fyrir annan óæðri kynstofn.
ENDALOKIN
Eftir misheppnað tilræði við Hitler árið 1944 þar sem að nokkrir háttsettir yfirmenn innan þýska hersins reyndu að koma honum frá völdum jukust völd Himmlers til muna. Hitler var hættur að treysta sínum eigin herforingjum og nú fékk Himmler loks að spreyta sig á hernaði. Hann tók við stjórn herdeilda bæði á austur- og vesturvígstöðvum með vægast sagt lökum árangri.
Árið 1945 var verulega byrjað að halla undan fæti hjá þriðja ríkinu, úr austurátt komu Sovétmenn á fleygiferð með hefnd í huga og úr vestri sóttu Bretar og Bandaríkjamenn. Nú var þetta aðeins orðið tímaspursmál hvenær Þýskaland myndi gefast upp. Í augum flestra Þjóðverja, þar á meðal Himmlers, voru Bretar og Bandaríkjamenn illskárri kosturinn. Hann sá fyrir sér að eina leiðin til þess að bjarga nasistastjórninni væri að semja frið við vesturveldin. Himmler hóf því friðarumleitanir án vitnskju Hitlers, hann ætlaði sér að fá vesturveldin í lið með Þjóðverjum gegn Sovétmönnum. Bandamenn höfðu gefið það út að eina sem að yrði tekið gilt væri skilyrðislaus uppgjöf þriðja ríkissins og því varð ekki mikið úr þessu.
Þegar Hitler frétti af svikum Himmlers varð hann æfur og svipti hann öllum titlum, meðal annars stöðu yfirmanns SS. Næsta dag framdi Hitler sjálfsmorð og tók þá Karl Dönitz(neðanmálsgrein aðmíráll þýska flotans) við og myndaði nýja ríkisstjórn í Flensborg.
Himmler sem nú var á barmi sturlunar hafði samband við Eisenhower yfirmann Bandaríkjahers og bauðst til þess að gefa allt Þýskaland upp gegn sakaruppgjöf. Hann var orðinn svo tæpur á geði að hann sótti um leið um starf sem yfirmaður lögreglunnar í eftirstríðs-ríkisstjórninni, hann kvaðst hafa mikla reynslu af starfinu. Tillögunni var umsvifalaust hafnað.
Eftir þetta var Himmler á flækingi um Þýskaland, hann var skipaður innanríkismálaráðherra í nýmyndaðri ríkisstjórn Dönitz en var fljótlega skipt út. Hann ráfaði þá um og var að lokum handtekinn af breskum hersveitum. Hann var þá eftirlýstur fyrir stórfellda stríðsglæpi og þjóðarmorð. Rétt áður en yfirheyrslur hófust framdi Heinrich Himmler sjálfsmorð með blásýru. Hann var grafinn í ómerktri gröf í nálægum skógi.
NIÐURLAG
Þann 22. Maí 1945 lést einn mesti viðbjóður sem sögur fara af, þessi fullyrðing er næstum því ekki bara skoðun heldur staðreynd. Það eru fáir menn sem hafa áorkað jafnmörgu illu á sinni ævi og Heinrich Luitpold Himmler, en þó að hann sé dáinn lifa hugsjónir hans áfram í elsta barni hans Gudrun Burwitz. Hún hefur haldið nafni hans á lofti og er meðal annars einn af stofnmeðlimum Víkinga-æskunnar(neðanmál þýka heitið) arftaka Hitlers-æskunnar.
Blink 182!!!!