Forsendur innrásar
Hafa skal í huga að Evrópa var ekki endilega hertekin í þeim eina tilgangi að sýna mátt þýska hersins eða til að svala yfirráðaþorsta og valdagræðgi þýskra herforingja og stjórnmálamanna. Þvert á móti voru Niðurlöndin hertekin í hernaðarlegum tilgangi sem stökkpallur fyrir innrás og vörn gegn Frakklandi. Síðar voru svo Danmörk og Noregur hernumin fyrir sömu ástæðu, vegna mikilvægu landfræðilegs- og hernaðarlegs mikilvægi þeirra fyrir sjóhernaði og tilvonandi innrásar í Bretland.
Innrásin í Frakkland var ekki aðeins svar við stríðsyfirlýsingu Bandamanna 3.september 1939 heldur var hún einnig mikilvægur þáttur þjóðverja til að útklá aldagamlann ágreining Þýskalands og Frakklands um hernaðarleg og stjórnmálaleg yfirráð á meginlandinu sem rekja má allt til stórveldisára Prússlands um miðja 19.öld og jafnvel aftur til daga Karlamagnúsar og skiptingu veldi hans í Vestur- Mið- og Austur Frankíu árið 843. Auk þess þarf varla að minnast á ástæðuna fyrir þessu öllu; hina umdeildu Versalasamninga árið 1919 þar sem Frakkar héldu að þeir hefðu endanlega bundið enda þennan ágreining með sigri sínum og eftirleik hans. (Svo er spurning hvert framhaldið varð, Þýskaland var vissulega ónýtt eftir seinni heimsstyrjöldina en í dag eru bæði ríkin leiðandi stórveldi innan Evrópusambandsins)
Með þetta til hliðsjónar var torfarið ríki Svisslendinga ekki mikilvægt í hernaðarlegu tilliti að hálfu Þjóðverja og var það ekki ástæða til hernáms. En það var ekki tilfellið með herganginum til austurs. Þvert á móti voru þau stríð pólitísks eðlis þar sem var verið að framfylgja grunnhugmyndum nasismans sem stjórnmálastefnu og hugmyndafræði. Innrásirnar í Pólland og Sovétríkin og innrásirnar í Júgóslavíu og Grikkland og Afríkustríðið eru annar handleggur og sem slíkur efni í aðrar greinar, en það verður ekki til umræðu í þessari grein.
En innlimun, eða í það minnsta pólitískt stríð, átti einmitt við um Sviss. Stór landssvæði byggð þjóðverjum höfðu verið innlimuð í Þýskaland í stríðinu og fyrir stríð þar sem helst má nefna svæði í gamla Prússlandi og Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu en þetta náði hámarki með innlimun heils þýsks ríkis; Austurríki. Þetta var partur í plani Hitlers um að sameina alla þjóðverja undir einu ríki með einn Foringja.
Með sömu rökum um að Austurríkismenn eigi tilkall til þess að vera þýskir ríkisborgarar ætti bróðurparturinn af Sviss að eiga það líka en 62% íbúa Sviss eru Þjóðverjar (nú hef ég ekki tölur frá 1940 en ég reikna með því að það hafi verið eitthvað svipað).
Hitler hafði mörg járn í eldinum og eitt þeirra var innrás í Sviss. Þannig að hvort sem Svisslendingar höfðu áhuga á því að fá gegna þeim skyldum og njóta þeirra forréttinda sem fylgir því að vera þýskir ríkisborgarar og borga skatt til þýska ríkisins og njóta þýskrar almenningsþjónustu eður ei höfðu þeir lítið um það að segja nema svara innrásinni með hervaldi, en ólíkt því sem var í nágrannaríkinu Austurríki var lýðræðislega kjörin stjórn í Sviss sem hafði sameiningu við Þýskaland ekki ofarlega á forgangslista í utanríkismálum sínum.
Unternehmen Tannenbaum
Það voru gerð fimm drög að innrás og þrjú af þeim gengust undir dulnefninu Unternehmen Tannenbaum í einu tilfelli var notað dulnefnið Fall Grün en það hafði áður verið notað um þýska hernaðaraðgerð sem aldrei var framkvæmd. Það var ráðagerð sem Þjóðverjar sömdu árið 1938 um innrás í Tékkóslóvakíu ef til stríðs kæmi, en það var komið í veg fyrir það í Münchenarsamningunum sama ár.
Þýski herinn hóf drög að aðgerðinni þann 24.júní 1940 en það var daginn áður en Frakkland gafst upp. Það var þýskur höfuðsmaður starfandi í skipulagsdeild innan þýska herráðsins, Otto Wilhelm von Menges, ungur riddaraliðsforingi sem fór fyrir verkefninu (auk margra annara góðra manna týndi hann lífinu í orrustunni um Stalingrad árið 1943 og var „grafinn“ í rústum traktoraverksmiðju í borginni).
Fyrstu drögin voru kláruð 26. júní en þau voru þannig úr garði gengin að hægt væri að framkvæma árásina fljótlega enda var enn mikið af þýskum herafla í nágreninu því enn átti eftir að endurraða hernum og skipuleggja hann fyrir fyrirhugaða innrás í Bretland sem var þónokkuð stærra batterí.
Í grófum dráttum var planið þannig:
Eyða átti svissneska hernum eða gera hann ónothæfan t.d. með því að taka fanga en tekið var sterklega fram að svissneski herinn mátti alls ekki fá tækifæri til að flýja til fjalla, því þá myndi stríðið dragast mjög á langinn. Sóknin átti að vera fókuséruð á að taka borgirnar Bern og Solothurn sem fyrst til að hertaka þar mikilvæg iðnaðarsvæði auk þess sem mikil áhersla var lögð á að ná haldi á samgöngumannvirkjum svosem járnbrautum, brúm og göngum án þess að skemma þau.
Innrásarliðið átti að samanstanda af níu herdeildum, þremur fótgönguliðsdeildum, þremur vélvæddum fótgönguliðsdeildum, einnri skriðdrekadeild og tveimur fjallaherdeildum.
Nota átti hina hefðbundun leifturstríðstaktík og ráðast inn frá norðvesturlandamærum Sviss úr tvemur áttum. Sóknirnar áttu svo að mætast miðjunni og loka þannig inni svissneskar hersveitir og í leiðinni koma aftan að stórum her Svisslendinga sem voru við norðurlandamærin. Auk þess sem þetta var afar sigursæl og góð hernaðartaktík var það mikilvægur þáttur í að koma í veg fyrir að svisslenskir hermenn næðu að flýja til Alpanna. Hér að neðan er svo kort af planinu.
Innrásarplan 26/6‘40
En lengra var ekki farið að sinni og ekkert gerðist í einn og hálfan mánuð. Von Menges gerði aðra útgáfu af plani sínu þann 12. ágúst. Nú var ákveðið að ráðast á úr vestri, norðri og suðri. Ekki þótti ráðlegt að koma úr austri frá Suður-Þýskalandi og Austurríki en þar voru landamærin varin með gígantískum klettafjöllum Alpanna. Fyrir utan þetta voru ekki miklar breytingar frá fyrra planinu nema hvað að það var ákveðið að nota fallhlífahermenn til þess að lenda inni í landinu í þeim tilgangi að hindra frekar svisslendingana í að hörfa til Alpafjalla. Og nú voru ítalskar sveitir tilbúnar til að ráðast inn frá suðri þjóðverjunum til stuðnings. Við sagnfræðilega eftirgrennslan kemur í ljós að von Menges hafði ekki gert ráð fyrir nýrri og breyttri stöðu svissneskra hersveita frá fyrri upplýsingum sem honum hafði borist. Reyndar hafði hann orð á því að honum fannst þýsk njósnastarfsemi ekki veita nógu góðar upplýsingar auk þess sem hann kvartaði yfir því að þjóðverjar réðu ekki yfir nógu góðum og nákvæmum kortum af Sviss. Sjá mynd af öðrum drögunum af innrásinni.
Innrásarplan 12/8‘40
Aftur var planið uppfært 21. ágúst og hafði herráðið þá ákveðið að fjölga herdeildum úr 9 upp í 21. Einnig hafði verið gert ráð fyrir stuðningi við hersveitirnar úr lofti. 9. september hafði verið samin nákvæm ráðagerð og tímasetning á hernaðaraðgerðinni. Þá var gert ráð fyrir því að á fjórða degi myndu Þjóðverjar komast að Bern og á fimmta og sjötta degi myndu þýskar hersveitir hafa tekið alla restina en mestallur svissneski herinn átti að hafa verið sigraður fyrir orrustuna um Bern. Að lokum voru síðustu drögin send til herráðsins og samþykkt 4. október 1940. Eins og áður sagði bað planið um 21 herdeild en herráðið gaf út lokabreytingar þann 9. október þar sem herdeildafjöldinn hafði verið lækkaður niður í að 11 deildir.
Þýski 12. herinn sem tilheyrði Hersafnaði C hafði verið stillt upp samkvæmt planinu og var aðeins beðið eftir merki frá Foringjanum um að leggja af stað yfir landamærin. Hér má svo sjá mynd af lokaútgáfu Tannenbaum aðgerðarinnar.
Innrásarplan 9/10‘40
Vopnað hlutleysi Svisslendinga
En Hitler gaf aldrei skipunina og planið var aldrei framkvæmt. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar og skiljanlegar. Fyrst og fremst var það hið torfæra fjallenda landsvæði sem svissneska ríkið liggur á sem gæti haft alvarleg áhrif á framgöngu þýskra hersveita. Auk þess var svissneska þjóðin og svissneskir þjóðhættir mjög sérstakir. Þjóðin er komin af frönskum og þýskum hálendingum og smölum þar sem sveitamenningin var enn á þessum tíma mjög ríkjandi. Tildæmis var það sagt að á hverju svissnesku heimili átti húsbóndinn riffil og hann væri óhræddur við að nota hann. Það var vissulega mikið til í þessum sögusögnum. Þrátt fyrir að Svisslendingar hafi verið mikið á eftir Þjóðverjum í hernaðartækni og fjölda hermanna og hergagna eins og skriðdrekum, flugvélum og fallbyssum, þótti svissneski riffillinn Schmidt-Rubin afar góður og vel gerður en hann var svo útbreyddur að einn slíkur var ef til vill til á að minnsta kosti hverjum bóndabæ ef ekki víðar og í þéttbýlum. Skæruhernaður og andspyrna hefði því eflaust orðið mikið mál fyrir þýska hernámsliðið. Auk þessa var/er stjórnmálakerfið í Sviss mjög sérstakt en þar var hálfgert beint lýðræði og hafði ríkisstjórnin því ekki jafn miðstýrða uppbyggingu og í öðrum lýðræðisríkjum. (sjá nánar HÉR). Með þessum rökum hafa sagnfræðingar velt því fyrir sér hvort það hefði nokkuð haft eitthvað að segja ef ríkisstjórnin og herinn hefðu gefist formlega upp, þ.e. hvort þjóðin myndi hafa hlýtt þeim skipunum. Þjóðin hafði hins vegar verið hvött til að gefast aldrei upp og berjast til síðasta manns og var borgurum skipulagt kennt að skjóta og bregðast við innrás í stórum stíl.
Svisslendingar byrjuðu að búa sig undir stríð þegar Þýskaland innlimaði systurríkið Austurríki árið 1938. Ólíkt því sem átti sér stað í þar í landi fengu svissneskir nasistar ekki mikinn hljómgrunn þegar þeir boðuðu Anschluss; sameiningu Sviss við Þýskaland. Þess í stað fór af stað stór and-nasísk áróðurshrina og svissneska þingið lýsti því yfir að svissneska þjóðin myndi „berjast til síðasta blóðdropa“ enda ekki skrýtið að þeir hafi búist við því að Þjóðverjar gerðu innrás í ljósi hinnar pólitísku spennu sem ríkti í Evrópu á þessum árum fyrir stríð. Það var einkum fyrir tilstilli þess að afar áhrifamikill og valdamikill maður innan svissneska hersins; Henri Guisan hershöfðingi tók spám um innrás mjög alvarlega og gerði hvað hann gat til að virkja herinn og hervæða þjóðina en eins og áður kom fram var virk þáttaka borgaranna mikilvæg ef til stríðs kæmi. Guisan áttaði sig á því að skriðdrekar Hitlers mættu sín lítils í svissnesku Ölpunum og, eins og þýska herráðið sá fyrir, var það þáttur í varnarplani hans að lokka Þjóðverjana aftur til Alpanna.
Tryggasti bandamaður Svisslendinga; Alpafjöllin
61% af landsvæði Sviss fellur undir hin mikilfenglegu svissnesku Alpafjöll og þar hefur svissneska þjóðin búið svo öldum skiptir. Það hefði því verið afar slæmt fyrir framrás aðgerðarinnar ef svisslenski herinn næði að flýja til fjalla og fela sig þar og í framhaldi af því gæti stríðið dregist verulega á langinn með miklu mannfalli Þjóðverja.
Því var það afar mikilvægur þáttur í aðgerðinni að svissneski herinn næði ekki að flýja og þurfti því góðar aðstæður til að Þjóðverjar gætu beitt leifturstríðstækni sinni á sem skjótustum tíma til þess að umkringja og sækja aftur fyrir svisslendingana til að koma í veg fyrir að það gerðist. Þess vegna var afar mikilvægt og nánast skilirði að aðgerðin væri framkvæmd að sumarlagi ef hún átti að ná einhverjum árangri. Vetraraðstæður voru ekki kjöraðstæður fyrir leifturhernaðinn þá sérstaklega með tilliti til mikilvægi skriðdrekahernaðarins auk þess sem þýskir hermenn voru ekki vanir að berjast í frosti. Þetta sýndi sig svo um veturinn 1941 við Moskvu þegar leiftursóknin í Barbarossa aðgerðinni stöðvaðist.
Þegar Þjóðverjar fóru fyrst að pæla alvarlega í hugmyndinni um stríð gegn Sviss, þegar fór að líða á orrustuna um Frakkland, lá best við að framkvæma hana í beinu framhaldi af Frakklandsstríðinu eða um sumarið 1940. En eins og gefur að skilja er árástarstríð ekki ráðagert á einnri nóttu og Hitler hafði nóg annað á sinni könnu um og eftir fall Frakklands og þar sem Sviss var engin hernaðarleg ógn við Þýskaland ólíkt Bretlandi og Sovétríkjunum (þó Stalín hafi reyndar ekki gelt mikið þar sem Hitler hafði gefið honum bein að naga; Eystrasaltsríkin og Finnland) var árásinni frestað en þýski herinn hafði fullt í fangi með að planleggja Seelöwe aðgerðina, en það var fyrirhuguð innrás í Bretland. Því var ekki mögulegt að hrinda aðgerðinni í framkvæmd fyrr en eftir veturinn 1940/41.
En þegar Hitler sá að hann gat ekki sigrað Breta í loft-og sjóorrustum og þar af leiðandi ekki gert innrás á Bretlandseyjar snéri hann sér til austurs og vorið og sumarið 1941 fór öll vinna þýska herráðsins í að plana og framkvæma Marita og Barbarossa aðgerðirnar; innrásirnar í Balkanríkin og Sovétríkin. Við þessar kringumstæður var Tannenbaum aðgerðin látin sitja á hakanum þangað til næsta sumar en þegar komið var fram á sumarið 1942 hafði aðgerð Barbarossa farið útum þúfur og stríðið í Sovétríkjunum, sem átti að hafa verið sigrað mörgum mánuðum fyrr, var enn í fullum gangi. Enn sat aðgerðin á hakanum alltaf var hún á forgangslista. Það var ekki fyrr en eftir innrás Bandamanna í Normandie í júní 1944 að henni var fyrst formlega frestað. Þegar leið á stríðið og það kom í ljós að Þjóðverjar myndu hvorki vinna stríðið í Sovétríkjunum né stríðið í framhaldi af Normandie innrásunum náðu Þjóðverjar aldrei að setja Tannenbaum aðgerðina aftur á forgangslista og þegar upp var staðið hélt Sviss sjálfstæði sínu í gegnum allt stríðið.
En þrátt fyrir hlutleysi Svisslendinga fengu þeir að finna fyrir stríðinu sem geysaði allt í kringum þá. Fjöldi svissneskra borgara féllu í misheppnuðum loftárásum Bandaríkjamanna sem héldu að þeir væru að bomba þýskar borgir, auk þess sem margar bandarískar og þýskar flugvélar voru ýmist skotnar niður eða neyddar til lendingar er þær flugu yfir Sviss á árunum 1940-44.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,