Trúarbrögð Forn-Egypta og Múmíugerð Trúarbrögðin skiptu gríðarlega mikklu máli í lífi Egypta. Faraórarnir, konungar Egyptalands, voru oft tilbáðir sem guðir, eða sagðir vera lifandi eftirmynd þeirra. Starf og ákvarðanir faraós snérust að miklum hluta í kringum guðina, þar sem allt var gert til að heilla og tilbiðja þá. Voru fjölmörg stærðarinnar hof byggð víðsvegar um landið til tilbáðunnar guðanna.

Í prestaveldi Egypta voru aðalsmenn, prestar og fjölmennt embættismannalið, og mynduðu net þess stjórnkerfis sem laut faraó. Æðstur embættismanna var vezírinn sem var vörður laga og leit eftir að skipunum konungs væri hlýtt. Heill her ritara eða þjóna var embættismönnum til aðstoðar. Þetta skrifstofuveldi hafði eftirlit með landbúnaði, iðnaði og viðskiptum.

Konungar Egypta voru álitnir guðlegs uppruna, í rauninni fálkinn Hórus holdtekinn. Egyptar álitu að himininn væri risastór fálki, og sól og tungl væru augu hans. Þeir trúðu einnig að dómar hans væru óskeikulir og honum væri þjónað af íbúum himinsins og að Faraó elskaði réttlæti en hataðist við óréttlæti. Faraóar síðari konungsætta létu gera risastyttur af sér til þess að efla trú fólks á þá sem guði.

Egyptar trúðu á marga guði og goðmögn. Sumir guðir réðu yfir fæðingu og dauða, aðrir stýrðu heill manna við daglegar athafnir, þeir réðu yfir þekkingunni og þeim voru færðar þakkir fyrir unnin verk, uppskeru og fleira.
Egyptar tilbáðu tvo yfirguði, Ra og Ósíris. Ra er einnig þekktur sem Amon-Ra. Hann var sólguðinn. Ósíris var guð hinna réttlátu. Samkvæmt goðsögnum var Ósíris drepinn af tvíburabróður sínum, Set, guð allra dýra, sem skar líkama hans í stykki. Kona Ósíris, Isis, setti líkama hans aftur saman og guðinn endurlifnaði. Ósirís, Isis, og Hórus, sonur þeirra og himinguðinn, mynda æðstu þrenningu í heimi guðanna.

Guðir Egypta eiga sér langa sögu og þróun. Við upphaf sögulegs tíma eru yfirleitt tvær tegundir guða. Annars vegar staðbundnir guðir sem yfirleitt eru táknaðir í dýralíki eða tótemísku formi, og hins vegar kosmískir guðir sem yfirleitt hafa mannsmyndir. Þessi tvö meginform guða virðast svo hafa blandast. Myndrænar lýsingar sýnir guði með dýrahöfuð en mannslíkama. Einnig er tekið eftir að staðbundnir guðir fái víðtækari viðurkenningu oft vegna aukins mikilvægis heimabyggðar þeirra, hér má nefna Amon guð borgarinnar Þebu, Ptah í Memfis verður guð handverksmanna og Thot í Hermópólis guð þekkingar.

Í Fornríkinu var Atum frumguð ríkistrúarinnar, hann steig uppúr frumhafinu Nun. Atum var tvíkynja og eignaðist Shu, guð loftsins, og Tefnut, gyðju rakans. Þau eignast Nut himingyðjuna og Geb jarðguðinn. Atum er oftast þekktur sem sólguðinn Ra. Þá má líka nefna Ósíris, Ísis, Set og Nephthys.
Ríkisguðinn Hórus birtist sem Horachte. Í Fornríkinu var stundum notað Ptah sem frumguð og skapara í stað Atum í borginni Memfis. Hann var kallaður „sá stóri“ og með frumhafinu var hann eitt. Síðan skapaði hann allt með hugsun sinni og orðum. Hér tókust trúarbrögðin á og að lokum hafði sóltrúin sigur. Ptah varð þá guð handverksmanna.
Þegar Þeba varð höfuðstaður Egyptalands á tíma Mið- og Nýríkjanna birtist ný trúarbragðamynd. Höfuðguðinn var Amon. Voru átta frumguðir sem mynduðu fjögur pör. Nun og gyðjan Naunet táknuðu frumhafið, Huh og Hauhet voru táknmynd óendanlegs geimsins. Kuk og Kauket voru myrkrið og Niau og Niaut voru tómið. Þessi átta guðir mynduðu saman kaos eða ringulreið. Amon, sem var guð lofts og vinds, skapaði jörðina úr ringulreiðinni. Kvenmynd Amons var Amaunet og tóku þau tvö stöðu Niau og Niauts í áttundinni.Amon rann saman við bæði Ptah og Re í Þebu og sem Amon-Ra varð hann æðsti guð ríkisins. Mut varð maki Amons og sonur þeirra var tunglguðinn Chon.

Í tíð Amenhoteps IV, sem síðar kallaði sig Akhnaton („sá sem dýrkar Aton“) orsakaði stríði milli prestastéttarinnar og konungdæmisins. Hann reyndi að koma á eingyðistrú á sólsguðinn Aton. Sú trú lifði þó ekki lengi.
Í síðustu tíð konungsættanna var smáum staðbundnum guðum eignaðir eiginleikar stóru guðanna og sem dæmi má nefna að krókódílaguðinn Sobk sem var þá sagður hafa alla eiginleika sólguða.

Allar þær heimildir um guði og trú Egypta koma frá myndletri þeirra, sem er kallað híróglyfur, og eru þessi myndletur úr pýramídunum og grafskriftum. Eru þær því frá efnaðri stéttum þessa forna samfélags og er því erfitt að segja um hvort guðirnir hafi verið jafn mikilvægir hjá lægri stéttunum.


Múmíugerð

Eitt af táknum Egyptalands eru múmmíur þeirra. Sumar múmmíur sem fundist hafa í Egyptalandi, eftir að hafa legið í gröfinni í þúsundir ára, eru svo vel farnar að enn er hægt að sjá hvernig líf manneskjunnar var. Egyptsku múmmíurnar voru gerðar til að tryggja heimili fyrir sálirnar í næsta lífi.

Egyptska múmmíugerðin var löng og flókin tæknileg aðgerð, hönnuð til að varðveita líkamann vel. Það innihélt einnig trúarlegar athafnir framkvæmdar af prestum, og töfrandi þáttur til að endurgera nákvæmu gerð fyrstu múmmíurnar af guðinum Ósíris sem var gerð af Anubis. Ferlið sem tók 70 daga innihélt ýmsa töfra til að gera múmmíuna sem áhrifamesta.

Ferlinu var skipt í þrjú skref.

Hið fyrsta var að þrífa líkamann, með vatni og salti. Síðan stungu prestarnir nokkurskonar staf upp um nefið til að gera gat á höfuðkúpuna og var heilinn síðann dregin úr með töngum. Síðan voru inniflin fjarlægð. Hjartanu var varðveitt. Maginn, lifrin og lungun voru geymd í sitthvorum krukkunum.
Annað skrefið var að þurrka líkamann. Hann var settur á bekk og var þakin í salti sem kallaðist natron, það átti að þurrka líkamann og koma í veg fyrir bakteríur. Eftir 40 daga var líkaminn þveginn aftur. Þá var hjartað aftur sett í ásamt ýmsu öðru til að fylla líkamann.
Þriðja skrefið var að pakka líkamanum inn. Hann var þakin með trjákvoða, gerður úr jurtasafa og pálmatrjám, það verndaði líkamann og lyktaði vel. Yfir 15 daga tímabil var líkaminn vafinn með umbúðum.
Síðan var múmmían sett í kistu, sem voru skreyttar með ýmsum táknum og myndum og oft máluð eftir mynd af manneskjunni sem þar lá. Oftast voru settar grímur yfir höfuð faraóanna, sem átti að vernda þá. Síðan voru kisturnar grafnar í grafhýsi eða pýramída og dvöldust þar í þúsundir ára og varðveittust ótrúlega vel.