R.M.S. TITANIC
1909 - 1912



Þjóðerni: Bretland
Eigendur: White Star Line skipafélagið
Smíðað: Harland and Wolff skipasmíðastöðinni í Belfast
Skipstjóri: Edward John Smith
Heimahöfn: Liverpool, England
Smíði hafin: 31 mars 1909
Sjósett: 31 maí 1911
Vígt: Titanic var aldrei vígt, eða blessað
Jómfrúarferð: 10 apríl 1912
Örlög: Sigldi á ísjaka klukkan 23:40, 14 apríl 1912. Endanlega sokkið 15 apríl klukkan 02:20. Flakið fann Robert Ballard 1 september 1985
Staðsetning: 41°43′55″N, 49°56′45″W

Tæknilegar upplýsingar

Þyngd: 46,328 tonn
Lengd: 882 fet og 9 tommur (269 metrar)
Breidd: 92 fet og 6 tommur (28 metrar)
Djúprista: 34 fet og 7 tommur (10.5 metrar)
Vélar: 25 tveggja enda katlar og 4 eins enda. Tvær 4 cylinder vélar (1000 tonn hvor, stærstu vélar af þessari gerð sem hafa verið smíðaðar), hvor um sig afkastaði um 16.000 hestöflum og snérist 72 hringi á mín, sáu um að keyra ytri skrúfurnar tvær. Ein láþrýsti (7 psi) gufu túrbína sem afkastaði um 18.000 hestöfl og snéri skrúfunni í miðjunni. Sú skrúfa gat ekki bakkað og snérist 120 hringi á mín. Alls 50.000 hestöfl.
Skrúfurnar: Tvær brons 3 blaða skrúfur sem voru á hliðunum (23 fet í þvermál) og ein brons 4 blaða miðjuskrúfa (16 fet í þvermál)
Eðlilegur ganghraði: 21 hnútur (40.6 km/h) (24.5 mph)
Topp ganghraði: 23.75 hnútur (42.6 km/h) (26.5 mph)
Fjöldi farþega í jómfrúarferðinni: 2,208

*Fyrsta farrými: 324
*Annað farrými: 285
*Þriðja farrými: 708
* Áhöfn: 891
Farþegar og Áhöfn sem björguðust: Nákvæm tala er ekki til en talið er að um 705 manns hafi bjargast
Farþegar og Áhöfn sem fórst: Nákvæm tala er ekki til en talið er að um 1.502 - 1.523 hafi farist

R.M.S. Titanic var “Olympic class” farþegaskip sem varð heimsfrægt þegar það sigldi á ísjaka 14 apríl 1912 og sökk 15 apríl 1912. Titanic var annað af 3 ofur-farþegaskipum, Titanic og hin 2 systurskipin áttu að bjóða upp á vikulegar ferðir milli Evrópu og Ameríku og þannig að White Star skipafélagið var með algjöra sérstöðu á þessari siglingaleið.

Smíðað í Harland and Wolff skipasmíðastöðinni í Belfast á Írlandi, Titanic var stærsta farþegaskip heims á þeim tíma þegar það sökk. Í jómfrúarferð Titanic (frá Southampton, England; til Cherbourg, Frakkaland; Queenstown (Cobh), Írland; svo New York borg), sigldi það á borgarísjaka klukkan 23:40(skips tíma) sunnudaginn 14 apríl 1912, sökk svo 2 klukkutímum og 40 mínútum seinn eða kl 02:20. Brotnaði í tvennt rétt aftan við 3 reykháfinn.

Titanic var byggt með það í huga til að keppa við stolt Cunard skipafélagsins, Lusitania og Mauretania, mjög íburðamikil skip og hraðskreiðustu skip heims. Titanic og systurskipin tvö Olympic og hið væntanlega Gigantic voru ætlað að vera stærstu og íburðamestu skip sögunnar (áætlað var að skíra 3 skipið Gigantic, en því var breytt í Britannic eftir að Titanic fórst).
Titanic var hannað af yfirmanni Harland and Wolff, Thomas Andrews og forstjóranum Alexander Carlisle, teikningarnar voru reglulega sendar til framkvæmdastjóra White Star skipafélagsins J. Bruce Ismay sem þurfti að samþykkja þær. Byggingu Titanic fjármagnaði Bandaríkjamaðurinn J.P. Morgan og hans alþjóðlega fyrirtæki Mercantile Marine Co., byrjað var að smíða Titanic 31 mars 1909. Titanic sem var númer 401 var hleypt af stokkunum 2 árum og 2 mánuðum seinna, 31 maí 1911. Titanic var fullklárað 31 mars 1912.

Titanic var 269 metrar að lengd og 28 metrar að breidd, 6 tommum lengra að systurskipið R.M.S. Olympic. Titanic var 46.328 tonn og hæð frá sjávarborði og upp á bátaþilfar voru 18 metrar. Það var með tvær 4 cylender gufuvélar og eina lá-þrýsti Parsons túrbínu. Þesar vélar knúðu áfram 3 skrúfur.
Aðeins 3 af fjórum 19 metra háu reykháfum voru virkir, sá 4 (aftasti) var aðeins til að gera skipið fallegra útlýtandi.
Titanic gat borið 3,547 farþega og áhöfn.Vegna þess að Titanic flutti póst að þá var bætt var við nafnið RMS (Royal Mail Steamer) og stundum SS (Steam Ship).

Titanic þótti vera toppurinn í verkfræði og hönnun á þessum tíma og var haldið fram í The Shipbuilder tímaritinu að það væri “nánast” ósökkvandi. Titanic var með tvöfaldan kjöl sem innihéldu 44 ballestartanka til að tryggja stöðuleika á sjó (seinni skip höfðu einnig tvöfaldan kjöl). Í fyrstu átti að setja 48 björgunarbáta um borð en Bruce Ismay lét fækka þeim niðrí lámarkskröfur sem reglur á þessum tíma gerðu ráð fyrir, 20 björgunarbátar voru þannig settir um borð.

Um borð var t.d. sundlaug (sú fyrsta um borð í skipi), leikfimissal, Tyrknest baðhús, bókasöfn á hverju farrými, veggjatennissal, milljónamæringasvítur á 1 farrými með einkaþilfari og ómetanlegri viðarklæðningu á veggjunum, dýrustu húsgögnum á þessum tíma.
Titanic var tæknivætt skip á þessum tíma, það voru 4 lyftur um borð og 2 Marconi morse sett sem loftskeytamennirnir notuðu, þeir unnu á vöktum þannig að það var morse vöktun um borð allan sólarhringinn.. sem kom sér vel fyrir farþega sem þurftu að senda skilaboð.

Meira að segja 3 farrýmis káeta var talin jafngóð eða jafnvel betri en á 1 farrými á morgum öðrum skipum á þessum tíma. Titanic var með 3 lyftur sem voru ætlaðar til nota fyrir 1 farrýmið en 2 farrými var með 1 lyftu

Borið saman við systurskipið Olympic

Titanic var nánast alveg eins í útliti eins og systurskipið Olympic fyrir utan nokkra hluti.
Bruce Ismay stakk upp á því að eftir að Olympic var fullklárað að þá yrði Titanic betrumbætt. Tveir af þessum áberustu breytingum á Titanic var gönguþilfarið (beint fyrir neðan bátaþilfarið), því var hálfu lokað með gluggum til að verjast frá veðri og fyrirkomulagið á B-þilfari var allt annað en á Olympic, Titanic var með veitingastað sem hét Café Parisienne sem var ekki settur í Olympic fyrren 1913. Svo voru þeir gallar sem komu í ljós í Olympic leiðréttir þegar Titanic var byggt… t.d. aaftari hurðir á síðunum þar sem farþegar gengu um borði í skipið. Önnur breyting var t.d. sú að ljósin á A-þilfari voru öðruvísi í Titanic. Stýrishúsið á Titanic var haft mjórra og lengra en á Olympic. Þessar breytingar og aðrar gerðu Titanic 1.004 tonnum þyngri en Olympic, og varð Titanic fyrir vikið stærsta skip heims

Eftir að Titanic fórst að þá breyttist mikið hvernig farþegaskip voru hönnuð, og mörg sem voru til, þar á meðal Olympic voru breytt til að þau yrðu öruggari. Ekki var aðeins fjölgað björgunarbátum í Olympic, heldur var skrokkurinn allur styrktur og vatnsþéttu hólfin voru hækkuð til muna. Vatnsþéttuhólfin í Titanic náðu ekki upp nema 3 metra fyrir ofan sjávarborð, og eftir að Titanic fórst að þá voru vatnsþéttuhólfin í mörgum skipum hækkuð þannig að þau náðu upp í gegnum skipin til að gera hólfin algerlega vatnsþétt. Titanic var með 2faldan kjöl en ekki 2faldar síður, eftir að það fórst að þá voru skip smíðuð með 2faldan kjöl og 2faldar síður (Olympic var breytt þannig að það var með 2faldar síður).
Olympic slapp í gegnum fyrri heimsstyrjöldina og hélt farþegaflutningum áfram á milli Evrópu og Ameríku til 1935, en þá var það rifið

Systurskipið Britannic

Eftir Titanic slysið þótti nafnið Gigantic ekki hentugt fyrir 3 systurskipið, þannig að það fékk nafnið Britannic (strax eftir að það var smíðað fór það í fyrri heimstyrjöldina og þjónaði þar sem spítalaskip. Britannic varð aldrei farþegaskip því það rakst á tundurdufl og sökk í miðjarðarhafinu 1916

Sunnudagurinn 14 apríl 1912

Morse skilaboð tóku að berast eitt eftir öðru frá skipum sem voru að vara Titanic við hættu sem gæti stafað af ísjökum. Þegar nóttin var að hellast yfir var frekar kalt í veðri, lítill vindur og sjórinn spegilsléttur, ekkert tungl á lofti og Titanic á um 22.5 hnúta hraða. Smith skipstjóri sagði Charles Lightoller 2 stýrimanni að fylgjast vel með sjóndeildarhringnum, og hægja á skipinu ef þess þyrfti nauðsynlega.
Á nóttunum reyna varðmennirnir að sjá sjóinn brotna á ísjökunum, því það er það fyrsta sem þeir sjá ef það er ísjaki á ferðinni. En þessa nótt var nánast engin alda og engin vindur þannig að ekkert brim var í kringum ísjakana, þannig þeir voru nú nánast ósýnilegir.
Klukkan 23:30 tók varðmaðurinn Frederick Fleet sem var í körfunni í mastrinu eftir dökkum skugga beint fyrir framan skipið sem var dekkri heldur en ský. Hann tók upp símann og hringdi í brúnna “ísjaki beint framundan”. Fyrir utan brúnna stóð 1. stýrimaður William Murdoch, og hann gaf skipun um að setja stýrið hart í bak og setja vélarnar á fulla ferð aftur á bak. En Titanic var komið of nærri ísjakanum til að unnt væri að sveigja alveg frá. Titanic rakst í jakann með þeim afleiðingum að jakinn reif upp samskeiti á plötum á skrokknum fyrir neðan sjávarmál á næstum því 100 metra kafla á stjórnborðshliðinni. Götin sem komu á síðuna voru mörg og lítil, litu svipað út eins og mors kóði (- - - - - - - - - - – - - - - - - - - ".
Thomas Andrews, sá sem hannaði Titanic reiknaði það út að fyrstu 10 mínúturnar eftir áreksturinn seig Titanic 4 metra í sjó að framan. Um miðnættið kom það óhjákvæmlega í ljós, sjórinn var farinn að fylla fyrstu vatnsheldu hólfin, en um leið og eitt fylltist að þá einfaldlega rann sjórinn yfir í það næsta, svona svipað eins og maður hellir vatni í ísmolabakka. Titanic var að sökkva, og Thomas Andrews reiknaði út að Titanic ætti klukkutíma eftir ofansjávar, 2 tíma í mesta lagi.
Smith skipstjóri skipaði áhöfninni að setja farþega í björgunarbátana og senda þá í burtu. Lightoller var með stjórnina bakborðmegin og Murdoch stjórnaði stjórnborðmegin, en björgunaræfingar sem áttu að vera á sunnudögum á öllum skipum White Star var aldrei haldin um borð í Titanic.
Lightoller leyfði aðeins konum og börnum að fara í bátana, með 1 - 2 undartekningum, en Murdoch leyfði mönnunum að fara líka ef engar konur eða börn voru nærri. Einn af þeim heppnu mönnum sem fengu að fara um borð í björgunarbát á stjórnborðshliðinni var Lawrence Beesley, ungur kennari við Dulwich háskóla, á leiðinni til Bandaríkjanna í frí.

Um borð í hinu sökkvandi Titanic sagði Smith skipstjóri loftskeitamönnunum að kalla eftir hjálp. Sum skip vissu ekki alveg hverju átti að trúa þegar heyrðist að hið ósökkvandi Titanic væri að sökkva og þarfnaðist hjálpar strax, en sum skip svöruðu og lögðu þegar í stað í áttina til Titanic.
Fjórði stýrimaður Joseph Boxhall reiknaði út nýja staðsetningu út frá staðsetningu sem var reiknuð út klukkan 19:30 fyrr um kvöldið, nýja staðsetningin var 41° 46' norður, 50° 14' vestur.

Ekki fyrr en 1985 þegar hafrannsóknarmaðurinn Robert Ballard fann Titanic í tveimur hlutum á hafsbotni var endanleg staðsetning ljós, 41° 44' norður, 49° 57' vestur, eða 24 kílómetra austar en þeir töldu sig vera á Titanic 1912.