Battle Of The Bulge-Síðasta Tilraunin Ég er nú bara nýbyrjaður hér á Huga svo ekki Rakka mig niður fyrir svo mikið sem smá villur en annars, Þegar Orrustan um Normandy hérað er lokið og Bandaríkjamenn hafa hafið stórsókn úr lofti Þekkt undir nafninu “Operation Market Garden”, sú sókn fer út um þúfur og Bandamönnum mistekst að viðhalda aðal viðfangsefni þessarar sókna, þar að segja að ljúka stríðinu fyrir jólin ‘44. En Bandamenn hafa nú samt sem áður náð mestum hluta Belgíu undir sig Þar á meðal borgina Arnhem.

SÓKNIN.
Nóttina 16.Desember 1944 hefja Þjóðverjar Geysilega Stórsókn yfir alla Ardenna víglínuna sem kölluð var “Wacht am Rein” eða “Aðgerð Rínar Gætt” Þessari Stórsókn stýrðu tveir afbragðs góðir, ungir hershöfðingjar, þeir Sepp Dietrich og Hasso Von Mantouffel, Herir Þeirra brutust í fyrstu í gegnum varnir bandamanna án töluverðra fyrirstaðna nema kannski í Bastogne sem aldrei brást þó 101-yrsta fallhlífa deildin sem varði Bastogne var gjörsamlega umkringd. Þau svæði sem ógnuðu Bandamönnum mest var kannski Bastogne-Elsenborn og Antwerp svæðið sem þó varð þó aldrei undir árás.

Meginmarkmið Þjóðverjanna var þó kannski ekki endilega að hrekja bandamenn með öllu í burt enda ómögulegt heldur ná olíubirgðum þeirra. Sjötti her Sepp Dietrich’s hélt áfram að sækja inní Belgíu og ekkert virtist bóla á teljandi vörnum uns þeir voru stöðvaðir við bæinn “Stavelot”. Herir Bandamanna voru þarna orðnir ansi dreifðir og byrjaðir að safnast fyrir í herkvím og framkvæma smáar gagnárásir til að hindra framför þjóðverja, þó var Bastogne eina herkvíin sem tókst það með fullnægjandi árángri. Mantauffel var nú kominn í vandræði vegna eldsneytisskorts og hermönnum sagt að ganga á öll ónýt og ógángfær farartæki bandamanna til að ná í sem mest bensín úr þeim, þetta gekk með misjöfnum árángri.þetta er þá líklega um 20-25 desember '44.

Malmedy Morðin
Þegar Sepp Dietrich og Sjötti herinn hans nálgaðist bæinn Malmedy hlupu skelfdir hermenn úr hinum ýmsu Herjum sem flökkuðu um svæðið að leita að herstöð sem enn væri í höndum Bandaríkjamann, beint í flasið á framsveitum Sjötta Hersins. Mönnunum er smalað saman við gatnamótin við Malmedy-Ligneuville þar sem Þjóðverjarnir höfðu verið að “Re-fuela” eftir að hafa náð “Fuel Dumpi” af Könunum. Þarna er þeim smalað saman og bíða þegar þýskur majór hrópar “SKJÓTIÐ! ÞEIR ERU VOPNAÐIR” sem þeir voru alls ekki, af 79 lifðu sex af. Fjöldamorðin voru þó mun fleiri og má rekja skipanir þeirra til Waffen-SS Colonolsins Joachim Peiper hann fyrirskipaði einnig fjöldamorðin á óbreyttum Belgískum ríkisborgurum, 100 talsins .

GAGNSÓKN
25.Desember hefja Bandaríkjamenn gagnsóknog Patton er að færa Þriðja Herinn sinn frá Colmar svæðinu til “Beyglunnar” til að frelsa mennina í Bastogne sem seinna lýstu yfir að þeir hafi aldrei neitt þurft að vera frelsaðir (uppá djókið að þeir hafi bara haft það fínt) Menn Peipers var svo seinna sagt að yfirgefa strax farartæki sýn og hefja tafarlaust undanhald, til seinni víglínunnar. Þegar Ameríkanarnir hefja Gagnsókn sína er Þjóðverjum brugðið því þeir höfðu talið sig hafa brotið bæði mannafla þeirra og móral á bak aftur, en nú snúa þeir aftur með fullan flugstuðning og Þýska “Luftwaffe” er nánast gjöreytt og náði sér aldrei á strik aftur en Ameríkanar byggðu upp tjón sitt aftur á innan við viku. Þó sóknin hafi tekist fullkomlega í fyrstu var tjónið meira en Þýskararnir máttu við, Þýski herinn missti ekki bara gríðarlegan búnað sem aldrei var “Replacaður” aftur heldur einnig gríðarlegt landsvæði, Þeir voru í raun keyrðir aftur inní Þýskaland og náðu ekki að stöðva sóknina fyrr en í “Siegfried” línunni.

Svoleiðis er það Kæru lesendur Endilega Commentið
Ég vill opna samræður og tek gagnrýni
Takk