Þessar greinar skrifaði ég í dálitlu flýti og biðst forláts á kvillum sökum þess.
Mussolini og fasisminn á Ítalíu
Eins og áður kom fram varð fasisminn til á Ítalíu eftir fyrra stríð. Benito Mussolini (1883-1945) fæddist í bænum Romagna en faðir hans var smiður eg móðir hans var kennslukona og fékk hann gott uppeldi og fræðslu.Hann var menntaður kennari en vann lengi sem blaðamaður og tók virkann þátt í stjórnmálum og hallaðist hann fljótt til sósíalisma. Hann bjó lengi í Frakklandi, Sviss og Austurríki til að forðast herskyldu en kom aftur til Ítalíu árið 1910. Þá gekk hann til liðs við hinn marxíska vinstriarm jafnaðarmannaflokksins og vann fyrir hann sem ritari flokksdeildar í borginni Forli. Hann var mjög byltingarsinnaður og skaut hann mjög á umbótaviðleytni hægfara sósíalista. Árið 1912 var Mussolini orðinn áberandi innan flokksins og tók forystu innan hans. Þar sem hann þótti eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði varð hann fljótt ritstjóri aðalmálgagns flokksins, tímaritsins Avanti. Mussolini var mikill stuðningsmaður þáttöku Ítala í stríðinu við hlið Bandamanna. Hann taldi að þáttaka Ítala væri upphaf byltingarinnar og hélt hann því fram í skrifum sínum að þá fengi alþýðan vopn í hendur og eftir sigur í stríðinu yrði svo hin félagslega bylting. Árið 1914 sagði Mussolini sig úr jafnaðarmannaflokknum útaf ósætti við flokksforystuna en jafnaðarmannaflokkurinn var einn af fáum ítölskum stjórnmálaflokkum sem boðuðu algert hlutleysi í stríðinu. Þá stofnaði Mussolini nýtt dagblað, Il Popolo þar sem hann gat verið í friði með stríðsmangaraleg skrif sín og varð blaðið síðar aðalmálgagn fasista. Hann stofnaði félög í þeim tilgangi að vinna gegn sósíalistum sem studdu hlutleysisstefnuna og gekk hann þar svo langt að beita ofbeldi og kom þar árásarhneigð hans fram. Árið 1915 gengu Ítalir til liðs við Bandamenn og hófu þáttöku í styrjöldinni. Mussolini gekk þá í herinn og gerðist leyniskytta.
Á meðan á stríðinu stóð gerjuðust stjórnmálaskoðanir hans og stefna hans breyttist þannig að þjóðernishyggjan varð hans aðalatriði og hætti hann að tala um verkalýðsbyltingu. Stefnubreyting hans var þvílík að er hann snéri heim úr stríðinu 1917 vegna sára voru kenningar hans voru flokkaðar sem mjög and-sósíalískar kenningar.
Tveimur árum síðar, þann 23. mars 1919 kvaddi Mussolini saman félaga sína og skoðanabræður, fyrrverandi sósíalista og héldu þeir fund í Mílanó. Þar stofnuðu þeir fyrsta fasistafélagið undir forystu Mussolinis. Það nefndu þeir Fasci italiani di combattimento sem óx fljótt og urðu brátt fleiri en tvöhundruð meðlimir skráðir. Félagarnir voru þá mest fyrrverandi hermenn, and-sósíalistar og ýmsir pólitískir utangarðsmenn sem ekki gátu fundið sig í litrófi stjórnmála en vissu að þeir óttuðust kommúnista. Félagi Mussolinis, Dino Grandi, stofnaði svo einkaher fasistanna, Svartstakkanna (squadristi) úr and-sósíalískum fyrrverandi hermönnum en einkaherinn ógnaði sósíalistum, anarkistum og kommúnistum á götum úti.
Fram að valdatöku fasista hafði verið mikil ládeyða í ítölskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn á þinginu var frjálslyndur borgaraflokkur en hann hafði um 60% atkvæða. Hann hins vegar missti mikið fylgi og þingmeirihluta í kosningunum 1919 sem varð til þess að hann varð að leita samstarfs við sósíalistaflokkinn eða katólska þjóðarflokkinn en sá síðarnefndi hafði unnið mikið fylgi. Sósíalistar komu ekki til greinar þar sem þeir voru það róttækir að þeir gátu ekki hugsað sér að vinna með miðjuöflum og þannig var ekki hægt að setja félagslegar umbætur í forgang en það var mikil þörf fyrir því. Þar sem enginn gat unnið með neinum nema katólska þjóðarflokknum, sem þó var sjálfur skiptur í hægri og vinstri fylkingar, fékk ítalska þjóðin skammlífar og veikar ríkisstjórnir sem féllu hvað eftir annað um sjálfa sig og innbyrðis ágreining. Öllum gekk þeim illa að takast á við efnahagsmál og félagsmál og var í því umhverfi sem fasistahreyfingin bætti við sig töluvert af stuðningsmönnum.
Fasistafélög höfðu þá verið stofnuð eftir fordæmi Mussolinis útum allt, þó aðallega á Norður-Ítalíu. Það var svo haustið 1920 sem fasistahreyfingin óx fiskur um hrygg þar sem borgarar tóku að flykkjast til hennar því þeir óttuðust að bylting væri yfirvofandi og urðu fasistafélögin miðstöð allra andstæðinga sósíalisma og kommúnisma. Þar sem fasistahreyfingin var ekki nein ógn við hina borgaralegu ríkisstjórn, annað en verkalýðsbarátta sósíalista, kom það smátt og smátt í ljós að stjórninni var sléttsama um ógnaraðgerðir fasista gegn sósíalistum. Verkalýðsfélögin voru mjög valdamikil innan atvinnulífsins og varð mikil verkfallsalda á Ítlaíu árin 1919-20, atvinnurekendum til mikils ama. Svartstakkar fasista sáu hins vegar við því með (eins og margir vilja meina, óbeinu ‘samþykki’ stjórnvalda) harðari ofbeldisverkum og ruddaskap gagnvart leiðtogum verkalýðsins. Eftir því sem hreyfingunni stækkaði óðu Svartstakkar uppi og hlýddu engum lögum eða reglum. Þetta komust þeir upp með þar sem dómstólar og eldri íhaldssamir stjórnmálamenn voru þeim hliðhollir. Það var ekki fyrr en árið 1921 sem það varð opinbert takmark fasistahreyfingarinnar varð að ná völdum á Ítaliu.
Það var í nóvember árið 1921 sem fyrsta skrefið til valdatöku ríkisins var tekið með því að
Musssolini sameinaði öll fasistafélögin og steypti þeim saman í einn flokk. Þá fyrst fóru stefnumál að koma ljós. Mussolini gaf loks gamla sósíalistann í sér algerlega uppá bátinn og fóru ræður hans að einkennast af íhaldssemi. Hann lét af umbótakröfum fyrir verkalýðinn og hélt því fram að einkarekstur væri nauðsynlegur til að þjóðarauðurinn gæti vaxið, en hinsvegar taldi hann að samgöngur og fjarskipti ættu að vera ríkisrekin. Þessi mikla breyting á stjórnmálaskoðunum Mussolinis gæti verið rakin til þess að með því að hafna sósíalismanum fyrir ofbeldisfulla, róttæka íhaldssemisstefnu sem fangaði æ fleiri stuðningsmenn sá hann leið til valda.
Ítalski Fasistaflokkurinn (Partito Nazionale Fascista) hafði þá um það bil hálfa milljón flokksmeðlima og hafði hann mikil ítök í Norður-Ítalíu en frekar lítil í Róm og sunnan hennar. Þegar leið á árið 1922 varð flokkurinn orðinn svo öflugur á svæðinu að leiðtogar hans voru farnir að taka vald af bæjar-og sveitarstjórnum og svartstakkar fóru að leika hlutverk lögreglunnar, enda mikið öflugri, sérstaklega í svetaþorpunum.
Ríkisstjórninmeirihlutarnir sem skiptust á að stjórna landinu voru nú farnir að hafa áhyggjur af gangi mála en þeir gátu lítið gert sökum sundrungar innan ríkisstjórnanna. Auk þess þýddi lítið að nota lögregluna eða herinn gegn ofbeldissveitum fasista þar sem lögreglumenn litu oft á fasistanna sem góða hjálp gegn verkfallsóróleikanum og róttækum kommúnistum. En áhyggjur yfirvalda voru ekki úr tómu lofti gripnar, því fasistarnir voru farnir að beina sjónum sínum að öðrum en sósíalistum og kommúnistum. Nú voru þeir farnir að kúga aðra stjórnmálaflokka og þá einkum katólska þjóðarflokkinn. Þá loks gátu sósíalistarnir og borgaraflokkarnir (reyndar úrklofinn hluti hægfara sósíalista) loks fundið eitthvað sameiginlegt og varð umræða á þinginu og í bakherbergjum þess um að mynda starfhæfann og sterkan meirihluta á þinginu. Það var þá ekki fyrr en þriðja aflið; fasisminn, öfga-íhaldið, var komið til sögunnar að hægri og vinstri menn gátu unnið saman. Ekki ósvipað því sem gerðist í heimspólitíkinni á árum síðari heimsstyrjaldar. Fasistar brugðust illa við þessu og nýttu sér tækifærið og stefndu til Rómar með valdarán í huga. Þann 24.-25. október 1922 hófu þúsundir fasistar hina sögufrægu göngu til Rómar. Þá gengu þeir frá norðurhéruðum Ítalíu undir forystu Mussolinis undir vopnum og hótuðu aðgerðum gegn stjórnvöldum.
Ríkisstjórnin sendi vitaskuld strax beiðni til konungsins, Viktors Emmanúels II, um setja á herlög. En Emmanúel samþykkti þau ekki og viðurkenndi ekki að neyðarástand ríkti. Veikluleiki ríkisstjórnarinnar var slíkur að ekki þurfti meira til (eins og reyndar hafði gerst áður) að hún sagði af sér. Var Mussolini þá boðið að mynda stjórn í samsteypu við aðra flokka. Hann gerðist þá forsætis-og utanríkisráðherra og fengu tveir aðrir meðlimir fasistaflokksins ráðherrastól. Ekki varð þetta til að minnka ofbeldishneigð Svartstakkanna gegn pólitískum andstæðingum en þeir fengu opinbera viðurkenningu sem “sjálfboðahermenn” ríkisins. Þannig urðu ítök fasista á þinginu meiri og meiri og unnu þeir mikinn kosningasigur í þingkosningum árið 1924, þó að þær gætu alls ekki talist marktækar þar sem ægivald fasistaflokksins var þvílíkt yfir kjósendum, meira að segja við kjörklefanna. Raunverulegt vald fasistanna var því í raun aðeins vopnavaldið á götunum. Þá urðu þeir fyrir mikilli gagnrýni stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega frá sósíalistaflokknum en nokkru síðar lét Mussolini myrða leiðtoga þeirra Giacomo Matteotti. Þá áttuðu landsmenn sig á sig hvert var stefnt og breyttist andrúmsloftið mikið. Stjórnin var gagnrýnd og rökkuð niður af fjölmiðlum út í eitt og rofnaði stjórnarsamstarfið. Fyrst reyndu fasistar að róa gagnrýnisölduna með ýmsum ráðum, t.d. að draga til baka umdeilt frumvarp um breytingar á kosningalögum.
En Mussolini kastaði grímunni í ræðu sem hann hélt í ársbyrjun 1925 þar sem hann gaf upp alla sáttapólitík og bauð andstæðingunum byrginn. Hann viðurkenndi morðið á Matteotti og öllum hinum ofbeldisverkum fasista og er upphaf alræðisríkisstjórnar hans oft miðuð við þennan atburð. Á næstu mánuðum varð vald fasista algert og haustið 1926 upprætti stjórnin öll félög og flokka sem hún taldi hættuleg. Þingræðið var afnumið og ríkisstjórnin varð einflokksbundin þar sem flokkurinn varð að ríkisstofnun og foringi flokksins varð leiðtogi ríkisins. Ríkið varð æðsta eining landsins og allir andstæðingar þess voru myrtir eða settir í fangabúðir. Mussolini efldi herinn og iðnaðinn flokkurinn hafði öll tök í atvinnulífinu.
Hitler og nasisminn í Þýskalandi
Nasisminn sem er undirgrein fasismans er í raun sérþýsk útgáfa af fasismanum. Hann hefur svipaða uppbyggingu og fasisminn og er aðeins frábrugðinn honum á fáum sviðum (enda er hann fasismi). Nasisminn er blanda af ítölskum fasisma, þýskri þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og dýrkun á persónunni Adolf Hitler. Þessvegna gæti nasismi aldrei orðið til í tildæmis Tyrklandi, eða Rússlandi nema sem svipuð fasísk undirgrein og nasisminn er.
Þýskaland kom sérstaklega illa út úr Versalasamningunum árið 1919. Þeir misstu land sem nemur 13,5% af þýsku landsvæði fyrir stríð. Það innihélt 10% af íbúum Þýskalands og 15% af iðnaðarframleiðslunni. Landið sem hafði verið eitt af valdamestu og ríkustu ríkjum heims var nú niðurlægt og þjakað af gremju. Þjóðverjar, fyrrum hernaðarveldið, máttu ekki eiga skriðdreka eða herflugvélar og herinn mátti ekki vera fjölmennari en 100.000 menn. Auk þess þurftu þeir að borga svakalegar stríðsskaðabætur, en þær námu 138 milljörðum þýskra gullmarka. Í kjölfarið fylgdi svo kreppan mikla og gríðarlegt atvinnuleysi og fátækt og Þýskaland var eitt helsta vígi kommúnista í Evrópu en þeir reyndu byltingar víða um landið um og eftir stríðslok.
Adolf Hitler (1889-1945) fæddist í litla bænum Braunau Am Inn í Austurríki. Faðir hans var strangur og harðhentur en hann dó þegar Hitler var 13 ára gamall. Hann fékk fljótlega mikinn áhuga á þýskum þjóðsögum og þýskum menningararfi og lá hann yfir sögubókunum og fylltist fljótt af stolti yfir glæstri sigurgöngu Þýskalands á 19. öld. Þegar hann var18 ára dó móðir hans úr brjóstakrabbameini og tók hann það mjög inná sig.
Þegar Hitler var 19 ára flutti hann til Vínar til að vinna en hann hafði lítinn áhuga á því. Heldur vildi hann mála og reyndi hann ítrekað að komast inn í listaháskólann í Vín en var alltaf hafnað inngöngu. Eftir það varð hann heimilis- og atvinnulaus. Til þess að komast undan herskyldu flutti hann til München Þýskalandi árið 1913 en þá hafði hann orðið blindur af ást við þýsku þjóðina, sögu hennar og menningu. Á þeim tíma sem hann dvaldist á heimilum fyrir heimilisleysingja hafði mótast hjá honum mikil óbeit á Gyðingum og öðrum útlenskum þjóðum. Hitler var mikill stuðningsmaður hernaðar og vildi ólmur að Þýskaland færi í stríð þegar það var upprennandi og leit hann á það sem tækifæri Þýskalands til þess að sýna hverjir væru bestir. Hann skráði sig í herinn og fór í stríð er það braust út árið 1914.
Eftir stríðið var Hitler bitur og reiður útaf ósigrinum og hélt hann, auk margra annarra, því fram að þýski herinn hefði tapað stríðinu útaf byltingartilraunum kommúnista. Hitler hélt áfram að vinna innan hersins og var hann sendur á fund hjá Þýska Verkamannaflokknum, en það var þjóðernissinnaður sósíalistaflokkur í Bæjarlandi í Suður-Þýskalandi, þar sem hann átti að ‘njósna’ til að sjá hvort þar væri eitthvað grunsamlegt í bígerð. Hitler líkaði ekki við margt sem meðlimir flokksins boðuðu en fannst hann hinsvegar eiga ýmislegt sameiginlegt með þeim svo hann fór að venja komur sínar á fundi þeirra og tók hann oft til máls. Þá kom í ljós ræðumennskugáfa hans en hún þótti góð og hrífandi. Hann varð fljótt sá ræðumaður sem talaði mest og dró að sér þúsundir áheyrenda. Hitler varð þá orðinn aðalnúmer flokksins og eftir því sem fleiri heilluðust af ræðusnilld hans fjölgaði í flokknum. En stjórnsömu einræðistilburðir Hitlers komu þá í ljós. Í júlí 1921 er hann var fjarverandi rottuðu sumir innanflokssandstæðingar hans sig saman gegn honum. Þá sagði Hitler sig úr flokknum og neitaði að koma aftur nema honum yrði gefið alræðisvald innan hans. Þetta komst hann upp með þar sem hann var á þessum tíma orðinn það vinsæll að flokkurinn var lítið án hans og þetta gerðu flokksmeðlimirnir sér grein fyrir. Hitler varð formaður 28. júlí og innleyddi hann þá eitt af grunnatriðum hugmyndafræði nasismans, Führerprinzipið en það byggist á alræði Foringjans (der Führer, m.ö.o. Adolf Hitler, annars var leiðtogadýrkun grunnhugmyndafræði fasismans) og skilyrðislausri hlýðni við hann. Þá var nafni flokksins einnig breytt og hét hann nú “Þýski Þjóðernissósíalíski verkamannaflokkurinn” (Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei) – eða “Nasistaflokkurinn”.
Stefna flokksins varð ekkert svakalega vinstrisinnuð eftir að Hitler tók við stjórnvölinum en hann einblíndi á ‚þjóðernis-‘ í þjóðernissósíalismi ólíkt fyrri flokssforystu. Stefnan höfðaði til verkalýðsins sem og borgarastéttarinnar en hagsmunir allra stétta áttu að vera sameinaðir í þjóðernislegri útkomu. Þjóðernishyggjan og kynþáttahyggjan var aðalmálið. Hitler talaði um flokkinn sem byltingarflokk sem átti að bylta Weimarstjórninni og endurreisa hernaðarveldið Þýskaland undir fasískri reglu. Hitler hélt því fram að Þjóðverjar væru herraþjóð af hreinum arískum stofni og andgyðingleg stefna varð meira og meira áberandi og hélt Hitler því fram að Gyðingar væru rót alls ills í samfélaginu. Gyðingahatur var engin nýjung í Þýskalandi og fékk Hitler mikinn hljómgrunn meðal meðlima flokksins. Fasískar ofbeldisskoðanir komu fram í ræðum Hitlers, þar sem hann sagði að ekki væri hægt að leysa “gyðingavandann” og aðra vanda samfélagsins með umbótum eða samfélagsbreytingum, heldur aðeins með átökum og dauða. Líkt og fasistar á Ítalíu stofnuðu nasistar einkaher, SA (Sturmabteilung) sem börðust sífellt á götum úti við kommúnista.
Flokkurinn stækkaði og óx og árið 1923, þegar fasistar voru að fá öll völd á Ítalíu, ætlaði Hitler að reyna sína ‘göngu til Rómar’ og reyndu nasistar valdarán í stjórnstöðvum Bæjarlands. Valdaránið fór útum þúfur og Hitler var handtekinn og dæmdur fyrir landráð. Hann fékk fimm ára fangelsisdóm og var fangelsaður í Landbergskastala í nágreni München. Nasistar komust á allar forsíður og Hitler sagði síðar að það hefði verið heppni að valdaránið hefði mistekist, því þannig varð flokkur hans víðfrægari. Í fangelsinu skrifaði hann svo bók sína Mein Kampf sem var blanda af sjálfsæfisögu sinni og framtíðarplönum sínum en bókin varð svo vitaskuld að biblíu nasista. En Hitler sat ekki allan tíma sinn inni, honum var sleppt úr prísundinni í desember 1924. Þá hét hann sér því að ná völdum í Þýskalandi með löglegum hætti. Nú voru nasistar orðinir víðfrægir og á árunum 1925-1929 bættu þeir við sig miklu fylgi og í þingkosningunum 1930 urðu þeir annar stærsti flokkurinn í landinu á eftir þýska jafnaðarmannaflokknum. Árið 1932 bauð Hitler sig fram til forseta gegn hinum aldna Paul von Hindenburg. Jósef Göbbels, nýji áróðursmeistari Hitlers stóð fyrir mestu kosningaherferð nasista hingað til en það var ekki nóg til að sigra forsetakosningarnar. Hins vegar bættu nasistar miklu fylgi við sig í kosningabaráttunni. Hindenburg gerði hinn óvinsæla Franz von Papen að kanslara en stjórn hans var mjög óvinsæl. Í þingkosningunum 1932 unnu nasistar mikinn sigur og þó þeir urðu stærsti flokkurinn náðu þeir ekki hreinum meirihluta og kærði Hitler sig ekki um stjórnarsamstarf því hann vildi öll völd á þinginu. Þá bauð Hindenburg honum kanslarastólinn með þeim skilyrðum að von Papen, yrði varakanslari og Hitler myndi takmarka fjölda nasista í ríkisstjórninni við þrjá menn. Hitler þáði þetta með trega en sem kanslari krafðist hann nýrra kosninga en enn tókst þeim ekki að ná hreinum meirihluta. En það gerði ekki til því í febrúar 1933 kom upp eldur í þinghúsi Þjóðverja, Reichstag og Hitler sótti um neyðarlög undir því yfirskyni að að brenna þinghússins væri kveikjan af bylgingu kommúnista og urðu lögin samþykkt. Nasistar kenndu vangefnum, hollenskum kommúnista um eldinn en oft er því haldið fram að þeir sjálfir hafi kveikt í hann til að skapa ólgu og fá tækifæri til að grípa til herlaga. Hitler var þá orðinn einvaldur í dágóða stund og notaði hann neyðarlögin til að banna aðra flokka og fór ofbeldisalda um landið þar sem lögregla og einkaher nasista fangelsuðu eða myrtu alla pólitíska andstæðinga. Fasískt stjórnarfar var strax tekið upp þar sem alræði ríkisins varð algert og voru lýðræðissinnar, kommúnistar og Gyðingar skipulagt handteknir um gervalt Þýskaland. Þegar Hindenburg dó árið 1934 sameinaði Hitler, sem var Foringi nasistaflokksins, forsetaembættið og kanslaraembættið í eitt embætti; Führer des deutsches Volkes, og var hann nú Foringi þýsku þjóðarinnar.
Fasismi víðar í heiminum
Fasisminn kom fram víðar í Evrópu í svipaðri mynd og á Ítaliu og Þýskalandi. Í Austurríki komust fasistar til valda árið 1932 þegar fasistinn Engilbert Dolfuß bannaði aðra flokka í kjölfar ólgu og uppþota í landinu. Dolfuß stjórnaði landinu að fyrirmynd Mussolinis enda voru mikil stjórnmálaleg tengsl á milli Ítalíu og Austurríkis. Ungverjalandi var stjórnað með fasískum stjórnarháttum frá 1920 til 1944, fasistarnir í Járnvörðunum réðu Rúmeníu frá 1940 til stríðsloka, fasistar voru við völd í Búlgaríu 1934-43 og Ioannis Metaxas stjórnaði Grikklandi með fasískum stjórnarháttum á árunum 1936-1941. Flest þessara ríkja urðu fylgiríki Þjóðverja og Ítala í seinni heimsstyrjöldinni og tóku þátt, bæði í útrýmingu Gyðinga og almennum stríðsrekstri.
Einnig hefur herforingjastjórn Pinochets í Chile, og herforingjastjórnir víðar í Suður Ameríku og Afríku verið bendlaðar við fasisma. Sama má segja um herforingjajunturnar í Grikklandi 1962-1974 og Tyrklandi.
Falangistar á Spáni undir forystu Francisco Francos komust til valda í spænsku borgarastyrjöldinni 1936-1939 og voru þeir studdir af Ítölum og Þjóðverjum. Eftir borgarastyrjöldina varð Franco einræðisherra á Spáni notaðist hann við fasískar stjórnaraðferðir. Franco stjórnaði landinu til dauðadags árið 1975 en með honum má segja að hinn opinberi fasismi hafi dáið. Í nágrannaríkinu Portúgal stjórnaði António de Oliveira Salazar ‘Nýja Ríkinu’ með fasískum alræðisstjórnarháttum 1932 til 1968.
Fólk hyllti fasismann og leit á hann sem von og hjálpræði frá gremjulegu ástandi en hverju skilaði fasisminn til almúgans? Íbúar fasistaríkjanna gátu að vísu gleymt hugmyndinni um kommúníska byltingu og nasisminn í Þýskalandi færði fólki atvinnu og reisti aftur þjóðarstoltið. Fasisminn, sem er í eðli sínu hugmyndafræði ofríkis, kúgunar og útþennslu á kostnað annarra, þjóða getur í raunuinni ekki endað nema, eins og fasistar boða sjálfir, með algerum sigri eða fullkominni tortrýmingu. Fasisminn varð milljónum manna að falli. Fyrir utan þjóðernishreinsanir og pólitískar hreinsanir heimafyrir létust tugir milljóna manna í seinni heimsstyrjöldinni.
Þegar fasistar fóru í krossför gegn öðrum þjóðum og bolsévismanum á styrjaldarárunum gerði hann um leið útaf við sjálfan sig. Í öfgafullri tilraun til að sýna mannkyninu mátt sinn, sýna hvernig hinir sterku sigra hina veiku og ættu að drottna urðu fasistar að láta í minni pokann og skildu eftir sig alla Evrópu í rjúkandi rústum og fasismann sem hugmyndafræði úr sögunni. Eins og Adolf Hitler sagði; „Þýsksaland verður heimsveldi eða ekki neitt“ fyrir stríð og „Fyrst þýska þjóðin getur ekki unnið þetta stríð á hún ekki skilið að lifa“ eftir stríð.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,