Það er lengi búinn að vera sú klisja gangandi að árásin á Dresden hafi verið tilgangslaus frá hernaðarlegu sjónarmiði og verið vatn á milli nýnasista þar sem þeir gætu kallað þetta “helför” gegn Þjóðverjum.
Nýleg bók Frederick Taylor “Dresden” segir annað og telur til ýmsar ástæður fyrir því að borgin hafi verið réttlætanlegt skotmark. Skjöl sem hann rannsakaði í A-Þýskalandi (sem voru lokuð lengi) sýna að verksmiðjur þarna voru búnar að snúa verkefnum sýnum að skotfæraframleiðslu og allskonar búnaði fyrir skotmiðun (frá myndavélum yfir í “gun sight systems”) Annað mikilvægt var að á þessu svæði var miklvæg skiptisöð fyrir járnbrautarkerfið og þá um leið herinn, sem í raun réði því kerfi um þetta leyti. Og þó að margir hafi talið Þýskaland komið að fótum fram um þetta leiti þá höfðu Þjóðverjar nýlega náð að gera kröftuga gagnárás á Ardenna svæðinu í Frakklandi, svo ekki var alveg úr þeim vindurinn.
Ég las þessa bók og þar var sérlega gleðilegt að heyra um bæði gyðinga og stríðsfanga sem gátu sloppið úr frísundinni við þessar árásir,og Þjóðverjar áttu ekkert gott skilið eftir voðaverk sýn víða um Evrópu.
Við skulum muna að hver þjóð ver ábyrgð á sýnum leiðtogum hversu slæmir sem þeir eru, Rússar á sínum Stalin, Írakar á Saddam og við á Ólafi Ragnari (en ég er alls ekki að segja að hann sé í sama hópi, bara sem dæmi) Dæmum við ekki Ameríkana út frá fíflinu Bush ?