Orrustan við Marne: aðdragandi og áhrif
Inngangur
Næstum allar orrustur sem vert er að minnast á hafa það sameiginlegt að úrslit þeirra skiptu sköpum í framvindu sögunnar. Bardaginn við Waterloo, umsátrið um Stalingrad, bardaginn við Poitier og fleiri slíkir bera vitni um það. En á tuttugustu öldinni var háð orusta sem er af mörgum gleymd við bakka Marne árinnar. Þar bárust á banaspjótum það sem eftir var af Frönsku árasarherdeildunum,varnarliði Parísar og breska meginlandshernum(BEF) og Þýski árásarherinn. Þetta var áður en fyrri heimstyrjöldinn varð að raunverulegri heimstyrjöld, áður en hryllingur skotgrafanna varð daglegt brauð , áður en Evrópa steyptist í þá hringiðu stríða og hörmunga sem fyrri partur tuttugustu aldarinnar var. Stríðið hafði staðið yfir í nokkra mánuði og herir Þýskalands höfðu valtað yfir Belgíu í risastórri sókn í gegnum hina veiku hlið Frakklands. Sókn Frakka hafði ekki gengið sem skyldi og þurftu þeir að flýja undan mun öflugri sókn Þjóðverja sem hrakti alla undan sér nema kannski hinn þrautþjálfaði her Breta sem tókst að koma höggi á þýska herinn við og við.
80 kílómetra frá París þóttust Þjóðverjar sjá Effeilturninn og hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Þeir höfðu tekið París áður í Franska-Prússneska stríðinu 1870 og nú leit út fyrir að þeir myndu gera það aftur. Þetta vissu Frakkar og ætluðu sér ekki að tapa stríðinu svona senmma. Við Marne beið her þeirra og ætlaði sér að berjast til síðasta manns. Klaufska,þrákelkni og óstjórn í herbúðum Þjóðverja varð til þess að á milli fyrsta hers Von Kluck og seinni her Moltke myndaðist 30 kílómetra langt bil sem Bandamenn nýttu sér og streymdu í gegn. Þetta, ásamt mörgum öðrum ástæðum eins og þreyta og hungur þýsku hermannann, varð til þess að bardaginn við Marne tapaðist og þrátefli skotgrafanna byrjaði.
Þessi bardagi varð það sem átti eftir að móta heimstyrjöldina og eflaust hafa margir í Þýskalandi, óskað sér að hann hefði farið öðurvísi. Hvers vegna tapaðist bardaginn við Marne og hefðu þjóðverjar getað unnið hann? Og ef svo hefði farið hvað þá? Hefðu Frakkar gefist upp? Hefði Rússland haldið velli? Hefði lýðræðisleg þróun átt sér stað í veldi Ósmana áður en það féll í sundur. Hefði tuttugasta öldin orðið Þýsk öld? Hugsanlega framhald á tangarhaldi Evrópu á heiminum? Þessum spurningum og fleiri ætla ég að reyna að svara í þremur hlutum.
Í fyrsta lagi skiptir máli að ástæður fyrir orustunni og aðstæðum í heiminum séu gerð góð skil. Í þeim hluta fer ég lauslega yfir aðstæður í Evrópu, byrjun heimstyrjaldarinnar, áætlanir og aðstæður Þýskalands.
Í öðrum hluta fer ég ítarlega í aðdraganda orustunnar, gengi Þjóðverja í Frakklandi, hershöfðingjum á báðum hliðum og áætlunum þeirra.Ourrustunni sjálfri verða síðan gerð skil og þann dilk sem hú dró á eftir sér, þ.e skotgrafastríðið.
Í þriðja hluta fer ég yfir ástæður þess að þjóðverjar töpuðu orrustunni og velti fyrir mér hvernig sagan hefði hugsanlega getað spilast ef þeir hefðu unnið. Ég mun ekki fara langt fram í tímann í þessum „hvað ef“ hluta heldur halda mig við samtímann. Spurningunum „hefði Rússland orðið að kommunistaríki?“ verður velt upp en „ekki hefði Ísrael aldrei verið stofnað ?“. Eftir því sem lengra dregur frá bardaganum verður erfiðara að sjá fyrir sér hvernig sagan hefði spunnist. Tilviljanir, heppni og óheppni einstaklinga, snilligáfa einstaklinga sem dóu kannski í skotgröfunum eru ófyrirsjánlegar breytur.
Helstu heimildir sem ég mun nota í þessum hugleiðingum um bardagann við Marne eru bækurnar:
• Mannkynssaga tuttugasta öldin, fyrra bindi (1914-1945) eftir Einar Már Jónsson, Loft Guttormsson og Skúla Þórðarsson. Þessi bók hefur mjög góða og ítarlega lýsingu á aðstæðum fyrir heimstyrjöld og ástæðum hverrar þjóðar fyrir þáttöku,sem og lýsingum á iðnaði.
• A general history of Europe, Europe 1880-1945 eftir Roberts John Morris. Þessi bók verður notuð samhliða Mannkynnsögu tuttugustu aldar,í lýsingum á aðstöðu þjóðanna fyrir heimstyrjöldina, en hún lýsir einnig anda stríðsins og hvernig þjóðirnar hefðu litið á það ef stríðið hefði endað eins og þeir vonuðu,”fyrir jól”.
• Conflict in the twentieth cenury the first world war eftir dr. Pimlott John. Þessi bók mun verða notuð í lýsingu á bardaganum, aðdraganda hans og þess háttar.
• The universal history of the world, Imperialism and world war 1 eftir De Kay, Ormonde jr. þessi bók inniheldur ítarlega lýsingu á Evrópu á tímum heimsvaldastefnunar. Hún verður mest notuð í hugleiðingum um hugsanlega framtíð evrópu miðað við sigur Þjóðverja vð Marne.
Fyrsti hluti: Aðstæður og ástæður heimstyrjaldarinnar.
Aðstæður Evrópu
Aldamótin 1900 voru gleðitími fyrir íbúa Evrópu,lífsgæði þeirra voru mun betri en forfeður þeirra höfðu lifað við og það höfðu enginn mikil stríð verið háð í Evrópu frá Napóleonstyrjöldunum. Framtíðin var björt í þeirra augum, Evrópa var á hátindi heimsins, hvað varðaði peninga, vísindi, menningu og völd. Breska heimsveldið eitt og sér stjórnaði beint og óbeint fjórðungi heimsins og heimsveldin höfðu skorið Afríku niður í viðráðanlega búta og voru kominn langt með að gera það sama með Asíu. Þetta var í raun og veru hin sanna gullöld Evrópu, enginn komst með tærnar þar sem þeir voru með hælana þrátt fyrir vaxandi iðnað og velsæld í Bandaríkjunum og Japan. Tilraunir þeirra til að koma sér upp svipuðu nýlenduveldi röskuðu vart ró heimsveldanna.
Þrátt fyrir þessa yfirburði var völdum á milli landa mjög misskipt. Af stærstu heimsveldunum fimm áttu Frakkland og Bretland meirihluta nýlendanna, í þeim skilningi voru Ítalía og Þýskaland “hungruð stórveldi” . Þetta var af stórum hluta vegna þess að Þýskaland og Ítalía voru mjög nýlega sameinuð undir eina stjórn og höfðu þess vegna ekki haft tækifæri til að ná völdum i jafn ríkum mæli og keppinautar þeirra. Eftir 1880 reyndu Þjóðverjar ákaft að ná stjórn yfir þeim löndum sem ekki voru þegar undir stjórn annarra, með takmörkuðum árangri . Þessi keppni um völd yfir heiminum varð að lokum að rótum heimstyrjaldarinnar fyrri.
Í gegnum 19. öldina hafði Evrópa notið nokkurs konar friðar á milli stórveldanna í gegnum flókið kerfi af bandalögum og samningum. Þegar Þýskaland sameinaðist undir stjórn Biscmarks 1870 raskaðist jafnvægið. Þýsku ríkin höfðu áður virkað sem stuðpúði á milli stórveldanna en hafði nú skyndilega eignast sitt eigið líf, kraft og mikinn metnað.Það kom í ljós að Þýskaland virtist ætla að rísa sem nýtt og hugsanlega öflugasta stórveldi í Evrópu. Árið 1879 stofnðu Þjóðverjar til bandalags við keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland, Ítalía bættist síðan við árið 1882 og mynduðu þannig hinn svokallaða þríveldavarnarsamning. Frakkar og Rússar sáu fram á að Þýskaland myndi reyna að stækka við sig, sem myndi án efa leiða til stórrar styrjaldar. Bandalög voru kjarnorkusprengjur þessarar aldar og því sáu Frakkar og Rússar sér hag í að bindast vinarböndum árið 1894. Þetta var undarlegt bandalag sem átti sér fáa líka í sögunni en varð til þess að Þjóðverjar myndu neyðast til að berjast á tveimur vígstöðum ef til stríðs myndi koma. Með þessum samningum hafði Evrópa skipst í tvær valdablokkir. Bretland stóð í fyrstu fyrir utan þessi bandalög en vaxandi rígur á milli Breta og Þjóðverja vegna flotamátts Þýskalands olli því að Bretar snéru sér til Frakklands og stofnuðu með þeim varnarsamning 1902 . Þar með var jarðvegurinn tilbúinn fyrir stríð af stærðargráðu sem heimurinn hafði aldrei séð áður.
Þýskaland
Þýskaland fyrri heimstyrjaldarinnar var alls ólíkt því sem við erum vön í dag og allt öðruvísi en það var á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þýskaland hafði lengi vel ekki verið raunverulega sameinað undir einni stjórn heldur frekar samband þýskra ríkja.Hinn prússneski Biscmark”járnkanslarinn”sameinaði landið undir prússneskri stjórn . Biscmark sameinaði Þýskaland, með flóknum pólitískum samningum og prússneska hernum. Hann hélt völdunum í höndum Prússneska aðalsins og tókst það vel upp að meira að segja Prússneski herinn var í öðrum fötum en restin.
Þýskaland var í raun og veru rísandi heimsveldi í evrópskum stjórmálum, Bretland var hægt og rólega að missa það mikla forskot sem þeir höfðu grætt á öndverðri 19. öldinni. Árið 1913 framleiddu Þjóðverjar næst mest af stáli í heiminum(24.7%), á eftir Bandaríkjunum(41.6%), allsherjar framleiðsla Frakkland(6.1%), Rússlands(6.3%) og Bretlands(10.2%) náði ekki að jafna framleiðslu Þýskalands .Þjóðverjar nýttu sér mannauð sinn betur með skólakerfi sem var háþróaðra en nokkuð annað í heiminum á þessum tíma og að miklu leyti betra en mörg skólakerfi dagsins í dag. Þetta kerfi ól af sér mikla vísindamenn eins og Röntgen, Planck,Einstein og Wundt auk þess að þjóðin varð einna best menntuð í Evrópu. Þeir höfðu stærsta herinn fyrir utan Rússland, og eins og í ljós kom best þjálfaða.
Um aldamótin byrjuðu Þjóðverjar að smíða flota sem samkvæmt Wilhelm 2. var hannaður til þess eins að jafnast á við flota Breta. Þökk sé mun betri iðnaði og miklum fjárútlátum náðu Þjóðverjar að setja á flot fleiri skip en Bretland á ári .Eins og áður hefur komið fram álitu Bretar þetta beina ögrun við sig sem “neyddi” þá til að semja við Frakka, aldagamla óvini.
Hernaðaráætlun þjóðverja.
Þjóðverjar vissu lengi vel að þeir myndu þurfa að berjast á tveimur vígstöðum ef til stríðs kæmi. Fyrir þeim var þetta augljóslega ekki fýsilegur kostur, og þess vegna hannaði Alfred von Schlieffen greifi hina svokölluðu Schlieffen áætlun.
Þessi áætlun fólst í því að lítill hluti þýska hersins væri skilinn eftir við Rússnesk-Þýsku landamærin í viðbragstöðu. Meginþungi þýska hersins myndi hinsvegar fara í risastórri væng árás yfir hin hlutlausu lönd Belgíu og Hollandi til að ráðast á hin óvörðu landamæri Norður-Frakklands . Markmið áætluninar var að ráðast að hjarta Frakklands , París og hertaka borgina á innan við átta vikum sem Þjóðverjar álitu að Rússar þyrftu til að virkja her sinn að fullu. Þjóðverjar álitu, réttilega, að Frakkar myndu ráðast að þeim héruðum sem þeir misstu 1870 .
Schlieffen áætlunin var áhættusöm og hættuleg en hefði líklegast til virkað ef henni hefði verið fylgt útí ystu æsar. Schlieffen sjálfur trúði svo mjög á áætlunina að hans síðustu orð voru ekki beint til fjölskyldu sinnar eða vina heldur til herforingja Þýskalands:„haldið hægri vængnum sterkum“ .
Hann átti þar við mottó áætluninnar sem var að maðurinn lengst til hægri ætti að strjúka Ermasundið með öxlunum. En arftaki Schlieffen, Helmut von Moltke var mun varkárari en Schlieffen, hann viðurkenndi að hugmynd hans væri rétt en áleit að árásin þyrfti ekki að vera jafn sterk og Schlieffen hafði áætlað.Hann dró úr styrk árásarinnar til að efla varnir Þýskalands bæði fyrir austan og vestan, breytti áætluninn þannig að herinn fór aðeins yfir Belgísku landamærin og fór ekki vestan fyrir París eins og Schlieffen hafði talið nauðsynlegt, heldur austur fyrir .
Þrátt fyrir þessa breytingu á áætlunni streymdu tvær milljónir Þýskra hermanna inní Frakkland í Ágúst 1914, sóknarþungi sem Frakkar höfðu ekki búist við .
Púðurtunnan springur
Eftir langan diplómatískan leik í Afríku og Asíu ,sem ekki er hægt að fara nánar útí í þessarri ritgerð, þar sem stórveldin reyndu á þolrif “óvinarins” kom að lokum að ástæða kom fyrir stríði í Evrópu árið 1914 28. júní.
Balkansskaginn var brothætt svæði margra þjóða brota rétt eins og hann er í dag. Rússland, Tyrkland og Austurríki-Ungverjaland börðust öll um yfirráð yfir svæðinu, Tyrkland til að endurheimta lönd sín, Rússland til að eignast aðgang að Miðjarhafinu og Austurríki-Ungverjaland til að koma í veg fyrir þær áætlanir . Rússar höfðu fundið góða aðferð til að réttláta framferði sitt á svæðinu með Pan-slasvisma.Í einföldu máli gekk Pan-slavismi útá það að sannfæra íbúa Balkanskagans um að þeir ættu mikið sameiginlegt með íbúum Rússlands.þeir væru allir af slavnesku uppruna, Rússar væru Norðurslavar og íbúar Balkanskagans væru Suðurslavar. Samkvæmt panslavasimanum ættu allir Slavar að vera sameinaðir undir einum fána,þ.e fána Rússlands. Þessi hugmynd fékk almennt góðan hljómgrunn hjá íbúum Balkansskagans og var meðal annars ástæða þes að Bosníumenn leituðu til Rússa um vernd gegn hugsanlegri innrás.
28. júní árið 1914 var Frans Ferdinard Erkihertogi Austurríkis-Ungverjalands skotinn til bana af Gavrilo Princip ,meðlimi í svörtu hendinni serbneskri leynireglu sem serbneski herinn var riðinni við. Þetta morð, sem hefur stundum verið kallað “Morð aldarinnar” kom af stað atburðarrás sem enginn sá fyrir endann á fyrr en eftir tæp fimmtíu ár. Austurríkis-Ungverjalands menn, nýttu sér tækifærið og ætluðu sér að taka völdin í Serbíu í eitt skipti fyrir öll. Hófst þá atburðarrás sem hægt er að kalla frekar skoplega.
Austurríkismenn byrjuðu á því að spyrja Þjóðverja hvort þeir myndu ekki örruglega standa við bakið á þeim ef þeir færu í stríð. Þjóðverjar lofuðu fullum stuðningi í hverskonar stríði sem þeir myndu fara í. Fullir trausts á bandamönnum sínum sendu Austurríkismenn stíft og harðorðað bréf til Serbnesku stjórnarinnar sem í stuttu máli neyddi Serba til að gefa upp stjórn sína til Austurríkis-Ungverjalands og gáfu þeim 2 dag til að svara. Serbar höfðu samband við Rússa og báðu um vernd, Rússar töluðu við Frakka sem voru,ef svo má að orði komast, svívirðilega hræddir við að lenda einir í stríði gegn þýskalandi. Þeir lofuðu fullum stuðningi til að halda bandalaginu saman, Rússar höfðu þá samband við Serba sem rétt náðu að skrifa svarbréf,tveimur mínútum áður en svarfresturinn rann út, þar sem þeir samþykktu flestar af heimtingum Austurríkismanna. En Austurríkismenn voru greinilega mjög reifir á stríð því þeir fóru í gegnum samningana og fundu smáklausu sem Serbíumenn höfðu ekki samþykkt og notuðu hana til að réttlæta stríð gegn þeim 28. Júlí 1914.
Bretland var einkennilega utan við þessi samskipti enda var einungis svokallaður “skilningur á milli vina” á milli þeirra og Frakka. Þeir lýstu ekki yfir stríð fyrr en 3. águst þegar Þýskaland réðst inn í hina hlutlausu Belgíu .
Með því var stríðið sem seinna var þekkt sem fyrri heimstyrjöldin byrjað.
Seinni hluti: Aðdragandi orustunnar og bardaginn sjálfur
Fyrstu mánuðir stríðsins
Þvert á móti því sem stjórnendur valdablokkana höfðu óttast var stríðsrekstrinum ekki aðeins tekið vel heldur fóru viðtökur almennings fram úr bestu vonum. Um alla Evrópu sáust fylkingar hermanna marsera í gegnum borgir undir herópum almúgans. Til Parísar! öskruðu Þjóðverjar, til Berlínar! öskruðu Frakkar á móti. Flestir í báðum víglínum bjuggust við að hermennirnir kæmu til baka fyrir jól, stríðið átti að vera stutt og einfalt. Fyrir sumum má segja að þetta hafi líkst fórtboltaleik. Þjóðirnar ætluðu sér að jafna um óvinin, sanna fyrir heiminum að þeir væru bestir. Allt samfélagið sameinaðist undir gunnfána þjóðar sinnar, í Þýskalandi urðu þeir sem höfðu tekið mark á samþykktum annars alþjóðasambandsins fyrir sárum vonbrigðum þegar ítrekaðar samþykktir um allsherjarverkfall ef til stríðs kæmi voru virtar að vertugi, allir sameinuðustu um stríðsreksturinn.
Það var því með miklu stolti og samhug sem Þjóðverjar æddu í gegnum Belgíu samkvæmt Schlieffen áætlunni í águst 1914 undir stjórn Von Moltke hershöfðingja. Þeir byrjuðu á því að yfirbuga Liége landamæravirkið og héldu þar áfram gegn hinum fámennu og illa til höfðu belgísku hersveitum . Frakkar, sem vissu af Schlieffen áætluninni, heyrðu af árásunum en gátu lítð gert þar sem samkvæmt þeirra eigin áætlunum réðust þeir beint á Alsac-Lorraine héruðin sem þeir misstu 1870. Blómi hersveita þeirra réðst báðum megin við landamæraborgina Metz 14. ágúst. Í fyrstu leit út fyrir að allt gengi vel, hermennirnir í landamærastöðvum voru yfirbugaðir fljótlega og það leit út fyrir að áætlunin myndi ganga.En hægt og rólega hægði á sókn þeirra sem herforingi þjóðverja, nýtti sér. 20.ágúst gerði hann gagnárás á her Frakka við Morhange og olli miklum skaða. Þetta gaf tóninn fyrir „bardagann við landamærin“ þar sem frakkar réðust á mikilvæga hæð eða bæ og þjóðverjar gerðu gagnárás. Tíu dögum seinna var áætlunin ónýt og her Frakka var undir stöðugum árásum frá tveimur hliðum .
Schlieffenáætlunin hinsvegar var að ganga upp. Eftir að Liége virkið féll 5 ágúst streymdu tveir þýskir herir (allt í allt 600.00 menn) inn í Belgíu og síðan inn í Frakkland þar sem þeir reyndu að fylgja áætlunni í áttina að París. Á móti þeim kom lítll franskur her og breski landherinn (BEF). Breski landherinn var þjálfaður með þá hugsjón að hann væri smár en knár, floti Breta átti að sjá um alla varnir heimalandsins svo að landher þeirra þurfti ekki að vera neitt sérlega stór heima við,þeir höfðu 100.000 þrautþjálfaða menn sem ollu meiri skaða en mátti búast viðaf svo smáu liði. Sem dæmi, 23. ágúst ætlaði Von Kluck hershöfðingi sér að ráðast á Mons þegar her hans lenti skyndilega í stærðarinar launárás af hendi BEF. Vélbyssum, fallbyssum og riflum var skotið í einu á þýska herinn þar sem hann marseraði í gegnum frönsku sveitirnar og þurfti allur herinn að stoppa í heilan dag. Þjóðverjar urðu fyrir miklu mannfalli á meðan Bretar gátu flúið að miklu leyti óskaddaðir.
En að öðru leyti æddu um tvær milljónir manna undir stjórn Von Moltke æddu að mestu leyti óhindraðir í gegnum Frönsku sveitirnar, enginn stórbardagi varð á milli heranna á þessu svæði. Bandamenn flýðu undan Þjóðverjunum og Þjóðverjarnir fylgdu Schlieffen áætluninni.
Skörð fóru hinsvegar að myndast í Schlieffen áætlunina, Frakkar sáu í hvað stefndi og báðu Rússa um að ráðast frá austri sem fyrst. Rússar urðu við þessarri bón og sendu tvo ristastóra en illa vopnaða heri undir Rennenkampf og Samsoniv á móti einum þýskum her undir Von Prittswitz hershöfðingja . Von Prittswitz var sigraður 19/20 ágúst við Gumbinnen og flýði til höfuðborgar austur-Prússlands Königsberg. Von moltke sem hafði aldrei trúað á sóknina varð hræddur um eystri línuna og sendi tvo heri undir stjórn Von Hindenberg og Eric Lündendurf frá . Þessir tveir urðu sérstaklega sigursælir vegna þess að ólíkt hinum hershöfðingjunum í báðum liðum þá unnu þeir saman. Í bardaganum við Tannenberg tóku þeir eftir því að herir Rússa unnu alls ekki saman heldur fór sínar eigin leiðir í áttina að Königsberg. Við Tannenberg réðust þeir á Samsoniv frá tveimur hliðum, bæði frá norði og suðri. Her Samsoniv var gjöreytt og austari víglínan var örugg um sinn . En það kom á kostnað Schlieffen áætluninnar.
Bandamenn flýðu í átt að París með þýska herinn á hælunum. Franski herinn sem var klæddur auðsýnilega rauða og bláa búninga með risastórum hjálmum gátu lítið gert gegn betur þjálfuðum og betur búnum herjum Þýskalands. BEF undir stjórn sir John French náði hinsvegar nokkrum sinnum að valda þó nokkrum skaða eins og áður sagði. Þessar aðgerðir þeirra reyndust gegna lykilatriði í bardaganum við Marne. Í fyrsta lagi gáfu þær Joffre yfirherstjóra franska hersins tóm til að mynda nýjan her fyrir austan París . Í öðru lagi urðu þessar árásir til þess að Von Kluck herstjóri Fyrsta hers Þýskalands elti Breska herinn og myndaði með því stórt bil á milli herjanna. Þetta áttu bandamenn eftir að notfæra sér.
Þannig var staðan 5. september rúmum mánuði eftir að innrásin í Belgíu byrjaði. Ein og hálf milljón þýskra hermanna æddu áfram mun austar en miðað var við upprunalegu Schlieffen áætlunina. Von Kluck var reyndar skipað að ráðast á París en til þess að sigra borgina hefði líklegast þurft fullan styrk þýsku hersveitana.
Bandamenn stoppuðu loks við ána Marne og gerðu gagnárás. Þessi orrusta átti eftir að taka fjóra daga, frá 5. Til 9. September og átti eftir að breyta stríðinu frá stuttu stríði sem hefði verið hægt að greiða úr seinna meir í eitt stærsta stríð sem hefur verið háð í sögunni. Stríðið í Evrópu varð að fyrri heimstyrjöldinni.
Staða herjanna við bardagann við Marne. Þýskir herir litaðir rauðir,herir bandamanna litaðir bláir.
orustan við Marne
5. September 1914 skipaði Joffre gagnárás við ánna Marne. Þessi gagnárás virtist í fyrstu ekki takast ekki sem skyldi og enn og aftur þurftu bandamenn að flýja eins og sést kortinu fyrir neðan, bardagar voru háðir nokkuð frá Marne ánni. En nú náðu þeir að hægja sókn Þjóðverja og staðnaðist orustan þar um stund. Með því að elta BEF og ráðast beint á París hafði Von Kluck myndað áður nefnt bil á milli sins og annars hers. Franskar könnunar flugvélar tóku eftir þessu bili og skýrðu frá þessarri stóru veilu í áætlunum Þjóðverja. Augljóst var fyrir bandamönnum að sigur yrði unninn með því að leggja áherslu á sókn í gegnum þetta bil. Þjóðverjar sáu þetta líka og því færðust áherslur hershöfðingjanna frá hinum mannmörgu bardögum á milli þriðja fjórða og fimmta hers Þýskalands og níunda fjórða og þriðja her Frakklands, til bardaganna rétt fyrir utan París. Þetta varð í fyrsta skipti sem flugvélar og upplýsingar frá þeim skiptu sköpum í stórum bardaga sem þessum. Með þessar upplýsingar í farabroddi ruddust megin hluti BEF og og allur fimmti her Frakklands inn á milli Fyrsta og Annars hers 6. septemeber.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir Bandamanna voru Þjóðverjar hægt og rólega að sigra .Von Kluck hafði næstum sigrað sjötta herinn 7. september sem var að verja París þegar 6000 hermenn komu skyndilega í 600 leigubílum frá parís, þessi skyndilegi liðsauki hjálpaði sjötta hernum að þrauka af en hefur líklegast til haft meiri áhrif á baráttuþrek og vilja manna en raunverulegan mannamun.
Um nóttina réðst fimmti her Frakka skyndilega á annan her Þjóðverja og olli almennum rugling í herbúðum Þjóðverja. Von Moltke var á þessum tímapunkti mjög áhyggjufullur , samskipti voru erfið og Moltke hafði eins og áður sagði aldrei haft mikla trú á sókninni. 8. September sendi hann Hentsch major til að gá hvað væri nú eiginlega á seyði hjá herjum sínum. Hentsch hefur álitð bardagann tapaðan og gaf heimild til allsherjar og almenns undanhalds 9. septemeber. Flótti Þjóðverja endaði þar. Þeir flýðu til Aisne árinnar og grófu sig niður og byrjuðu með því skotgrafahernaðinn sem stríðið varð þekkt fyrir. Hinir vígreifu hermen bandamanna urðu að stoppa. „Einn hermaður bakvið moldarhrúgu með vélbyssu var herskörunum yfirsterkari.”
Í framhaldi af þessu reyndu þýsku og frönsku herirnir að berjast um að komast fyrir aftan hvorn annan. Þetta olli því sem kallað hefur verið „kapphlaup til sjávar” sem stóð í tvo mánuði, báðir herir sóttu norður og kom oft til mjög harðra bardaga. Á endanum reyndu Þjóðverjar eina loka stórsókn á hafnaborgirnar í Flanders, sóknin mistókst og þar með var komin lína sem náði frá landamærum sviss að norðursjó. Schlieffen áætlunin hafði mistekist hrapallega og von þjóðverja um skjótan sigur var nú alveg úti. Moltke var settur af og þrjú ár af hryllilegum stöðnuðum bardögum sem gátu gengið vikum saman áttu eftir að fylgja.
Stríðið sem átti að enda öll stríð varð að ófreskju sem fáir ef nokkrir höfðu getað ímyndað sér. Í stuttu máli olli það hruni Evrópsku heimsvaldastefnunar og hruni fjórra stórra þjóða. Evrópa varð aldrei söm aftur. Bandaríkin komu á sjónarsviðið sem ríkjandi heimsveldi og Versalasamningarnir ruddu leiðina fyrir ris Hitlers og nasimans.
Þriðji hluti: hvað ef Þjóðverjar hefðu unnið orrustuna við Marne?
Í þessum hluta kom ég að efni sem er erfitt að rökstyðja og fjalla um á hlutlægan hátt: Hvað myndi hafa gerst ef Þjóðverjar hefðu unnið bardagann við Marne? Ég get unnið út frá þeim upplýsingum sem við höfum um samskipti og aðstæður þjóðanna, ég get unnið út frá því sem ég veit áður um staðsetningu herja og markmið þjóða í stríðinu, og ég get reynt að sjá málin eins og þau stóðu fyrir samtímamönnum.
Hvernig hefðu Þjóðverjar getað unnið orustuna?
Áður en ég get rætt hvernig heimurinn gæti orðið ef Þjóðverjar hefðu unnið orustuna við Marne verð ég að sannreyna hvort þeir höfðu yfirhöfuð möguleika á að vinna hana, hvað þá stríðið. Það er freistandi að segja að ef að leigubílarnir frá París hefðu aldrei lagt af stað eða þá að ef að flugmennirnir sem fundu bilið á milli fyrsta og annars þýska hersins hefðu verið skotnir niður, þá hefðu Þjóðverjar unnið. En þrátt fyrir að þessar breytur gætu hugsanlega breytt gangi orrustunnar er það ekki nóg. Ég þarf að vita með nokkurri vissu að orustan hefði ekki aðeins verið unninn, heldur París líka og her bandamanna sigraður til að knúa Frakka til uppgjafar.
Til að komast að því hvað þurfti til að Þjóðverjar ynnu orustuna þurfum við að athuga hvað olli því að þeir töpuðu.Það er gróflega hægt að draga saman í tvo punkta:
• Frönsku varnarliðarnir við París náðu að halda vegna þess að þýska sóknin var ekki nógu yfirþyrmandi.
• BEF og og fimmti franski herinn ruddust í gegn um bil sem myndaðist á milli fyrsta og þýska hersins og olli því meðal annars að sókn fyrsta þýska hersins missti mikinn sóknar kraft.
Eins og áður segir er ekki nóg að hugsa sér að frönsku flugmennirnir eða leigubílarnir frá París hafi skipt sköpum. Ég verð að sjá hvað myndi valda verulegum og raunverulegum mun. Ef hægt er að loka bilinu á milli Annars og Fyrsta hers myndi þrýstingurinn fara af Fyrsta hernum og hann myndi þá fá ráðrúm til að ráðast á París. Fyrsti herinn gæti jafnvel fengið stuðning og ætti þá hugsanlega ekki í miklum vandræðum með að ráðast á borgina.Hvort að sú sókn hefði verið nóg er hinsvegar önnur spurning, bardagar á götum stórborgar er eitthvað sem enginn hafði gert með nýjum hermaskínum tuttugustu aldar.
Slíkur her var til,meira að segja tveir. Von Hindenberg og Eric Ludendorff voru sendir í burtu frá vesturvígstöðvunum til að kljást við Rússana sem höfðu gert árás mun fyrr en mögulegt hafði verið talið. Þeir yfirbuguðu Rússana af mikill kænsku við Tannenberg en herafli þeirra hefði verið mun betur varið við Marne . Spurningin er samt hversu mikinn herafla þurfti. Einn her ætti að vera nóg til að loka bilinu, tveir herir myndu vera meira en nóg til að að taka París.
En ef við tökum engan her frá vesturvígstöðunum myndu Þjóðverjar tapa á austurvígstöðvunum. Hugsanlega væri einn þýskur her undir annað hvort Hindenburg eða Ludendorff nóg til að ná fram nokkrum sigri eða allavega jafntefli gegn Rússunum. Þá væri hægt að bæta við einum her á vesturvígstöðvarnar sem ætti að vera nóg. Engum aðstæðum væri breytt nema að einn her yrði til viðbótar til að berjast við Marne. Leigubílarnir frá París kæmu til bjargar en það myndi ekki endast. Fyrsti her Von Klucks myndi ráðast beint á París sem myndi án efa valda hræðslu og ringulreið. Franskir herir myndu streyma til París og berjast á götum borgarinnar og eins og áður segir var enginn undirbuinn undir bardaga þar sem vélbyssur gátu skotið niður heila herdeild. Umsátrið um París yðri hvorki stutt né einfalt. Ef að þjóðverjar myndu sigra yrði borgin án efa sundurskotinn.
Hérna flækjast málin nokkuð. Það eru tveir möguleikar í málinu að svo stöddu: annað hvort hefðu Bandamenn flúið til hernaðarlegra betri stöðu, eða reynt að verja París. París er óneytanlega mikilvæg fyrir baráttuþrek Frönsku þjóðarinnar, svo að við getum ímyndað okkur þeir myndu ákveða að senda eins mikinn her og þeir gætu til Parísar. Þetta leiðir af sér að bardaginn um París hefði orðið einstaklega blóðugur og hræðilegur. Borg af þessarri stærð gæti auðveldlega gleypt heilan her. Við skulum gera ráð fyrir að Frakkar hefðu samið um frið í tíma eða þá að París hefði fallið.
Með sigri við Marne hefðu Þjóðverjar náð yfirburða stöðu i Frakklandi. Stór hluti bandamanna væri fallinn, París umsetinn og Þjóðverjar komnir langt inn í Frakkland.Það hefði verið í hag Frakka að semja um uppgjöf. Þrátt fyrir að þeir lytu út fyrir að vera í yfirburða stöðu voru Þjóðverjar heldur ekki lausir við vandamál. Skortur á samskiptum og nauðsynjum olli því jafnvel ef þeir gerðu það ekki voru Þjóðverjar í góðri stöðu til að halda áfram með stríðið þartil þeir gætu krafið þá um uppgjöf. Þetta myndi því næstum því örruglega enda stríðið á vesturvígstöðunum um tíma.
Frakkar myndu gefast upp á endanum, og Bretar þyrftu dágóðan tíma til að þjálfa innrásar her til að koma Frökkum til hjálpar. Þjóðverjar myndu sömuleiðis halda áfram að þjálfa sinn eigin her en nú með herfangi frá Frakklandi. Nú væri aðalbardaginn í austrinu.
Rússland: Uppreisn eða ný öld í keisararíkinu.
Í fyrstu kann að virðast augljóst eða einfalt mál að Rússland myndi líka gefa eftir; Frakkland sigrað og Bretar að því er virðist aðgerðarlausir, fyrsta árás Rússa var annaðhvort stöðvuð eða eytt og stór hluti þýska hersins að undirbúa sig að ráðast inn í landið. Útlitið var sannarlega ekki gott hjá Nikulási 2. En hann gat þó ekki gefist upp við svo búið.
• Í fyrsta lagi var landið á barmi borgarastyrjaldar . Áður hafði verið reynt að sameina þjóðina í stríðinu við Japani 1905. Japanir unnu það og sökktu kyrrahafsflota Rússa . Að tapa öðru stríði , og það á „heimavelli“, myndi hella olíu á annars stóran eld.
• Í öðru lagi höfðu Rússar lengi vel notað Panslavisma áróður til að hvetja til upreisna og auka velvilja til Rússa á Balkanskaganum. Nú þegar til stríðs var komið einmitt vegna loforða þeirra um stuðning gætu þeir ekki samið frið við Þjóðverja án þess að eyðileggja alveg fyrir sér alla möguleika á stuðningi Balkanskaganans.
• Í þriðja lagi þá á þessu stigi málsins var herinn að mestu leyti kominn í gang og mjög erfitt að stoppa hann, sérstaklega þegar svona byltingarkennt ástand ríkti í landinu.
Svo að friðarumleitanir af hálfu Rússa eru frekar ólíklegar. En þá komum við að stóru vandamáli í útreikningum okkar: Hvernig hefði stríð á milli Þýskalands og Rússlands spilast út? Það er hæpið að nota seinni heimstyrjöldina sér til stuðnings í þessu máli. Hernaðarlegir yfirburðir Þjóðverja voru mun meiri en 1942, sérstaklega þegar vanir menn frá vesturvígstöðvunum kæmu til skjalanna. Á móti kemur ótrúlegt baráttuþrek Rússa sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, sbr. Napóleonstríðin. Þjóðverjar þyrftu að berjast fyrir hverjum metra. Að öllum líkindum kæmi til svipaðra aðstæðna og gerðust á vesturvígstöðvunum í raunveruleikanum. Þjóðverjar myndu komast langt og síðan enda í skotgrafastríði um tíma. Munurinn er hinsvegar sá að lélegt gengi Rússlands í bland við óvinaheri inní miðju landi myndi án efa flýta fyrir byltingunni sem hafði verið að malla í þó nokkurn tíma í Rússlandi.
Í bland við aukinn áhrif byltingarinnar og innrásarinnar er bara tímaspurnsmál hvenær Rússar gæfust upp. Þjóðverjar hefðu án efa tekið hvers konar friðarumleitunum enda í siguraðstöðu lengst inní landamærum Rússlands. Þjóðverjar hefðu tekið einhverja sneið af Rússlandi áður en þeir fóru heim og skilið Rússa eftir til að berjast um yfirráð. Í byltingunni hefðu kommúnistar og keisarasinnar tekist á eins og gerðist eftir fyrri heimstyrjöldina. Helsta breytingin er sú að nú höfðu keisarasinnar bakhjarl í sterku og öflugu þýsku heimsveldi.
Hvers vegna hefðu Þjóðverjar átt að hjálpa keisarasinnum? Þeir höfðu í raun val um tvær valdablokkir sem myndu taka yfir Rússland: keisarasinna og kommúnista. Og ef eitthvað hefur sannað sig þá er það að kapítaliskar heimsvaldaþjóðir hafa ekki mikið álit á kommúnisma. Svo að Rússneska byltingin hefði getað farið á báða vegu. Hvernig framtíð Rússlands yrði eftir það er erfitt að segja. Raunar ómögulegt,kannski hefði bróður Nikulásar komist til valda, kannski hefði Lénin dáið áður en hann komst til valda, kannski hefði einhver komið til valda sem kom Rússlandi í 20 öldina, kannski íhaldssinni eða jafnvel lýðræðissinni. Rússland er því frekar óljóst spil á hendi hinna miklu valdablokka í Evrópu.
Bretland:Friðarsamningar eða stríð.
Rússland og Bretland eiga það sameiginlegt að afstaða þeirra getur breytt allri atburðarásinni.Ef að Bretland heldur áfram að berjast við Þýskaland eftir uppgjöf Frakka getur það breytt ýmsu. Lítum á hvers vegna þeir fóru í stríð við þjóðverja og hvað þeir höfðu að græða.
• Bretar og Frakkar höfðu það sem kallaðist „skilningur milli vina” . Ef að ráðist yrði á Frakka skyldu Bretar koma þeim til hjálpar og öfugt.
• Það var hinsvegar ekki nóg fyrir almenning í Bretlandi og því fór Bretland opinberlega í stríð útaf innrás Þjóðverja í Belgíu.
• Þjóðverjar og Bretar höfðu lengi eldað grátt silfur vegna vaxandi flota Þjóðverja . Bretar höfðu mikið að vinna til að halda stöðu sinni sem konungar hafsins
Það var útaf þessum ástæðum sem Bretar fóru upphaflega í stríð og svo snemma í stríðinu hefðu markmið þeirra lítið breyst. Við þeim blasti meginland stjórnað af Þýskalandi og Frakkland serm var búið að gefast upp. Hefði það verið þeim í hag að semja um frið? Eftir allt saman var aðeins ein af þremur ástæðum fyrir stríði horfin, og ekki einu sinni sú sem kom þeim í stríð í byrjun. Þeir hefðu að öllum líkindum haldið áfram að berjast við Þjóðverja, en einbeitt sér að berjast á hafi úti þar sem þeir voru sterkastir og ætluðu sér að halda þeim titli. Með áframhaldandi stríði hefðu Bretar líklegast haft það að markmiði að frelsa Belgíu. Stríðið á milli Breta og Þjóðverja hefði því miðast við það, stórir flotabardagar hefðu átt sér stað sem hefðu getað farið á báða vegu, Þýskaland hefði getað sigrað og fest sig fullkomlega í sessi sem heimsveldi, eða þá að Bretar hefðu getað brotið flota Þjóðverja á bak aftur og frelsað Belgíu. Í þessu stríði eru einfaldlega of margar breytur, við getum ekki vitað hverjir hefðu unnið. Jafnvel þó að Bretar hafi lengi vel verið ráðandi á hafinu höfðu Þjóðverjar meiri framleiðsluhæfileika og höfðu stóraukið flotaútgjöld sín og voru nú hægt og rólega að ná þeim. Þjóðverjar höfðu til dæmis framleitt fleiri beitiskip en Bretar frá 1906 .
Skipta þessi átök miklu máli þegar litið er á hugsanlega framtíð eftir fyrri heimstyrjöldina? Með falli Frakklands og byltingu í Rússlandi væru þjóðverjar og austurríki-ungverjaland og Bretland það sem eftir væri af hinum fimm stóru valdablokkum. Það þýðir að aðeins Bretland gæti staðið vegi fyrir risi Þýskalands. Þessar þjóðir myndu eiga eftir að berjast um yfirráð um tíma.
Evrópa:Hlutlægt mat á atburðarás eftir orustuna við Marne
Ég hef farið yfir bardagann við Marne, orsakir hans og atburðarás, og hvað gæti hafa gerst ef Þjóðverjar hefðu unnið. Það er erfitt að fara yfir atburði sem gerðust ekki, sérstaklega ef að litið er yfir nokkur ár af þar sem margir mismunandi og breytilegir hlutir gerast og ekki er hægt að vita hvernig þeir fara. Hvað hefði gerst ef þjóðverjar hefðu náð til Moskvu? Rússneska þjóðin hefði aldrei samþykkt Þjóðverja sem herraþjóð. Hvað ef stjórn Frakka hefðu ekki gefist upp heldur aðeins fært sig um set, eða ef Þjóðverjar hefðu hernumið Frakkland?
Þetta eru breytur sem við getum gert ráð fyrir en hver möguleiki útheimtir næstum heila ritgerð útaf fyrir sig. Þetta leiðir því af sér að á einhverju stigi málsins verðum við að taka afstöðu. Ákveða einhverja atburðarrás sem okkur finnst líklegust. Án þess verður umræða um „hvað ef“ endalausar spurningar þar sem við getum ekki einu sinni ákveðið hvort að stríð myndi eiga sér stað.Ekki skal líta á eftirafarandi lýsingu sem sögulega rétt eða einu hugsanlegu atburðarrásina. Þvert á móti er þetta aðeins mitt álit á því sem hefði getað gerst.
Eftir bardagann við Marne hefðu bandamenn dregið saman eins mikið lið og þeir gátu til að verja París. Fyrir utan íbúa París hefðu það verið um tvöhundruð þúsund manns ,það sem eftir lifði af af sjötta og fimmta her. BEF var næstum því fullkomlega eytt. Restin af franska hernum flýði til að endurskipuleggja sig við Bordeux. Eftir fjögurra daga endurskipulagningu var Þýska hernum skipt í tvo hluta: meirihlutinn elti her bandamanna sem fyrr og restin áfram með umsátrið um París. Umsátrið um París varð að miklum bardaga þar sem Parísarbúar börðust harkalega gegn innrásarhernum en féll undir vor. Við bordeux börðust Frakkar og Þjóðverjar aftur stórorustu um framtíð Frakklands.Orustan stóð í þrjá daga og endaði með undanhaldi Þjóðverja. Nú byrjaði skotgrafastríð svipað því sem við þekkjum sem endaði ekki fyrr en við seinni bardagann við bordeux þegar París féll loks. Suður frakkland féll og franska stjórnin gafst upp fyrir skilmálum þjóðverja.
Skilmálarnir í stuttu máli voru gífurlegt magn af peningum, takmarkanir á herstærð , og nýlendur Frakka í Afríku. Eftir að Frakkar gengust að þessum skilmálum drógu Þjóðverjar lið sitt úr Frakklandi til að efna til stórsóknar gegn Rússlandi.
Sóknin að Rússlandi var stjórnað af Von Moltke sem hagræddi árásinni eftir sínu háttalagi. Von Moltke var varfærinn og hæglátur og taldi betra að ganga hægt að Rússlandi og endalausum herjum þess. Ná hverri borg fyrir sig og tryggja stöðu sína, tryggja eins mikla samvinnu meðal fólksins og innrásarher gat samið um. Það kom þó loks að í Smolensk að Rússar, sameinaðir undir einum fána vegna yfirvofandi glötunar náðu að stöðva sókn Þjóðverja. Borgin varð einn allsherjar vígvöllur og stóð ekki steinn yfir steini eftir á .Rússar grófu sig nú niður í öllum helstu borgum Rússlands og mynduðu með því eina ósamstæða en samfellda varnarlínu. Þessi lína náði frá Riga til Svartahafs og innhélt borgirnar Riga, Dvinsk, Polotsk, Vitebsk, Briansk, Konotop, Romny, Knasnogrod og Dnepropretovsk.
Hugmyndin var sú að geyma svo mannmarga heri í þessum borgum að Þjóðverjar hlytu að hugsa sig tvisvar áður en þeir réðust á þær. Ef að þeir færu framhjá þeim hefðu þeir leyft stórum óvina her að komast í bak þeirra og rutt leiðina fyrir árás frá tveimur eða jafnvel fleiri hliðum. Þessi áætlun var góð svo langt sem hún náði en hún hélt ekki vatni undir þessum kringumstæðum. Rússar höfðu alls ekki peninga eða möguleika á að vopna alla þessa hermenn sem leiddi af sér að allar byssur og skotfæri voru algerir dýrgripir sem fólk var hvatt til að deyja fyrir. Matur var af skornum skammti og veturinn 1915-1916 varð einmitt gífurlega harður.Þjóðverjar liðu sömuleiðis skort eins og Rússarnir en munurinn var sá birgðir komust flestar til þýsku sveitanna frá hlýrri héruðum Þýskalands. Stór hluti Rússa leið hinsvegar gífurlegan skort í yfirfullum borgum án hita eða rafmagns vegna sífeldra loftárása þjóðverja. Risastór loftskip svifu á góðviðrisdögum og réðust á borgir Rússa án þess að
þeir gætu rönd við reist. Varnarlínan hélt í krafti mannafla en Þjóðverjar þurftu aðeins að framkvæma vel skipulagðar árásir á nokkrar borgir í einu annað hvort fyrir norðan eða sunnan til að brjótast í gegn. Þetta framkvæmdu þeir vorið 1916 í bardaganum við Riga þar sem flugher þjóðverja gegndi miklu hlutverki og festi sig í sessi í þýska hernum. Stuttu eftir bardagann við Riga féll Dvinsk og reis þá almenningur loks gegn keisaranum og uppreisnir áttu sér stað um allt land. Þjóðverjar sem höfðu reyndar vonast eftir einhvors konar uppgjöri milli keisarans og fólksins voru ekki vissir um hvað gera skyldi. Þeir ákváðu að styðja keisarasinna þar sem að þeir vissu allavega við hverju þeir mættu búast við af þeim á meðan kommúnistar voru alveg nýjir af nálinni og voru ekki par hrifnir af kapítalisma eða heimsvaldastefnu. Keisaraliðar og Þjóðverjar börðust hlið við hlið að vissu marki, keisaraliðarnir fóru ávallt fremstir og voru falin hættulegustu verkefnin. Þeir náðu moskvu á endanum og ný keisari undir stjórn þjóðverja var settur yfir Rússland. Þjóðverjar tóku allstóra sneið af Rússlandi en drógu annars lið sitt hægt og rólega úr Rússlandi. Þeir voru ánægðir með að stjórna landinu óbeint í gegnum strengjabrúðu keisara. Mikil reiði kraumaði samt undir niðri í Rússlandi og fleiri uppreisnir voru án efa á næsta leiti.
Á meðan að þessu stríði stóð stóðu Þjóðverjar ívið öðruvísi en jafn mikilvægu stríði á norður- Atlantshafi. Risastórir flotar Breta og Þjóðverja börðust um yfirráð yfir hafinu. Bretar börðust undir því yfirskini að þeir ætluðu sér að frelsa Belgíu en Þjóðverjar ætluðu sér hinsvegar ekki að gefa landið upp, að nokkru leyti einmitt af því að Bretar vildu það. Þjóðverjum hafði gengið mjög vel i stríðinu hingað til. Frakkland fallið og innrás í Rússland komin vel á veg.Hvers vegna skyldu þeir hlusta á Breta? Þetta stríð snerist í raun og veru ekki um belgíu heldur var Bretland að verja titil sinn sem konungar hafsins og Þjóðverjar að reyna að ná yfirhöndinni í þeim efnum. Í byrjun virtust bretar hafa yfirhöndina og margur floti þjóðverja sökk í hafið.En hægt og rólega fór að saxast á forskot breta. Þetta orsakaðist sérstaklega af þremur ástæðum:
• Bretar voru mjög háðir efnum frá öllum hlutum heimsveldis síns og gátu ekki framleitt jafn mikið af skipum og Þjóðverjar.Þjóðverjar dældu hinsvegar út skipum sérstaklega eftir uppgjöf Frakka og peningarnir sem þeir fengu frá þeim fóru flestir í þetta stríð.
• Bretar þurftu á öllu veldi sínu að halda til að halda í við framleiðslu þjóðverja. Þess vegna þurfti stór hluti flotans að sigla um heimsins höf til að halda siglingarleiðum nokkuð örruggum.þjóðverjar þurftu hinsvegar aðeins að hugsa um sjálfa sig.
• Bretar höfðu forskot á sviði bardaga á hafi úti vegna gífurlegrar reynslu sinnar en þjóðverjar lærðu á þá og notfærðu sér þá þekkingu sérstaklega með auknum kafbátahernaði.
Í langan tíma börðust þjóðirnar harkalega, og um tíma virtust þjóðverjar hafa yfirhöndina. En í lok ársins 1916 kölluðu Bretar loks meirihluta flota sinn heim og undirbjuggu mjög stóra árás gegn flota þjóðverja. Þjóðverjar sömuleiðis söfnuðust saman og stærsti flotabardagi sögunnar var háður um tuttugu sjómílur fyrir norðan Holland. Um tvöþúsund skip allt í allt, með yfir hundrað stór herskip á báða bóga , börðsut heiftarlega um yfirráð yfir hafinu á meðan breskar og þýskar flugvélar börðust um loftið. Stórir loftbelgir nýkomnir frá stríðinu í Rússlandi vörpuðu sprengjum áður en þeir féllu brennandi niður á hafið eða eitthvert skipið. Bardaginn stóð í marga klukkutíma og á þegar upp var staðið stóðu bretar uppi sem sigurvegarar. Floti breta elti þann þýska fljótt aftur í heimahafnir og gáfu þeim engin grið. Það varð úr að þjóðverjar og Bretar skrifuðu undir friðarsamning sem kvað á um að þjóðverjar skyldu tafarlaust fara frá Belgíu en Þjóðverjar fengu í staðinn kongó.Einnig var samið um að friður skyldi ríkja á milli Bretlands og Þýskalands, þ.e hvorug þjóðin skyldi fara í stríð við hvort annað á næstunni. Jafnvel þó að ósigur þeirra á hafinu yrði Þjóðverjum óþægur ljár í þúfu höfðu þeir svo sannarlega komið sér á kortið sem eitt helsta heimsveldi samtímans ef ekki það mesta.
Þjóðverjar höfu sigrað bæði Frakkland og Rússland, þeir höfðu grætt mikilsverðar nýlendur í Frakklandi og stjórnuðu Rússlandi óbeint svo lengi sem keisarinn væri við völd, þeir höfðu næstum tvöfaldað lönd sín í Evrópu og aukið hróður sinn í heimsmálum.Framtíðin var björt í augu, Þýsks almennings.
Niðurlag og umhugsunarefni
Á fjórum árum endaði gullöld evrópu og við tók tími stríða og erfiðleika.Eftir fyrri heimstyjröldina tók vð kreppan og nasisminn,seinni Heimstyrjöldin, fjöldamorðin í Auschwitz, kalda stríðið og borgarastyrjaldir í ausutur Evrópu.Evrópa steig af hásæti sínu og er fyrst núna að koma aftur sterk inn sem þáttakandi í heimspólítikinni. Öldin sem átti að verða ein mesta öld Evrópskar menningar varð öld Bandaríkjanna og hæglátu „falli“ Evrópu þar sem hún missti völd sín yfir heiminum. Vald Evrópu lifði að nokkru leyti áfram í Bandaríkjunum. Þótt að vald Evrópu virðist vera að aukast í dag í gegnum Evrópusambandið er Evrópa langt frá því að vera nálægt fyrri völdum sínum.
Ég hef farið yfir helstu ástæður fyrir stríðinu og aðdraganda bardagans , bardagann sjálfan og hvað hefði hugsnalega getað gerst ef hann hefði farið öðruvísi. Síðasti hluti rigerðarinnar er að sjálfsögðu sá sem mest er hægt að deila um. Margir eru jafnvel á móti þesskonar sagnfræði þar sem reynt er að svara spurningunni hvað ef. Og það sjónarmið á sannarlega rétt á sér, þú breytir ekki sögunni og þú getur aldrei verið alveg viss um að sagan hefði farið þá leið sem þú ætlar þér. „Hvað ef“ sagnfræði virðist veri alger tímaeyðsla. Það virðist ekkert vera að hafa uppúr því að velta sér uppúr því hvernig hlutirnir hefðu getað farið. Eftir því sem þú ferð lengra frá þeim tímapuntki þar sem þú lést söguna beygja til hægri en ekki til vinstri verður erfiðara að sjá fyrir atburðarásina.
Ef að þjóðverjar hefðu unnið við Marne er ekkert sem segir að þeir hefðu getað haldið áfram. Þýsku hermennirnir voru þreyttir og svangir og áttu við mikil samskipta vandamál að stríða. Og jafnvel þó að þeir hefðu unnið Frakkland sem hefði alls ekki verð einfalt þá var frekara stríð ennþá erfiðara. Frekari atburðarás er erfitt að ræða um á hlutlausan hátt. Á einhverjum tímapunkti verðum við að taka afstöðu í svona umfjöllun.
Kannski er „hvað ef“ sagnfræði tímaeyðsla , gagnslaus og tilgangslaus.Óskhyggja sem er gefinn laus taumur undir yfirskini sagnfræði. En með þesskonar umfjöllun sjáum við atburði sem virðast ekki skipta miklu máli við fyrstu sín í nýju ljósi. Atburðir sem ekki skipta máli verða skyndilega mikilvægir hlekkir í að breyta sögunni. Við sjáum hversu einstök mannskynssagan er, hversu litlu þarf að breyta til að hún breytist í eitthvað sem við þekkjum ekki. Kannski er ástæðan fyrir „hvað ef“ sagnfræði í raun og veru að sjá atburði í nýju ljósi, gera þá áhugaverðari og sjá hvað sagan er í raun og veru einstök. Enginn veit í raun og veru hvað hefði gerst ef þjóðverjar hefðu unnið við Marne. En við getum gert okkur það í hugarlund, við getum séð fyrir okkur atburðarás sem gerðist aldrei, heim sem aldrei verður til, stríð sem aldrei verða háð. Og með því getum við kannski séð brot af því sem hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu unnið orrustuna við Marne.
Kristján Már Gunnarsson
Heimildaskrá
A general history of Europe, Europe 1880-194, Roberts J.M
Mannkynnssaga Tuttugasta öldin, Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson, Skúli Þórðarson
Universal history of the world, Imperialism and world war 1 De Kay, Ormonde
Conflict in the 20th century The first world war dr.Pimlott,John
http://hsc.csu.edu.au/modern_history/core_study/ síða gerð af Charles sturt háskólanum í Bretlandi
http://www.donaldsensing.com/2003/10/how-parisian-taxicabs-wrecked-world.html grein eftir Donald Sensing um áhrif bardagans. Donald Sensing er lærður heimspekingur.
most plans are critically flawed by their own logic.a failure at any step will ruin everything after it.