Einhvera hluta vegna hefur lítið farið fyrir sögu Mongóla og þá sérstaklega finnst mér vanta eintthvað um móngólska hemsveldið á tímum Djenghis Khans, ég ákvað að bæta úr því hér og nú.
Í Mongólíu voru lengst af fátt annað er sundraðir hirðingjaættflokkar sem lifðu og nærðust aðallega á landbúnaði. Hirðingjaættflokkarnir voru í stöðugu stríði hver við annan og samstaðan nánast engin. En þegar sundrunin var sem mest reis upp sonur óbreytts liðþjálfa, Temúdsjín, sem hafði sýnt hugrekki mikinn styrk í lífsbaráttu sinni.
Temúdsjin vann sigra á óvinum sínum en samdi við sterka og valdamikla leiðtoga ýmissa ættbálka, innan fárra ára hafði hann fengið svo mikinn stuðning að hann var kjörinn leiðtogi þjóðarinnar (1206), Khan, og fékk viðurnefnið Djenghis (einnig stundum skrifað Genghis eða Ghengis, jafnvel Djinghis). Hann sameinaði þjóðina á mjög stuttum tíma og skyndilega höfðu Monólar komið sér upp sterkum her sem einkenndist af afar vel þjálfuðum hestamönnum, en fáir vissu að þeir gátu lítið barist án hestanna sinna.
Djenghis Khan fór í suðurátt og vann glæsilega sigra á n.kínverska ríkinu og einnig ýmsum smáríkjum og þjóðarbrotum. Aðeins 4 árum eftir valdatöku Khansins hafði hann lagt undir sig allt n.kínverska ríkið (m.a. tók hann stórborgir eins og Beijing). Hann hafði þá stækkað ríkið um það sem nemur a.m.k. allt upprunalega mongólska ríkið.
Khaninn hélt þá sjálfur til vesturs, í átt að Turkmenistan og Kaspíahafi, en skildi besta herforingjann sinn eftir í Austur-Asíu, til að gæta landamæra ríksins.
Austan við Kaspíahaf voru fáar hindranir, orðsporið um grimmd mongólsku riddaranna fór á undan þeim og flest borgríkin gáfust þegar þau heyrðu í hófum móngólsku hestanna. Borgríkin sem ákváða að streitast gátu átt von á því að hermennirnir byggðu múr utan um borgina og köstuðu inn glóandi boltum og biðu svo þangað til að flestir íbúanna höfðu gefist upp (því öllum var gefinn kostur á að gefast upp). En eftir nokkurra vikna bið urðu Móngólarnir óþreyjufullir og réðust inn í borgina og stráfelldu hungraða og máttlausa borgara, og röðuðu hauskúpum þeirra upp fyrir utan borgina.
Khaninn réðst svo inn í Khwarism, sem var ríki austan við Kaspíahaf, og sigraði eftir þónokkuð langa baráttu. Herir Khansins fóru svo upp eftir Kaspíahaf og aftur tilbaka til Mongólíu. Þeir höfðu því farið hringinn kringum Kaspíahaf, með viðkomu í Rússlandi og Georgíu.
Djenghis Kahn var á leiðinni í aðra herför eftir sigra á Tangútum þegar hann dó árið 1225. Sagt er að hann hafi dottið af hestbaki, og meitt sig svo illa að honum hafi ekki verið hugað líf, kaldhæðni örlaganna?
Við af Djenghis Khan tók svo sonur hans, sem stækkaði ríkið enn meira, en það er kannski efni í aðra grein.
Iluvata