Í mannkynssögunni eru engir góðir eða vondir, bara sigurvegarar og taparar.
eins og:
Þegar Marx var að móta kenningar sínar um kommúnisma (eða sósíalisma eða whatever) var alveg á hreinu að hann var að gera þetta með góðum hug, í rauninni var áætlun hans skotheld, nema að einu leiti: hann gerði ráð fyrir því að ríkið væri auðugt og vel þróað (að vestrænum sið). Þar sem kenningar hans fengu uppreisnar æru gat ekki lent á verri stað en í hinu risastór vanþróaða bændasamfélagi Rússlands, allt fór í vitleysu og á endanum lenti skotið svo víðsfjarri markinu að með eindæmum er. Kapitalismin vann og síðan þá hefur Sovétríkin verið litin svolitlu hornauga, þau eru máluð sem vondi kallin út af því að þau töpuðu og þótt að sigurvegarinn hafði kannski ekki verið skárri þá var það hann sem hafði tögl og haldir á almennigsálitinu og þar með hvað yrði skrifað í sögubækurnar. En það munaði ekki miklu að bylting hefði brotist út í Bretlandi (eða BAndaríkjunum þess vegna) og hvað þá? Þær tilraunir hefðu heppnast miklu betur getur maður rétt ímyndað sér, og líklega stæðu vestrænar þjóðir nútímans með mun betra kerfi í höndunum en raunin er og það væri alveg vita mál hver vondi kallin hafi verið(og þá er ég ekki að tala um ríkin sjálf heldur hugmyndafræðina og stjórnmálaskipunina bakvið).
Ég er ekki kommúnisti heldur tók ég þetta bara sem dæmi.
Hvað með þriðja ríki Hitlers, það heppnaðist en fór ekki úrskeiðis, nú eru liðin sextíuár af velsæld okkar heppnu Aría og við lesum í skólabókunum um glæstan sigur á vondu körlunum sem hafði reynd að halda aftur að okkur. Það ´væri eflaust úthrópað þegar barbarnir rústuð að ástæðulausu ómetanlegum menningarborgum í Þýskalandi án nokkurs til gangs (þvílík ómennska, allar saklausu sálirnar sem hljóta að hafa týnd lífinu). Vissulega voru til þjóðir sem fóru illa út úr þessu, en þær áttu það skilið, kölluð það upp á sig sjálfar og núna eru þær einhver staðar langt í burtu í fátækt og volæði, þær hlutu því að vera óæðri okkur fyrst að þær eru svona oþróaðar (hvernig skyldi almenningsálitið nú til dags vera á Aröbum). Vondu hliðarnar eru ekkert dregnar sérstaklega í dagsljósið (ekkert freka en óhæfuverk “góðu kallanna” í nútímanum). Þá væri kannski einhver víðsýnn Aríi að velta fyrir sér hvernig hefði farlið ef vondukarlanir bandamenn hefðu unnið… hmmm?
Bara smá vangaveltu