Sir Isaac Newton fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans sem einnig hét Isaac var þá látinn. Móðir hans Hannah Ayscough giftist aftur fjórum árum síðar, manni að nafni Barnabas Smith. Barnabas vildi sem minnst af honum vita og hann var því sendur í fóstur til ömmu sinnar og ólst hann þar upp.
Eftir að hafa gengið í grunnskóla ekki langt frá heimili sínu var hann sendur árið 1654 í Latínuskóla. Newton sagði sjálfur að hann hefði verið áhugalaus nemandi og auk þess fannst honum hann vera líkamlega vanmáttugri heldur en flestir bekkjabræður hans en þetta breyttist eftir að hann hafði lent í áflogum við annan dreng í skólanum sem hann sigraði. Við þessa lífsreynslu fylltist Newton sjálfstraustri og eftir nokkrar vikur hafði hann náð bekkjarbræðrum sínum í námi og eftir eitt kennslumisseri var hann orðinn fremsti námsmður skólans. En þegar Barnabas lést árið 1656 fór móðir hans aftur til Woolsthorpe þá var Newton tekin úr skóla því hann átti að taka við búinu og verða bóndi. Newton hafði lítinn áhuga á bústörfunum og varð það frændi hans og skólastjóri sem fór þess á leit við móður hans að hann fengi að halda námi sínu áfram. Hún lét undan, og Newton innritaðist í Trinity College í Cambridge 1661 þá 19 ára gamall.
Fátt er vitað um námsár Newtons en þó er vitað að hann hafi lesið um ljósfræði Kepplers en snúið sér síðan að Frumþáttum Evklíðs en hætt lestri hennar því honum fannst hún leiðinleg. Prófessor að nafni Isaac Barrow hvatti hann til að lesa bókina auk annarra stærðfræðiiðkana en það virðist hafa verið Rúmfræði Descartes sem hafi kveikt áhugan á stærðfræðilegum athugunum hjá Newton. Til er stílabók frá fyrstu árum Newtons í háskóla og þar er að finna m.a útreikninga nótur og athuganir á ljósbroti. En Newton lauk BA-prófi árið 1665, án þess þó að skara neitt sérstaklega fram úr.
Sama ár var skólanum í Cambrige lokað vegna plágunnar miklu og hélt Newton heim til Woolsthorpe og davldist þar í 18 mánuði. Á þessum tíma er talið að hann hafi lagt grunn að afrekum sínum í stærðfræði, ljósfræði og aflfræði. Því er samt fjarri lagi að hann hafi gert allar veigamestu uppgötvanir sínar þá. Þar er einmitt á þessum tíma sem sagan um eplið fræga hafi átt að gerast en Newton sagði sjálfur frá því að hann hafi séð epli falla af tré við æskuheimili sitt Woolsthorpe og það hafi kveikt hjá honum tilgátuna um alheimsþyngdarlögmál. Hann hafi svo reiknað út, með því að bera saman hreyfingu eplis og tunglsins, og fjarlægð þeirra frá jörðu, að styrkur þyngdarkraftsins milli tveggja hluta væri í öfugu hlutfalli við annað veldi fjarlægðarinnar milli hlutanna. Hann komst þó ekki alla leið með útreikninga sína, að hluta vegna þess að hann hafði rangar upplýsingar um radíus jarðar.
Snemma árs 1667 hélt Newton aftur til Cambridge þar sem hann varð fljótlega gerður að aðalstyrkþega við Háskólann. En tveim árum seinna lét hann Barrow fá ritsmíð sína um örsmæðareikninga sem gekk á milli ýmissa stærfræðinga á næstu árum. Sama ár eða 1669, 26 ára að aldri tók hann svo við prófessorsstól Lucas’ eftir Barrow. Á þeim tíma beindist áhugi hans mjög að ljósfræði, og áttu rannsóknir hans á því sviði mikinn þátt í að skapa honum frægð og viðurkenningu í fyrstu.
Það var með ljósfræðinni sem Newton smíðaði fyrsta spegilsjónaukann með eigin höndum, og þannig gat hann náð meiri stækkun en áður hafði þekkts. Fregnir bárust af sjónauka Newtons til Konunglega vísindafélagsins í London sem vildi fá sjá hann. Hann smíðaði nýjan og endubættan sjónauka sem hann gaf þeim og í framhaldi af því var hann kjörinn félagi í Vísindafélaginu og var beðinn að skirfa ritgerð um ljósfræðina sem lá spegilsjónaukanum til grundvallar og birti Newton ritgerð um ljósfræði í upphafi árs 1672 og var það fyrsta birting Newtons á sviði náttúruspeki og stærðfræði. Þar kynnir hann til sögunnar nýmæli í ljósfræði og rökstyður meðal annars agnarkenninguna um ljós þ.e þá kenningu að ljósgeislar séu samsettir úr ljósögnum. Þegar ritgerð þessi kom út kom upp ritdeila milli Newtons og Roberts Hooke þar gagnrýndi Hooke Newton fyrir nýstárlega aðferðafræði auk þess vildi Hooke að Newton myndi vísa í kenningar sínar. Þessi ritdeila stóð yfir í fjögur ár og að þeim tíma loknum var Newton orðinn þreyttur á náttúruspeki og var ákveðin að birta ekki meira á þeim vettvangi.
Þrátt fyrir þessi orð Newtons hélt hann áfram að velta fyri sér ýmsum spurningum á sviði stærðfræði, ljósfræði og aflfræði, en einnig á sviði gulgerðarlistar. Enn ein ástríða hans á þessum árum var guðrfæðilegar rannsóknir einkum leiðréttingar á því sem hann taldi vera seinni tíma viðbætur við biblíuna. En Newton stóð við orð sín og birti ekkert af þessum athugunum.
Það var svo ótrúlegt meigi virðast Hooke sem varð til þess að Newton komst á rétta sporið í aflfræðinni. Bréfaskriftir milli þeirra urðu til þess að Newton komst á skrið í útreikningum og sannaði að fyrsta og annað lögmál Keplers (um að reikistjörnur hreyfðust eftir sporbaugum og að tengilína sólar og reikistjörnur fari yfir jafnstóran flöt á sama tíma) kæmu till vega tregðulögmálsins og þyngdarkrafts sem hefði þá verkun sem Hooke hafði ýmindað sér þ.e að þyngdarkrafturinn milli sólar og reikistjarnanna væri í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi en hann gat ekki útfært þetta nánar.
Þetta gerðist á árunum kringum 1680 og var aflfræðin þá langt frá því að vera fullsköpuð og hélt Newton áfram að þróa hana í fyrliestrum sem hann hélt í Cambridge og setti hann saman rigerð um efnið sem bar heitið Um hreyfingu. Svo gerðist það árið 1684 að stjörnufræingurinn Edmond Halley, Hooke og stærfræðingurinn Christopher Wren voru að ræða á fundi konunglega vísindafélgasins hvort lögmál Keplers leiði af þyngdarkrafiti eins og þeim sem Hooke hafði lýst í Bréfum til Newton 5 árum fyrr. Halley viðurkenndi að tilraunir hans til að reikna út sporbaugsbrautir út frá slíkum þyngdarkrafti hefi mistekist. Hooke sagðist hafa sannað þá tilgátu með stærfræðilegum hætti en þegar hann var beðinn um útreikningana reyndi hann að komast hjá því og enginn sá þessa reikninga.
Halley fór sjö mánuðum síðar til Cambridge til að hitta Newton. Hann spurði hann hver braut reikistjarnanna væri ef gert væri ráð fyrir aðdráttarkrafti frá sól sem væri í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi og Newton svarði í einu orði “ Sporbaugur”. Halley bað hann um útreikninga og nokkru seinna sendi hann Halley ritgerð um þetta efni sem hét Um hreyfingu hluta. Halley sá strax að rigerðin var byltingarkennd og bað Newton um að gera grein fyrir upgötvunum sínum með stærra ritverki, með því loforði að hann skyldi sjá um prentunina. Newton stóðst ekki mátið og næstu tvö árin vann hann sleitulaust að meistaraverki sínu Stærfræðilögmál nátúruspekinnar.
Hooke bærði á sér að nýu og krafðist að Newton minntist á framlag sitt í bókinni. Newton varð ævareiður og hótaði að gefa ekki út 3. bókina af verkinu sem gerði grein fyrir heimskerfinu. Halley náði þó að tala hann til og úr varð að Newton bætti athugasemd við verkið um þátt þeyrra Halleys, Hookes og Wrens í aflfræðinni.
Stærfræðilögmál nátúruspekinnar kom út í þrem bókum 1687. Líkt og bókarheitið gefur til kynna er nánast öll umfjöllun stærfræðileg og var því aðlega ætluð vísindarmönnum. Framsetnign er í búningi klassískrar rúmfræði. Newton hélt því síðar fram að hann hafi fyrst sett efnið fram eftir örsmæðareikningunum. Þau rit hafa ekki fundist og talið er að hann hafi notast við rúmfræðina frá upphafi.
Í byrjun bókarinnar setur hann fram hreyfilögmálin þrjú sem hafa verið kennd við hann einnig er í bókinni þyngdarlögmálið en Newton var harðlega gagnrýndur af Christiaan Huygnes og Gottfried Wilhelm Leibniz fyrir að ústkýra ekki hvernig þyngdarkrafturinn verkar. Af hreyfilömálunum og þyngdarlögmálinu leiðir Newton hin ýmsu fyribæri sem menn höfðu reynt að skilja frá fyrstu tíð stjörnufræðinnar m.a lögmál Kepplers, flóð og fjöru, hreyfingu tunglsins og brautir halstjarna. Auk þess sannar hann sólmiðjukenninguna. Verkið fékk mjög góða dóma á Englandi og urðu meginhugmyndir hans viðteknar strax. Verkið vakti einnig athygli á meginlandinu þó að hrifningin væri ekki eins mikil og á Englandi. En með verkinu varð Newton goðsögn í lifandi lífi.
Eftir að Stærfræðilögmál náttúruspekkinar kom út varð nokkurt hlé á vísindaafrekum Newtons. Staða hans í samfélaginu var önnur eftir að bókin kom út, og hann var m.a kjörinn á þing fyrir Háskólan í Cambrige árið 1689. Samkvæmt einni sögu tók Newton aðeins einu sinni til máls og bað þá um að loka glugga.
Þegar hér var komið við sögu vildi Newton hætta sem pófessor í Cambridge, m.a vegna kennsluskyldunnar og fór að leita sér að vinnu í London en það varð nokkur bið á því að hann fengi atvinnutilboð við hæfi. Á fyrri hluta 10. áratugarins var Newton kominn á fullan skrið aftur, einkum í stærfræði og gullgeðarlist. Hann ofgerði sér á vinnunni og var hann illa haldin af þunglyndi og ranghugmyndum og gengu ýmsar sögur aðalega á meginlandinu um að hann hefði misst vitið.
Að lokum tókst að finna Newton stöðu í London vinur Newtons var þá fjármálaráðherra Engalnds og tylkinnti honum 1695 að hann fengi stöðu varðstjóra við Myntsláttuna. Ekki var ætlast til að Newton myndi verja miklum tíma við starfið en í ljós kom að hann sinnti starfinu af sömu festu og öðrum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur og m.a hafði hann yfirumsjón með myntbreytingum í Englandi auk þess að vera eins konar lögregluvald sem yfirheirði meinta falsara. Newton varð æðsti yfirmaður stofnunarinnar 1699 .
Árið 1703 dó Robert Hooke sem Newton hafði eldað grátt silfur við. Þetta átti þátt í því að Newton ákvað að sækjast eftir forsæti í Konuglega vísindafélaginu en Hooke hafði verið ritari félagsins. Newton hlaut kosningu og hann stjórnaði félaginu með harðri hendi til dauðadags t.d skipaði hann vini sína í helstu stöður félagsins. Hann endurskipulaðgi félagið og náði því upp úr lægð sem það hafði verið í.
Árið 1704 kom út hitt aðalrit Newtons Ljósfræði. Newton hafði skrifað verkið mörgum árum fyrr og það byggði að mestu leyti á rannsóknum hans frá því meira en þrjátíu árum fyrr. Hann hafði ekki viljað gefa út verkið til þess að lenda ekki deylum við Hooke. Ljósfræði var ekki næstum því eins stærfræðileg og Stærfræðilögmál náttúruspekinnar og eignaðist því mun stærri lesendahóp. Í Ljósfræði gerir Newton tilraun með að láta sólargeisla fara í gegnum þrístrent gler og kom þá fram í bakgrunninum aflangur ljósblettur í öllum regnbogans litum. Sýndi hann þannig fram á að hver ljógeilsi var sínum lögum háður, þótt þeir mynduðu allir hvít ljós þegar þeir rynnu saman. Newton aðgreindi aðeins sjö liti í ljósrofinu en núna er vitað að mannsaugað á að geta greint 160 liti litrófsins. Newton hélt því fram að ljósbrotið stafaði að mismunadi tegunudm smáagna sem ljósgjafinn varpaði frá sér. En Huyghens hélt fram þeirri kenningu að ljósbrotið stafaði af mismunandi bylgjulengudm ljósgeilsans. Kenning Newtons varð ofan á en á 19. öld var bylgjukenningin aftur hafin upp hins vega hafa vísnidamenn 20. aldarinnar sem líta á rafeindina sem hinn eiginlega ljósgjafa reynat að sameina þessar tvær kenningar. Ári seinna eða 1705 var Newton aðlaður.
Newton lét ekki unadn síga á efri árum. Auk rannsókna sinna í guðfræði, mannkynssögu og gullgerðarlist vann hann að frekari útgáfu bóka sinna. Auk þess að gefa aftur út Ljósfræði sína var Stærfræðilögmál náttúruspekinnnar gefin út tvisvar 1713 og 1723 í bæði skipti voru gerðar nokkrar breytingar á verkinu. Einnig voru gefnar út áratuga gamlar ritgerðir um stærfræði. Auk þess var tveim ritgerðum um örsmæðareikning bætt aftan við ljósfræði og nokkru síðar vöknuðu deilur milli Newtons og Leibniz um það hver hafi verið fyrstur fundið upp örsmæðareikninginn. Leibniz hafði tveimur áratugum áður birt ritgerð um efnið en þetta var í fyrsta sinn sem Newton birti eitthvað um efnið. Menn eru núna sammála að þeir hafi fundið örsmæðareikninginn í sitt hvoru lagi og það má sjá m.a vegna framsetninga þeirra á þessari stærðfræði var ólík. Við þessar deilur strikaði hann nafn Leibniz og Hooke út úr 3 útgáfu Stærfræðilögmál náttúruspekinnar um þátt þeirra í bókinni. En þegar hann stóð á áttræðu fór heilsu hans að hraka og hann hann lést 20. mars 1727 og var grafinn í Westminster Abbey.
Því miður finn ég ekki heimildarskrána en þetta er allt skrifað úr góðum bókum.