Skrifaði ritgerð í sögu um innrásina i Danmörk og Noreg, njótið!


INNGANGUR

Í upphafsárum seinni heimstyrjaldarinnar bjóst enginn við því að það yrði gerð árás á Norðurlönd og síst á Danmörk eða Noreg. Danir höfðu síðast átt í stríði árið 1864, en þá börðust þeir við Prússa og Austruríkismenn, og Norðmenn höfðu ekki átt aðild að stríði síðan árið 1814 og þá við Svía. Herir beggja þjóða voru taldir fremur veikir.


ÁSTÆÐUR FYRIR INNRÁSIRNAR

Að öllum líkindum höfðu Þjóðverjar þegar hafið ráðabrugg um innrás í Danmörk og Noreg áður en þeir lögðu út í heimstyrjöldina. Þjóðverjar höfðu nokkrar ástæður til þess að ráðast inn á Danmörk og Noreg. Þeir óttuðust að Vesturveldin myndu senda herlið til Skandinavíu eins og þau ætluðu að gera í Finnlandsstríðinu. Það hefði þýtt ógnun fyrir Þýskalandi úr norðri. Hinsvegar ef Þýskaland yrði fyrri til að hernema þessi lönd væri það mikill kostur í stríðinu við Breta. Í fjörðum Vestur-Noregs væri hægt að koma upp bækistöðum fyrir kafbáta og frá flugvöllum í Vestur-Noregs og Vestur-Jótlands væri hægt að gera loftárásir á Bretland. Þjóðverjar gætu líka notað náttúruauðæfi Danmerkur og Noregs. Frá Danmerku gætu þeir fengið matvæli og í Noregi væru gætu þeir unnið molybden og fleiri málma og líka fiskmeti og lýsi sem hægt var að gera sprengju úr.


INNRÁSIN Í DANMÖRK

Í byjun aprílmánaðar fór bresku herstjórninni að gruna að eitthvað væri á seyði hjá Þjóðverjum. Það höfðu borist njósnir af miklum liðsamdrætti í hafnarborgum Norður-Þýskalands, bæði við Norðusjó og Eystrasalt. Síðan fékk breska herstjórnin að vita að mörg herskip Þjóðverja hefðu lagt frá landi. En Bretum datt ekki hug að Þjóðverjar ætluðu að ráðast inn í Danmörk og Noreg.
Klukkan rúmmlega fimm að morgni 9.apríl réðust þýskar hersveitir yfir landamæri Danmerkur í Slésvík. Danskar varðsveitir vörðust þangað til að danska stjórnin sagði þeim að hætta. Á sama tíma lögðust herskip Þjóðverja að í mörgum borgum Danmerkur, sum þessara skipa voru tulbúinn sem venjuleg kaupför en hermennirnir voru í felum neðan þilja. Notuðu Þjóðverjar þessar aðferð í miklu stærri stíl í Noregi. Sendiherra Þjóðverja í Kaupmannahöfn afhenti dönsku stjórninni úrslitakosti frá Þjóðverjum. Var Dönum lofað að halda sjálfsæði sínu, ef þeir viðurkenndu vernd Þjóðverja og veittu enga mótspyrnu. Aðstaða Dana var svo vonlaus svo þeir höfðu engra kosta völ en að samþykkja þetta.

INNRÁSIN Í NOREG

Morguninn 9. apríl barst sú frétt að þýskar hersveitir höfðu gert innrás í Noreg og náð á sitt vald helstu hafnarborgum landsins, Oslo, Kristiansand, Stavanger, Haugasund, Bergen, Þrándheimur og Narvík. Norðmenn sýndu þó talsverða mótspyrnu þótt þeir væru eins og Danir alveg óviðbúnir innrásinni.
Erindrekum Þjóðverja tókst í byrjun innrásarinnar að framkvæma nokkur skemmdarverk. Þeir eyðulögðu símalínur og sendu út falsaðar skipanir til norska hersins um að þeir ættu að hætta allri mótspyrnu. Sumir þessara erindreka höfðu búið í Noregi alla sína æfi, sumir í nokkur ár en aðrir bara í nokkrar vikur. Sumir þeirra voru Austurríkismenn sem höfðu misst alla ættingja sína í fyrri heimstyrjöldinni og norskar fjölskyldur ættleidd þá sem börn.
Um miðnætti aðfaranótt 9. apríl sigldu Þýsk herskip inn Oslóarfjörð. Með brögðum komust þau frá því að verða fyrir árásir frá virkjum sem voru við fjörðinn. Við flotahöfnina “Horten” við Oslóarfjörð vestanverðan snerist tundurduflalagningarskipið ,, Ólafur Tryggvason” gegn þýsku herskipunum, sökkti nokkrum skipum og gjörsamleg rústaði beituskipinu ,,Emden”. En þetta gekk þetta ekki upp hjá Norðmönnum og Þjóðverjar hertóku flotahöfnina. Innar í firðinum var eyja með fallbyssuvirki og þaðan var skotið á þýska herskipið ,, Blücher” og því sökkt. Í þessu skipi voru flestir þeir menn sem Þjóðverjar ætluðu að láta stjórna Noregi. Óskarsborgarkastali gafst upp vegna stöðugra loftárása Þjóðverja og við það komust Þýsk skip inn í höfn Oslóarborgar. Um svipað leyti voru þýskar herflugvélar að lenda á Fornebuflugvelli. Eftir það féll Osló í hendur Þjóðverjum án þess að til kæmu fleiri skotbardagar. Konungsfjölskyldan, ríkisstjórnin og flestir þingmenn höfðu þegar svo var komið flúiðfrá Osló til Hamars, sem var uppi í landi, um 150 km frá Osló.
Þegar Þjóðverjar ætluðu að ráðast inn í Kristiansand mistókst þeim það. Þar var sökt þýska beitiskipinu ,,Karlsruhe”. Sigldu Þjóðverjar þá í burtu. Síðan komu þeir aftur og voru þá með franska fánan uppi, datt norðmönnum ekki í hug að þetta voru ekki Þjóðverjar og hleyptu þeim inn. Í Stavanger tóku þjóðverjar strax Solaflugvöllinn sem var stærsti flugvöllur Noregs, og tóku Þjóðverjar hann strax til handa að fyriri herflugvélar sínar. Breskar herflugvélar söktu þýska beitiskipinu ,,Königsberg”. Við Narvik urðu mikil átök á sjó. Þar voru tvö norsk herskip ,,Eidsvold” og ,,Norge” . Þessi tvö skip börðust vel og olli miklu tjóni á herskipum Þjóðverja, en að lokum var þeim báðum sökt. Nokkrum dögum síðar réðust herskip Breta inn í Narvik og eyðulögðu mörg skip og mannvirki Þjóðverja.
Að morgni hins 9. apríl um hálffimm fór sendiherra Þjóðverja í Osló á fund Kohts, sem var utanríkisráðherra Norðmanna á þessum tíma. Sendiherran lagði fram svipaða úrslitakosti og gefnir voru Dönum. Hann sgði að Vesturveldin væru við það að hefja innrás í Noreg og að Þjóðverjar myndu vernda Norðmenn. Koht lagði þessar kröfur fyrir þingið sem sagði strax NEI!
Í Hamri, þar sem konungsfjölskyldan og þingmennirnir voru, var haldinn þingfundur þar sem vantaði bara aðeins 4 þingmenn af 150. Á þessum fundi var ákveðið að veita stjórninni heimild til að gera allar ráðstafarnir sem hún teldi nauðsynlegar til verndar þinginu þar til þingið kæmi aftur saman.
Þegar þetta fór fram í Hamari, urðu þær fréttir til að Vidkun Quisling, foringi norska nasista, hefði tekið sé forrsætisráðherranafn og lýst því yfir að hann réði yfir Noregi. Nokkrum dögum áður hafði Quisling verið í Berlín og hitt Hitler. Hann varð gríðarlega óvinsæll af Norðmönnum í framhaldi af þessu.
Þann 10. apríl flúðu konugur og fjölskylda hans og stjórninn frá Hamri og til Elverum í Austurdal. Þangað kom þýski sendiherran og talaði við Hákon konuung. Heimtaði sendiherran að konungur leyfði Quisling að vera forsætisráðherra, en konungur leyfði það alls ekki. Eftir þetta hötuðu þjóðverjar konunginn svo mikið að þeir reyndu að drepa hann. Þann 11. apríl var konungur í þorpinu Nybergsund á Heiðmörk. Gerðu þá þýskar herflugvélar mikla loftárás á þorpið, en Hákon kunungur, Ólafur krónprins og ráðherrarnir náðu í skjól í skógi og komust naumlega af. Eftir þetta flúði konungsfjölskyldan og ríkisstjórnin til Guðbrandsdal og þaðan til borgarinnar Molde á vesturströndinni og þaðan var haldið með skipi til Norður-Noregs.
Þegar Þjóðverjar voru búnir að ná helstu hafnarborgum suður-Noregs á sitt vald byrjuðu þeir að sækja meira inn í landið. Norðmenn voru mikið fyrir þeim og börðust vel, þó að yfirburðir Þjóðverja væru miklir.
Það flugu margar þýskar herflugvélar yfir Noreg og eyðilögðu borgir sem voru ennþá á valdi Norðmanna.
Þann 15. apríl var breskt, franskt og pólskt herlið sett á land á nokkrum stöðum í Noregi sem átti að koma í veg fyrir að Þjóðverjar, sem sóttu í norður, næðu sambandi við þýska herinn í Þrándheimi. Ástandið var orðið slæmt fyrir bandamenn, þeir höfðu miklu færri skriðdreka og Þjóðverjar og Þjóðverjar höfðu yfriburði í lofti eftið að hafa hertekið alla helstu flugvelli Norges. Bandamenn tóku herlið sitt frá suður-Noregi og Þrændalögum 2. maí. Það sem var eftir af norksa hernum á þessum slóðum gafst upp. En ákveðið var að helda áfram vörnum í Norður-Noregi.



LOKAORÐ

Baráttan um Norður-Noreg hélt áfram í mánuð. Þjóðverjar sóttu norður eftir landinu frá Þrændalögum. Þeir höfðu ennþá mikla yfirburði í lofti og þeir lögðu hafnarbæinn Bodö í rúst. Bodö var helsta bækistöð bandamanna. En harðastir voru þá bardargarnir í Narvík. Tókst bandamönnum að ná Narvík af Þjóðverjum þann 28. maí. En um þessar stundir var ástandið á vesturvígstöðvunum orðið svo ískyggilegt, að vetsturverldin ákváðu að kalla herliðið sitt heim frá Noregi. Núna varð Hákon konungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin að yfirgefa Noreg. Það gerðist þan 7. júní og héldu þeir til Bretlands. Allur norski herinn í Norður-Noregi gafst upp þann 10. júni, Eftir það áttu Norðmenn eftir að lúta stjórn Þjóðverja í 5 ár.

HEILIDARSKRÁ

Bók: Heimsstyrjöldin 1939-1945 fyrra og sinna bindi, bls 60-72.
Útgefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs Reykjavík-1945


endilega segja hvað ykkur finnst.þess má til gamans geta að ég fékk 9,5 fyrir þessa rtgerð og þessi 0,5 sem vantar var að g var með vitlaust línubil.

eg biðs afsökunaref það eru einhverjar stafsettningavillu
I ran like hell faster than the wind