Normandy ferðin mín 4.-12. júní.
Komann til Normandy
Þegar ég kom til Parísar um hádegi 4. júní tókum við bílaleigubílinn sem við pöntuðum það var Mercedes Benz E220. Þegar við komum í Normandy hérað í Frakklandi fórum við í íbúðinna sem við leigðum við smábáta höfnina í Dives-Sur-Mer það var æðislegt hverfi rétt við Gold Beach innrásar strönd Breta ein af tveimur. Daginn eftir fórum við og skoðuðum Camenbert safnið í bænum Camenbert. Um kvöldið kom frændi minn og kærastan hans þá hafði hann verið búinn að kaupa sér þrjár nasista medalíur þar á meðal Járnkrossinn, SS hjálm sem hafði verið grafin upp í Dunkirk og breska handsprengju.
Skoðun á ströndunum
6.júní D-Dagur fyrir 43 árum.
Við fórum á Omaha Beach ég pabbi mamma systir mín og frændi minn og kærastan hans þar var stór minningar athöfn sáum meðal annars mjög mikið af Bandarískum leyniþjónustu mönnum sem voru í WWII og við fórum á safn á leiðinni niður á Omaha þar sá ég byssur, skot, sprengjur og brynvarðir bílar af öllum gerðum. Ég náði mér svo í sand um kvöldið á Omaha.
7.júní
Ég frændi minn og pabbi fórum að skoða Gold, Juno og Sword beach.
Áhugaverðasta ströndin minnir mig að hafi verið Sword útaf því það voru ennþá flotbryggjur þar við fórum á söfn á öllum ströndunum fór meðal annars á leiðinlegasta safnið í ferðinni það var á Juno. Eftir þetta fórum við að skoða Pegasus safnið Besta safnið í ferðinni þarna voru byssur sem þú máttir setjast upp í byssur AA Gun og Flak 88. Ég hitti marga breska sérsveita menn allir með svona tuttugu orður ég keypti mér þrjár þar. Svo sáum við risa svifflugu
8.Júní.
Það gerðist margt á þessum degi við fórum á Utah Beach og safnið þar sem var magnað en þar var allt þú máttir setjast í Half Track þar voru líka líkönn með svona litlum tindátum það var mjög flott. Seinna um þennan dag fórum við í kirkjugarðinn á Omaha hann var ekkert smá flottur 9300 og eitthvað krossar.
Við fórum svo aftur á Omaha og fórum útí sjóinn eftir það fórum við á Point du hog enn þar voru risa gígar og mikið af ónýtum bunkerum við fórum inn í nokkur. Svo fórum við ég og frændi minn og kærastann hans á Batterie de longes en þar voru svona fjögur Pillubox og eitt bunker.
Svo var 9 til 12 slökun og þá var haldið heim eftir hreint Magnaða ferð.