Ég ætla hér að skrifa nokkrar staðreyndir um kreppuna miklu, á íslandi og á erlendri grundu.

Útflutningstekjur Íslendinga féllu úr 80 millj. í 40 millj. króna árin 1928-1931, og héldust á því bili til 1937.
Verð á útfluttum saltfiski féll um helming, á kjöti 40%, ull 60% og á gærum 80%.
Hlutfall saltfisks í útflutningi féll úr 60% árin 1920-1930 í 25%.
Hinsvegar var það ísfisksala til Bretlands og stórauknar síldveiðar sem björguðu þjóðarhagnum.
Í Reykjavík var mestur uppgangur efnahagslífsins. Kreppuáratugurinn einkenndist af átökum á vinnumarkaði og verkföllum.
Tvisvar kom til átaka í Reykjavík árið 1932, 7.júlí og 9.nóvember.
Átökin voru út af atvinnubótavinnu. Í fyrra skiptið var krafist að bæjarstjórnin gengist fyrir atvinnubótavinnu, sem fékkst, en í það síðara átti að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni. Átökin 9.nóvember voru sérstaklega hörð. Þá slasaðist fjöldi manna, m.a. flestir lögregluþjónar bæjarins.
Verkamenn unnu sigur, því hætt var við launalækkunina og ríkisstjórnin lagði fram fé til að unnt væri að halda atvinnubótavinnunni áfram.
Þrjátíu menn, flestir kommúnistar, voru hinsvegar dæmdir í fangelsi vegna óeirðanna.



Skyndilegt hrun á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum haustið 1929 hafði stórfelld og langvarandi eftirköst um allan heim - nema í Sovétríkjunum, sem áttu við annars kostar kreppu að stríða á þessum árum.
Fyrir 1929 höfðu raunar sést allmörg viðvörunarmerki. Í Frakklandi blasti t.d. við ósamræmið milli atvinnuveganna, sem að afkastagetu tilheyrðu “öld kapítalismans”, og almennings, sem vegna lágra launa bjó við neyslustig í líkingu við fyrri kynslóðir.
Lítt eða iðnvædd lönd höfðu mátt berjast í bökkum vegna þess að verðlag á landbúnaðarvörum lækkaði stöðugt í hlutfalli við verðlag á iðnaðarvörum.
Ríkari löndin hófu framkvæmdir á vegum hins opinbera(Bandaríkin), hækkuðu kaupið(Frakkland) eða efldu efnahagsleg samskipti við samveldislönd sín og nýlendur(Bretland). Loks er að geta þess að stjórnir “afskiptu landanna” (Þýskalands, ítalíu, Japan) ákváðu að reyna að ná þeim uppúr kreppunni með því að efla vígbúnað sinn og búa sig undir stríð.
Við slíkt ástand í efnahagsmálum sem hér hefur verið lýst var í sumum löndum farið að líta svo á að stríð væri sem “eðlileg leið útúr kreppunni”.

Ps.
Ég er enginn sérfræðingur um kreppuna, en skrifa niður svona staðreyndir í lítilli ritgerð til að fá hlutina inn í langtímaminnið:)

Kv.
Atlas
<img src="