Ef litið er yfir söguna má með réttu segja, að Ho Chi Minh hafi verið meðal mestu byltingarsinna tuttugustu aldarinnar. Hann háði lengstu og dýr-keyptustu baráttuna gegn nýlendustjórninni.
Ho Chi Minh hét réttu nafni Nguyen Tat Thanh. Hann fædd-ist 19. maí árið 1890 í þorpinu Annam í miðju Vietnam. Svæði þessu var stjórnað óbeint af Frökkum á þessum tíma. Ho sótti skóla í Hue og kenndi einnig í stuttan tíma áður en hann fékk vinnu sem kokkur undir nafninu Ba á frönsku gufuskipi árið 1911. Hann var sjómaður í rúm þrjú ár og gafst honum tækifæri að heimsækja mismunandi hafnir í Afríku svo og amerískar borgir, m.a. Boston og New York. Eftir að hafa búið í Lond-on frá árunum 1915-1917 flutti Ho til Frakklands í miðri fyrri heimstyrjöld-inni. Þar vann hann sem garðyrkjumaður, þjónn og götu-sópari svo eitthvað sé nefnt.
Í desember 1920 gekk hann í franska kommúnistaflokkinn. „Það var ættjarðarást, ekki kommúnismi sem veitti mér innblástur,“ útskýrði hann seinna. Frá 17. júní til 8. júlí 1924 tók hann líflegan þátt í fimmta löggjafarþingi alþjóðlega kommúnistaflokksins, þar sem að hann gagnrýndi franska kommúnistaflokkinn fyrir að standa ekki öflugar gegn nýlendustefnunni. „Yfirlýsing hans á þinginu var eftirtaktasöm vegna þess að hún innihélt fyrstu formúluna á trú hans á mikilvægi byltingarkenndra hlutverka kúgaðra smábænda.“
Nú lá leið Ho Chi til Guandong í Kína þar sem hann skipulagði byltingarkennda þróun meðal víetnamskra útlaga. Hann var neyddur til að yfirgefa Kína þegar bæjaryfirvöld uppgötvuðu aðgerðir kommúnista en sneri aftur árið 1930 til að stofna Kommúnistaflokk Indókína.
Árið 1941 hertók Japan Vietnam. Þjóðarsinnaðir í héraðinu tóku Japönum sem frjálslyndum, en Ho fannst þeir lítið skárri en Frakkarnir. Hann stofnaði upp úr því sjálfstæðishreyfinguna Viet Minh og af henni hlaut hann nafngiftina Ho Chi Minh sem þýðir: Sá sem kemur með birtu, eða ljósgjafinn.
Hann ýtti undir upp-reisnarhug í fólki, fyrst gegn Frökkum og síðar gegn Bandaríkjamönnum. Í augum vestrænna þjóða reyndist það vera óhugsandi að Ho skyldi vera til-búinn að færa slíka fórn eins og hann gerði.
Samt sem áður, þegar stríðið gegn Frökkum geysaði árið 1946, aðvaraði hann þá með þessum orðum: „Þið getið drepið tíu af mínum mönnum fyrir hvern mann sem ég drep af ykkar, samt jafnvel með þessum líkum munu þið tapa en ég mun sigra.“
„Í framhaldi af sigri Japana stofnsetti Viet Minh lýðveldið í Víetnam og Ho Chi Minh var kjörinn forseti þess.“
Frakkarnir neituðu að veita nýlendum sínum sjálfstæði þannig að árið 1946 braust út stríð sem geysaði í 8 ár, en endaði loks með sigri Frakka í Dien Bien Phu árið 1954. Vietnam varð ekki sameinað.
Snemma árs 1960 risu deilur í suðri þar sem kommúnískir hernaðarsinnar sýndu stjórninni í Saigon andspyrnu en sú stjórn var studd af Bandaríkjamönnum.
Þá varð Lyndon Johnson ljóst að ástandið í Vietnam gæti haft áhrif á forsetakosningarnar þannig að árið 1965 reyndi hann eftir fremsta megni að leysa málið á pólitískan hátt. „ Gamli Ho bregst mér ekki,“ mælti Lyndon.
Samt sem áður varð Ho ljóst að með hvers lags samkomulagi sem hann myndi gera yrði hann fjarri takmarki sínu að sameina Vietnam undir einn fána og þrátt fyrir að stríðið héldi áfram að gjöreyðileggja landið var Ho staðráðinn í að ná þessu takmarki.
Ho Chi Minh lést úr hjartaáfalli 2. sept. 1969, 79 ára að aldri. Dauði hans kom í veg fyrir að hann yrði vitni af endursameiningunni 1975. Til heiðurs honum var fyrrum höfuðborg SuðurVietnam nefnd Ho Chi Minh borg.
Í erfðarskrá sinni vildi Ho að aska sín yrði grafin í duftkerum á þremur fjallstindum í Vietnam. Honum varð svo að orði: „Líkbrennsla er ekki aðeins góð hvað varðar hreinlæti, heldur bjargar hún einnig ræktuðu landi.“
Honum varð því miður ekki að ósk sinni vegna þess að afkomendur hans létu smurðan líkama hans til sýnis í forljótri endurgerð af grafhýsi Lenins.
Fráfall þessa valdamikla forystumanns seinkaði tvímælalaust því að samkomulag næðist.