,,Þegar Kristófer Kólumbus fann Ameríku og sá indjána í fyrsta sinn, sá hann að þrátt fyrir að þeir gengu um hálf naktir og voru ókristnir þá voru þeir jafn góðir við náungann og við sjálfan sig og vinaleg samtöl þeirra fylgdi ætíð bros. Þetta sagði Kólumbus Spánar drottningu og konungi og var sannfærður um að hann gæti kennt villimönnunum í Ameríku þeirra hætti. Og þannig fór að næstu fjórar aldir (1492-1890) höfðu milljónir Evrópubúa tekið að sér að þröngva lifnaðarháttum sínum og venjum upp á þjóðir Nýja heimsins.
,,Eftir að Kólumbus hafði dvalið um stund hjá nokkrum vinalegum þjóðflokkum, rændi hann höfðingjunum og flutti þá með sér til Spánar til að sýna konungi og drottningu. Þar dó einn Tæóanna (heiti á þjóðflokknum) og hafði hann verið skírður rétt áður til kristinnar trúar. Spánverjar voru yfir sig hrifnir af að hafa bjargað sálu villimannsins að þeir ákváðu að halda þessum ,,heimsóknum” áfram.
,,Það tímabil sem skipti mestum sköpum fyrir indjána í Ameríku var frá árinu 1860 til 1890. Á þessum árum er stærsti hluti skráðra heimilda og athugana. Þetta tímabil var mjög hrikalegur tími sem einkenndist af græðgi, ofbeldi, dirfsku og takmarkalausum allsnægtum. Þetta tímabil gerði næstum út af við hina fornu menningu ameríska indjánans. Flestar þær heimildir sem til eru um menningu þeirra eru í skáldsögum, bókum og bíómyndum.
,,Brátt byrjuðu Evrópumennirnir að ræna og drepa villimennina sem Spánakonungur vildi láta skíra. Varnir indjána voru litlar gegn byssum og sverðum Spánverja. Heilum ættbálkum, sem samanlagt voru um hundrað þúsundir manna, var útrýmt á tæpum áratug frá því að Kólumbus steig fæti á strönd San Salvadors þann 12. Október 1492.
,,Talið er að tala landnema sem byggðu Ameríku hafi verið allt að 40 milljónir, og það í Norður-Ameríku einni. Hvíti maðurinn flutti ekki bara sjálfan sig og búfé heldur einnig sjúkdóma, s.s. venjulega barnasjúkdóma og mislinga. Þessir smitsjúkdómar voru ekki lengi að gera vart við sig og þurrkuðust út heilu ættbálkarnir svo milljónum skipti. Einnig komu fram nýjir sjúkdómar, sem voru ókunnugir hvíta manninum. Þessir sjúkdómar voru einkum kynsjúkdómar s.s. sýfilís eða lekandi.
,,Þegar landnám byrjaði héldu Evrópumenn því fram að nærri því engin byggð væri í Ameríku og að álfan væri næstum mannlaus, fyrir utan nokkra villimannslega ættbálka sem kunnu ekki að nýta sér landið eins og kristnir menn.
Þannig fór að hvíti maðurinn tók að sér það verkefni að beisla þessa næstum tómu álfu sér og sínum til hagsbóta.
Samt höfðu indjánar lifað af einir allan þennan tíma án hjálpar hvíta mannsins. Þeim hafði tekist að vera sjálfum sér nógir um mat og það var ekki fyrr en búskaparháttum í álfunni var gerbreytt sem hungursneyðin dundi yfir indjánana.
,,Eftir því sem byggðin færðist lengra í vesturátt kom til árekstra milli nýlendubúa og indjána. Nýlendubúarnir höfðu litla samúð með þeim og töldu sig í fullum rétti til að reka þá burt svo þeir gætu stofnað nýjar jarðir og býli.
,,En ekki voru allir hvítir menn vondir og svikulir indjánum. Það var William Penn plantekrueigandi frá Pennsylvaníu. Hann stóð alltaf við samninga og kom heiðarlega fram við indjána. En því miður átti þetta ekki við um flesta.
,,Voldugastir og þróaðastir allra indjána austan Missisippi voru hinar fimm Írokesaþjóðir sem árangurslaust reyndu að halda friðinn. Sjálfsstjórn sinni héldu þeir árum saman, en biðu loks ósigur eftir miklar blóðsúthellingar. Sumir flúðu til Kanada, aðrir í vesturátt og enn aðrir enduðu líf sitt í haldi á verndunarsvæðum, eins og svo margar aðrar indíánaþjóðir.
,,Jackson Bandaríkjaforseti reyndi að finna lausn á þessu vandamáli og ákvað að gefa indjánum land sem var vestan yfir Missisippifljót, það var kallað ,,hinar miklu auðnir sem enginn ágirntist”. Þessar sléttur voru gefnar þeim til ævarandi eignar.
,,Áður en hvíti maðurinn kom til Ameríku hafði enginn indjáni fyrr séð hest. Spánverjar fluttu með sér alls kyns dýr til Ameríku t.d. kýr, kindur, geitur og einkum svín voru flutt í miklum mæli. Þetta dró í för með sér mikla gróðurfarsbreytingar á landinu.
,,Árið 1848 viðurkenndi Bandaríska þingið að lokum rétt Cherokee indjánana í Norður-Karólínu. Síðan eftir indíánastríðin árið 1861-1890 fengu aðrir indjánar einnig rétt til að lifa óáreittir á verndunarsvæðum (sem í raun voru ekkert annað en fangelsi). Indjánum var lofað fé en það var svo svikið af þeim af hvítum svikahröppum.