Skiptar skoðanir eru á því, hvort heldur að menningarríkin í Mesópótamíu(á milli fljótanna Efrat og Tígris, Írak), í Indusdalnum(Indlandi), við Níl(Egyptaland), í Kína og í Mið-og suður Ameríku, hafi þróast uppfrá einni móðurmenningu, eða í sitthvoru lagi. Til stuðnings um eina móðurmenningu flestra annarra menningarríkja, hafa menn margir bent á hluti eins og Atlantis, Mu, og Lemúríu. Margir hafa bent á upphaf móðurmenningunnar hafa verið í Egyptalandi hinu forna, og að hún hafi breiðst út til landanna við Efrat, Tígris, og til Indusdalsins í Indlandi. Þessu hafa margir mótmælt, og notað til stuðnings máli sínu, að forn risamannvirki hafa fundist allstaðar í Evrópu, allt frá Kýpur, austur til Írlands. Mannvirki þessi, svonefndir jötunsteinar, jötunkambar og jötunvirki(sbr. Stonehenge, Englandi).
Mörg þessara mannvirkja voru byggð af fornmönnum í Evrópu, rétt tæpum 2000 árum á undan fyrsta egypska píramídanum, píramída Zosers konungs Egyptalands. Elstu jötunvirkin eru um 6.500 ára gömul, elstu hengin(sbr. stonehenge) 5000 ára, og Newgrange grafhýsið mikla sem er á Írlandi, er 5.200 ára gamalt. Elsti píramídi Egypta, sem ég minntist á snemma í greininni, var reistur fyrir 4.700 árum.
Hvernig fóru fornmenn Evrópu, sem sagðir eru hafa verið á steinaldarstigi á þessu tímabili, að hafa reist öll þessi ósköp?
Vert er að nefna í þessu samhengi, á að til að byggja Stonehenge, á Englandi, þarf að flytja þessa sérstöku steintegund, sem notuð var í verkið, eina 400 kílómetra, frá grjótnámum í Wales, til þessa staðar sem Stonehenge var reist.
Áætlaður vinnutími til að flytja þessu ósköp og byggja hengið sjálft hefur verið einar 30 milljónir vinnustunda!
Að stóru leiti er það mjög ótrúlegt að fornmenn, svo fáir að tölu og á svo lágu menningarstigi, að þeir hafi rétt dregið fram lífið, hafi farið að reisa þessi gríðarlegu mannvirki.


Á tímabilinu frá því fyrir um 10.000-7.000 árum fóru mikil landssvæði við sjávarsíðuna í Evrópu á kaf, þar sem áður var þurrlendi, er nú sjór, þar sem nú er Norðursjór, og Ermasund, er sjór, en fyrir lok síðustu ísaldar var þar mikið sléttlendi. Líka má benda á að fyrstu jötunsteinvirkin voru reist 500 árum eftir að allt þetta land fór á kaf.

Er ekki hugsanlegt að það hafi hámenning þróast við strendur Atlantshafs, en er hafi farist við bráðnun jöklanna?
Er ekki vel hugsanlegt að það hafi þróast hámenning á svo háu stigi að henni hafi hugnast að reisa risamannvirki, eins og menningarþjóðir fornaldar gerðu seinna, til t.d. trúarlegrar notkunar?
Er þessvegna ekki alveg eins hugsanlegt, eftir að heimkynni þessarar fornu hámenningar hafi eyðst í flóðum, að íbúar hennar hafi flust til annarra heimshluta, t.d. Egyptalands og Mesópótamíu?
Til stuðnings máli mínu, vill ég benda á t.d. Súmera, sem árið 3.500 f. Kr. eiga að hafa ruðst niður í Mesapótamíu, og tekið byggð við Efrat og Tígris. Tóku þeir við af frumstæðum bændum og ættflokkum, og byrjuðu að hefja byggingarlist í æðra veldi, sem og komu með flókið ávætukerfi og þróuðu samstöfufleygrúnir upp frá því táknletri er fyrir var notað.
Biðu þeir þó í lægri hlut í þjóðarólgunni, sem þá herjaði á Mesapótamíu, eftir langan veldistíma.(Þjóðarólgan: Ættflokkar byrjuðu að flykkjast úr fjöllunum í kring og settust að við fljótasléttur Efrats og Tígris.)
En skildu þeir þó eftir sig grundvöllinn fyrir fleiri menningarríki við Persaflóa.

Líka vill ég fá að benda á Indusmenninguna, sem upphófst við það að ættflokkur ruddist niður í Indusdalinn á Indlandsskaga, fyrir 4.500 árum.
Menningarríki þetta grundvallaðist á margvíslegum stílkennum og liststíl, jafnrétti, hreinlæti og verkfræðikunnáttu.
Borgir þessarar menningar, sem kölluð hefur verið Harappamenningin, eftir múrsteinsnámu ef ég man rétt, þeirra manna er fundu þessa týndu menningu.
Borgir Harappa minna víst verulega á borgir nútímans. Þær virðast ekki hafa byrjað í smáum bæjum og þorpum, heldur að þær hafi beinlínis verið byggðar upp frá grunni, upp frá kunnáttu verkfræðinga Harappa.
Meira veit ég ekki um Harappa né menningu þeirra, en ef einhverjir eru kunnugir um menningu þessa, endilega svara vandlega.
Er ekki vel hugsanlegt, að þessar tvær menningaþjóðir sem svo skyndilega ruddu sér til rúms, en hurfu jafn skyndilega aftur, hafi verið afkomendur forns hámenningarríkis?
Hámenningarríkis sem upprunið var við sjávarstrendur Atlantshaf, en hvarf svo við “syndaflóðið”, eða þegar jöklarnir bráðnuðu undir lok síðustu ísaldar, og sjávarborð hækkaði.
Gætu afkomendur þessa menningarríkis ekki hafa reist hin miklu jötunvirki Evrópu, 2000 árum fyrir fyrsta egypska píramídann?
Er það ekki hugsanlegt að afkomendur þessarar menningar hafi líka fundið sér nýjan stað til búsetu, og byggt þar upp mikil menningarveldi sem urðu grundvöllur fyrir næstu menningarríki á svæðinu?
Er það ekki það sem hægt er að kalla “móðurmenningu” gamla heimsins?

Ég þakka fyrir lesturinn.