Gjöriði svo vel.
Banvænn stunguskammtur (lethal injection)
Þessi aðferð er án efa vinsælasta aðferðin í dag og 37 af þeim 38 fylkjum í Bandaríkjunum sem hafa dauðarefsingu bjóða uppá hana, og árið 2005 var þetta eina aðferðin notuð í Bandaríkjunum.
Kína, Gvatemala og Filippseyjar hafa einnig nýtt sér þessa aðferð.
Aðferðin eins og við þekkjum hana í dag var fyrst notuð 7. desember, 1982 í Texas.
Hún er sögð vera mannúðlegasta aðferðin en það hefur mikið verið gagnrýnt í gegnum tíðina og sérstaklega eftir
Aðferðin gengur fyrir sig sem svo:
1. Sakborningurinn er festur á borðið með ólum.
2. Handleggirnir eru stroknir með spritti á þeim stöðum sem nálarnar eru settar í.
3. Tvær nálar eru settar í sakboringinn, ein í hvorn handlegg, og slöngur tengdar við. Aðeins önnur er notuð, hin er til vara.
4. Sakborningnum er gefið 5 gr. af sodium thiopental í legg til að gera hann meðvitundarlausann.
5. Sakborningnum er gefið 100 milligr. af pancuronium í legg til að lama hann. Þetta veldur einnig því að þindin fellur niður sem myndi valda köfnun að lokum.
6. Sakborningi er gefið 100 mEq af potassium chloride sem slær lokahöggið og stöðvar hjartað.
Aðferðin tekur venjulega um það bil 7-11 mín.
Þessi aðferð hefur verið gagnrýnd mikið á síðari árum þar sem því er haldið fram að aðferðin sé ekki sársaukalaus eins og yfirvöld vilja halda fram.
Samkvæmt mínum heimildum og enskukunnáttu byggja þeir það meðal annars á því að thiopental-deyfingalyf séu svo skammvirk að þau hrífi aðeins þar til hann fær pancuronium(lömunarlyf) eða þar um bil svo að sakborningurinn sé með fullri meðvitund þegar hann fær potassium chloride og upplifi allan sársaukann og brunatilfinninguna sem fylgir því, svo að sakborningurinn deyr kvalafullum og óbærilegum dauðdaga en getur ekki tjáð sársaukann á einn eða annan hátt út af lömunarlyfjunum.
Þann 13. desember var miklu lífi blásið í baráttuna gegn þessari aðferð þegar aftaka Ángel Nieves Díaz átti sér stað. Hann hafði verið dæmdur fyrir morð á stjórnanda strippklúbbs. Hann hélt fram sakleysi allt að dauða og sagðist ekki geta játað einhverju sem hann gerði ekki. Eitt af lykilatriðunum í réttarhaldinu gegn honum var vitnisburður fanga sem hafði deilt klefa með Ángel og sagði að Ángel hefði játað glæpi sína í klefanum, en Ángel talaði afar litla ensku og þessi fangi talaði enga spænsku, móðurmál Ángel.
Þrátt fyrir það var Ángel dæmdur til dauða og 13. desember fór aftakan fram. Aftakan fylgdi ströngu prótókóli en samt sem áður dó hann ekki við fyrsta skammtinn af potassium chloride. Aftakan tók 37 mín. og þurfti að gefa honum annan skammt af potassium chloride í æð. Það er mjög líklegt að Ángel hafi fundið fyrir óbærilegum sársauka en þó ekki víst.
Er þetta virkilega jafn mannúðlegt og sagt er?
Rafmagnsstóllinn
Sizzlin' Sally, Old Smokey, Yellow Mama, Gruesome Gertie, Old Sparky. Hin ýmsu viðurnefni rafmagnsstólsins í gegnum tíðina.
Rafmagnsstóllinn var fyrst notaður 6. ágúst, 1890 og fékk William Kemmler heiðurinn af því að vera fyrsti maðurinn til að undirgangast þá þolraun.
Rafmagnsstóllinn hefur sem betur fer aðeins verið notaður í tvem löndum, Bandaríkjunum og Filippseyjum(aðeins í nokkur ár), og einu staðirnir þar sem rafmagnsstóllinn er enn notaður til þessa dags eru Alabama, Flórída, Suður Carolina, Kentucky, Tennessee og Virginia en í þessum fylkjum er val á milli rafmagnsstólsins og banvæns stunguskammts(lethal injection) en í Nebraska er rafmagnsstóllinn eini kosturinn.
Aðferðin gengur fyrir sig sem svo:
1. Sakborningurinn er festur í stólinn með ólum.
2. Sakborningurinn segir síðustu orð sín á jörðu.
3. Rakursvampur er látinn á höfuð hans og svört hetta yfir, og rafskaut tengt við hausinn, fest við hausinn með ólum, og annað rafskaut tengt við fót til að ná rafhringrás.
4. Rafstraumi, yfirleitt 2000 volta, er veitt í sakborninginn í u.þ.b. 15 sek.
5. Gert úr skugga um að sakborningur sé dáinn og skrifað undir dánarvottorð.
6. Líkið er fjarlægt og einhver(yfirleitt skylduverk fanga) hreinsar stólinn, en það inniheldur að skafa brenndar skinnflygsur af rafskautunum, þurrka þvag, og í sumum tilfellum blóð ef að sakborningurinn fær blóðnasir sem gerist stundum eða ælu ef að hann ælir.
Þó að rafstraumurinn eigi að gera sakborninginn meðvitundarlausan á tiltölulega stuttum tíma gerist það stundum að eitthvað fer úrskeiðis.
Árið 1946 markaði tímamót þegar aftaka mistókst í fyrsta skiptið í sögu rafmagnsstólsins. Willie Francis hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð og 3. maí 1946 fór fyrsta aftaka hans fram. En eitthvað var að. Hann var festur í stólinn og hann sagði sín “síðustu”orð og rafstraumnum var hleypt í gegn. “I'm not dying! Stop it! Let me breathe!” öskraði Willie. Böðullinn sá að eitthvað var að og slökkti á straumnum. Seinna kom í ljós að ölvaður fangavörður hafði tengt rafmagnsstólinn vitlaust sem leiddi til bilunnar. Willie var tekinn af lífi næsta ár.
Margar frásagnir eru af aftökum þar sem eitt og annað fór illa, sem dæmi hefur kviknað í höfðum, spennubreytar hafa brætt úr sér eða jafnvel kviknað í, og stóll brotnað í sundur svo að sakborningurinn hafi neyðst til þess að bíða í hrikalegum sársauka á gólfinu meðan stólnum var tjaslað saman í flýti.
Og þetta er eini valkosturinn í Nebraska enn í dag minni ég ykkur á!
Henging
Ein af elstu og sennilega vinsælasta aftökuaðferðin í sögu mannkyns; henging, traustasta aftökuaðferðin að mínu mati, er enn í dag notuð sem standard-aftökuaðferð í Indlandi, Íran, Írak, Japan, Malasíu, Pakistan, og Singapore.
Fyrstu frásagnir af hengingu eru meira en 2500 ára gamlar frá Persaveldi og því er skiljanlegt að tæki notuð til hengingar séu fjölbreytt og hafi þróast mikið frá 500 f.kr. og má skipta í fjóra flokka: stutt fall, upphenging, staðlað fall, og langt fall.
Stutt fall er þannig framkvæmd að snaran var látin á sakborninginn og hert aðeins að og hinn endinn var stundum festur í tré, oftar samt gálga, og sakborningurinn var látinn á hest sem sleginn var með svipu eða flötum lófa af böðli svo hesturinn hlypi undan og sakborningur félli af og hengdist(maður þekkir þetta nú úr Lukku Lákabókunum ;) ). Koll-aðferðin fellur líka undir þennan flokk en hún var einkum notuð í útrýmingarbúðum nasista, en þá stóð sakborningurinn/fórnarlambið á kollinum og honum var svo sparkað undan sakborningi/fórnarlambi af böðli.
Upphenging er þannig framkvæmd að þyngd er notuð til að hífa sakborninginn upp svo fljótt að það hálsbrjóti hann fljótar en í hinum aðferðunum. Hún hefur sína galla en þar má helst nefna að sakborningurinn hálsbrotnaði ekki alltaf og þá var raunin enn sársaukafyllri en ella.
Staðlað fall virkar þannig að sakborningurinn er látinn falla staðlaða hæð sem var á milli 1.2 - 1.8 m. í gegnum fallhlera sem er felldur af böðli. Þessi aðferð var kynnt um miðja 19. öld og náði miklum vinsældum þar til langt fall aðferðin kom.
Langt fall aðferðin er nýjasta aðferðin og er enn við lýði í dag og var notuð m.a. í málum Saddams og hans föruneytis. Hún virkar þannig að fallhæðin er reiknuð út frá hæð og þyngd eftir ákveðinni töflu. Þessi aðferð hefur reynst áhrifaríkasta og sársaukaminnsta aðferðin þar sem hún brýtur háls sakbornings mjög fljótlega. En hún hefur sinn galla eins og allar aðrar aftökuaðferðir og felst sá galli í því að haus sakbornings á það til að smellast af búknum en það gerðist einmitt 15. janúar þessa árs þegar fyrrum háttsettur meðlimur fyrrverandi írösku ríkisstjórnarinnar og hálfbróðir Saddams var tekinn af lífi, en hausinn varð viðskila við búkinn þann dag.
Bandaríkjamenn nota þessa aðferð ekki lengur og þau lönd sem nota hana í miklum mæli má sjá ofar. Þeir hönnuðu samt mikið apparatus sem þeir notuðu í stuttan tíma í hengingar. Það var flókið kerfi trissa, vogarstanga og lóða sem var notað til að þrykkja sakborningnum kröftuglega upp og þannig brjóta hálsinn. Það var mjög skammlíft og breyddist ekki út fyrir Bandaríkin enda engu betra en hefðbundinn gálgi en mörgum sinnum dýrara og flóknara að stýra.
Í smábæ við London var torg notað fyrir allar aftökur á sínum tíma og var þar byggður gálgi í kringum 1330 sem var þrýhyrningslaga og svo stór að á honum mátti hengja allt að 24 menn í einu, 8 á hverri hlið þríhyrningsins og var það gert einu sinni. Síðasti maðurinn til að vera hengdur þar var hengdur árið 1783.
Er áhugi fyrir kafla 2?
Takk fyrir mig.
Romani ite domum!