Þróun Siðmenningar Fyrstu skeið manna eru tímabilið frá því fyrstu mennirnir litu dagsins ljós og þar til elstu menningaríki rísa í Mesapótamíu nálægt Miðjarðarhafsbotni og Austur-Asíu. Fyrstu tímabil sögunnar greina frá komu og hruni stórvelda sem stjórnuð voru af voldugum konungum og merkum stríðsherrum. Einnig er það tímabil átaka og sigra manna á sviði tækni, lista, vísinda, byggingafræða, heimsspeki og trúarmynda.

Fyrstu menn
Enginn veit með vissu hvenar fyrstu mennirnir komu á yfirborð jarðarinnar. En fyrir u.þ.b. tvem til þrem milljónum árum lifðu tvær tegundir uppréttra frummanna í A-Afríku. Það voru Eþíópíumaðurinn og manntegund, sem einkennd er með tölunni 1470. Heilabú þessa frummanna var þroskaðra en annarra mannvera sem höfðu áður verið uppi. Þeir kunnu að búa sér til ýmis vopn með því að fleyja flísar úr steinum, og þannig hófst Steinöldin, og lauk það tímabil fyrir aðeins fáum árþúsundum. Sumir vísindamenn telja að þessar tvær manntegundir séu forfeður nútímamannsins. En enginn getur vitað það með vissu. Og svo er auðvitað oft talað um hinn “týnda hlekk”.
Margar aðrar manntegundir komu á yfirborðið á eftir þessum tveim. Var það m.a. Homo erectus, hinn upprétti maður, uppi fyrir um hálfri milljón ára, sem uppgvötvaði eldinn og veiddi önnur dýr. Svo var það Homo sapiens, hinn viti borni maður, var uppi fyrir um 250 þúsund árum, og er höfuðkúpa þeirra lík höfuðkúpu nútímamannsins.

Upphaf tæknikunnáttu
Fyrstu farartæki mannsins eru talin vera trjádrumbur sem hann fleytti sér á. Seinna var lært að hola þá að innan og smíða þannig báta sem voru stýrðir með áraspöðum. Sívalir trjábolir voru notaðir sem völtrur og trjágreinar voru notaðar sem vogarstangir til þess að flytja þunga steina úr stað. Súmerar í Mesapótamíu notuðu sleða til að flytja menn og farangur. Svo þegar hjólið var uppgvötvað voru burðardýr tekin til notkunar við drátt.

Þróun trúarhugmynda
Þegar hópur manna tók að fjölga fór að vera erfitt að skilgreina heildarhugtak til að skilgreina hópinn. Ættbálkar fóru að kenna sig við tákn til að einkenna sig. T.d. var Bjarnarættbálkur o.s.f. Mynd eða tákn voru merk hvers ættbálks. Mörg náttúru fyrirbæri hræddu mennina. Eldgos, þrumur, eldingar, regn, sól, tungl og stjörnur. Menn fóru að tilbiðja þessi fyrirbæri sem ofurverur eða goðmögn.
Galdralæknar urðu þá gæslumenn og túlkendur þess. Í starfsemi þeirra sameinuðust einföld vísindi, erfðavenjur, hjátrú og reglur. Þeir fóru m.a. að fórna mönnum til að heilla guði sína og gátu einnig bjargað mannslífum með lækningamætti jurta eða með einföldum handlækningum.

Frumherjar siðmenningar – Súmerar

Súmerar stofnuðu fyrstir manna siðmenningaríki. Það grundvallaðist á landbúnaði og verslun. Þeir byggðu fyrstir borgir, fundu upp farartæki á hjólum og einnig má rekja til þeirra fyrstu notkun tungumáls.
Súmerar undirokuðu eldri íbúa landsvæðis, sem í dag kallast Íran og Suður-Írak, og blönduðust þeim. Um 3500 f.kr. höfðu Súmerar reist margar borgir, og má þar nefna Uruk, Lagask, Larsa og Úr. Það landsvæði hafði myndast af ánum Efrat og Tígris sem renna í fljótið í Persaflóa. Landið á milli fljótanna nefnist Mesapótamía. Menning Súmera blómstraði í um þúsund ár. Það endaði þegar Sargon, konungur Akkaða, hertók borgríki þeirra.

Siðmenningin hélt sífellt áfram að þróast næstu aldirnar, þar sem lanbúnaður og verslun stækkaði ört. Sífellt fleiri trúarbrögð og tungumál mynduðust. Konungsríki voru stofnuð og stækkuð með styrjöldum og ýmsum ógnaði. Og enn heldur siðmenningin sífellt áfram að þróast.