Verkefni sem ég gerði í SAG303 og ákvað að skella hérna inn. Þar sem ég átti ekki að hafa heimildaskrá í verkefninu þá týndi ég öllum heimildunum svo ég hef engar.
Hið heimsfræga rómverska skáld Publius Vergilius Maro, best þekktur sem Virgill á íslensku, fæddist í þorpinu Andes, þar sem nú er Norður-Ítalía, 15. október 70 f.o.t. Hann lést 21. september árið 19 f.o.t., í hinni fornu ítölsku borg Brindisi. Miklar deilur hafa ríkt um uppruna hans, en hann hefur ýmist verið talinn af keltneskum, etrúskum, umbrúskum eða einfaldlega af rómverskum uppruna.
Virgill hóf ungur nám í ýmsum vísindum í Róm, en heillaðist snemma af heimspekinni og ljóðalistinni, og eru nokkur ljóð og kvæði þekkt sem hann samdi á unga aldri. Þó hann væri vel lærður og í samböndum við hástéttafólkið, átti hann við ýmsa erfiðleika að stríða. Hann þjáðist mikið af magasári og veikindum í munni og kjálkum. Hann átti líka erfitt með mál, og hefur verið lýst sem mjög hægt talandi manni, og virtist því oft vera frekar tregur. Það er líklegasta skýringin á því að hann tók að sér aðeins eitt mál eftir að hann lauk laganámi sínu.
Virgill var aldrei við konu kenndur, allt sitt líf. Nokkrar heimildir eru þó um að hann hafi átt í samböndum við aðra menn, og honum var oftar en einusinni gefinn karlkyns kynlífsþræll. Einnig þótti hann svo hreinn í lifnaðarháttum, háttvís, fíngerður og feiminn, að hann hafði viðurnefnið “meyjan” í heimabæ sínum. Það nafn bendir enn til samkynhneigðar skáldsins.
Ágústus keisari fékk Virgil til að semja söguljóð til að lofgera Rómarborg. Það var hin dásamaða Eneasarkviða. Skáldið bað Ágústus um að brenna ljóðið ef hann myndi ekki ná að klára það fyrir dauða sinn. Ágústus fór þó ekki að ósk Virgils, og þegar Virgill lést af völdum hitasóttar, lét hann menn sína ganga frá því og gaf það út. Eneasarkviða hefur verið talin eitt helsta meistaraverk rómverskrar listar síðan þá.
Þetta fallega og dramatíska söguljóð segir frá hinni guðræknu hetju Eneasi, prinsi af Tróju. Hann þurfti að yfirgefa borg sína þegar hún hafði fallið í hendur óvinanna og verið brennd, eftir innrás Trójuhestsins víðfræga. Eneas leitar að nýju landi fyrir fólk sitt og guði, en lendir í ýmsu á leiðinni. Í Karþagó kynnist hann drottningunni Dídó sem vinnur ástir hans, en hún fremur sjálfsmorð þegar hann heldur áfram sendiför sinni. Guðir hans taka fram fyrir hendur hans til að leiðbeina honum, og kviðan endar með því að Eneas vegur í einvígi konunginn Túrnus, sem var lofaður Laviniu sem var þá orðin eiginkona hetjunnar.
Hér fyrir neðan er brot úr Eneasarkviðu á latínu, og þýðing á ensku.
Virgil - Aeneis
Liber primus
Arma virumque cano, Troiae qui primus ab oris
Italiam fato profugus Laviniaque venit
litora, multum ille et terris iactatus et alto
vi superum, saevae memorem Iunonis ob iram,
multa quoque et bello passus, dum conderet urbem
inferretque deos Latio; genus unde Latinum
Albanique patres atque altae moenia Romae.
Musa, mihi causas memora, quo numine laeso
quidve dolens regina deum tot volvere casus
insignem pietate virum, tot adire labores
impulerit. tantaene animis caelestibus irae?
Virgil – Aeneid
Book one
Arms, and the man I sing, who, forc'd by fate,
And haughty Juno's unrelenting hate,
Expell'd and exil'd, left the Trojan shore.
Long labors, both by sea and land, he bore,
And in the doubtful war, before he won
The Latian realm, and built the destin'd town;
His banish'd gods restor'd to rites divine,
And settled sure succession in his line,
From whence the race of Alban fathers come,
And the long glories of majestic Rome.