Palestína vs. Ísraels 2. hluti Jæja þá er komið að öðrum hluta þessarar syrpu og fjallar hún gróflega um palstínska flóttamenn á árunum 1947 - 1949

Palestínuarabar á flótta

Samkvæmt UNRWA (Samtök innan Sameinuðu þjóðanna sem vinna með palestínskum flóttamönnum í austurlöndum nær) er palestínskur flóttamaður skilgreindur sem „manneskja sem hafði fasta búsetu í Palestínu á milli 1. júní 1946 og 15. maí 1948 og misstu allt sitt í átökunum 1948 og beinir afkomendur þeirra”.

Á þeim svæðum sem gyðingum var úthlutað voru hundruðir þúsunda araba sem hefðu orðið þegnar gyðingaríkisins ef þeir hefðu ekki flúið eða verið reknir af svæðunum. Um 700.000 arbar flygtust í burtu frá bæjum og borgum í palestínu og þótti gyðingum það vera „undur sem sem auðveldar lausn vandamálsins”. Síonistar hafa reynt að halda þeirri kenningu á lofti að leiðtogar araba hafi skorað á Palestínumenn að flytjast á brott, sem þó er talið ólíklegt, vegna þess að herafli arabaríkjanna þurfti á mikilli hjálp að halda. Þeir þurftu vistir, samgöngur, mannafla og upplýsingar vegna þess að flestir höfðu komið langt að.

Fjöldi flóttamann jókst gífurlega næstu árin og í kringum 1950 var fjöldi flóttamanna talinn vera um 914.000 manns og þá eru manneskjur sem létust ekki taldar með, þar sem andlát þeirra voru ekki tilkynnt. Flóttamennirnir dreifðust víða, mestur fjöldinn fór til nálægra landa, m.a. Jórdaníu, Sýrlands, Líbanon, Egyptaland og Sádí Arabíu og héldu sig í flóttamannabúðum þar: Aðrir fluttust mun lengra í burtu til vestrænna landa, margir fóru til Bandaríkjanna og Kanada.

Margir hafa gagnrýnt arabalöndin fyrir að hafa ekki aðstoðað Palestínumenn meira. Arabaríkin hefðu auðveldlega getað lagt fjármagn í uppbyggingu húsa á flóttamannasvæðunum eða látið bæta til hins betra aðstæður í flóttamannabúðunum. Eins og Ísraelsmenn gerðu fyrir landtökufólkið sem settist að á landi palestínumanna. Það gerðu þau hins vegar ekki og telja margir að arabaríkin hafi verið að nota Palestínumenn sem peð í herferð þeirra gegn Ísrael. Vegna þess að það vekur meiri samúð með Palestínumönnum ef þeir hafa það ekki gott og þ.a.l. meiri andúð í garð Ísraelsmanna. Og meðal annars sagði fyrrum formaður UNRWA Ralph Galloway þegar hann var í Jórdaníu:

„Arabaríkin vilja ekki leysa flóttamanna vandann. Þau vilja halda honum opnum og sárum, sem móðgun við Sameinuðu þjóðirnar, og nota vandann sem vopn gegn Ísrael. Leiðtogum araba eru alveg sama hvort arabískir flóttamenn lifi eða deyji ”

Sameinuðu þjóðirnar voru ekki alveg hlutlausar í þessu máli og settu fram tillögu sem þær kölluðu „samþykkt 194” árið 1948. Samþykktin felur í sér að hver palestínskur flóttmaður sem vill flytjast aftur til sinna heimkynna skal leyft það og þar að auk skal hann fá bætur, ef hann kýs að flytja ekki aftur til sinna heimkynna skal hann samt sem áður fá bætur fyrir það eignatjón sem hann hefur orðið fyrir. Þessi samþykkt hefur verið lögð fram hvert ár síðan og átta útfærslur hafa verið gerðar. Á mörgum ráðstefnum hefur þessi samþykkt verið studd. Þar má nefna: fjórða Genfar ráðstefnan, Haag ráðstefnan og margar svæðisbundnar ráðstefnur.

Mótrök Ísraela er hins vegar þau að þeir segjast ekki hafa skapað þennan vanda, og að þeir hafi tekið til sín gyðinga frá arabaríkjunum og þá eigi arabaríkin að geta tekið til sín palestínumenn. Svo segja þeir að ekki sé til nóg vatn fyrir allan þennan fjölda manna og að það myndi skapa hættu fyrir gyðinga og Ísraels ríki ef þeir tækju við palestínskum flóttamönnum. Einnig segja þeir að það hafi verið arabaríkin sem hafi fyrirskipað palestínumönnum að flytjast á brott á meðan þeir berðust við Ísraela.

Þó eru til nokkur dæmi í um slíka endurfluttninga og má þar nefna: flóttmenn frá Bosníu fengu að flytja aftur til sinna heimkynna í fyrrum Júgóslavíu árið 1995, fólk sem missti heimili sín í aðskilnaðarstefnuherferðinni í Suður Afríku og einnig er þess vert að nefna að gyðingar fengu rétt til að flytja til sinna fyrri heimkynna eftir seinni heimsstyrjöldina .
___________________________________________
Þriðji hluti ætti svo að koma á morgun vonandi.

kv. Liverpool