Það var löngu kominn tími til að skrifa aðra grein hér inn á sagnfræði enda komið rúmt ár síðan ég sendi inn grein seinast.
Inngangur
Flestir kannast við átökin á milli Ísraela og Palestínumanna, og þær hörmungar og óréttlæti sem þarna hefur átt sér stað. Í þessari grein langaði mig að líta aðeins á þessa baráttu frá opinberum upphafspunkti þessara átaka, þ.e. þegar Sameinuðu þjóðirnar skiptu landinu í tvennt. Þar átti að vera gyðingaríki öðrumegin en arabaríki hinumegin. Þá lít ég einnig á landflótta palestínuaraba og ástæður þeirra, og lít ég líka á hver mótrök gyðinga eru í þessu máli. Í þriðja og seinasta kaflanum kem ég með stutt yfirlit yfir átökin frá árinu 1947 til ársins 1949.
Mig langaði að svara spurningu á borð við „hvernig var Ísraelsríki stofnað?”, „hvað varð um palestínumennina sem áttu heima á svæðunum sem gyðingum voru gefin?” og „hvernig þróuðust átök Ísraelsmann og Palestínumanna?”. Þessari spurningar voru mér efst í huga þegar ég ákvað að velja þetta viðfangsefni, enda merkilegt mál til að skoða og vel þess vert að skoða það vel ofan í kjölinn þó svo að ég hafi ekki gert það hér.
Heimildir mínar fann ég á bókasafni Menntaskólans við Sund með góðri hjálp bókasafnsfræðingsins, svo einnig hafði ég samband við Svein Rúnar Hauksson, formann Ísland-Palestínu, sem bauð mér heim til sín til að ræða málin og skoða bækur sem hann á í einkasafni sínu. Hafði ég mikið gagn og gaman af því og fór ég út með nokkrar góðar bækur sem ég hefði eflaust ekki fundið við rölt um bókasöfn reykjavíkur.
Ég lenti ekki í neinum vandræðum við notkun eða leit heimildanna, nema þá að sumar bækurnar fjölluðu um seinni ár deilunnar.
Ísraelsríki stofnað
Árið 1947 settu sameinuðu þjóðirnar á laggirnar sérstaka nefnd sem átti að sjá um vandamálið sem Palestína var fyrir þeim. Í þessu máli voru Sameinuðu þjóðirnar undir stjórn Bandaríkjamanna og Sovétmanna, en Bretar og Frakkar skiptu sér minna að þessu máli jafnvel þó svo að Bretar höfðu í raun búið til Palestínumálið með stefnu þeirra áratugina á undan. Vilja menn meina að ástæður ríkjanna tveggja hafi verið hagsmunalegar. Bandaríkin studdu stofnun Ísrael vegna mikilla ítaka Gyðinga í fjölmiðlun og stjórnmálum, en einnig vegna trúaralegara tengsla milli kristni og gyðingdóms. Sovétmenn studdu stofnun Ísraels vegna þess að með stofnun þess myndaðist mótvægi gegn Bretaveldi sem hafði mikil ítök í mið-austurlöndum, oft er sagt að „aröbum var í reynd refsað fyrir að vera undir breskri stjórn” . Niðurstaða nefndarinnar var sú að Palestína og Ísrael skyldu mynda efnahagsbandalag. Þann 29. nóvember 1947 var það staðfest að Palestínu yrði skipt á milli Palestínumanna og gyðinga. Palestínumenn fengu 45% og gyðingar 55% og hófst þá umfangsmiklir flutningar Palestínumann af svæðum sem gyðingum hafði verið úthlutað, bæði viljugir flutningar og nauðugir. Á tímabilinu 1947 til ársins 1949 fluttust um 600 til 700 þúsund palestínuarbar frá heimilum sínum.
Þeir sem voru hvað öflugastir í því að hrekja palestínumenn af heimilum sínum voru síonistar (síonismi er hugtakafræði sem styður kenningar gyðinga um að þeir eigi rétt á eigin heimalandi). Þeir vildu berjast fyrir því að gyðingar fengu ekki aðeins alla Palestínu heldur einnig lönd austan Jórdanár þar sem Jórdanía er. Mencahem Begin stofnandi Likudbandalagsins og seinna forsætisráðherra Ísraels var einn þekktast meðlimur þessarar öfgasveit Síonista sem með alls kyns hryðjuverkum hröktu Palestínumenn frá heimkynnum sínum. Eitt þekktasta dæmi um hryðjuverk sem framin voru á Palestínumönnum er fjöldamorðin í þorpinu Deir Yassin, þar sem að sögn starfsmanna rauðakrossins myrtu hryðjuverkamennirnir 254 menn, konur og börn.
Ísraelsríki var svo stofnað þann 14. maí 1948. Leiddi það til þess, að mörg arabaríkjanna, þ.á.m. Írak, Líbanon, Egyptaland og Sýrland. hófu allsherjar árás á hið nýstofnaða Ísraelsríki. Árásunum linnti ekki fyrr en Sameinuðuþjóðirnar sömdu um vopnahlé en þá höfðu árásir araba ekki borið árangur sem erfiði, heldur voru Ísraelar búnir að tryggja sér 23,5% af landi Palestínumanna í viðbót við þau 55% sem þeim hafði upprunalega verið úthlutað. Jók þessi ósigur enn á fjölda palestínuaraba sem flýja þurftu heimili sín eða voru reknir þaðan. Og fyrir árslok 1948 hafði fjöldi gyðinga í Ísrael fjölgað um helming.
Talið er að um 20.000 gyðingar og 35.000 fataliðsmenn hafi barist í þessu stríði en ójafnvægis gegndi á milli þeirra tveggja í vopnum og stríðs farartækjum. Hergögnin sem Ísraelar notuðu í þessu stríði voru ekki af verri kanntinum, má þar nefna: 77mm fallbyssur, litla skriðdreka, sjálfvirka Bren-rifla og vélbyssur sem þeir höfðu fengið í flugi frá Tékkóslóvakíu.
Gyðingar segja rétt sinn á landi Palesínumanna vera á þeim rökum reistur að gyðingar hafi verið fjölmennir í landinu fyrir um 2000 árum og að þeir hafi fengið landið gefins frá Guði almáttugum. Á 2000 ára tímabili dreifðu gyðingar sér um allan heim en settust þó hvergi að í stórum hópum og stofnuðu ekki annað heimaland eftir að hafa yfigefið heilaga landið svokallaða. Þeir segja að sannanir fyrir þessari gjöf guðs sé að finna í Biblíunni sem er trúarrit kristinna manna og gyðinga, gyðingar styðjast reyndar aðeins við gamla testamenntið. Samt sem áður hafa margir fræðimenn afsannað þessar kenningar og eins og Jón Ormur Halldórsson segir í bók sinni „Átakasvæði í heiminum”:
„Sammfeld og skipulögð byggð hafði raunar staðið í Palestínu í ein fjögurþúsund ár þegar gyðinga bar að garði en það er að finna einhverjar elstu leifarnar um skipuleg samfélög í heiminum. Jerúsalem, Jeríkó og fleiri borgir höfðu verið menningarsamfélög á í aldir og árþúsundir áður en forfeður gyðinga lögðu leið sína þangað”.
Þetta ein af þeim rökum sem menn nota gegn skýringum gyðinga þegar þeir réttlæta tilvistarrétt sinn í Palestínu.
___________________________________________________
Þetta er fyrsti hlutinn, næstu hluti mun koma inn vonandi á morgun eða hinn.
kv. Liverpool