Inngangur
Ég heiti Einar og ætla að fjalla um tyrkjaránið á íslandi. Tyrkjaránið svokallaða var framið árið 1627 af fólki sem á Íslandi voru kallaðir tyrkir.
Í ritgerðinni ætla ég að svara spurningunum ; hverjir voru tyrkir? tyrkjaránið á Íslandi (hvenær, hvar?), Tyrkjaránið í Vestmanneyjum og hver voru afdrif fólksins sem þeir rændu og heimkoma þeirra.
Hverjir voru tyrkir ?
Tyrkir voru af kynþætti Mára en einnig voru það líka menn af öðrum kynþáttum sem tekið höfðu upp siði islamstrúar. Tyrkirnir komu frá Evrópu og norður afríku þar að meðal frá Marokkó og Algeirsborgar í Alsír. Einnig eru menn frá löndum úr norður álfu sem hafa orðið tyrkir af fengnu frelsi.
Tyrkirnir klæddust löngum rauðum prjóna húfum á höfði og var rauðu silki eða klæði vafið um þá neðar. Þeir voru búnir síðum kjólum með með bjúgsveðju við beltið sitt og með löngum klæðisræmum. Undir kjólnum eru þeir í víðum línbuxum og eru berfættir á rauðum, gulum eða svörtum ilskóm með járnskeifu undir hæl. Þeir eru sköllóttir og með lítið sem ekkert skegg, þá yfirvaraskegg. Þeir eru flestir svarthærðir.

Tyrkjaráið á íslandi (hvenær, hvar?)

Þann 20. Júní 1627 sáu menn á dönsku kaupskipi við Grindavík glitta í skip. Þegar það kom að kaupskipinu sendu þeir út menn á árabát, sem báðu um að fá að fara uppí kaupskipið og sögðust vera hvalveiðimenn sem höfðu villst út á hafi og verið marga daga án matar. Þeir töluðu þýsku og kallaði foringinn sig Mórat reis en aðrir skipverjar hétu Arsif reis og Beiram reis.
Kaupmaðurinn í Grindavík fylgdist með þessu úr landi og sendi menn á árabát til hvaða skip þetta var. Þegar þeir komu uppá þilfar á komuskipinu voru skipverjar vopnaðir spjótum, sverðum og byssum og otuðu vopnunum að grindvíkingunum. Þá skildu þeir að þeir voru lentir í gildru hund-tyrkjans. Næsti viðkomu staður tyrkjanna var Grindavík. Þegar tyrkinir, líka kallaðir víkingar komu til Grindarvíkur rændu þeir og rupluðu tveimur dönskum kaupskipum og um tuttugu mönnum, í hópnum voru karlar, konur og börn. Lítill sem enginn skaði varð hjá tyrkjunum. Eini skaðinn var sá að maður að nafni Hjálmar réðst á nokkra menn með hamarsvipu úr járni en enngi lést nema Hjálmar.
Þremur dögum seinna voru Tyrkirnir við Bessastaði á Álftanesi, þann 23. júní 1627. Fréttir um ránið bárust útum allt land og urðu alltaf hræðilegri með hverri sögusögn. Í millitíðinni hafði danskur hriðstjóri að nafni Holgeir Rósenkrans komið til Bessastaða og frétt að víkingarnir ætluðu til Faxaflóa. Holgeir Rósinkrans skipaði mönnum að byggja skanns, en á Bessastöðum voru til nokkrar fallbyssur. Fyrir tilviljun kom Jón Indíafari til Bessastaða og vildi hjálpa með vörnina.
Tyrkjaskipin stór og falleg, hófu skothrííð að landi. Þá ákváðu íslendingarnir að borga þeim í sömu mynt og hófst stórt skotstríð. Loks gáfust tyrkirnir upp og ætluðu að sigla burt en þá hafði orðið svo mikil fjara að skip tykjanna festist á grynningum. Voru þeir fastir í hálfann annan sólarhring en náðu að losa sig með að flytja fangana yfir á danska kaupskipið sem þeir rændu í Grindavík. Þá léttist skipið og á flóði gat það silgt burt.
Tyrkirnir sigldu síðan til Sale í Marokkó. Þar voru mikil veisluhöld við komu skipanna. Íslendingarnir voru fyrst geymdir í fangelsinu í kastalanum þar sem verðir vöktuðuð þá. Þar var þeim gefinn matur en vatn þurftu þeir sjálfir að ná í með fylgd varðmanna. Síðan voru þeir seldir í þrældóm einn af fætur öðrum þar til allir voru seldir.
Annað tyrkjaskip sigldi til Austfjarða. Skipið kemur að Hvalnesi miðvikudaginn 4.júli 1627. íbúar á Hvalnesi sáu skipið og földu sig svo skipverjarnir fundu ekkert fólk en þeir rændu og skemmdu bæinn. Skipstjórinn á því skipi hét Mórat Flemming.
Að morgni 6. júlí komu þeir að Djúpavogi og rændu dönsku kaupskipi og fimmtán mönnum, þar af 14 dönum. Næstu daga rændu þeir hverjum einasta bæ í Berufirði og á Búlandsnesi. En sumir komust undan eins og einn strákur sem var handsamaður og settur inní hús en komst svo útúr húsinu og uppá fjall þar sem þokan var mikil og náði að fela sig. En svo voru líka óheppnir menn eins og einn sem var svo nískur að hann reyndi að flýja með timbrið úr húsinu sínu og tók það með en hesturinn var svo aumur að hann gat ekki borið þetta allt svo tyrkirnir náðu manninum eftir stuttan spöl. Þegar manninum var náð höfðu tyrkirnir engann áhuga á timbrinu og tóku bara mannin. Svo voru aðrir sem fundust alls ekki eins og gamall prestur sem hét Einar í Eydölum. Hann fannst ekki því húsið hanns var úr tofi og faldist þá í umhverfinu. Ræningjarnir rændu um 120 manns og miklum búfénaði.
Eftir vel heppnaða ránsferð á Austfjörðum héldu þeir heim á leið. Á leiðinni hittu skipin tvö, þriðja skipið sem engu hafði rænt, og mynduðu þau lið og réðust á Vestmanneyjar.
Tyrkjaránið í Vestmanneyjum.
Mánudaginn 16. júlí snemma um morgunn sáu eyjamenn þrjú skip, eitt ógna stórt. Þau sigldu svo hægt að þau voru heilan dag að komast að landi. Heimamenn voru nú farnir að óttast því þeir höfðu frétt af ræningja skipunum í Grindavík og Álftanesi. Danskur kaupmaður hafði komið upp fallbyssu í virki en þar voru settir varðmenn sem máttu ekki fara nema þeim var skipað. Skipin nálguðust eftir því sem leið á daginn þar til þau voru kominn svo nálægt að þau þurftu að draga upp fána. Þá birtist danski fáninn og héldu varðmennirnir að ekkert væri að óttast. En skipin fóru ekki ínní höfnina heldur sigldu kringum eyjuna að leita af stað til að komast í land. Fór þá danina að gruna eitthvað væri að. Skipin silgdu í kringum eyjuna og fóru fyrir aftan Helgafell og inn í Kópavík. Festu svo land og ætluðu að fara að ræna fólki en þeir komust ekki upp hlíðina í Kópavík svo þeir neyddust til að leita að öðrum lendingarstað fyrir árabáta sem voru sendir út frá stóru skipunum. Ræningjarnir komu í land á litlum tanga sem nú heitir Ræningjatangi eftir þetta rán. Kapmaðurinn nafni Lárits Bagge hafði fylgst með ferðum skipsins tók upp múskettu sína og hleypti af á ræningjana þegar þeir komu í land. Við það brjáluðust ræningjarnir og réðust til atlögu og kaupmaðurinn flúði til þorpsins.
Skiptu ræningjarnir sér niður í þrjá hópa. Einn hópurinn fór norður eyjuna austanrverða, annar um miðbik eyjarinnar og sá þriðji hélt norður að vestanverðu. Flokkurinn sem fór vestast var mjög snemma kominn að bæjunum fyrir ofan hraunið. Fullt af fólki bjó þar og var enn við heimili sín þegar tyrkirnir komu. Fönguðu tyrkirnir flest alla en drápu þá sem hörðustu mótspirnuna veittu. Sumir voru líka barðir með spjótsköftum eða með byssum. Víkingasveitin sem fór norður fyrir austan Helgafell, var ekki jafn heppin og hin því danirnir höfðu varað fólkið við og einhverjir náðu að flýja og leita skjóls í sjávarklettunum austar á eyjunni. Ekki fundu allir jafn góða felustaði í sjávarklettunum og fundust sumir. Þriðja sveitin sem fór beint til kaupstaðarinns var langfjölmennust og talið er að þar hafi verið um tvöhundruð manns. Sveitinn stoppaði ekki fyrr en komið var í kaupstaðinn. Umkringdu sumir síðan Landakirkju. Lömdu fyrst og skutu í hana og réðust síðan inn í kirkjuna. Þegar tyrkirnir komu í kaupstaðinn flýðu danirnir burt á stórum árabát sem var tilbúinn við höfnina. Allir fangarnir voru settir í dönsku húsinn til geymslu. Næstu daga var leitað um alla eyjunna af fólki sem hafði falið sig og sumir af vestmanneyjingunum fluttir um borð í skipin.
Eftir nokkra daga sigldu tyrkirnir heim með ránsfeng sinn. Þeir kvöddu með því að skjóta níu fallbyssukúlum á eyjarnar. Höfðu þeir þá rænt um tvöhundruð og fjörtíu manns og drepið rúmlega þrjátíu
Afdrif fólksins sem þeir rændu

Þegar komið var til Algeirborgar voru íslendingarnir seldir í þrældóm. Mismunadi var verðið á hverjum einstakling og heyrðust sögur um það að stelpa sem hafði verið hjá presthjónum á Ofanleiti hafi verið seld fyrir sexhundruð ríkisdali en síðan seld manni frá Jerúsalem á 1000rd. Hún var talin fríð og seldist þess vegna á svona háu verði. Einnig var önnur ung íslensk kona seld. Hún bar nafnið Anna Jasparsdóttir og bjó í Stakkagerði. Hún var seld á háu verði til ríks höfðingja að nafni Iss Hamett sem gerði hana sér að eiginkonu. Hún fékk ambáttir og þræla og sáu sumir íslendingar hana á götum Algeirsborgar í purpura, skarlett og með blæju fyrir andlitið. Var hún alltaf kölluð drottning Algeirsborgar. Iss Hammet borgaði síðan föður hennar, Jaspar Kristjánsson, út og gaf honum pening til að ferðast heim til íslands.
Séra Ólafur Egilsson var látinn laus af tyrkjunum til að fara heim að safna lausnafé fyrir hina íslendingana. Þegar hann loks kom til Danmerkur og fór á fund konungs var þar mikil ringulreið og fátækt því Danmörk hafði farið illa út úr þátttöku í þrjátíuára stríðinu. Enginn fjársöfnun hófst fyrr en fimm árum seinna. Þá hófst almennileg fjársöfnun hér á landi og í Danmörku og leiddi hún til þess að þrjátíu og sjö manns voru keypt úr þrældómi þar af tuttugu konur. Hundrað manns urðu eftir sem breyttu um trú eða turnuðust eins og það var kallað. Hinir létust eða voru enn í Algeirsborg


Heimkoman

Einn dag sigldi hollenskur kaupmaður til Algeirsborgar til að kaupa út fólk og tókst að kaupa út þrjátíu og sjö íslendinga. Ein kona úr þeim hópi turnaðist. Þrjátíu og fjórir komu frá Algeirsborg með hollendingnum og komst það flest til Danmerkur. Þá dóu þrjár konur og einn karl var eftir. Tuttugu og þrjár konur komust heim og sjö karlar. Ein af konunum , Guðríður Símonadóttir er þekktust af fólkinu sem slapp. Hún var öndveigisambátt og lausnarverð hennar var jafnvirði 50 kýverðum á íslandi. Í Kaupmannahöfn var hún þunguð af Hallgrími Pétursyni, guðfræðinema, sem ryfjaði upp lútherskan rétttrúnað fyrir fyrrum þrælum. Þá var Hallgrímur útilokaður frá námi og prestastarfi og hélt til ísland með ástkonu sinni. Þau urðu að greiða sekt vegna stóradóms en giftu sig síðan eftir það.
Lokaorð
Þetta var hræðilegasta og mesta rán sem hefur verið farmið í sögu Íslands. Aðal markmið ræningjann var að ná fólki í þrælasölu og voru þeir heppnir að íslendingarnir voru litlir bardagamenn og streittust lítið sem ekkert á móti. En þeir voru óheppnir með að illa gekk að selja íslendinganna sem þræla á þrælatorginu í Algeirsborg.
Hvað varð af því fólki sem ekki snéi til baka úr ánauðinni og varð eftir í Algeirsborg?
Heimildir voru ekki allar með sömu útkömu og frásögn svo það var erfit að meta réttu

Heimildarskrá
Björn Þorsteinsson 1991. Íslandssaga till okkar daga. Sögufélag, Reykjavík.
1990 íslenskur söguatlas 1. Bindi. Ab, Reykjavík
Guðlaugur Gíslason 1982. Eyjar gegnum aldirnar. Bókaútgáfan Örn og Örlygur.
Einar Laxness 1995. Íslandssaga s-ö. Vaka-Helgafell hf, Reykjavík
Jón Helgason1963. Tyrkjaránið. Setberg, Reykjavík
Forsíðumynd: http://www.itu.dk/people/astaolga/null/tyrkjaranid/heimildamynd/myndagluggar/b1/b1_strid.htm