Gerði þessa grein fyrir samfélagsfræði í 9.bekk, það verður að segjast alveg eins og er að hún er ekki ítarleg en sögu kennarinn minn setti þau skilyrði að “ritgerðin” yrði ekki lengri en ein síða.Njótið vel.
Aðdragandi:
Seinni heimsstyrjöldin var farin af stað, nasistar með Adolf Hitler í broddi fylkingar ráðast á hvert landið á fætur öðru og það eru ekki mörg ríki í Evrópu sem ekki fá að kynnast grimmd og ofsa nasistana. Frændur okkar Norðmenn og Danir eru ekki undanskildnir og Þjóðverjar ráðast á þá þann 9.aríl 1940, þarna voru Þjóðverjar komnir með mikilvæga hernaðarstöðu í Atlantshafinu. Bretar sem börðust hart á móti Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni og í baráttuni við Atlantshafið léttu til skarar skríðar og hertóku Ísland þann 10.maí 1940 en skipti miklu máli hvor þjóðin hafði bækistöðvar á Íslandi þar sem Þjóðverjar voru komnir með mjög vænlega stöðu á Atlantshafinu eins og sagt var áðan.
Hernámsdagurinn:
Bretarnir komu í land aðfaranótt föstudagsins 10.maí og voru þeir tvö þúsund talsins. Togarar, vélbátar, bifreiðar og önnur samgöngutæki voru tekin í þjónustu hersins og á skammri stundu var Breski herinn dreifður um allan bæinn. Það fyrsta sem Bretarnir gerðu var að handtaka dr. Werner Gerlach ræðismann Þjóðverja hér á landi og aðra Þjóðverja sem staddir voru í höfuðborginni og nágrenni hennar. Bretar tóku einnig í sína hönd Landsímahúsið við Austurvöll, Landsímastöðina og Ríkisútvarpið. Bretar sögðust ekki vera hér á landi lengur en nauðsynlegt væri og mundu þeir ekki skipta sér að stjórn landsins, Bretar höfðu einnig áhuga á því að auka viðskipti við Íslendinga.
Viðbrögð:
Engin “opinber” mótstaða var af hálfu stjórnar landins vegna hernámsins enda voru Íslendingar herlausir og berskjaldaðir. Íslenskir ráðamenn mótmæltu veru hersins aðeins í orði en var það aðeins til málamynda þar sem Íslenska stjórnin sýndi alúð og velvjila í garð Breta og voru fegnir að þarna voru Bretar á ferð en ekki Þjóðverjar. En með tilkomu Breska herliðisins óttuðust Íslendingar loftárasir Þjóðverja á landið. Hitler hafði sýnt Íslandi mikinn áhuga hernaðarlega og sýndi hann Íslandi einnig áhuga fyrir þær sakir að Íslendingar væru af Germönsku bergi brotnir og á Íslandi væri ekki að finna “óhreint kyn”.
Tilkoma Bandaríkjamanna:
Sumarið 1941 þurfti að færa mikinn hluta hersins til brýnari verka í álfunni, biðu þá Bretar Bandaríkjamenn sem studdu Breta og Frakka að taka að sér að vernda Ísland. Varnir landsins efldust gríðarlega þar sem Bandaríkjamenn voru með betri vopn og skotfæri. Árið 1945 þegar stríðinu lauk virtist sem Bandaríkjamenn væru ekki á leiðinni úr landi en herverndarsamningurinn sagði til um tafarlausa bottför að stríði loknu, en Bandaríkjamenn vildu vera hér lengur á N-Atlantshafi og gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld með sér Keflavíkursamninginn og ekki voru allir á eitt sáttir um þennan samning. Árið 1951 féll Keflavíkursamningurinn úr gildi þegar nýr samningur Verndarsamninguinn var gerður. Samkvæmt honum tóku Bandaríkjamenn sér hververnd Íslands á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þessi samningur hefur verið hið mesta deilumál í íslenskum stjórnmálum frá enda stríðsins.
Heimildir:Stríðsárin á Íslandi 1939-1945 2000 Jenný Björk Olsen, Unnur Hrefna Jóhannsdóttir.