Fyrsta almennilega krossferðin leggur svo af stað haustið 1096 en árið áður hafði óður múgur haldið af stað fyrir tilstilli prédikarans Péturs einbúa. En þeirri “krossferð” lauk þannig að þeir voru ferjaðir yfir Bosporussund þar sem þeir voru annaðhvort brytjaðir niður eða hnepptir í þrældóm.
Þegar fyrsta almennilega krossferðin hafði sameinast í Konstantínópel, flutti keisarinn í Konstantinópel þá yfir en lét þá sverja um leið að öll lönd sem mundu vinnast skyldu tilheyra Býsansríki en krossfarar fengju þau að láni en í staðinn átti keisarinn að veita þeim hjálp hernaðarlega. En einning þurfti að vísa krossförum í rétta átt því þeir höfðu engin kort né þekkingu á svæðinu og vissu eiginlega ekkert hvert þeir væru að fara. Krossfarar byrja svo á að vinna Níkeu en halda svo í átt til hinnar helgu borgar Jerúsalem.
Baldwin nokkur af Bouillon fór frá aðalhernum í átt til Kilikíu, í leit af löndum og herfangi. Hann á þar að hafa sigrað marga bæi og borgir og þegar konungurinn í Edessu sem var armenískur heyrði af Baldwin bað hann hann um að hitta sig. Baldwin leggur af stað með um 80 riddara ( og veit eiginlega ekki hverju hann á að eiga von á). Þegar þeir hittast gerir konungurinn Baldwin undireins að erfingja sínum án þess að hafa hitt hann nokkurn tíman áður. Stuttu seinna er konungurinn drepinn í óeirðum og er Baldwin gerður að Konungi. Sumar heimildir segja að hann hafi verið miður sín að geta ekki hjálpað konunginum en annarsstaðar er sagt að hann hafi átt beinan þátt í morðinu á honum. En semsagt þá er fyrsta krossfararíkið stofnað, Greifadæmið Edessa.
Antíokkía var líka sigruð af krossförunum og einnig var stofnað þar ríki sem Bohemundur nokkur var gerður fursti yfir. Um þetta leiti bárust einhverjar sögusagnir til keisarans í Konstantínópel um að krossferðin væri glötuð og í staðin fyrir að fara að hjálpa þeim snéri hann aftur til baka, þá álitu krossfarar sig leysta undan samningum við keisara því hann átti að hjálpa þeim og létu lönd sem þeir unnu ekki undir Býsanska stjórn.
Nú koma krossfarar loks til Jerúsalem og þegar þangað kemur eru ekki eftir nema um 20.000 vopnfærir menn. Minnstu munaði að þetta væri búið eftir fyrsta áhlaupið en þá kemur skip með birgðir til krossfaranna og tveim dögum síðar vinna þeir Jerúsalem. Godfred af Bouillon var gerður að konungi þar eftir að Raimond af Toulouse hafði neitað að bera gullkórónu þar sem Jesú hafði borið þyrnikórónu. Fyrsta krossferðin hafði heppnast og Jerúsalem var á valdi kristinna manna í fyrsta skipti í 450 ár.
En Godfred var við völd aðeins í eitt ár og tók þá bróðir hans Baldwin í Edessu við. Hann gerði frænda sinn að konungi þar. Voru nú smátt og smátt sigraðar borgir og landsvæði í kring og voru stofnuð fleiri ríki svo sem Tripolí, Armenía minni og fleiri. Þessum svæðum var skipt í lén og voru byggðir fjölmargir kastalar og virki til varnar löndunum. Þegar herinn hafði farið frá Antíokkíu til Jerúsalem hafði herinn verið að flýta sér svo mikið því heyrst hafði af egypskum her sem myndi verða á undan þeim til Jerúsalem svo að þeir skildu eftir fjölda af hafnarborgum og fleiri borgum sem þufti nú að vinna. Og með hjálp frá Feneyingum og fleiri ítölskum borgríkjum náðu þeir að sigra allar hafnarborginar og öll strandlínan frá Kilikíu og næstum til Egyptalands var á valdi krossfaranna.
Hefðin er að tala um þessi fjögur krossfararíki Edessa, Antíokkía, Tripolí og Jerúsalem.Vandamálið var að þau áttu í stöðugum erfiðleikum vegna manneklu og þrálátra árása frá tyrkjum. Antíokkía var fyrir stöðugum árásum tyrkja sem komu frá borginni Aleppo og svo einnig Býsantsmenn sem réðust á krossfarana því Alexius I keisari vildi fá löndin undir Býsantíska stjórn aftur. Strax árið 1149 var Edessa fallin og þá var önnur krossferðin farin en sú krossferð var gjörsigruð í Litlu-Asíu og náðu þeir engum árangri. Stuttu eftir það eða árið 1187 var Jerúsalem sigruð af Egyptasoldáninum Salah ed-Din Yusuf eða Saladín eins og við köllum hann.
Þriðja krossferðin var farin til að ná Jerúsalem aftur og í leiðinni gerðu þeir Kýpur að krossfararíki. Þeir komust í sjónmál við borgina og sigruðu her múslima þar en þeir voru alveg vistarlausir og gátu ekki náð borginni svo þeir fóru til baka tómum sigri.
Eftir nokkrar krossferðir enn höfðu þeir engum almennilegum árangri náð nema í sjöttu krossferðinni nær Friðrik 2. Þýskalandskeisari að gera samning við Egyptasoldán um að lána sér borgina en árið 1244 missa þeir borgina endanlega.
Borgirnar Damaskus og Aleppo höfðu reynst krossförum erfiðastar og voru aldrei sigraðar. Smátt og smátt voru landsvæðin aftur komin undir múslima og var síðasta vígi krossfara Akkó en borgin var tekin árið 1291 og var þá krossferðunum endanlega lokið fyrir botni Miðjarðarhafs.
As we kill them all so God will know his own