allir vita hvað róm var, heimsveldi, sem á sínum tíma var stærsta veldi sögunnar. náði frá englandi suður til norður afríku, og frá spáni vestur til jerúsalems og eitthvað lengra. enn eins og önnur heimsveldi féll það að lokum, hægt og sigandi vegna að mínu mati ( hvers vegna að reyna að bæta fullkomum) hugsunarhætti. rétt eins og hið býsanska sem var eftirmaður þess. enn já… nóg af bulli


Þótt að Róm hafi verið álitin siðleg, teldist sú siðmenning hreinast villimansleg í dag, enn var á þeim tíma eins og Hvítahúsið miðað við fátækrahverfi í sómalíu miðað við daginn í dag. Róm var þrælaveldi, og hefur maður óljósar heimildir af því að hafi verið 3-4 sinnum fleirri þrælar í borginni Róm enn var af borgurum. Einnig var vændi mjög algengt, og voru 3 tegundir af vændiskonum. man ekki nöfnin á þeim flokkum enn lýsi þeim nú. Ríkar konur stunduðu vændi af gamani, og gerðu það í fínum veislum, og var það frekar lauslætiskapur og aukapeningur frekar enn alvöru vændi. enn þær fátækustu, gengu oftast alveg naktar um götur, og lifðu oft undir brúm. var það nú bara fátæki, svo var einhver miðstétt sem var nú ekki jafn fátæk og sú fyrri, og var frekar eins og meðalvændiskonur í dag. þær voru oftast í svokölluðum hóruhúsum. man ekki latnenska nafnið. Þess má geta, að þegar fornleifa fræðingar grófu upp Pompei, blasti við þeim ferkar sódóma enn siðmentuð borg, enda var sú borg með hvað mest af slíkum húsum í róm miðað við höfðatölu. 70 talsins.

eins og allir vita höfðu rómverjar gaman af því að baða sig, og voru baðhúsin eins og sundlaugar nú til dags, nema með grynnri vatni. Og einkendust böðin þeirra af því að vera frekar félagslegar samkomur þar sem menn komu til að slaka á, deila skoðunum, áliti á pólitík, og heyra nýjasta slúðrið. einnig lögðu þeir vatnleiðslur í stærstu borgirnar, sem ríkari yfirstéttin lét oft leggja aðrar minni leiðslur úr þessum litlu, yfir í sín eigin hús, undir borginni voru katakombur, þar sem hinir dauðu voru grafðir. þar voru einnig holræsi, og bendir allt þetta til þess að Róm hafi nú bara verið nokkuð góð, miðað við frosin tréhýsi i norður Evrópu, enn einnig voru þeir villimanslegir að sumu leiti

Í Róm, taldist ósiðlegt að 2 menn, af sömu stétt hefðu mök, þá er ég að tala um samkynhneigð, enn þeim fannst það nú í góðu lagið, ef samkynhneigður maður hefði mök við strák, jafnvel 10 ára. þetta töldu þeir bara í góðu lagi, þó í dag teldist þetta glæpur.

Talið er að í borginni Róm, hafi búið U.Þ.B. milljón, sem var það hæsta og mesta í hinum forna heimi.

Einnig má nefna skylmingaþræla, sem voru oftast þrælar, stríðsfangar sem ekki voru leystir úr haldi, og dauðadæmdir glæpamenn, enn þegar skortur var á framboði, fangar úr fangelsum. reknir voru ýmsir skólar, þar sem maður sem átti ákveðna skylmingaþræla, æfði sína til að geta unnið í róm. einnig var nú stundum haldnir sögulegir bardagar, eins og sjá mátti í Gladiator, og oftast var nú séð til þess að liðið sem léki Róm yrði að vinna. einnig var stundum látið menn berjast við dýr, og dýr við dýr, t.d. naut og fíla. enn einnig var mönnum oft varpað vopnlausum fyrir ljónin, sem hljómar frekar eins og skólabókardæmi úr myndasögu um Róm, enn engu að síður satt.

mikill hávaði gat verið á götum um dag, enda var vegagerðin, þótt hún var góð, og best á þeim tíma, ekkert svo skipulögð innanbæjar, enda þröngt, og troðið, menn á hestvögnum áttu oft erfitt að komast. og hestvagnar gátu stundum sig hvergi hrært í troðningnum. einnig voru eldsvoðar of algengir, enn ekki ætla ég að vitna í þann frægasta enda grein um lifnaðarhætti og hertækni, ekki sögulega atburði. oft voru hús hálfgerðar blokkir 3-4 hæða og var erfitt að slökva elda, besta sem menn gátu oftast gert þegar eldur kviknaði í húsi, var að passa að hann dreyfðist ekki, enn þeir sem að bjuggu í húsunum dóu oftast, sérstaklega þeir efstu þar sem þeir gátu nú ekki hoppaðu út um glugga, enn þeir neðstu gátu oft forðað sér úr húsinu.

Pólitík í róm var frekar breytileg, enn á sumum tímum var þing, og keisarar og á tíðum stjórnuðu bara valdamestu ættirnar í róm, sem bráðabirgðastjórn. enn ekki veit ég alveg hvernig kosningar fóru fram, enn ég veit að oft grófu þingmenn ofan í sjóði borgarinnar og gáfu fólkinu, til að auka likur á að verða kosnir aftur. enn nú ætla ég að koma að því, sem að gerði róm að því sem það var: Herinn


Rómverski herinn, til að byrja með, var skipaður af sjálfboðaliðum og á neyðartímum voru menn reknir. seinna færðist hann svo yfir í málaliða og fastan her. enn voru legionary, svona frekar Heavy Infantry, aðalvopnið þeirra. og var mikil áhersla lögð á aga, þjálfun, og að hlýða skipnum, rómverskir hermenn sigruðu flesta villimenn, þar sem að ekki var agi mikils metinn hjá þeim. heldur uppblásið sjálsálit og að hoppa inn í bardagan og slá, víkja sér undan og slá, frekar enn að berjast eins og sameinuð eining.

voru flestir legionarar með eftirfarandi vopn.
Bogin kassalagaðan skjöld, og hringabrynju(seinna skipt í svona litlar járnplötur, sem var ódýrari og einfaldari, og betri) 2 kastspjót, og stutt sverð, kallað Cladius. þessi útbúnaður og þjálfun var nú eftlaust skárri enn Sverð, tréskjöldur og stríðsmálning. einnig börðust rómverskar fylkingar á einhverum tímum með spjótum, sem voru þá hönnuð með tréskafti, og löngum járn oddi, og fyrir aftan járnið langt járn. til að auðvelda að brjótast í gegnum tréskyldi, kastspjótin voru einnig með krók sem að beygðist þegar spjótið fór inn. enn beygðist ekki út, þegar draga átti spjótið út, þetta leiddi til þess að þegar spjótið lenti í skyldi, varð skjöldurinn mun verri fyrir vikið og þyngri, og í manni, að maðurinn var dauður.

enn hestamenska var aldrei þeirra daglega brauð, og voru hestar þeirra frekar til að skoða vígvöllin og vera fótgönguliðunum innan handar og sem aðstoð, frekar enn nauðsynlegur liður í hernum, enn þetta átti eftir að koma þeim í koll seinna.

hermenn fengu ekki greitt strax, fyrr enn eftir endurskipurlagninguna, og voru flestir gjaldþrota þegar þeir komu heim eftir að fjölskyldan hafði lifað á lánum. og höfðu þeir 2 valkosti, lýsa sig gjaldþrota eða flýja. þegar herinn var rekinn af sjálfboðaliðum og mönnum sem voru reknir í herinn ( vantar alvarlega íslenkst orð yfir Conscript ) var oftast látið þá yngstu og óreyndurstu fremst, til að þreyta óvinin, þeir eldri og reydnari fylgdu þeim eftir til að taka á óvinunum þegar að þeim kom.

þegar herinn var endurskipurlagður, og málaliðar komu til sögunnar, breyttist mikið. enn þó voru menn reknir í herinn við ómerkilegri störf, svo sem spjótmenn á hliðarnar, og bogamenn, það voru þá oftast menn af skattlöndunum, og voru þeir oftast notaðir langt frá heimalandi sínu til að minka líkurnar á uppreisn. meðan voru launaðir fastahermenn stöðugt við þjálfanir til að þjóna sem Legionarar. það voru þeir sem sigruðu heimin. enn gátu seinna lítið gert gegn hinum ýmsu villimönnum sem notuðu oftast bogamenn á hestum, ( íslenskt orð yfir Horse Archer ) þar sem jú, legínoarnir gátu lítið gert enn að reyna að verjast örvunum. einnig fór þessi gríðarlegi málaliða her á endanum að kosta ríkið óheyrilega mikið.

ja, nú er ekki mikið hægt að reyta af sér, svo ég segi að þetta sé komið.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.