það er búið að vera hérna ritgerð um hitler þannig að mér datt í hug að setja inn eina um hvernig hitler komst til valda :D hope you like it


b.t.w gerði hana fyrir nokkrum árum





Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að skrifa um Hitler, hvernig hann komst til valda og æsku hans. Ég mun sýna hvernig hann notaði þingið og ótta almennings til að taka þau völd sem hann þurfti.
Meginmál

Hitler fæddist 20. apríl 1889 í litlu þorpi sem heitir Braunau í Austuríki sem er nálægt þýsku landamærunum. Pabbi hans var mjög strangur og barði hann ef hann gerði eitthvað vitlaust. Hitler átti eina eldri systur og einn hálfbróður sem var í fangelsi vegna þjófnaðar. Hitler var afbragðs nemandi og var mjög vinsæll. Hann átti bjarta framtíð fyrir sér. En það breyttist allt í framhaldsskóla. Hann hætti að vera vinsæll og var ekki lengur efstur í sínum bekk. Eini kennarinn sem honum líkaði mjög vel við var Leopold Potsch sem var sögukennarinn hans. Hitler var líka mjög góður listamaður og var að plana að verða listamaður í framtíðinni, en það gerði faðir hans reiðan og voru þeir ósáttir þangað til pabbi hans dó árið 1903.



Þegar Hitler var orðinn 15 ára fékk hann svo slæmar einkunnir að hann þurfti að taka allt árið aftur. Þetta líkaði honum ekki við og fékk mömmu sína til að leyfa honum að hætta í skóla. Hann hélt upp á það með því að fara á fyllerí sem hann sá eftir og sór að drekka aldrei aftur. Þegar hann var 18 ára flutti hann til Vínar með peninga sem hann erfði frá pabba sínum og ætlaði að fara í listaskóla en honum var neitað inngöngu vegna þess að hann hafði ekki klárað skóla. Hann sagði mömmu sinni ekki frá þessu og hélt áfram að búa í Vín.
Árið 1907 dó mamma hans, en sá dauði snart hann meir en dauði pabba hans og geymdi hann mynd af henni hvert sem hann fór og sagt er að hann hafi verið með myndina í hendi sér er hann dó árið 1945.



Árið 1909 átti hann að fara í Austurríska herinn en hann þoldi ekki Austurríki svo hann lét það vera og tók það herinn 4 ár að komast að því. Þegar hann var kominn í herinn var honum hent út fyri að vera of mikill aumingi. En þegar fyrri heimstyrjöldi braust framm fór hann í þýska herinn og honum leið vel þar. Þegar Þýskaland loks gafst upp var hann á spítala vegna meiðsla, eftir það var hann mikið grátandi og neitaði að tala við neinn. Eftir að stríðinu lauk sendi herinn hann til Munchen en þar komst til valda sósíalisti sem var þétt setinn af gyðingum sem Hitler þoldi ekki. Árið 1919 kom þýski herinn inn í Munchen og steytti sósíalistanum af stóli og drápu marga sósíalista. Hitler fékk þá stöðu þar sem hann vann við að segja hverjir voru sósíalistar og það gerði foringja hans glaða. Þannig fékk Hitler pólítíska stöðu þar sem hann las yfir hermönnum um pólitík.



Eftir stríðið missti Þýskaland 13% af landi sínu og mikið af hráefnum. Þeir þurftu líka að borga fyrir skemmdir eftir stríðið sem var 38% af auði ríkisins.


Eftir það fór að fjölga á fyrirlestrum hans, sem höfðu aldrei verið vinsælir, af hermönnum sem leið jafn sigraðir og hann. Hann kenndi gyðingum um að hafa tapað. Eftir þetta notaði þýski herinn Hitler sem njósnara og sendi hann á fund hjá GWP (German Workers Party). En þegar hann var þar komst hann að því að þeir sem voru þar höfðu mikið af sömu skoðunum og hann, og var honum boðin innganga í það. Hitler hélt mikið af fyrirlestrum þar og var megin ástæðan fyrir því að félagið óx. Hitler kom þá með þá tillögu að breyta nafninu og þá var því breytt í ‘National Socialist German Workers Party’. Það fékk seinna gælu nafnið ‘Nazi Party’ og tók Hitler völdin í því.



1921 var Hitler settur í fangelsi í 3 mánuði fyrir að vera partur af hóp sem lamdi mann. Þegar honum var sleppt stofnaði hann hóp sem hann kallaði ‘Sturm Abteilung’ eða SA. Hann notaði þá sem lífverði og lét þá eyðileggja fundi hjá öðrum pólitískum hópum. Hann setti vin sinn Ernst Roehm í stjórn yfir að safna mönnum fyrir þá og Hermann Goering sem hafði verið flugmaður í fyrri heimsstyrjöldinni í stórn yfir þessari sveit. Þessi sveit var líka mikið með ofbeldi á gyðingum, sósíalistum og kommúnistum. En þegar ríkið fór að skipta sér af þessu með því að setja lög sem áttu að vernda lýðræðið safnaði Hitler saman 40.000 mönnum í fund og sagði yfir þessum hóp að þeir ættu að velta ríkinu af stóli og helst bara drepa stjórnendur þess.


13. ágúst 1923 varð Gustav Stresemann nýji kánslarinn yfir þýskalandi og þegar hann ætlaði að fara borga loksins fyrir skemmdirnar sem urðu eftir heimsstyrjöldina ákvað Hitler að það væri orðið tímabært að hann myndi taka völdin í Þýskalandi. Þetta gerði hann 8. nóvember 1923, með að mæta á fund sem ríkið hélt með SA og tók 3 stjórnendur þar og hótaði að drepa þá ef þeir myndu ekki lúta undir hans stjórn. Þeir gerðu það vegna hræðslu. Eftir þetta fór hann til Berlínar til að reyna að fella ríkið þar en ríkið frétti af þessu og sendu lögregluna á móti honum. Þegar lögreglan mætti þeim varð bardagi sem varð 21 manni að bana og margir særðust. Í þessum bardaga fell Hitler á jörðina og fór öxl hans úr liði. Þegar hann ætlaði að leita skjóls eltu allir hermenn hans hann og hann faldi sig hjá vini í nokkra daga. Þegar lögreglan fann hann, var hann tekinn fastur og sagt að hann ætti að vera líflátinn. En svo varð ekki, hann fór aðeins í fangelsi í 5 ár og þótt reglur bönnuðu heimsóknir fékk hann nánast alltaf allt sem hann vildi, hann gekk um í sínum eiginn fötum og vinir hans komu oft í heimsókn. Meðan hann var inni skrifaði hann bókina Mein Kampf, sem var sjálfsævisaga hans. Mikið af bókinni var um pólitískar hugmyndir og skoðanir hanns. Í bókinni skrifaði hann að hann kenndi gyðingum um allt sem hann var á móti t.d klámi, hórum og tapinu á fyrri heimsstyrjöldinni. Hitler var sleppt úr fangelsi árið 1924 þegar hann var bara búinn að vera rúmlega eitt ár í fangelsi. Þegar hann kom út fékk hann allt í einu rosalegan áhuga á konum. Það skrýtna var að þegar hann hætti með þeim reyndu flestar þeirra að drepa sig.


Árið 1929 féll hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum og fór þá Bandaríkin að heimta öll lán sem Evrópa skuldaði, Þýskaland var eitt þeirra. Þannig að fólk fór að missa vinnuna sína. Í lok 1930 var 4 milljónir manna í Þýskalandi atvinnulaust og það bjuggust allir við því að Hitler myndi redda því. Þetta sama ár fór líka fram kosning og lenti Hitler með sínum flokki í öðru sæti. Maðurinn sem lenti í fyrsta var Hermann Muller, en þegar hann neitaði að lækka atvinnuleysisbæturnar notaði Hitler það og fór að predika alls staðar í Þýskalandi að flokkur Hermann Muller væri ekki að virka eins og hann ætti.


Á þessu tímabili fór máttur forsetans að vaxa og Hitler fékk Paul von Hindenburg til þess að bjóða sig fram. Vegna þess hversu fólk óttaðist Hitler vann hann forsetakosninguna árið 1931. Svo í júlí var önnur kosning og þar sem Hitler hafði náð svo mikið til fólksins, vann hann. Þá heimtaði Hitler að hann yrði gerður að kánslara en hann fékk ekki þá stöðu, heldur fékk hann stöðuna yfir hershöfðingi. Við þetta varð Hitler brjálaður og fór að tala illa um hvernig ríkis kerfið væri.
Þegar Hitler tapaði kosningunni árið 1932 notaði hann það til þess að segja að Þýskaland væri að falla og komu þá verkamenn með þá tillögu að hann yrði gerður kánslari sem hann var svo gerður.
1933 var kveikt í þinghúsinu og var hollenskur kommúnisti fundinn sekur fyrir það og var hann drepinn. Hitler notaði þetta sem afsökun og fékk kosningu sem leiddi svo til þess að leiðtogar kommúnista flokksins voru sendir í dauðabúðir. Eftir þessar kosningar kom hann með þá tillögu að hann yrði gerður allsráðandi yfir Þýskalandi. Hann þurfti ¾ af þinginu til þess að kjósa sig. Þar sem flestir þingmenn voru í felum eða dauðabúðum fékk hann kostningu, hann var orðinn allsráðandi yfir þýskalandi. Og svona komst Hitler til valda.




Lokaorð
Mér fannst mjög gaman að skrifa um Hitler, ég komst að mörgu um hann t.d að hann var einn, ef ekki sá besti ræðumaður allra tíma. Hann var mjög gáfaður maður en bara svolítið geðveikur.






Heimildir:
http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/GERhitler.htm