Hér er fyrirlestur sem ég gerði um Atla. Ég vona að þið getið lesið þetta og látið mig vita hvað ykkur finnst og hvort það séu einhverjar skekkjur í þessari frásögn.
,,Þar sem ég hef farið um mun gras ekki gróa aftur”. Var þetta sagt af Atla Húnakonungi. Atli var grimmasti villimaður sem hefur nokkurn tímann stigið fæti í þessum heimi og skulfu Rómvejar þegar þeir heyrðu orðið ,,Húni”. Atli og fylgismenn hans voru lágvaxnir þybbnir villimenn sem komu ríðandi á villtum smáhestum. Á eftir þeim komu konurnar, svarthærðar, flatbrjósta og ófrýnilegar eins og menn þeirra.
Vorið 405 skapaðist hættulegt ástand fyrir Rómverja. Herforingi villtra manna, Radagaisus, réðst á keisaradæmið. Rómversku herirnir voru gjörsigraðir og virtist ósigur Róm handan hornsins. En á elleftu stundu veittu Vísgotar Rómverjunum lið. Með þessu tókst Rómverjunum á hrekja Radagaisus á brott. Hinsvegar var það jafn hættulegt að hafa Vísgotana svona nálægt Róm og að hafa Radagaisus og jafnvæginu varð að halda. Þannig að ráðgjafi keisarans, Stilicho, réði nýtt riddaralið frá bökkunum handan Dónár og hið nýja riddaralið bjargaði Róm. Borgarbúar urðu óðir af gleði og undirbjuggu komu bjargvættara sinna með fagnaðarlátum. Loks rann sá mikli dagur upp og riðu frelsararnir inn um hliðinn. Um leið þögnuðu fagnaðarlætin vegna skelfingu við sýn á ófrýnilegu andlit riddaranna. Þessir villimenn voru líkari skepnum en mönnum. Þeir voru stuttir, digrir, hjólbeinóttir, með gula húð og vakti svipur þeirra ótta og andstyggð. Ef þeir væru óvarpaðir svöruðu þeir alltaf með sama orðinu: ,,ioung”. Rómverjarnir túlkuðu þetta sem ,,Húni” og hafa þeir verið kallaðir það síðan þá.
Atli fæddist í byrjun fimmtu aldar í hirðingjakerru sem voru ,,heimili” Húna og var það á bökkum Dónár. Hatur hans gagnvart Rómverja byrjaði um leið og hann öðlaðist einhvern skilning. Það var siður villimannakonunga að senda syni sína til Rómaborgar sem nemendur. Atli var sendur tólf ára að aldri til Rómar. Gerðu latnesku áhrifin lítið gagn í að temja þetta villidýr og var það á þessum árum sem markmið Atla tók á sig fasta mynd. Sneri hann aftur til Dónár er kennsla hans lauk í Róm með fast markmið.
Þegar Rhuas Húnakonungur dó varð Atli foringi yfir menn frá Kaspíahafi til Dónár. En ekki var Atli einn um völdin því bróðir hans, Bleda, varð meðkonungur. Atli var lítið sáttur með þetta og sá til þess að bróðir hans félli fyrir sverði. Eftir að þessi litla hindrun var ekki lengur fyrir tók það örfá ár fyrir Atla að verða einvaldsherra hinna villtu þjóða utan rómversku keisaradæmisins.
Hann hlífði þeim sem hann sigraði og gerði þá að samherjum sínum. Vandalir, Austurgotar, Gepidar og Fránkar börðust undir merkjum hans. Völdin hans jukust með hverjum degi og hann réði löndum frá Rín til landamærum Kína og frá Eystrasalti til Dónár.
Næst sneri hann sér að Rómaveldinu eystra og réðst inn í lönd Theodosíusar. Hertók hann þar Makedóníu, Þrakeíu og Grikkland. Eftir hvern ósigur á fæti öðrum bað Theodosíus um frið. Friður var saminn með lítillækkandi skilmála fyrir Theodosíus því hann þurfti að gefa stór landsvæði sunnan Dónár og borga skatta til Húnanna.
Núna voru Atli og menn hans tilbúnir til að ráðast á vestrómverska keisaradæmið og gera innrás í Gallíu.
Atli kallaði sig lausnara hinna kúguðu og bauð öllum þeim sem vildu slást í lið með honum mikinn auð en þeir sem sýndu honum mótspyrnu fengu að kynnast grimmd Atla. Borgir þeirra voru brenndar, konur nauðgaðar og menn brytjaðir niður.
Eins og ég sagði hér áður slógust Fránkar með honum í lið. Það gerðist þegar Atli kom að Rín. Fránkarnir sýndu honum enga mótspyrnu, sama gerðu Germarnir og voru borgir þeirra ósnertar og konur og börn örugg. En Búrgundar og hinir salísku Fránkar sýndu honum mótspyrnu og voru borgir þeirra jafnaðar við jörðu. Nú skipaði Atli mesta her sem til var á þessum tíma.
Atli og menn hans voru ósigrandi á vígvellinum en þegar það kom að umsátur á borg þá voru þeir ráðvilltir. Eitt sinn settist hann um Metz, borg sem var varin af herskáum biskup. Eftir árangurslausar tilraunir til að fella borgarmúranna varð Atli óþolimóður og hélt herför sinni áfram og lét hina ósigruðu borg að baki. Fáum dögum síðar frétti hann að einn af borgarmúrunum hafði hrunið og dreif hann sig til að nýta tækifærið. Borgarar Metz reyndu örvæntingafullir að fylla skarðið en var það um seinan og komu villimennirnir inn í borgina og gerðu það sem þeir gera best. Rændu, myrtu, nauðguðu, brenndu og riðu á brott eftir einn dag og skildu eftir sig eitt sinn mikla borg en núna rjúkandi rústir.
Fréttir um ósigur Metz og hvað gerðist þar barst hraðar en Húnarnir sjálfir. Þegar Atli og Húnarnir komu að Rheims var sú borg yfirgefinn nema nokkrir riddarar sem gáfu líf sitt til að verja borgina. Börðust þeir hetjulega en hlutu auðvitað ósigur gagnvart Húnunum. Komst hann inn í borgina og var biskupinn höggvinn ásamt þá menn sem dirfðust að standa í hár Atla. Reið Atli upp þrep dómkirkjunnar og beið hans þar mikið gull og gersemi. En þegar hann opnaði dyrnar heyrði hann dularfulla rödd sem kom frá altarinu. Húnarnir voru mjög hjátrúafullir og trúðu Atli því að þetta væri rödd Guðs hinna kristnu manna og varð Atli hræddur í fyrsta og eina sinn á ævi sinni. Hann gekk ekki lengra inn í dómkirkjunni heldur flúðu hann og Húnarnir skelfingu lostnir við reiði Guðs.
Tæpum mánuði seinna eftir eyðileggingu Metz gerðu Húnarnir umsátur á víggirtu borgina, Orleans. Voru borgarmúrarnir styrktir og varnarmenn hennar tilbúnir. Í tvo mánuði vörðust varnarmenn Orleans endurteknum áhlaupum Húnanna. En múrarnir voru byrjaðir að gefa undan múrbrjóta villimannanna. Þá sást í rómversku fánanna við sjóndeildarhringinn. Var þetta Aetius, foringi rómverska hersins, og Þjóðrekur, gamall konungur Vísgota. Atli hætti við umsátrinu og undirbjó móttöku liðsauka Orleans.
Atli og villimannaherinn búðu sig undir áhlaupi gegn her Aetius og Þjóðreks á Katalánsvöllum. Var núna að hefjast blóðugasti og örlagaríkasti bardagi allra tíma. Eftir skamma stund brutust út hryllileg bardagaröskur og gerðu Húnarnir áhlaup sitt sem þeir voru þekktir fyrir. Þrátt fyrir hreisti Vísgotana og herkænsku herforingjans, Aetius, sundraðist rómverski herinn og Þjóðrekur féll. Sigur virtist vís fyrir Atla og var hann að nálgast yfirráð heimsins þar til að Þórismundur, sonur Þjóðreks, hafði komið sér fyrir á hæð með þá Vísgota sem eftir voru. Gerðu þeir mikið áhlaup sem varð að tapi Atli. Atli og Húnarnir þurftu að flýja og þökk sé hreisti Vísgotana var Róm björguð.
Aetius veitti Húnunum engri eftirför og komst Atli til Dónár með þá menn sem eftir voru.
Eftir þennan mikla ósigur vissi Atli að hann þyrfti að bæta her sinn og koma fyrir meiri skipulagi í herkænsku sinni. Atli hófst þá handa við að reisa borg hjá Dóná, fékk sér rómverskan foringja til að þjálfa her sinn og var sér út um vígvélar. Ári eftir orrustuna við Katalánsvöllum safnaði Atli saman 60 syni sína, prinsa og hershöfðingja, og nýþjálfaðan her sinn. Hófst nú önnur innrás inn í Ítalíu.
Fyrsta hindrun Atla var Aquilia, best víggirta borg við landamæri Ítalíu. Voru varnarmenn þar undirbúnir fyrir Húnanna en ekki þá nýju Húna sem mættu þeim núna. Voru Húnarnir í skipulögðum fylkingum og höfðu með sér valslöngur og múrbrjóta. En Aquilia gat haldið út miklu lengur en Atli hafði þolimæði til. Borgarveggirnir voru sterkir og ekki vantaði matarbirgðirnar. Umsátrið dróst á langinn og urðu húnarnir óþolimóðir, svangir og sjúkdómur var byrjaður að breiðast þeirra á milli. Þolimæði Atla var á þrotum og hann ætlaði sér að hætta umsátrinu og halda herförinni áfram þar til einn dag sá hann stork fljúga handan borgarveggina með unga sína. Samkvæmt hjátrú Húnanna var þetta fyrirboði um að borgarmúrarnir voru að hrynja. Atli skipaði mönnum sínum áfram og hófst nú orrustan fyrir Aquilia. Húnarnir æddu áfram og senti Atli allar vígvélarnar á borgarveggina en menn hans ruddust yfir múrbrúnirnar. Eftir ekki nema örfáar mínútur voru Húnarnir búnir að æða yfir alla borgina og var sú mikla Aqulia fallin.
Húnarnir sungu hina villtu Asíusöngva meðan þeir rændu öllu sem þeir gátu af borginni. Hélt þetta áfram í tvær stundur svo hélt herför Atla áfram.
Villimennirnir riðu lengra og lengra inn í Ítalíu en mættu engri mótspyrnu. Vakti þetta miklan óróleika fyrir Atla því aðeins mætti hann yfirgefnar borgir og ónýtar uppskerur. Hvergi sást í Aetius og menn hans og voru Húnarnir, sem þoldu illa hita, byrjaðir að þjást af hinum mikla sumarhita. Sótt braust út og slæmt vatn olli annarri plágu fyrir Húnana.
Það var engin tilviljun að allar uppskerurnar voru ónýtar og borgirnar yfirgefnar því Aetius hafði tekið það ráð að láta ítalska sumarið veikja her Atla og ráðast síðan á hann. Hinsvegar treysti ekki núverandi keisarinn, Valentinian, Aetius til fulls. Um þessar mundir var Leó páfi í Róm, vel menntaður og vitur maður. Valentinian fór til Leós og bað hann um að semja frið við Atla.
En förum aftur til Atla. Þrátt fyrir fækkun her síns hélt hann áfram til Rómar því hann þorði ekki að bíða lengur.
Dag einn tilkynnti njósnari Atla að her væri að nálgast. Gladdi þetta Atla mjög. Hann var viss um að þetta væri Aetius og sverð Atla þorsti fyrir blóð rómverjanna. Hann undirbjó her sinn í snatri fyrir orrustu á bökkum mikillar ár. En ekki entist ánægja Atla lengi því þegar herinn, sem hann hélt að væri her Aetíusar, mættu honum var þetta undarlegasti her sem hann hafði litið augum á. Fremst var mikill höfðingi í hvítum klæðum og menn í gylltum brynjum við hlið hans. Þetta var páfinn Leó. Ekki heyrðust nein bardagaróp frá Húnunum heldur dundi yfir kvíðafull þögn. Her Leó nam staðar við árbakkanum og störðu herirnir um hríð á hvorn annan. Loks kallaði Atli yfir ánna og spurði hver höfðinginn væri. Páfinn ansaði aðeins með nafni sínu ,,Leó.” Atli reið svo einn yfir ánna og að páfanum. Ekki er vitað hvað fór þar á milli en olli þessi samræða því að Húnarnir snéru heim í annað sinn. Var þetta annar ósigur Atla gegn Róm og var hann lítið sáttur með það.
Við heimkomu Atla voru ættbálkarnir í uppreisnarhug. Synir hans ásökuðu hann opinberlega um misheppnaða herför og sumir germönsku þegnarnir gerðu uppreisn gegn Atla en Atli sýndi þeim enga miskunn, tók forngja af lífi og myrti fjölskyldur þeirra. En það slapp þó ein germönsk stúlka. Hún hét Ildicho. Atli mætti henni þegar hann var að koma að eitt af germönsku herbúðunum. Hún grátbað hann um að sýna miskunn og leyfa fjölskyldu hennar að lifa. En Atli átti sér enga mjúka hlið og myrti hvern einasta meðlim fjölskyldur hennar. Atli þyrmdi stelpunni og gerði hana að fjórhundruðustu eiginkonu hans.
Brúðkaup þeirra var í einn dag og komu höfðingjar hvarvetna frá Asíu með miklar gjafir. Mikil skemmtun dundi yfir og Atli át af mestu list. Þegar náttaði dró Atli sig á hlé með brúður sinni.
Um hádegi næsta dag börðu hershöfðingjar hans á dyrnar. Enginn ansaði svo þeir brutust inn. Til mikillar skelfingar sáu þeir Atla liggjandi alblóðugan á gólfinu og litlu Ildicho krjúpandi út í horni. Atli hafði etið of mikið daginn áður og sprakk æð sem varð honum að bana.
Það var haldin mikil og höfðingjaleg útför fyrir hinn mikla villimann, Atla.
En svona endaði líf Atla. Maðurinn sem bar nafnið hið mikla nafn. Maðurinn sem Rómverjar óttuðust mest. Maðurinn sem hertók næstum allan heiminn. Maðurinn sem var lítill og gulur. En eins og er sagt á ensku: ,,Big things come in small packages.”