Innrásin í Rússland Innrásin í Rússland.

Stríðið í Rússland var stærsta og blóðugasta stríðið í seinni heimsstyrjöldinni.
Þegar í ágúst 1940 hófst undirbúningurinn að innrásinni og 18.desember 1940 voru gerð formleg fyrirmæli um innrás í Rússland,Rauðskeggs-átætlun (Barbarossa) og var gert ráð fyrir að ráðast á Sovétríkin 15.mai 1941.

Að sigra Sovétríkin og kommúnisman og fá nýlendu og útþennslusvæði var megintilgangur Hitlers og hafði hann þegar lýst yfir því löngu áður.
Hann áleit Rússa vera lægri kynþáttur sem ættu að vera þrælar Þjóðverja eða útrýma.
Hann vildi fá Pólverja í lið með sér og lofaði þeim stóru landi en þegar Pólverjar höfnuðu því gerðu Þjóðverjar bandalag við Rússa og þeir skiptu Póllandi á milli sín. En Rússar og Þjóðverjar voru vinir,á yfirborðinu.

Margir hershöfðingar Þjóðverja mótmæltu þessari innrás og sögðu að vegalengdir væru of miklar og að berjast þyrfti á tvennum vígstöðvum þar sem Bretar voru ekki sigraðir en einmitt það vildi Hitler koma í veg fyrir.
Á þessum tíma var verið að skipta um vopnabúnað hjá rússneska hernum og var herinn því mjög veikur akkúrat þegar innrás Þjóðverja átti að hefjast. Frestun á innrásinni gæti því valdið Þjóðverjum miklum vandræðum en einmitt það gerðist, 5 vikna töf varð.
Innrás Ítala í Grikkaland 28.okt 1940 endaði svo illa að þeir þurftu hjálp og ákvað Hitler að ráðast á Grikkland en það átti ekki að tefja innrásina í Rússland.
Þá gerði Júgoslavía uppreisn gegn Þjóðverjum en þeir voru þvingaðir til samstarfs rétt áður. Júgoslavía og Grikkaland voru svo gjörsigruð og Breski herinn sem átti að aðstoða Grikki flýði til Krítar en Þjóðverjar hertóku eyjuna líka eftir mikið mannfall.
Eftir alla þessa töf hóst svo innrásin 22.júni 1941, kl 4 um morguninn.

Innrásarhernum var skipt í þrennt. Norðurherinn undir stjórn Leeb átti að sækja til Leningrads. Miðherinn undir stjórn Bocks átti að sækja til Moskvu um Hvíta-Rússland. Suðurherinn átti svo að fara til Úkraínu en hann var undir stjórn Rundstedts. Að auki voru rúmenskir og ungverskir herir til stuðnings ásamt því að mikill fjöldi sjálfboðaliðaa víðs vegar að úr löndum sem Þjóðverjar höfðu hertekið tóku þátt, í “krossferð gegn kommunsima” eins og það var orðað.En yfir 3 milljónir hermanna voru í innrásarhernum.

Innrásin kom Rússum mjög á óvart og var nær öllum flugher Rússa eytt á jörðinni,um 2000 flugvélum og urðu þeir fyrir miklu tjóni.Þjóðverjar beittu leifturstríðs aðferðum sínum og innikróuðu þeir oft hundruð þúsunda heri Rússa en stærsti sigurinn var þegar allur Úkraínuherinn var tekinn til fanga,um 650.000 hermenn og var það stærsta uppgjöf í sögunni. Þó að Þjóðverjar hafi sigrað þessa orustu töpuðu þeir stríðinu útaf henni, vegna þess að sóknin til Moskvu tafðist um einn og hálfan mánuð,er talið er.

En 2.október hófst svo lokasóknin til Moskvu og og þegar þeir voru 150 km frá Moskvu var annar risastór rússneskur her sigraður.
Hitler lýsti þá yfir að stríðið yrði búið fyrir jól en í lok nóvember skall skyndilega á “rússneski veturinn”.Frostið varð allt að 40° og hermennirnir höfðu engan vetrarfatnað og sóknin stöðvaðist rétt fyrir framan borgina.Hermennirnr fengu lítinn og jafnvel engann mat né skotfæri og ekki batnaði ástandið þegar Rússar fóru að gera árásir.

Þegar Þjóðverjar komu að úthverfum Mosvu þann 4.desember gerðu Rússar stórsókn og vonuðust til þess að sigra allan miðher Þjóðverja. Sóknin stöðvaðist samt af mikilli mótspyrnu Þjóðverja sem voru þó í mjög slæmri aðstöðu.

Hitler gaf upp Rauðskeggsáætlunina stuttu síðar en mannfallið var mikið.Þjóðverjar misstu um 750.000 hermenn og Rússar 4 milljónir hermanna.Tjónið miklu meira fyrir Þjóðverja þar sem þeir gátu ekki bætt tjónið upp en það gáu Rússar hins vegar gert.

En upphaflegt markmið innrásarinnar,að sigra Sovétríkin og kommunisman og ná öllu landi á milli Kaspíhafs og Hvítahafs mistókst.Ekki heldur tókst að ná Leningrad, Moskvu eða Kákasus fjöllum þar sem miklar olíulindir voru.Fyrir utan það voru Rússar að verða öflugri og framleiðsla þeirra var að aukast mikið,m.a. á T-34 skriðdrekanum en Rússar áttu bara nokkur eintök af honum þegar innrásin hófst.
Rússar fluttu verksmiðjur sínar líka til Úralfjalla,en þangað náðu flugvélar Þjóðverja ekki.
—————————————————————–

Mun svo líklegast halda áfram með framhaldið á stríðinu í Rússlandi en þetta er bara fyrsta árið en Rússlandsstríðið stóð í 4 ár.

Heimild: Heiferman,Ronald.Seinni heimsstyrjöldin.Fjölva-útgáfa