Þar sem ég hafði ekkert með tímann að gera, annað en að hanga á huga, þá ákvað ég nú að deila með ykkur þekkingu minni á Etrúrum.
Myndin sýnir Etrúsk hjón sem hvíla saman á legubekk. Þessi mynd endurspeglar jafnrétti kynjana sem er sjaldgæft hugtak meðal fornþjóða.
Við könnumst öll við Rómverja, ekki satt? Jæja, Etrúrar lögðu grunninn að menningu þeirra.
Menning Etrúa varð mikil frá því um 700 f. Kr. Og til 200 f. Kr. Enginn veit með vissu um uppruna Etrúra, en talið er hugsanlegt að þeir hafi búið á Ítalíu frá upphafi, þótt Heródótus álíti að þeir hafi komið frá Lydíu um 1200 f. Kr. En það var á þeim tíma sem Trjóustríðið stóð yfir.
Þeir, Etrúrar, stofnuðu 12 borgríki, og var þeim stjórnað af aðalstétt, sem var annaðhvort undir forystu goðakonungs eða borgaryfirvöldum. Menningartengsl batt þessi borgarríki saman, og fulltrúar borgríkjanna komu saman, árlega, við helgistað guðsins Voltumna. Þar voru rædd ýmis mál, t.d. stjórnmál, trúmál og hermál, en þrátt fyrir það þá var hvorki hernaðarlegt né stjórnarfarslegt samband milli borgríkjanna.
Konur í þessum borgríkjum höfðu allt að því jafnrétti á við karlmenn. Það var vegna mikilla fjölskyldutengsla, sem var grundvöllurinn í þjóðfélagi Etrúra.
En það voru þó 3 stéttir í þessu samfélagi.
Það voru:
Aðalstétt, sem var æðst.
Millistétt; venjulegt fólk, svo sem leikarar, tónlistarmenn og bændur.
Þrælar.
Í trú Etrúra segir að guðir þeirra stjórnuðu alheiminum, og sköpuðu mönnunum fyrirfram ákveðin örlög, og þar með fyrirfram ákveðin endalok Etrúríu, lands þeirra. Þeir voru líkt of við í nútímanum, að hugleiða mikið annað líf eftir þetta, og einnig lögðu þeir stund á fuglaspár til að komast að því hvað lægi framundan. (Það gekk svo vel að Etrúrar eru ekki til núna:)
Etrúrar voru mikið fyrir list, og var hún byggð á grískum grunni. Þeir skreyttu grafhvelfingar sínar með málverkum, og þær eiga að sýna hvað sá látni hafði unað sér vel í rifenda lífi. Uppruni stafrófs Etrúra er grískt að uppruna, og hljóð stafana er kunn nútildags, en því miður hefur merking orðana glatast í tímans haf. Þeir voru góðir verkfræðingar, og kunnu að lifa á landinu, kunnu að vinna úr málmum og móta þá til, líkt og leir. Mesta uppspretta auðlegðar Etrúra voru sjórán, og málm-útfluttingur, en á mesta blómaskeiði Etrúríu, voru Etrúrar merkilega öflugt sjóveldi, og hafði stofnað margar nýlendur, og lögðu þannig grunnin að stofnun Rómaborg, um 600 f. Kr.
En þeirra veldi var ekki ætlað að verða eylíft.
Á þeim tíma er Grikkir settu þeim hömlur á útþenslu þeirra mót suðri, (535 f. Kr.) þá gerðu Karþagómenn bandalag við þá, og settu þeim miklar viðskiptalegar hömlur sem skilyrði fyrir bandalaginu.
Þetta flýtti fyrir hnignun þeirra, og þegar Rómverjar gerðu uppreisn gegn þeim, fyrir harðstjórn, og stofnuðu sitt eigið sjálfstætt lýðveldi.
Uppgangur Rómverja gerði þeim lífið leitt, og svo á endanum, þegar Rómverskur hershöfðingi að nafni Súlla náði völdum í Róm, þá var síðustu leyfunum af Etrúrum þurrkað út, um árið 86 f. Kr og innlimaði borgarríkin inn í Rómarveldi.
Heimildir:
Þróun Siðmenningar, Örn og Örlygur, 1983.
With the aid of sophisticated computer technology, and a bottle of Coke…
[Ç]