Sælir söguáhugamenn, vonandi að þetta áhugmál eigi eftir að lifa og dafna.
Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér;
Eftir að Sovét féll, og meðan þau ríktu, var það vitað mál að sérstaklega í tíð Stalíns voru stundaðar viðamiklar og ruddalegar sögufalsanir. Myndum breytt og svo framvegis. Lygaranar svakalegar, skyldi Trotsky hafa stofnað “þjóðaröryggi” Sovétríkja Stalíns í hættu, orðatiltæki sem við þekkjum vel. En allavega..
Þetta var semsagt hlutur sem annað risaveldi heimsins stundaði, það er hrunið, en eftir stendur annað heimsveldi, sem við erum “hluti” af, er ekki svo? Áhrif BNA eru ótvíræð og yfirgengileg, á því leikur enginn vafi. En hvað með sögufalsanir Vesturlanda? Höfum við einhverjar sannanir fyrir því að svo sé ekkert um?
Fyrsta dæmið sem mér persónulega dettur í hug er geimferðin fræga, var það ekki ‘69 sem Louis stóð tunglinu á, sigri fagnandi? En var hann þarna í raun og veru? Margir halda því fram að svo sé ekki, en er það svo harla langsótt? Það var vitað mál að BNA voru eftirbátar Sovétmanna á þessum tíma í geimmálum, á sama tíma og gríðarlegt áróðursstríð stóð yfir.
Haldi þið að það sé eitthvað til í því, eða er þetta bara enn ein samsæriskenningin.
Sem fær mann þó til að hugsa, ef BNA tókst að troða sér á tunglið ’69, afhverju hafa þeir þá ekki komið sér lengra á þessum 32árum sem liðin eru, og gríðarlegar tækniframfarir hafa átt sér stað?
En sögufölsun er málið. Lifum við í sagnfræðilegri blekkingu?
–
May nothing but happiness come through your doo