John Adams, sem var annar forseti Bandaríkjanna veitti hins vegar þrælunum stuðningi. Aftur á móti voru fleztir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum sem áttu þræla, og vakti þessi bylting ótta hjá þeim. Hins vegar var þessi hugmyndafræði gölluð.
Thomas Jefferson vildi frekar að Frakkar réðu yfir eynni, og lofaði Frökkum allri liðveizlu sem hann gæti veitt. Þessi hugmynd var fásinna að mörgu leyti, maður var í tygjum með svartri konu og átti talsverð mikið af börnum með henni. En þessi hugdetta var ekki beinlínis tvískinnungur, heldur var þetta beinlínis fásinna.
Eins og fleztir vita þá var Napoleon að reyna feta í fótspor Alexanders mikla. Hefði hann náð fótfeztu í Bandaríkjanum, þá hefði þjóðtungan orðinn franska. Sem betur fer þá náðu Haítibúar að berjast á móti, í stað þess að leyfa Frökkum að vinna, þá kveiktu þrælarnir í eyjunni sinni. Haítibúar lýztu yfir sjálfstæði sínu og þverneitaði Jefferson og félagar, að senda embættismann þarna. Jefferson var svo öfgafullur og skelkaður, að hann ákvað að reyna innlima Kúbu á sínum tíma, hann óttaðist algjöra uppreisn í Karíbíuhafinu.
Napoleon var byrjaður að heyja stríð í Evrópu og þar með enduðu draumir hans um Keisaraveldi í Bandaríkjanum. Það reynist of dýrt að halda uppi veldi sitt í Bandaríkjanum, þanning að hann ákvað að selja Thomas Jefferson, Louisana ríkið. Þetta mun vera eitt af kjörtilboðum Bandaríkjanna gegnum tíðina, þetta og Alaska-kaupin. Lewis og Clark fóru í “vettfangskoðunarferð” þarna suður í Lousiana.
Eftir þetta stækkaði Bandaríkin gríðarlega. Arkanasa, Missouri og Louisana voru öll fylki sem urðu til skömmu eftir þetta. Thomas Jefferson varð talsmaður þrælahalds í þessum nýjum fylkjum, þegar hann lézt átti hann um 267 þræla. Hann gaf aðeins þremur þrælum frelzi gegnum ævina, en eftir að hann dóu fengu fimm aðrir frelzi sitt. Enginn af börnum hans fengu frelzi.
Through me is the way to the sorrowful city.