Gunnlaugur Ormstunga
Ég valdi það að skrifa um hina merku sögupersónu Gunnlaug Ormstungu (öðru nafni: Gunnlaugur Illugason) því að mér finnst hann vera mjög skemmtileg sögupersóna og sú sem er mest áberandi í Gunnlaugssögu Ormstungu. Lýsingin á Gunnlaugi sem fram kemur í sögunni hljóðar svo: “Svo er sagt frá Gunnlaugi að hann var snemmendis bráðger, mikill og sterkur, ljósjarpur á hár, og fór allvel, svarteygur og nokkuð nefljótur og skapfellegur í andliti, miðmjór og herðamikill, kominn á sig manna best, hávaðamaður mikill í öllu skaplyndi og framgjarn snemmendis og við allt óvæginn og harður og skáld mikið og heldur níðskár og kallaður Gunnlaugur ormstunga”.
Gunnlaugur var mjög áköf persóna og það kemur vel fram á mörgum stöðum í bókinni t.d. þegar Gunnlaugar fór í fóstur til Þorsteins vegna þess að pabbi hans vildi ekki leyfa honum að fara til útlanda og kanna siði annarra manna.. Pabbi hans Illugi sagði að hann réði illa við Gunnlaug heima á Íslandi og hvað þá að hann myndi ráða við hann í útlöndum. Þá greip Gunnlaugur til sinna eigin ráða, reið til Þorsteins og Þorsteinn leyfði Gunnlaugi að vera hjá sér. Þar lærði hann lögfræði og hann og Helga urðu hinir mestu mátar. Þau tefldu oft og varð mikill vinátta þeirra á milli. Eitt sinn bað Gunnlaugur Þorstein að kenna sér atferlið í því að biðja sér konu og hann vildi nota Helgu til þess að æfa sig í því. Þorsteini leist ekki á það en Gunnlaugur fékk sínu framgengt og það endurspeglar þann ákafa persónuleika sem Gunnlaugur bjó yfir.
Þegar Gunnlaugur var orðinn átján ára vildi hann biðja Helgu áður en hann færi til útlanda að kynna sér siða annarra manna. Þorsteinn sagði að Helga gæti orðið heitkona Gunnlaugs til þriggja ára. Á ferð sinni um útlönd að kynna sér siði annarra manna hitti Gunnlaugur hina ýmsu konunga og hvað fyrir þá lofkvæði. Þegar Gunnlaugur kom til Noregs réðu þar bræðurnir Eiríkur og Sveinn Hákonarsynir. Þegar Gunnlaugur fór á fund Eiríks var hann með sull á fæti. Þegar Eiríkur spurði hann hvers vegna hann gengi eigi haltur svaraði Gunnlaugur með þessum frægu orðum (sem að mínu mati flestir sannir Íslendingar ættu að kunna) “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir” og þessi setning endurspeglar eins og svo margar aðrar ákafa Gunnlaugs. Það sem er einnig vert að nefna um ferð Gunnlaugs um útlönd var þegar hann kom til Svíþjóðar. Á þessum tíma réð fyrir Svíþjóði Ólafur konungur sænski. Hjá honum var annar Íslendingur sem að hét Hrafn og átti hann eftir að verða mesti óvinur Gunnlaugs. Þegar Gunnlaugur og Hrafn vildu báðir flytja sitt kvæði fyrst fyrir Ólaf konung mælti Gunnlaugur þessi orð “Hvar komu feður okkar þess, að faðir minn væri eftirbátur föður þíns, hvar nema alls hvergi? Skal og svo með okkur vera ” þetta sýnir hverstu stórt Gunnlaugur leit á sig og eftir þetta átti Hrafn eftir að hefna sín með því að kvænast Helgu heitkonu Gunnlaugs.
Áður en Gunnlaugur var kominn aftur til Íslands var Hrafn búinn að kvænast Helgu þrátt fyrir ósætti hennar. Þegar Gunnlaugur kom til Íslands og frétti þetta skoraði hann Hrafn á hólm. Þar sem að hólmgöngur urðu bannaður á Íslandi rétt eftir þetta ákváðu þeir að fara til útlanda í hólmgönguna. Þetta endaði þannig að hólmgangan fór fram í Lifangri. Eftir nokkar samræður um hólmgönguna endaði það með að með Hrafni í liði voru frændur hans, Ólafur og Grímur og með Gunnlaugi m.a. frændi hans Þorkell svarti. Gunnlaugur drap bæði Ólaf og Grím en Þorkell barðist við Hrafn og féll. Það endaði með því að allir förunautarnir féllu. Þá voru þeir tveir eftir Gunnlaugur og Hrafn. Gunnlaugur hjó annan fótinn af Hrafni. Gunnlaugur vildi þá ekki berjast við hann lengur því að hann væri örkumlaður. Hrafn sagði að hann vildi berjast áfram ef Gunnlaugur færði honum vatnssopa. Gunnlaugur sagði að hann myndi gera það ef Hrafn myndi lofa því að svíkja hann ekki.Hrafn gerði það og Gunnlaugur sótti vatn í hjálminn sinn. Þegar hann kom með vatnið hjó Hrafn hann í höfuðið. Þeir börðust áfram og sigraði Gunnlaugur (Hrafn féll). Gunnlaugur lést síðan þremur nætum síðar og var hann jarðaður í kirkju. Ekki segir meira frá Gunnlaugi það sem eftir er sögunni.
Það sem mér finnst merkilegt við hina merku sögupersónu Gunnlaug Ormstungu er það hversu ákafur hann var í skaplyndi (eins og ég skýrði frá í textanum fyrir ofan). Ég vona að þú kæri lesandi hafir haft gagn og gaman að ritgerð þessari og hafir notið lesturins til hins ýtrasta.