Isaac Newton var Enskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur omfl. og vann að mestu leyti að vísindum og hefur komið með ein gagnlegustu og mikilvægustu lögmál eðlisfræðinnar.
Hann fæddist 4. janúar árið 1643, faðir hans, Isaac hafði dáið þrem mánuðum fyrir fæðingu hans og seinna giftist mamma hans örðum manni sem fór illa með Isaac svo hann flutti til ömmu sinnar og byrjaði þar að hefja skólanám og lærði í Grantham kóngaskólanum og þar varð hann algjör “proffi”, þ.e.a.s stóð sig mjög vel og var besti námsmaðurinn þar.
Þegar hann var orðinn 19 ára og var gjörsamlega sokkinn ofan í námið varð hann ástfanginn og var það í fyrsta og eina skiptið sem það gerðist fyrir hann en sú kona sem hann hreifst af (man ekki hvað hún hét) giftist öðrum manni eftir að Isaac hafði reynt að ná sambandi við hana og eftir að hún gerði það, brotnaði Isaac niður og hann giftist semsagt aldrei á lífsleiðinni.
Stuttu eftir að hann lauk námi, byrjaði hann að hafa áhuga á vísindum og vísindastörfum og byrjaði hann þá að vinna með vísindi og var hann þá að vinna með Leibniz í ýmsum eðlisfræðistörfum og hönnuðu þeir saman td. fyrstu reiknivélina með deildareikningi og vann hann mörg störf með honuum og öðrum eðlisfræðingum og varð vel vinsæll meðal þeirra.
Svo mörgum árum seinna þegar Isaac sat við hús sitt, í garði sínum undir stóru eplatréi og las bók, þá féll eitt epli beint á höfuðið á honum og má segja að það var þetta eina epli sem opnaði augu hans, því að eftir að það hafði fallið í haus hans þá fór hann að velta fyrir sér afhverju hlutir falla beint niður í frjálsu falli og kom hann með þá tilgátu að það hlyti að vera einhver einasti kraftur sem ylli því að það gerðist.
Hann byrjaði svo að vinna hart að rannsóknum og lagði nánast aleiguna sína í rannsóknir og tók hann mörg ár að vera að því.
Því lengra sem hann fór með rannsóknirnar, því meira áttaði hann sig á tilverunni og í framhaldi af þessu öllu saman setti hann fram sitt fyrsta hreyfingarlögmál; Lögmálið um Tregðu, þetta lögmál felur einfaldlega í sér að hlutur geti ekki færst úr stað nema a að hann verði undir áhrifum utanaðkomandi krafts. Þetta lögmál vakti mikla athygli og gerði hann enn meira frægan, en þetta var þó ekki mikið í saman burði við það sem hann átti eftir að koma með.
Ekki mjög löngu seinna þegar hann var aftur kominn á kaf í sömu rannsóknirnar, setti hann fram sitt annað hreyfingarlögmál; lögmálið um tengsl krafts, massa og hröðunnar, þetta lögmál felur í sér að kraftur sem verkar á hlut jafngildir margfeldi af massa hans og hröðun. þetta lögmál vakti minni athygli og ekki alltof mikla en samt einhverja, svo að Isaac var fljótur að snúa sér aftur að rannsóknum sínum og setti þá fram þriðja og síðasta hreyfingarlögmálið; lögmálið um átak og gagntak, lögmálið felur einfaldlega í sér að í hverjum verknaði megi finna bæði átak og gagntak, þe. að þegar hlutur verkar með krafti á annan hlut, þá verkar hluturinn með sama mótkrafti á hinn hlutinn, þetta tengist að sumu leyti einu af fimm einkennum lífvera, viðbrögð við áreiti. Þetta lögmál vakti gríðarlega athygli og þótti mikið afrek í eðlisvísindum og þarna var Isaac búinn að tryggja sitt nafn á spjöld sögunnar.
Stuttu eftir allt þetta fór Isaac í kirkju og lét gera sig að riddara, og fékk þá titilinn Sir Isaac Newton og veitti það honum mikinn heiður og var hann nú orðinn forríkur og frægur og átti allt sem maður gætti hugsað sér að eiga.
En hann vildi ekki hætta honum fannst eins og að hann væri ekki fullkomlega búinn að ljúka rannsóknum sínum varðandi kraftinn sem verkaði á eplið sem féll á hann mörgum árum áður. Svo hann settist aftur við skrifborð sitt og tók aftur fram vísindastörfinn eftir þetta langa frí og byrjaði að nýju.
Þetta verkefni var það verkefni sem tók Newton lengstan tíma og hann var nánast orðinn gleymdur meðal fólks á öllum þessum tíma. En svo einhverjum árum eftir setti hann fram lögmálið sem átti eftir að verða arfleifð hans, en það var nefnilega þyngdarlögmálið, og það lögmál felur einfaldlega í sér og að Newton hélt því fram að hlutur félli með hröðun vegna þyngdarkrafts sem verkar milli hlutarins og jarðar og byggði hann þetta lögmál sitt að stórum hluta á kenningu Galíleos, að jörðin snerist um sólina.
En semsagt með þessu lögmáli var honum fagnað eins og hetju og í dag er hann þekktur sem einn merkasti vísindamaður sem uppi hefur verið.
Nú eftir alla þessa fögnuði og frægð og frama, ákvað Newton að draga sig í hlé, enda orðinn gamall, og þá fluttist hann til London og fékk góða vinnustöðu þar. Seinna var hann þar gerður forseti konunglega samfélagsins í London og lifði hann þar hamingjusamur.
Ekki mjög mörgum árum seinna dó hann, þann 20. mars árið 1727, þá 84 ára að aldri og fór jarðarförin fram í Westminster klaustri. Hann eignaðist engin börn á ævinni og var aldrei giftur.
Fáum vísindamönnum hefur tekist eins vel upp og Newton, oft hefur verið reynt að afsanna lögmál hans en engin hefur náð því, það var einfaldlega ómetanlegt það sem hann gerði fyrir eðlisfræðina.
Þetta var nokkurnveginn ævisaga Isaac’s Newton, það gætu vel verið einverjar staðreyndavillur í greininnni, þar sem að ég skrifaði greinina mest eftir mínu eigin minni en ég tel þetta mest vera rétt.
En endilega kommentið og njótið:D…