Sendi þessa grein inná stjórnmál en ákvað að senda hana einnig hingað eftir að áskorun þess efnis hafði borist. Njótið.
Jónas Jónsson
Jónas Jónsson fæddist í Hriflu, sem er lítið þorp í Þingeyjarsýslu, hinn 1. maí, 1885. Jónas stundaði nám við Möðruvallaskóla en þá komu hæfileikar hans í ljós. Jónas var nefnilega mjög gáfaður en sú snilligáfa nýttist honum vel seinna, á ferli sínum sem stjórnmálamaður.
Árið 1905 sótti Jónas um inngöngu í Latínuskóla Reykjavíkur, núna MR en Steingrímur Thorsteinsson, þáverandi skólastjóri hafnaði beiðni hans og Jónas fékk ekki inngöngu. Jónas komst hinsvegar í Ruskin College í Oxford og stundaði þar nám.
Árið 1909 kom Jónas svo heim. Þá fór hann að snúa sér að stjórnmálum og 1922 gerðist hann landskjörinn þingmaður og 5 árum síðar dómsmálaráðherra. Jónas var talinn höfundur íslenska flokkakefrisins. Einnig átti Jónas stóran þátt í uppbyggingu SÍS(samband íslenskra samvinnufélaga)og var hann mikilvægur hlekkur í því að koma bönkunum undir ríkisvaldið.
Hann var alltaf mjög umdeildur sem stjórnmálamaður enda var hann oft á tíðum óraunsær og ýktur. Þóhöfðaði hann meira til ungmenna en margir ungir menn gerðust fylgjendur hans á sínum tíma og mætti nánast kalla þá lærisveina, svo hrifnir voru þeir af Jónasi aðalega vegna sterks og einstaks persónuleika hans.
Mikið uppþot varð 1930, þegar Jónas hafði skrifað grein í tímarit, þar sem hann lýsti hugmynd sinni um að til ættu að vera þrír flokkar: Einn flokkurinn væri Íhaldsflokkur sem höfðaði til ríka fólksins, svo sem atvinnurekenda. Hinn flokkurinn ætti að verkamannaflokkurinn sem væri vinstrisinnaður og höfðaði til fátækra verkamanna. Á milli þessara tveggja flokka átti svo að vera bændaflokkurinn sem gæti unnið með öðrum hvorum flokknum eftir því sem hentaði best. Þetta olli miklum óróa og deilum. Einkum og sér í lagi voru það læknarnir sem sökuð Jónas um að hleypa einungis framsóknarmönnum í embættin þegar þau losnuðu.
Það reyndist vera rétt að Jónas misnotaði vald sitt og starf til þess að deila út embættum og störfum til vina sinna. Yfirlæknirinn á Kleppi, Helgi Tómasson var svo djarfur að lýsa því yfir að Jónas væri hreinlega geðveikur. Þetta kom víst illa við Jónas og brást hann við þessari yfirlýsingu með því að reka geðlækninn, sem hann sjálfur hafði skipað í embætti einfaldlega. Þetta einstaka mál kölluðu menn ‘stóru’ bombuna. Þar með var deilunum lokið því úr þessu voru menn smeykir við að láta neikvæða skoðun sína í ljós gagnvart Jónasi Jónssyni.
Þessi yfirlýsing Helga um að Jónas hafi verið geðveikur var vissulega ýkt en þó ekki endilega alröng. Jónas var vissulega mjög ýktur í velflestu sem hann gerði á ferli sínum sem stjórnmálamaður en það er ekki sjaldgæft meðal snillinga eins og Jónas Jónsson var tvímælalaust. Þar má nefna það að hann var alltof stjórnsamur og einnig tók hann mikilvægar ákvarðanir sem voru örugglega sniðugar en oft á tíðum alls ekki hugsaðar til botns. Eftir á, þegar í ljós kom að þessar ákvarðanir hans, sem hann hafði tekið í fljótfærni, gengu ekki upp reyndi hann gjarnan að réttlæta þær. Einnig deildi hann embættum út til vina sinna og gerði gróflegan mannamun, sem auðvitað hæfir ekki góðum stjórnmálamanni.
Jónas var einstakur persónuleiki, ekki síður sem stjórnmálamaður. Ekki bara á þann hátt að hann að hann var ýktur, óréttlátur og geðveikur, eins og margir héldu fram, heldur hafði hann líka margt framyfir kollega sína. Hann var mun framsýnni en þeir. Sem dæmi má nefna að hann var mun umburðalyndari gagnvart kvenmönnum en aðrir stjórnmálamenn. Hann taldi rétt að konur ættu að mennta sig og valdi sér kvenmann eftir þeirri kenningu. Jónas var fús til að vinna með konum jafnt og karlmönnum. Þótt Jónas hafi gert mannamun gerði hann síður en svo kynjamun.
Jónas var mjög fjölhæfur. Hann var frábær húmoristi og greinaskrifari og efnilegur rithöfundur yfirleitt. Hann var góður í ensku, sem hann hafði áhuga á frá unga aldrei ásamt því að vera góður framkvæmdastjóri og ábyrgur í starfi og sem fjölskyldufaðir.
Þetta kann að hljóma mótsagnakennt vegna þess sem kom fram áður í ritgerðinni en þetta er vissusega sannleikin Að frátöldum atvikum þar sem Jónas gerðist of ákafur og hugsaði málin ekki til botns vegna eftirvæntingar, kemur þetta heim og saman. Jónas Jónsson frá Hriflu lést 19. júlí 1968 og það má með sanni segja að hann hafi sett svip sinn á íslandssöguna.