Rauði barónin (Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen) fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann lauk herþjálfun 19 ára og gekk til lið við riddaraliðssveir Alexanders III Rússlandskeisara.
Í fyrstu heimsstyrjöldinni var hann njósnari fyrir riddaraliðssveitina á bæði vestur- og austurvíglínunni. Árið 1915 sótti hann um að komast í flugherinn og fékk að ganga í hann. Manfred ákvað að verða flugmaður eftir að hafa kynnst hinum fræga flugkappa Oswald Boelcke (1891-1916).
Eftir að hann lauk flugþjálfun valdi Boelcke hann til að ganga til liðs við úrvalssveit orrustuflugmanna sem hann fór fyrir.
Manfred vann sinn fyrsta flugbardaga yfir Cambrai í Frakklandi þann 17. september 1916.
Til að minnast þess bað hann vin sinn, sem var skartgripasali í Berlín, að gera fyrir sig silfurbikar og grafa í hann dagsetningu bardagans og gerð flugvélarinnar sem hann sigraði. Hann hélt þessari hefð áfram allt þar til lokað var fyrir flutningsleiðir silfurs til Þýskalands, en þá átti hann 60 bikara.
Fljótt kom í ljós að Manfred var góður flugmaður. Hann var þó ekki álitinn sá allra besti, margir aðrir þóttu sýna meiri flughæfni.
Manfred var hins vegar brátt þekktur fyrir að vera öruggur og varkár flugmaður sem fylgdi mjög nákvæmlega þeim reglum um flugorrustur sem Boecke hafði skilgreint, og þetta virtist lykillinn að velgengni hans í háloftunum.
Richthofen öðlaðist fljótt ýmis viðurnefni en þekktastur er hann undir heitinu sem bandamenn gáfu honum, “The Red Baron” eða rauði baróninn, en hann flaug alltaf rauðri orrustuflugvél.
Á ferli sínum vann hann 80 sigra og var þar með sigursælasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldarinnar. En sigurgöngu hans lauk skyndilega þann 21. apríl árið 1918 þegar hann var aðeins 26 ára. Hann hafði verið að veita vél bandamanna eftirför yfir Morlancourt fjallgarðinum nálægt ánni Somme í Frakklandi. Skotið var á vélina einu skoti og hæfði það Richthofen í brjóstið. Hann náði að nauðlenda vélinni en lést skömmu síðar. Atvikið þótti um margt sérstakt þar sem þetta var talið vera eina skiptið sem Richthofen flaug ógætilega og brá út af reglum Boecke.

Sumum þykir liklegt að Manfred hafi þjáðst af heilaskaða af völdum áverka úr fyrri orrustum eða af svokallaðri bardagaþreytu og þetta hafi valdið því að hann hafi brugðið útaf reglum Boecke.


Mér finnst Manfred von Richthofen vera ein mesti stríðsgarpur heimsstyrjaldanna tveggja og vel þess verðugur að skrifa grein um.