Benito Mussolini
Benito Mussolini
Inngangur
Benito Mussolini (Il Duce) var einn af þeim mönnum sem hafði hvað mest áhrif á gang seinni heimsstyrjaldarinnar .
Því finnst mér viðeigandi að skrifa um líf hanns og hvernig þessi ósköp venjulegi járnsmiðssonur varð svona voldugur, og hvernig hann náði svona góðu taki á ítölsku þjóðinni og fleirum.
Æska og byrjun stjórmálamanns
BenitoMussolini var fæddur 29. julí árið 1883 í bænum Predappio. Faðir hans, Alessandro, var járnsmiður og móðir hans, Rósa, var kennari. Mussolini þótti ekkert sérstaklega glæsilegur á velli, hann var lágvaxinn og fitnaði nokkuð með árunum, þó svo að hann reyndi sitt besta til að koma í veg fyrir það með ströngum matarkúrum. Hann varð snemma sköllóttur en það sem var mest áberandi við útlit hans var hin stóra haka sem hann skaut fram til að sýnast ábúðarfullur. Mussolini var kvæntur konu að nafni Clara og eignuðust þau fimm börn. Svo virðist sem hann hafi haft mætur á fjölskyldu sinni og verið henni góður en þó átti hann fjölda ástkvenna. Líkt og faðir hans þá varð Mussolini sósíalisti. Hann lauk menntun í skólastjórnun árið 1901. Árið 1902 fluttist hann til Sviss en gat hvergi fundi fasta vinnu þar. Hann var handtekinn fyrir flæking og var rekinn frá Sviss. Mussolini fór þá aftur til Ítalíu og gekk í ítalska herinn og þótti standa sig vel en slasaðist illa þegar sprenging varð nálægt honum sem drap fimm félaga hans. Lengi eftir varð hann að nota hækjur. Hann fór þá til Austurríkis og tók hann við að starfa við dagblað í bænum Trento árið 1908. Á þessum tíma skrifaði hann bók sem hefur enska heitið The cardinal’s mistress. Síðar var hann svo rekinn frá Austurríki og varð þá ritstjóri sósíalista blaðsins La Lotta di Classe. Á þessum tíma var hann með þver öfugar skoðanir á sósíalisma og pólitík en hann hafði síðar.
Byrjun fasisma
Eftir heimsstyrjöldina fyrri stofnaði Mussolini dagblaðið Popolo d’Italia og skipulagði fasista sem hernaðarlegan þjóðernisflokk til þess að sigra sósíalista. Hann vonaðist til að heimsstyrjöldin myndi leiða til þess að samfélagið hryndi svo hann kæmist til valda. Lið hans, svartstakkar, fóru til Róm í október 1922. Þar gerði hann sig að einræðisherra með ofbeldisaðferðum, það er að segja, morðum. Ástæður þess að honum tókst þetta eru þær að eftir stríðið ríkti alger óstjórn á Ítalíu. Fátækt var mikil og atvinnuleysi ríkjandi. Þjóðin fagnaði því leiðtoga sem virtist vera sterkur og vildi trúa því að hann myndi hefja Ítalíu til vegs og virðingar á ný. Stjórnunaraðferðir Mussolinis voru ofbeldi og kúgun af öllu tagi. Hann náði þó að sættast við páfan og katólsku kirkjuna og var Vatikanríkið stofnað með Lateransamningnum árið 1929. En Mussolini átti sér þann draum að stofna nýtt Rómarveldi og leggja undir sig öll löndin við Miðjarðarhafið. Hann kom á leppstjórn í Albaníu og réðist síðan ínn í Abbyssiniu (Eþíópíu) árið 1935 og lagði hana undir sig ári síðar. Þessu mótmælti þjóðabandalagið og varð það til þess að Mussolini gekk í bandalag við Þýskaland sem hafði sagt sig úr þjóðabandalaginu árið 1933. Hann studdi Franco í spænsku borgarastyrjöldinni 1936-1939 og gerði þar með út um allar sættir við Frakkland og Bretland. Á leiðtogafundinum í Munchen kvaðst Mussolini vilja vinna að friði í Evrópu en með stálbandalaginu við Hitler árið 1939 var orðið ljóst að Þýskaland hafði yfirhöndina og Mussolini varð að sætta sig við það að Hitler innlimaði hvert ríkið á fætur öðru í Þýskaland.
Seinni heimstirjöldinni
Árið 1939 innlimaði Mussolini Albaníu til Ítalíu. En þó ákvað hann að vera hlutlaus í stríðinu uns hann væri viss um hver myndi vinna.
10. júní 1940 lýsti Mussolini yfir stríði á hendur Frakklandi og Bretlandi og 28. oktober 1940 gerði Mussolini árás á Grikkland með takmörkuðum árangri. Eftir það varð öllum ljóst að Ítalía hafði ekki mjög öflugan her. Ítalía varð illa úti eftir hrikalega gagnárás grikkja sem að varð til þess að einn þriðji hluti Albaníu var lagður í rúst. Hitler neiddst til að hjálpa Mussolini með því að ráðast á Grikkland. Í juní 1941 lýsti Mussolini yfir stríði á hendur Sovétríkjunum. Einnig lýsti hann yfir stríði við Bandaríkin í Desember.
Upphafið að endalokunum
Sumarið 1943 ruddust herir bandamanna upp Ítalíustígvélið. Þá snéru fyrrum stuðningsmenn Mussolinis sér gegn honum enda höfðu herir Ítalíu alls staðar verið sigraðir og ítalskur efnahagur að riða til falls.