Ég og bekkjarfélagar mínir fengu það efni að við ættum að gera stutta ritgerð um eitthvað sem gerðist í sögunni Hrafnkelssaga Freysgoða. og ég valdi ritgerðarefnið Freyfaxi.

————————————————-

Freyfaxi

————————————————-

Formáli

Snemma á landnámsöld var maður er bar nafnið Hrafnkell. Í eigu hanns var hesturinn Freyfaxi, bleikálótur að lit. Þessi hestur átti eftir að verða stórt atriði í stórri sögu. Sögu sem átti eftir að marka dauða, sorg og hörmungar. Það er einungis spurning hvernig, hvernig átti einn hestur að marka dauða manna? Ég set mér fram þá spurningu og mun reyna að svara henni best er ég get í þessari frásögn.

————————————————-

Hrafnkell kemur til Íslands

“það var á dögum Haralds kóngs hins hárfagra Hálfdanarsonar hins svarta, Guðröðursonar veiðikóngs, Hálfdanarsonar hins milda og hins matarilla, Eysteinssonar Freys, Ólafssonar trételgu Svíakóngs,”-(1) að maður einn er bar nafnið Hallfreður kom til Íslands með konu sinni og syni sínum. Þau komu fyrir neðan Fljótsdalshérað. Sonurinn Hrafnkell var 15 vetra gamall, mannvænn og gervilegur.
Þegar Hrafnkell varð fullorðinn flutti hann í Hrafnkellsdal og reysti þar bæ sinn, Aðalból, og reisti hann hof mikið. Hann varð goðorðsmaður Jökulsdalsmanna. Af öllum guðunum í hinni heiðnu trú hafði Hrafnkell mestar mætur á guðinum Frey. Honum gaf hann allar eigur sínar til helminga. Gripur sá er Hrafnkell hafði mestar mætur á var hesturinn Freyfaxi, bleikálóttur að lit, þennan hest gaf Hrafnkell guðinum Frey til helminga við sig sjálfan. Hrafnkell elskaði hest þennann fremur en allt annað sem hann átti. Hrafnkell strengdi þess heit að hann myndi drepa þann er myndi ríða honum annar en hann sjálfur.

Hrafnkell fær Einar Þorbjarnarson til vinnu


Ungur maður hét Einar Þorbjarnarson. Faðir hanns hafði mælt fyrir að hann skyldi vinnu sér leita vegna þess að faðirinn hafði eigi efni á að hafa hann hjá sér og að Einar væri dugmikill og myndi ná langt og þyrfti að fara að vinna. Einar áhvað að reyna að ráða sig í vinnu hjá Hrafnkeli Hallfreðssyni. En Hrafnkell mælti fyrir:
“Eg geri þér skjótan kost. Þú rekur heim fimmtán tigu ásauðar í seli og viða heim öllum sumarviði. Þetta skaltu vinna til tveggja missera vistar. En þó vil eg það skilja á við þig einn hlut sem aðra smalamenn mína. Freyfaxi gengur í dalinn fram með liði sínu. Honum skaltu umför veita vetur og sumar. En varnar býð eg þér á einum hlut. Eg vil aldrei að þú komir á bak honum hversu mikil nauðsyn sem þér er á því að eg hef allmikið um mælt að þeim manni skal eg að bana verða er honum ríður-(2)
Einar tók þessu boði, en Hrafnkell mælti fyrir, “ það er forn orðskviður að veldurat sá er varir-(3). Að því mæltu náði Einar í föggur sínar á heimabæ sínum og flytur að Aðalbóli.

(1) & (2) & (3) -Ragnar Ingi Aðalsteinsson-Hrafnkellssaga Freysgoða

————————————————-

Freyfaxi notaður-Hefndin

“Síðan var fært í sel fram í Hrafnkelsdal þar sem heitir að Grjótteigsseli.”-(4) Einar vann vel svo að aldrei vantaði sauð. En þegar sumarið var hálfnað vantaði 30 sauði. Hann leitar um allt en finnur þá ekki. Þannig lá sú vika að hann fann eigi nokkurn sauð. hann taldi sig verða fljótari að finna þá ef hann hefði hest. Hann fór að hrossum er voru honum nálægt. Öll hrossin hlupu burt er Einar kom að þeim, nema Freyfaxi sem stóð þar kyrr. Einar hugsaði að Hrafnkell myndi eigi komast að því þótt hann myndi ríða Freyfaxa. Hann fer á bak honum og ríður leiðar sinna í leit af sauðunum. Hann spyr alla þá smalamenn er hann hitti hvort þeir hefðu séð sauðina. Loks finnur hann sauðina eftir mikla leit og fer af baki, Freyfaxi var votur og allur drullugur. Hann tekur á sprett og hleypur heim að Aðalbóli, þar er Hrafnkell var. Er hann sá að einhver hefði riðið honum áhvað að hann myndi drepa þann er hafði gjört það. En hann fór að sofa, og áhvað að bíða uns morgun kæmi.
Er hann vaknaði morguninn eftir tók hann til blá klæði og öxi. Hann ríður að þeim stað er Einar var við vinnu að telja sauði. Hrafnkell spyr hvort Einar hefði riðið Freyfaxa. Hann segist eigi geta þrætt fyrir það, og Hrafnkell reið exi á lofti og drap Einar. Hrafnkell ríður heim að Aðalbóli og segir sú tíðindi að hann hafi drepið Einar.
Þegar Þorbjörn heyrði um verknað þennann varð hann reiður og hann vildi fá málaferli á hendur Hrafnkelli fyrir þennan verknað. Hann fékk sér til liðs frænda sinn Sám. Á næsta Þingi fengu þeir frændur til liðs við sig Þjóstarsyni sem fundust dráp Hrafnkells eigi réttlát. Þeir fengu Hrafnkell sekann og var hann dæmdur þeim dómi að það myndi verða gerður féránsdómur á honum. Sámur, Þorbjörn og Þjóstarsynir náðu á sitt vald Aðalból og allar hans eigur. Þeir hrekja Hrafnkel í burtu, Brenna hofið er hann hafði byggt. Og Sámur tók við goðorði Hrafnkells og bæ.


(4) - Ragnar Ingi Aðalsteinsson-Hrafnkellssaga Freysgoða

————————————————-

Freyfaxi drepinn

Sámur tók þá ákvörðun að sú hremming er hafði hennt Einar væri hestinum Freyfaxa að kenna, svo, til að hindra frekari hremmingar gerðu þeir er hér er sagt:
“Þeir leiða nú hestinn ofan eftir vellinum og fram undir ánni. Fyrir neðann bæinn standa hamrar stórir og foss einn. Þar var einn hylur djúpur. Þeir leiða hestinn fram á hamarinn. Vestfyrðingar létu húðfat eitt á höfuð hestinum, taka síðan mjög digrar stangir og setja í síður honum, binda stein við hálsinn, ganga síðan á stengurnar, hrinda honum af fram og týna honum heitir þar síðan Freyfaxhamar .”-(5)

(5) - Ragnar Ingi Aðalsteinsson-Hrafnkellssaga Freysgoða

————————————————-

Niðurlag

Nú höfum við séð að hesturinn Freyfaxi átti eftir að marka stór tíðindi í þessari sögu. Hann átti eftir að marka dauða Einars sonar Þorbjarnar, sem átti svo eftir að valda dauða tugi annara manna sem ekki er minnst af í þessari frásögn. Lesendur hafa séð að skrifandi þessarar ritgerðar hafi neyst til að fara aðeins út fyrir efnið, en sú skýring er að það er til að sýna sögusvið sögunnar, og þá er komu við sögu í frásögninni. Ég tel mig hafa svarað þeirri spurningu ágætlega hvernig hesturinn Freyfaxi hafi valdið dauða manna, með þessari frásögn.