Persaveldi
Persar eru partur af Aríska ættartrénu og eru frá Mið-Asíu. Þeir réðust inn í Íran á 11. öld fyrir Krist. Þeir voru hirðingjar en urðu góðir hermenn vegna erfiðra lifnaðarhátta. Þeir urðu stórveldi um 550 f.kr undir stjórn Kýrosar. Veldi þeirra náði frá Indlandi og til Þrakíu og Egyptalands. Ríki þeirra var þá stærsta og skipulagðasta sem heimurinn hafði séð með góðum vegum meðal annars konungsveginn 2500 km langa frá Sardis til Súsa og póstþjónustu sem var frábærlega skipulögð og sagt var að ekkert færi hraðar um á þessari jörð en sendiboðar Daríosar mikla Þeir skiptu ríkinu í 20 Jarlsdæmi.
Jarlsdæmin voru uppfinnig Daríosar mikla því þegar Kambýses féll frá logaði landið í byltingum. Á tímum Kýrosar og Kambýsesars var ríkið í rauninni laustengt ríkjasamband. Daríos barði byltingarnar niður skipti hann landinu niður í þessi 20 jarlsdæmi lét svo hershöfðingja, jarl og innanríkisráðherra stjórna þeim (stjórnendur voru hafðir 3 svo enginn yrði of valdamikill). Svo var hálfgerð leyniþjónusta ;,Augu og eyru konungs” sem fylgdist með þeim.
Á stjórnarárum Kýrosar og Kambysesars fékk ríkið gróða frá landvinningum. Ríkið fékk skatt frá hinum sigruðu eftir þeirra venjum og siðum (sigruðu þjóðanna). Darios breytti þessu og lét reikna út hve mikið hvert Jarlsdæmi gæti gefið af hendi. Skatturinn gat verið gull, silfur, korn og reykelsi eða bara hvað sem er. Daríos hafði myntkerfi sem var mikið notað en þú voru vöruskipti enn mjög vinsæl. Undir stjórn Daríosar var Persaveldi mesta fjármálaveldi í heimi.
Her Persa var undirstaðan í landvinningum þeirra. Mest virðingar verðasta deild hernum var lífvörðurinn ,,Hinir tíuþúsund ódauðlegu” mest Persneskir og Medískir úrvalshermenn sagt var að ef einhver dó hljóp einhver í skarðið. Persneskir konungar gátu kallað til risa her á stríðstímum en áttu þó líka stóran fastaher sem var settur í hvert Jarlsdæmi á hernaðarlega mikilvægum stöðum. Helstu vopn bæði riddara og fótgönguliða var boginn. Persar kunnu að ríða á hestum svo þeir notuðu ekkert vagna nema svo konungar gætu gefið skipanir og því um líkt. Seinna var mikið um það að Grískir málaliðar væru notaðir því þeir voru bestu hermennirnir. Svo gátu þeir gert út góðan flota á stríðstímum sem miðjarðarhafsþjóðir sköffuðu.
Persar Medar höfðu þrjú trúarbrögð. Helsta er Zaþústratrú sumir segja að trúin hafi verið fundin upp 588 f.kr aðrir 1200 f.kr. Ahura mazda er góður guð elds en Ariman er illur. Maður á að vera góður til að leggja Ahura mazda lið því í heiminum er hálfgert stríð milli góðs og ills eða asha (sannleikur) og druj (lygar) Einnig var trúað á Míþras (sólguð) og Magi sem var galdratrú.
Persar voru mjög umburðarlyndir gangvart annara trú og menningu og leyfðu öðrum löndum að hafa sína eigin trú og menningu þótt þær væru skattskyldar Persum.
En eins og öll stórveldi féll Persaveldi. Það hrundi eins og spilaborg þegar Alexander réðst á Persaveldi 334 f.Kr og náði því frekar auðveldlega. Sigraði Persa við Graníkos, Issos og Gaugamela og rústaði svo Persepólis. Daríos 3. var svo drepinn af Jörlum sínum.
Heimildir
Alexander Mikli sonur guðanna. Alan Fildes og Joann Fletcher. Þýðandi. Jón þ. Þór. Hólar. Akureyri 2004.
World Religions: 2002. Times books London. 77-85 Fullham Palace Road. Hammersmith,London w6 8jb.
Þróun Siðmenningar. 1983. Aðalritstjóri:Chester Fisher. Ritstjórar: Lynne Sabel,John Rowlstone,Bridged daly. Örn og Örlygur. bls 49-52.
Saga Mannkyns Ritröð AB. 2.bindi. Samfélög hámenningar í mótun 1200-200 f.KR. Rudi Thoomsen. Þýðandi: Gísli Jónsson. Ritstjórar: Knut Helle,Jarle simensen,KåreTønneson,SvenTägil Almennabókafélagið. 1988. Bls 117-131.
Alfræði í máli og myndum. Ritstjórar. Sigríður Harðadóttir og Hálfdan Ómar Hálfdanarson. Aðtoðar ritstjóri Dóra Hafsteinsdóttir. Dorling Kindersley. Þýðing og umbrot: Sigríður Harðardóttir, Hálfdán Ómar Hálfdanarson, Dóra Hafsteinsdóttir, Jón D. Þorsteinsson. Bls 411
.