Vil benda á að þetta er hluti af ritgerð sem ég skipti upp til að hæfa betur áhugamálum. Hinn hlutann sendi ég inná stjórnmál, þar sem þetta var aðallega um alþingi!

Stríðið og hernámsárin


Íslendingar töldu að þeir ættu rétt á að slíta sambandi við Dani og stofna lýðveldi, þar sem Danir hefðu ekki staðið við sinn hluta sambandssamningnum. Fólk byrjaði þá að skiptast í tvo flokka, Hraðskilnaðarmenn, þeir vildu slíta sambandi við Dani strax, og Lögskilnaðarmenn, sem voru þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að sýna Dönum smá tillitssemi og vildu bíða þar til eftir stríð. Samþykkt var að stofna lýðveldi um leið og sambandinu við Dani hefði verið formlega slitið. Á endanum var svo efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu og sammþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta (um 97%), að sambandi milli Danmerkur og Íslands skildi slitið og lýðveldi stofnað. Það var svo stofnað formlega þann 17. júní 1944. Björn Þórðarson, forsætisráðherra utanþingsstjórnarinnar, las upp yfirlýsingu þess efnis en hann hafði verið í hópi Lögskilnaðarmanna. Mér persónulega finnst að það hefði verið hægt að bíða aðeins lengur með að lýsa yfir sjálfstæði Íslendinga, því að konungur Danaveldis var í stofufangelsi á þessum tíma og gat í rauninni ekkert gert nema horft uppá svikula fyrrverandi þegna sína slíta sig lausa. En jafnvel þó að mér finnist það núna, er ég ekkert endilega viss um að mér hefði fundist það þá, því að eftir allt saman þá komu hlutirnir aðeins öðruvísi fyrir sjónirnar á fólki og það lifði ekki í sömu aðstæðum og við, og hafði þessvegna ekki sömu valmöguleikana. Hins vegar hafði ríkjandi konungur eða ríkisstjórn meira umburðarlindi og Íslendingar notfærðu sér það, en hefðu kannski átt að bíða þar til eftir stríð, því að það hefði sýnt svolitla samstöðu milli þjóða. Svo að hvort viðhorfið fyrir sig hafði rétt á sér, bæði Hraðskilnaðarmenn og Lögskilnaðarmenn, því að segja má að báðir hóparnir hafi haft rétt fyrir sér á sinn hátt.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.