Stríðsglæpir Vesturveldanna Eins og glöggir sagnfræðiáhugamenn áhugamálsins hafa tekið eftir er okkur stöðugt velt uppúr þeim illvirkjum sem nazistarnir frömdu á árunum 1933-1945, og svo höfum við heyrt ófáar sögur af hefndarverkum sovétmanna í A-Þýskalandi og skipulögðum nauðgunum og þess háttar. En það er nú ekki jafn oft sem við heyrum af stríðsglæpum vestrænu lýðveldanna. Þeir jú hentu tveim kjarnorkusprengjum á borgir sem að mínu mati er hræðilegur stríðsglæpur.

En Bandamenn höfðu nú ekki alveg hreina samvisku. Þar má nefna “The Dachau massacre” þar sem Bandarískir hermenn urðu vitstola af því sem mætti þeim í Dachau fangabúðunum og skutu 50 - 120 SS hermenn sem ætluðu að gefast upp (að sögn sjónarvotta) og svo var farið inn í hús merkt rauða krossinum þar sem særðir þýskir hermenn lágu á sjúkrabeði. Öllum var skipað út þar sem þeir voru skotnir með vélbyssum. En þá kom Colonel Felix L. Sparks yfirmaður og skipaði þeim að hætta en þá höfðu tólf óbreyttir hermenn verið skotnir niður. Sjónarvottar sögðu að bandarískir sjúkra liðar hafi svo látið þá sem eftir voru fá rakvélablöð til að klára verkið.
Nokkru síðar létu hermennirnir nokkra fyrverandi fanga fá skambyssur þar sem þeir misstu sig allveg og drápu um það bil 40 óbreytta og SS hermenn. Sumir voru barðir til dauða með skóflum og fleiru lauslegu.

Árið 1943 myrtu bandarískir hermenn 76 óvopnaða ítalska og þýska herfanga í bænum Biscari (heitir Acate í dag) á Sikiley. Þegar málið fór í rannsókn síðar vitnuðu í ræðu Pattons hershöfðingja fyrir innrásina í Sikiley:

“When we land against the enemy, don't forget to hit him and hit him hard. When we meet the enemy we will kill him. We will show him no mercy. He has killed thousands of your comrades and he must die. If you company officers in leading your men against the enemy find him shooting at you and when you get within two hundred yards of him he wishes to surrender – oh no! That bastard will die! You will kill him. Stick him between the third and fourth ribs. You will tell your men that. They must have the killer instinct. Tell them to stick him. Stick him in the liver. We will get the name of killers and killers are immortal. When word reaches him that he is being faced by a killer battalion he will fight less. We must build up that name as killers.” ( www.wikipedia.org )

, en hann var einnig viðriðinn “The Canicattì slaughter”. En það var í þorpinu Canicatti á Sikiley, sem Þjóðverjar rústuðu á undanhaldi sínu en þegar bandarískar sveitir komu í þorpið voru um það bil tólf óbreyttum ítölskum borgurum og sex börnum fylgt inn í sápuverksmiðju þar sem bandarísk herlögregla skaut þau öll.

Svo má líta á það sem stríðsglæpi þegar Bretar (og Bandaríkjamenn) breyttu mörgum þýskum borgum í rjúkandi rústir þar má helst nefna Brelin, Dresten og fleiri borgir en svo brendu kanadískar sveitir mörg hús í kaldra kola í bænum Friesoythe (telst sem eiginlegur stríðsglæpur)

En svo eru sögusagnir um Marocchinate-fjöldanauðganirnar í ítalska bænum Cassino. Það eru ekki sannanir fyrir því og þær þykja mjög ýktar en sagan segir að hersveit af svokölluðum “Goumiers”, sem voru Marrakómenn sem börðust undir frönsku flaggi, (Marrakó var þá frönsk nýlenda.) hafi nauðgað þúsundum fólks, ekki bara konum, einnig karlmönnum, prestum, börnum og jafnvel dýrum og drepið mörghundruð óbreyttra borgara. Fyrir hersveitinni fór Alphonse Juin hershöfðingi sem síðar fór fyrir dómstóla útaf þessu máli en fyrir bardagann er hann sagður hafa sagt: “For fifty hours you will be the absolute masters of what you will find beyond the enemy. Nobody will punish you for what you will do, nobody will ask you about what you will get up.”
Í Maí 1944 aðstoðuðu þeir Breta við að brjóta aftur Gustav línuna á Ítalíu. Eftir ósigur þjóðverjanna gengu þeir um sveitina rænandi og ruplandi, nauðgandi og drepandi. Þetta og önnur grimdarverk þeirra ollu svo mikilum áhyggjum hjá frönsku yfirherstjórninni að Goumerarnir voru allir sendir aftur til Marrakó.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,