RMS Titanic, seinni hluti “CQD CQD SOS Titanic Position 41.44 N 50.24 W. Require immediate assistance. Come at once. We struck an iceberg. Sinking”

Eitt mesta sjóslys sögunnar átti sér stað úti á Atlantshafi útundan Nýfundalandi í apríl árið 1912. Þegar útafsáætlunarþegaskipið RMS Titanic sökk eftir árekstur við ísjaka í jómfrúarferð sinni. Það var táknrænt fyrir líf ríka yfirstéttarfólksins í Bretlandi eftir Victoríutímann og fyrir fyrra stríð. Þarna eru komnar saman tvær myndir þess þjóðfélags, ríka, snobbaða breska (og ameríska) fólkið og fátækir enskir og írskir útflytjendur, saman komnar í hinu mesta og besta. Nú verður fjallað ýtarlega um slysið og afleiðingar þess.

Fyrri hluti


“Iceberg right ahead”

Þann 14. apríl 1912 stormaði RMS Titanic á 22.5 hnúta hraða (41km/klst) á leið sinni til New York. Fjórum dögum fyrr hafði það lagt úr höfn í Southamton, komið við í Cherbourg í Frakklandi og Queenstown á Írlandi, tekið menn, farm og póst og lagt af stað í hina örlagaríku ferð. Um borð voru 2223 manns þ.e. 899 áhafnarmeðlimir og 1324 farþegar (1. farrými: 329, 2. farrými: 285, 3. farrými: 710)
Sjórinn var spegilsléttur og glampaði á hann af ljósum skipsins og himininn glampaði einnig af stjörnum.

Annar stýrimaður Charles Lightoller byrjaði vakt sína klukkan 18 og átti hún að standa yfir til 22. Fljótlega eftir að hafa klárað kvöldmatinn sinn, tók hann eftir því hversu fljótt hitastigið hafði lækkað eftir að sólin settist. Klukkutíma síðar var hitastigið við frostmark og sjórinn var óvenjulega sléttur. Tuttugu mínútum síðar fór Smith skipstjóri í káetu sína. Klukkan 22 hófu Frederick Fleet og Reginald Lee vakt sína í varðturninum (Crow’s nest) með skilaboðunum “keep a sharp lookout for ice" frá Lightoller. Ísjakaviðvaranir héltu áfram að berast og Titanic sigldi á fullri ferð.

Klukkan 23:30 tóku Fleet og Lee eftir lágri þökuslæðu yfir sjónum framundan
Níu mínútum síðar komu þeir auga á ísjakann og hringdu í brúna.(Þess má geta að ef þeir hefðu haft sjónauka hefðu þeir eflaust getað séð ísjakann fyrr).

Sjötti stýrimaður Moody svaraði símanum og Fleet spurði órólegur “Is someone there?”
“Yes” svaraði Moody.”What do you see?” Fleet svaraði, “Iceberg right ahead!”
“Thank you” sagði Moody og lét fyrsta stýrimann Murdoch sem átti þessa vakt vita að það væri ísjaki beint framundan. Murdoch flýtti sér að ritsímanum og sendi skilaboð til vélarrúmsins að um stoppa og fara fulla ferð afturábak. Svo sagði hann Robert Hitchins sem var á stýrinu að snarbeygja á stjórnborða
Skipið beygði til vinstri og ísjakinn virtist ætla að fara framhjá hægri bóg skipsins. 37 sekúndur liðu og Murdoch beið með öndina í hálsinum.


“They are talking about an iceberg, madam”

Klukkan var 23:40 og flestir farþegar Titanic annaðhvort sofandi eða á leiðinni í háttinn.
Sumir voru þó glaðvakandi, margir fyrstafarrýmisfarþegar voru að spila í reykherberginu, og í setustofu sátu menn og supu koníak. Lightoller hafði farið að sofa eftir vakt sína og Thomas Andrews, faðir skipsins sat inni í káetu sinni og sökkti sér ofan í teikningar og dekkjaplön af skipinu þar sem hann var að hugsa um að skera af les-og skrifherberginu og búa til nýja lúxussvítu. Titanic var meistaraverkið hans og hafði hann farið með í þessa fyrstu ferð til að taka niður punkta um hvað þyrfti að bæta.
Þegar Titanic slekti ísjakann fannst titringur um allt skipið sem sumir vöknuðu upp við. Nokkrir hásetar sátu í vistarverum sínum og spiluðu, þeir urðu glaðir þegar þeir fundu titringinn því þeir héldu að skrúfublað hefði farið og það þýddi að skipið þyrfti að sigla til Belfast og þeir fengu frí. Þegar menn tóku eftir því að vélarnar höfðu stöðvast fóru menn framm á gang og gáðu hvað væri um að vera. Um miðnæti voru margir komnir upp á dekk, farnir að leika sér að ísmolum sem brotnað höfðu úr jakanum. Einn fyndinn náungi í reykherberginu bað um mola í viskíið sitt. En svo fór fólk að hverfa úr kuldanum og skriðu aftur uppí rúmin. Hásetarnir héldu áfram að spila og lífið gekk sinn vanagang.

Klukkan 23:40 lokaði Murdoch vatnsþéttu hlerunum. Fjórði stýrimaður Boxhall og Smith skipstjóri komu til brúarinnar og spurði á hvað þeir hefðu klesst. Murdoch upplýsti hann um hvað gerst hafði og Smith bað Boxhall að kanna framhluta kjalarins.
Boxhall kom aftur eftir 15 mínútur eftir að hafa komist að því að vatnið hafði fyllt uppí fimm vatnsþétt hólf. Titanic hefði getað siglt í höfn með fjögur fremstu hólfin full en þunginn dró framenda skipsins dýpra uns fór að flæða yfir vatnsþéttu skilrúmin. Rétt í þessu kom Thomas Andrews upp í brú. Hann dró framm tekningar og hófst handa við útreikninga. Það var kominn sjór í framrúmið, lestarrúm 1 og 2, póststofuna, ketilrúm 5 og 6 og sjór var fjóra metra yfir kjalarlínu allstaðar nema í ketilrúmi 5. Sem sagt, sirka 91 metra löng rifa var komin á hægri bóg kjalarins. Það var, eins og Andrews sagði sjálfur, stærðfræðileg staðreynd að Titanic hið ósökkvanlega, myndi sökkva. Hann áætlaði að það hefði u.þ.b. tvo tíma ólifaða. Þetta kom eins og blaut tuska í andlitið á Smith skipstjóra. Hann sem aldrei hafði lent í neinu á sínum 30 ára sjóferli og ætlaði að láta þetta verða sína síðustu ferð. Farþegar voru beðnir um að setja á sig björgunarvesti og koma uppá dekk. Flestum fannst þetta hlægjilegt og gerðu að gamni sínu. Klukkan 0:40, klukkutíma eftir áreksturinn var hafist handa við að yfirgefa skipið.


"SOS Titanic sinking by the head. We are about all down. Sinking.”

Loftskeytamennirnir John George Phillips og Harold Bride byrjuðu undir eins að senda CQD og SOS (CQD var standard neyðarkallið á þeim tíma, SOS var að koma inn um þetta leyti. CQD var kall til allra skipa um umsvifalausa aðstoð) Fyrsta skeytið var sent klukkan 0:05, “CQD Titanic 41.44 N 50.24 W”. Nokkur skip heyrðu neyðarköllin, Mount Temple, Frankfurt og Olympic en ekkert þeirra var nógu nálægt til að komast í tíma. RMS Carpathia var næst, 58 sjómílum (107km) og fjórum tímum í burtu. Síðasta skeytið frá Titanic var sent á bilinu 2:15 og 2:20, “SOS SOS CQD CQD Titanic. We are sinking fast. Passengers are being put into boats. Titanic.”

Hér er hægt að sjá öll skeyti sem send voru frá og til Titanic kvöldið og nóttina áður en það sökk.

Fjórði stýrimaður Boxhall tók eftir ljósglætu langt í fjarska til vesturs. Hann sendi því morsskilaboð með morslampa og Smith lét skjóta neyðarblysum á fimm til sex mínútna fresti. Skipið sem þeir sáu var flutningaskipið SS Californian sem hafði setið kyrrt vegna íss og var í 16 km fjarlægð. Klukkan 23 um kvöldið hafði loftskeytamaðurinn á Californian slökkt á loftskeytastöð sinni og farið að sofa. Áhafnarmennirnir þar á bæ tóku eftir flössunum og neyðarblysunum í fjarska og sögðu skipstjóra sínum Stanley Lord frá en hann gerði ekkert, vakti ekki loftskeytamanninn en þeir héldu áfram að fylgjast með ljósunum þangað til þau hurfu. Þeir gerðu sér grein fyrir að þetta var Titanic í jómfrúarferð sinni og héldu að þeir væru að skjóta flugeldum til að fagna. Californian hefði getað bjargað flestum um borð í Titanic og var skipið það nálægt að það hefði getað komist til Titanic klukkutíma áður en það sökk. Stanley Lord var þekktur sem “The captain who did nothing”. Eftir þetta var sett í lög að alltaf þyrfti að vera kveikt á loftskeytastöðvunum í skipum.

Farþegarnir stóðu uppi á dekki, klunnalegir í hvítu korkbjörgunarvestunum sínum og liðu hálfasnalega. Þeir söfnuðust saman í litlum hópum að hverjum bát meðan stafsfólk tóku seglábreiðurnar af þeim og settu ljós og matarbox í þá. Svo voru sveifar settar í gálganna og það brakaði í þeim þegar þeir færðu bátana rólega úbyrðis. Lightoller tók stjórnina bakborðsmegin og hófst handa við að ferma bát nr 4. Smith skipaði að konur og börn færu first. Reglan var að þegar engar fleiri konur vildu fara einar, var nokkrum hjónum hleypt og svo nokkrum einhleypum körlum. En fólkið var tregt við að fara í bátanna og sumir harðneituðu að fara. Fólk trúði ekki að skipið gæti sökkið.

Þriðjafarrýmisfarðþegarnir voru flestir neðanþilja þegar slysið átti sér stað. Þaðan var löng leið uppá þilfar. Þeir fóru upp breiða stiga að setustofunni á E-dekki, framhjá annarsfarrýmisbókasafninu og inn á fyrstafarrýmisvistarverur þar sem oft voru lokaðar með grindverki og mönnum neitaður aðgangur í gegn. Í nokkrum tilfellum voru þessi grindverk brotin upp með afli. En þetta fólk fann sér leið einhvernveginn, sum grindverkanna sem afmörkuðu svæði þeirra voru brotin og þeir komust auðveldlega upp. Sumir klifruðu upp neyðarstiga áhafnarinnar og komust þannig upp á dekk.
Kyndararnir og vélamennirnir sem mokuðu kolum og sáu um að mata vélarnar djúpt ofan í iðrum skipsins vissu ekki hvort þau þeim yrði bjargað eður ei. Þeir hömuðust allann tímann við að halda gufunni í skefjum, dælunum gangandi og ljósunum logandi Þeir áttu litla möguleika á að komast upp undir berann himinn og margir reyndu ekki einusinni. Því til þess að komast upp þurftu menn að klifra þrönga stiga sem var nógu erfitt í bestu aðstæðum. Í slíkum halla með rennandi vatn var það nærri ógerlegt. Þeir kyndarar og smyrjarar og vélamenn sem björguðust voru þeir sem fóru uppá dekk áður en að flæða yfir fimmta vatnsþétta skilrúm.

Klukkan 0:45 var fyrsti stýrimaður Murdock að raða í bát 7 fyrir miðju. Þegar 19 eða 20 manns (báturinn tók 64 manns og höfðu verið prófaður með 70 mönnum innanborðs) voru komnir um borð í björgunarbátinn lét hann hann síga niður. Það var fyrsti báturinn sem settur var í vatnið.
Svo fóru bátarnir einn af öðrum í vatnið, sumir troðfullir og aðrir með skammarlega fáum innarnborðs. Klukkan 0:55 fóru svo bátar nr. 5 og 6, bátur nr. 3 fór klukkan 1:00 og nr. 8 klukkan 1:10 og klukkan 1:12 var bátur nr. 1 sjósettur.
Boxhall fannst ljósin í dularfulla skipinu (Californian) svo nálægt að hann skipaði bát nr. 8 að sigla þangað og koma svo aftur og sækja fleiri. Svo hamaðist hann við að morsa og skjóta flugeldum. Síðustu flugeldunum var skotið klukkan 1:20.
Á meðan öllu þessu stóð stóð hlómsveit skipsins uppi á dekki og spilaði djass og flestir segja (þó það sé frekar umdeilt) að síðasta lagið sem þeir spiluðu hafi verið “Hærra minn Guð til þín”. Allir hljómsveitarmeðlimirnir dóu.


“We've dressed in our best, and are prepared to go down like gentlemen.”

Klukkan 1:30 átti skipið sirka klukkutíma eftir ólifaðann. Fimmti stýrimaður Lowe var að raða í bát nr.14 þegar fólk ruddist að og stukku nokkri uppí bátinn. Í hamaganginum að reyna að bægja karlmönnum frá dró hann up skammbyssu og öskraði “Ef einhver annar reynir þetta, þá er hér það, sem hann fær að launum!” og skaut þrisvar upp í loftið. Murdoch (sem var, í kvikmyndinni Titanic frá 1997, látinn skjóta sig. Það eru engar sannanir fyrir því.) átti í sama basli með collapsible C, þar voru tveir menn búnir að koma sér fyrir í bátnum og Murdoch og nokkrir aðrir sjómenn létu hnefana tala og reyna að halda reglu.
J. Bruce Ismay framkvæmdarstjóri White Star Line hafði verið viðstaddur jómfrúarferð draumaskips síns. Hann lék tvem skjöldum þessa ferð, bæði sem “yfirskipstjóri” og sem farþegi á 1.farrými. Hann gaf skipanir niður í vélarrúmi og þegar var verið að raða í björgunarbátanna. Svo hafði hann fengið Smith til að sigla á fullri ferð og sniðganga ísjakaviðvaranir, “make headlines” og koma degi fyrr til New York eins og hann sagði. Þegar bátur C var að fyllast og átti að fara að lækka hann sinnti Ismay hlutverki sínu sem farþega og laumaði Ismay sér í hann og hefur hann verið mjög gagnrýndur fyrir það. Áður en Titanic lagði upp kom uppástunga um að fjölga björgunarbátunum um borð úr 20 í 48. Thomas Andrews barðist sterklega fyrir því en Ismay þvertók fyrir það. Hvers vegna að hafa svona marga báta á ósökkvandi skipi? Og því fleiri bátar, því minna pláss er fyrir fína fólkið að spóka sig um uppi á dekki.

Klukkan 2:05 var Phillips enn að senda loftskeyti, Bride fór út og náði í björgunarvesti og klæddi hann í það. Svo fór hann fram í svefnherbergi þeirra og tók saman lausa peninga en þegar hann kom aftur hafði kyndari farið inn og byrjaði að losa björgunarvestið af Phillips. Bride hlóp í hann og Phillips stökk á fætur og hófust þá slagsmál í loftskeytaklefanum. Að lokum náði Bride taki á kyndaranum og hélt honum á meðan Phillips barði hann þar til hann lá meðvitundarlaus á gólfinu. Bride of Phillips fóru uppá þakið á stýrimannshúsinu og hjálpuðu til við að losa collapsible A og B, sem voru einu björgunarbátarnir sem eftir voru.
Sjórinn var nú kominn að fótum þeirra og klukkan 2:15 fór brúin alveg í kaf og mennirnir brugðu þá á það ráð að skera á kaðlana og láta bátana fljóta burt. B datt niður og lenti á hvolfi en bátur A flaut ljúflega burt.

Eftir að brúin var farin í kaf byrjaði skipið að sökkva hraðar. Skuturinn reis hærra og hærra og fólk fór að safnast saman aftast í skipinu. Hallinn varð svo mikill að menn gátu ekki staðið í lappirnar. Menn héldu sér í handrið og kaðla og allt lauslegt féll. Allir bátarnir voru farnir og 1500 manns* voru eftir og biðu örlaga sinna. Margir stukku úti og ætluðu að forðast sogið frá skipin er það myndi sökkva. Tónlistin var hætt og menn heyrðu leirtau falla og brotna og brak og dynki í skipinu. Svo brotnaði fremsti reykháfurinn og féll beint framfyrir sig og lenti með miklum látum og kramdi fólk svamlaði þar í sjónum En við það kom alda sem skaut Lightoller og Bride og fleirum sem voru að berjast við að koma colapsible B á réttann kjöl rúmlega 20 metra.
Þá liftist skuturnn svo mikið að menn fóru að renna niður eftir þilfarinu og höfnuðu í sjónum, annar reykháfurinn brotnaði og innan skamms byrjaði skipið að brotna í tvennt á milli þriðja og fjórða reykháfs. Þá glumdu sprenginar er rafmagnslínur slitnuðu og brak í járninu sem slitnaði og skuturinn féll aftur í vatnið. Svo heyrðist sprenging einhverstaðar neðan úr vélarrúmi og ljósin blikkuðu einusinni og dóu svo út. Fólkið í bátunum sat og starði agndofa á stærsta og öruggasta skip í heimi brotna, hálft ofan í sjónum. Ismay þorði ekki að horfa. Hann sat og starði framfyrir sig. Svo losnaði stefnið og sökk í frjálsu falli niður á botn en skuturinn hófst aftur á loft og endaði næstum því lóðréttur. Svo eftir nokkra stund fór skuturinn niður og gylltu stafirnir TITANIC LIVERPOOL hurfu í djúpið.
Í bátunum voru menn orðlausir. Sumir sögðu þó “það er farið”og í bát nr. 5 sat þriðji stýrimaður Pitman og tilkynnti: “Klukkan er tuttugu mínútur gengin í þrjú.”


RMS Carpathia

Brak og brestir glumdu er laskaður risaskutur skipsins sökk. Hundruðir manna voru buslandi í vatninu og kölluðu á hjálp. Bátur A var háflfullur af vatni með fáum innanborðs. Menn komu syndandi óðfluga að honum í ísköldu vatninu. (-2°). B var hins vegar enþá á hvolfi. Fullt af fólki kom syndandi og settust uppá blautann kjölinn. Bride loftskeytamaður var hins vegar undir bátnum. Hann var búinn að vera þar síðan hann valt.
Lengra í burtu sat fólkið í hinum bátunum og horfðu á fólkið svamla í vatninu. Eftir 20 mín ákvað fimmti stýrimaður Lowe að binda saman nokkra báta og færði alla úr bát 14 yfir í 12, 4 og D. Svo fór hann á bát 14 og ætlaði að bjarga fólkinu úr vatninu. En hann var of seinn. Hann náði aðeins fjórum og einn dó innan klukkustundar í bátnum.
Í hinum sautján bátunum var fólk að berjast við samvisku sína hvort það ætti að snúa við eða ekki. En flestum fannst það óðs manns æði að snúa við þar sem fólkið í sjónum myndi hvolfa bátunum. Fæstir bátanna voru fullmannaðir. Í bát 6 voru 28, í bát 5 voru 40 manns, í bát 7 voru 20 manns og í bát nr.1 voru aðeins 12. Allir þessir bátar tóku 64 manns. En sumir voru það nálægt að fólk synti að þeim og allt í allt voru 13 sálum bjargað. Með tímanum urðu ópin veikari og á endanum ríkti grafarþögn.

Klukkan 4:10 sáu menn ljós nálgast og heyrðu í þokulúðri. Út yfir hafið gullu gleðióp og Carpathia sem nálgaðist skaut grænu neyðarblysi til að láta almennilega vita af sér. Klukkan 8:50, þegar síðasti báturinn var hífður upp var lagt af stað til New York. Carpathia sigldi rólega yfir hljóða gröf Titanic og það var ekki mikið eftir af hinu stórfenglega skipi. Nokkrir skipsstólar, púðar, björgunarvesti, gólfábreiða, nokkrar hvítar stoðir og björgunarbátarnir sem voru skildir eftir og tvö lík flutu í lignum sjónum.



What if sagnfræði

Hvað ef Murdoch hefði ekki beygt til vinstri? Hvað ef hann hefði beygt til hægri? Hvað ef hann hefði ekki beygt neitt og klesst beint á ísjakann? Hvað ef varðmennirnir hefðu haft sjónauka? Hvað ef Smith skipstjóri hefði tekið ísjakaviðvarirnar alvarlega og ekki hlustað á Ismay og ekki farið á fullri ferð? Hvað ef Stanley Lord, skipstjórinn á Californian, hefði gert eitthvað? Hvað ef það hefðu verið nógu margir björgunarbátar?
En við getum spurt okkur hvað ef Titanic hefði ekki sokkið? Titanic slysið hafði margar breytingar för með sér. The international ice patrol komið á stofn, Brittish board of trade breytti reglunum um björgunarbáta svo að í staðin fyrir að magn þeirra réðist af þyngd skipsins réðist það heldur af fjölda manna um borð. Vatnsheldu skilrúmin á Olympic og fleiri skipum voru hækkuð og skrokkurinn gerður allur tvöfaldur (svo það má segja að Olympic hafi verið orðið “ósökkvanlegt”) og sett var í lög að alltaf þyrft að vera kveikt á lofstskeytastöðum skipa svo eitthvað sé neft.

Af þeim 2223 sem um borð voru björguðust aðeins 713. Á 1. farrými voru 329 manns og þaðan björguðust 202. Á 2. farrými voru 285 og 118 lifðu af og á 3. farrými voru 706 mannst og aðeins 178 var bjargað. Þar af dóu 53 börn, 52 af 3.farrými og eitt barn af fyrsta farrými. Áhöfnin var allt í allt 899 manns en það lifðu aðeins 215 af.*
Titanic slysið var harkalegt hnakkaskot fyrir heimsbyggðina og sýnir að á hvaða farrými sem maður er og hvaða stétt maður tilheyrir eru allir menn jafnir fyrir Almættinu.


*Enginn veit fyrir víst nákvæmlega hvað dóu margir og hvað margir lifðu af. Sumar heimildir segja að 1635 hafi látið lífið, bandaríska rannsóknin sagði 1517 en sú breska 1490. Breska verslunarmálaráðuneytið sagði 1503 og sú tala er talin sú líklegasta.


Tímalína

Á þessari síðu er hægt að sjá tímalínu sökkvunarinnar samkvæmt nýjustu rannsóknum.
Auðvitað er ekki hægt að vita nákvæmlega hvernig þetta var en svona var þetta sirka.

Mynd 1
23:40 - Titanic rekst utan í ísjakann

Mynd 2
1:20 – fimm fremstu vatnsþéttu hólfin full, byrjað að fælða yfir í hólf sex.

Mynd 3
2:00 – Vatnið komið að nafnplötunum á bógunum. Hólf sex eflaust fullt.

Mynd 4
2:15 – Vatnið komið að brúnni og skrúfurnar koma í ljós.

Mynd 5
2:16 – Eftir að vatnið kemst yfir brúnna byrja hlutirnir að gerast mjög hratt. Fremsti reikháfurinn brotnar af.

Mynd 6
2:17 – Skuturinn rís og nær hæstu hæð sinni. Sirka 30° halla.

Mynd 7
2:18 – Kjölurinn byrjar að rifna í tvennt.

Mynd 8
2:18 – Stóru klumparnir í miðjunni sýna splundrað brak og járnbita. Stefnið sekkur dýpra en skuturinn flýtur og miðparturinn togast í báðar áttir.

Mynd 9
2:19 – Hlutarnir losna hvor frá öðrum og reyna að fara hvor í sína áttina en tvöfaldi botninn á kylinum heldur þeim saman.

Mynd 10
2:19 – Stefnið sekkur týpra og skuturinn virðist ætla með honum.

Mynd 11
2:19 – Tvöfaldi botninn lætur loks undann og stefnið sekkur í frjálsu falli. Aftasti reykháfurinn brotnar af.

Mynd 12
2:20 – Skuturinn rís aftur. Svæðið í kringum þriðja reykháfinn sekkur og lendir nokkur hundruð metrum frá stóru hlutunum.

Mynd 13
2:20 – Skuturinn rís hærra.

Mynd 14.
2:d0 – Skuturinn nær þarna u.þ.b. 90° halla og flítur svona eins og korktappi í smástund uns hann sekkur til botns.


Heimildir
www.titanicstory.com
www.wikipedia.org
www.euronet.nl/users/keesree/
A night to remember eftir Walter Lord
Titanic eftir Leo Marriot
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,