RMS Titanic, fyrri hluti “Not even God himself could sink this ship”

Eitt mesta sjóslys sögunnar átti sér stað úti á Atlantshafi útundan Nýfundalandi í apríl árið 1912. Þegar útafsáætlunarþegaskipið RMS Titanic sökk eftir árekstur við ísjaka í jómfrúarferð sinni. Það var táknrænt fyrir líf ríka yfirstéttarfólksins í Bretlandi eftir Victoríutímann og fyrir fyrra stríð. Þarna eru komnar saman tvær myndir þess þjóðfélags, ríka, snobbaða breska (og ameríska) fólkið og fátækir enskir og írskir útflytjendur, saman komnar í hinu mesta og besta. Í þessum fyrri hluta mun ég fjalla um skipið sem slíkt og annað viðtengt því efni en í seinni hlutanum mun ég fjalla aðallega um slysið.


Royal mail steamer Titanic

Draumurinn um að byggja stærsta og mesta skip í heimi vaknaði hjá J. Bruce Ismay framhvæmdastjóra White Star skipafélagsins og James Pirrie stóreiganda í Harland and Wolff skipasmíðastöðinni árið 1907 þegar samkeppnisaðilinn, Cunard Line státaði af flaggskipum sínum Lusitiania og Mauretania. Þeir söfnuðu fríðu föruneyti teiknara og hannaða eins og Thomas Andrews og Alexander Carlisle sem voru þar hvað mest áberandi var svo smíðað í Harland and Wolff í Belfast á N. Írlandi á árunum 1909 -1911. Þann 31. Maí 1911 var það vígt, þá stærsta farartæki sem gert hafði verið af mönnum.

Það vó 46.328 tonn og var 269 metra langt, 28 metrar á breytt og hæðin frá sjó að dekki var 18 metrar. Skipið gat tekið 3.547 manns (farþegar og áhöfn) og voru tvær gufuvélar sem knúðu þrjár skrúfur og komst það upp í 43 km/klst í besta skapi. Gufuvélarnar gengu fyrir tilstylli 29 gufukatla og 159 kolaofna. Þeir voru mataðir af 825 tonnum af kolum á hverjum degi. Þrír af fjórum reykkáfunum sem Titanic státaði af voru tengdir við vélarrúmið. Sá fjórði var óvirkur og var búinn til til sýnis svo skipið myndi líta betur út.
Botninn á skipinu var tvöfaldur og var skipt í 16 hólf og á milli þeirra voru vatnsþéttar hurðir og þurfti þess vegna eitthvað stórkoslegt að gerast til þess að skipið sykki. Ef að ef gat kæmi á einum stað var hægt að loka því svæði af og þess vegna var skipið hálf ósökkvanlegt. Það gat siglt með fjögur hólf full af vatni en því miður fyltust fimm hólf er það sleikti ísjakann og var það ástæðan fyrir því að það sökk.

Ein mestu mistökin á bakvið Titanic var það að það hafði ekki næga björgunarbáta fyrir alla áhöfnina og farþeganna. Það var reyndar ekki eitt um það, ekkert áætlunarskip á þessum tíma var með næga báta til að allir gætu yfirgefið þau. Á þessum tíma voru reglur um björgunarbáta mjög heimskulegar. Öll skip sem voru yfir 10.000 tonn þurftu að vera með í það minnsta 16 björgunarbáta. Titanic var með 20 og var því vel yfir löglegu lágmarki. 16 af þessum 20 bátum voru venjulegir viðarbátar sem tóku 64 manns (1-16) og fjórir samanbrotnir (collapsibles A,B,C,D). Raunin var sú að bátarnir gátu bara rúmað rétt rúmlega helming farþega skipsins. En menn bjuggust við að svo stórt skip tæki einn til tvo daga að sökkva ef til þess kæmi og þá yrðu bátarnir notaðir til þess að ferja farþega yfir í annað skip sem myndi bíða rólegt við hlið þess þökk sé hinni nýjuppkomnu loftskeytatækni og hinum fjölmörgu skipum sem áttu leið sína yfir Atlandshafið á degi hverjum. En það kom aldeilis í ljós að svo var ekki þegar reyndi á.


Hin fljótandi höll

Titanic var glæsilegt í alla staði. Ekki nóg með það að vera stærsta skip heims og það tilkomumesta, var það einnig það viðhafnarmesta. Annars farrýmis og jafnvel þriðjafarrýmis herbergin voru álíka góð og fyrstafarrýmisherbergi á öðrum skipum. Yfirburðir Titanic voru gríðarlegir. Um borð var leikfimissalur, veggtennissalur, tyrkneskt bað, sundlaugar, rakarastofa og bókasafn svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru fjórar lyftur um borð, þrjár fyrir fyrsta farrými og ein fyrir annað farrými. Um borð í Titanic voru fjórir 400 kilowatta rafalar sem gáfu farþegum þau forréttindi að hafa rafmagnsljós og upphituð herbergi sem þótti mjög mikill lúxus. Rafallarnir voru líka notaðir í upphitun og lýsingu á opnum svæðum, lyfturnar, eldhúsið, kælingu á matarbúrum í neðri dekkjunum, símkerfinu og fleira og fleira, og voru verkfræðingar önnum kafnir við að halda þessu við og gerðu það allar götur þar til skipið sökk.

Það sem þótti flottast af öllum vistarverum skipsins var í aðalstigagangurinn (The grand staircase) sem var auðvitað aðeins opinn fyrstafarrýmisfarþegum. Hann lá frá þilfarinu og niður á E-dekk. Veggirnir voru úr eik og efst uppi var stórt hvolfþak úr gleri sem hleipti sólarljósi inn. Annar svipaður stigagangur var aftar í skipinu. Þarna kom fína og ríka fólkið saman og var samferða inn í reykherbergið eða matsalinn eða að fá sér ferskt loft uppi á dekki og ræða fjár-og stjórnmál. Á daginn gátu fyrsta farrýmisfarþegar rölt um dekkið eða setið í hljóði í les og skrifherberginu. Þeir fóru gjarnan í setustofuna og nutu koníaksglass og tottuðu vindla og fóru svo í matsalinn og borðuðu dýrindismat sem eldaður var af frönskum matreiðslumeisturum í veitingahúsinu um borð, “A la carte restaurant”. Hittust svo aftur yfir vindlunum og pípunum í reykherberginu og fengu sér brandý eða spiluðu. Í reykherberginu, eða reyksalnum voru sófar og borð þar sem menn gátu látið færa sér eftirmiðdagsteið sitt eða kaffi og bakkelsi. Þar var rökkur og var það lýst í gengum litað gler með alls kyns munstri. Það var klætt fínum mahónívið og yfir stóru hlýlegu eldstæði hékk olíumálverk af höfninni í Playmouth. Fyrstafarrýmisherbergin voru 350 og fjórar lúxussvítur. Lúxussvíturnar voru hálfgerðar íbúðir. Þar voru tvö svefnherbergi, baðherbergi og setustofa.
Þriðjafarrýmis vistarverurnar voru ekki eins glæsilegar, en þær þóttu þó frekar góðar miðað við heimili þerra flestra sem voru þar. Þær voru á neðri dekkjum skipsins og voru herbergin í kringum þrönga ganga með rauðu teppi og voru þau mörg hver frekar þröng. Hvítir stálveggir skildu þau að og þau voru ýmis konar með tvem rúmum, fjórum, sex eða átta. Fyrir miðju á F-dekki var svo matsalurinn sem var hvítur með mörgum langborðum. Það voru reyndar tvö herbergi sem skipt voru með vatnsþéttum stálvegg (sem þýðir að þessu mátti fórna ef gat kæmi á skipið á þessum stað). Í þriðjafarrýmis almenningssalnum (Public room) var þó mesta “lúxusinn”að finna. Þar gátu með spjallað, spilað, dansað og um fram allt drukkið. Þarna var píanó sem þótti mjög mikil forréttindi í þá daga.


Hin fyrsta og síðasta ferð

Skip á borð við Titanic þurfti að hlaða upp nóg af mat og vistum. Um borð voru til dæmis, 3,4 tonn af skinku og beikoni, 4,9 tonn af ferskum fiski, 34 tonn af fersku kjöti, 40.000 egg, 36.000 appelsínur, 16.000 sítrónur, 40 tonn af kartöflum, 2 og hálft tonn af tómötum, 4,5 tonn af sykri og fleira og fleira. Einnig voru 6819 lítrar af mjólk, 20.000 flöskur af bjór, 1500 vínflöskur, 15.000 flöskur af drykkjarvatni og 850 flöskur af sterku áfengi svo eitthvað sé nefnt. Svo má nefna 12.000 diska (venjulega dinnerdiska), 1500 kampavínsglös og kaffibolla, 6000 teskeiðar, 5000 skeiðar, 4500 súpudiska, 7500 teppi, 3600 lök, 6000 borðdúka, 40.000 ýmis konar handklæði og 45.000 munnþurkur Athugið að þessar tölur eru flestar eitthvað námundaðar.
En eitt var þó sem ekki var nóg af. Kol. Eftir langvarandi verkfall kolnámumanna í Bretlandi þurfti Titanic að fá “lánuð” kol frá öðrum White Star Line skipum. Þegar Titanic lagði upp frá Belfast var það með 1880 tonn af kolum um borð og í Southampton var öðrum 5892 tonnum bætt við úr þessum skipum.

Á fyrsta farrými Titanic var mikið af fyrirfólki Bretlands og Bandaríkjanna. Þar má nefna framhvæmdastjóra White Star Line, J. Bruce Ismay, Thomas Andrews sem átti drjúgann þátt í hönnun skipsins, Mr. Charles M. Hays forseta Grand Trunk Railroad fyrirtækisins ameríska, John Jacob Astor margmilljarðamæring, Benjamin Guggenheim og síðast en ekki síst, Isidor Straus sem stofnaði verslunarkeðjuna “Macy’s”.
Annarsfarrýmisfarþegarnir voru aðalega fólk í fríi eða áttu bókað far á fyrsta farrými á öðrum skipum White Star Line en skiptu yfir vegna þess að mörg þeirra voru kolalaus og ferðum þeirra frestað til að Titanic gæti lagt að stað á tilsettum tíma.
Á þriðja farrými voru langflestir farþeganna írskir innflytjendur og aðrir “útlendingar”(s.s. ekki Bretar og Bandaríkjamenn(sem voru næstum eingöngu á 1. og 2. farrými)) að leita að nýju lífi í nýja heiminum.


Áhöfn:

Skipstjóri: Edward John Smith
Yfirstýrimaður: Henry Tingle Wilde
Fyrsti stýrimaður: William McMaster Murdoch
Annar stýrimaður: Charles Herbert Lightoller
Þriðji stýrimaður: Herbert John Pittman
Fjórði stýrimaður: Joseph Grove Boxhall
Fimmti stýrimaður: Harold Godfrey Lowe
Sjötti stýrimaður: James Pell Moody

Loftskeytamenn: John George Phillips og Harold Bride
Varðmenn(lookouts): Frederick Fleet og Reginald Lee


Dekkjaskipan

Titanic var skipt niður í níu dekk (hæðir) og hér er nánari lýsing á þeim:(sjó- og skipaorðaforði minn er takmarkaður auk þess er þetta enskt skip svo það er við hæfi að nota ensk orð yfir nöfnin á dekkjunum).

Klikkkið á nöfn dekkjanna til að sjá teikningar.


Þverskurður af RMS Titanic

Boat Deck: Brú, talsöðvarherbergi, vistarverur skipstjóra og stýrimanna, björgunarbátar og leikfimisalur.

Promenade Deck:
1.farr.les- og skrifherbergi, 1.farr.setustofa,1.farr. reykherbergi og The Verandah Café and Palm Court.

Bridge Deck:
1.farr.svítur, tvær 1.farr. lúxussvítur, 1.farr.veitingastaðurinn, á la Carte restaurant og 2.farr.reykherbergi.

Shelter Deck:
1.farr.svítur, 2.farr.bókasafn, 3.farr.setustofa, 3.farr. reykherbergi, einhverjar áhafnarvistarverur, klefar fyrir þernur og þjóna sem fylgdu mörgum 1.farrýmis farþegum. 1.farr.rakarastofa, Skrifstofa læknisins og brytans og fermunarhlerar.

Saloon Deck:
1.farr.matsalur, 1.farr. setustofa2.farr.matsalur, 1.og 2.farr. eldhús, 1.,2. og 3.farr.herbergi, áhafnarvistarverur, 1. og 2.farr.bakarí og kjötverlsun og spítalaálma.

Upper Deck (E):
1., 2. og 3.farr.herbergi, áhafarvistarverur og 2.farr.rakarastofa.

Middle Deck (F):
Sundlaug, Tyrkneskt gufubað, 2. og 3.farr.herbergi, áhafanarvistarverur, 3.farr.matsalur, 3.farr.eldhús og 3.farr.bakarí og kjötverslun.

Lower Deck (G):
Veggtennisvöllur, Pósthús, matarfrystiskápar og kæliskápar, farangursrými, geymslurými farms. Vistarverur áhafnar, og nokkur 3.farr.herbergi.

Orlop Deck:
Vélar og gufukatlar. Kolageymslur, ferskvatnstankar, matargeymslur, vínkjallari, kæligeymsla fyrir farm og farangursrými.


Heimildir
www.titanicstory.com
www.wikipedia.org
www.euronet.nl/users/keesree/
Titanic eftir Leo Marriot.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,