Afríkukapphlaup Cecil Rhodes
Cecil Rhodes var fæddur 1853 og var sonur klerks. Þegar hann var aðeins 17 ára flutti hann frá Bretlandi til Suður Afríku og eftir það átti Afríka hug hanns allan. Farnaðist Rhodes vel í Afríku og ekki leið á löngu þangað til að hann átti demantsnámuna De Beers og voru kaup hans á henni fjármögnuð af Rothschild lávarði, en hann átti eftir að reynast Rhodes mikil hjálp seinna á ævinni.
En Rhodes lét sér það ekki nægja. Á árunum sem fylgdu, 1882-1888, eignaðist Rhodes allar stærstu demantsnámur Suður Afríku, sem þakka mátti góðvini hans Rothschild, og gaf þeim nýtt nafn, Breska suður Afríkufélagið.
Og nú, þegar hann hafði peninginga og pólítískan stuðning, hóf hann áætlanir sínar, að ná öllum löndum frá Suður Afríku til Egyptalands undir Breska stjórn, (áætlun sem hann nefndi “Cape to Cairo”), og byggja lest frá Cairó til Höfðaborgar. Eins og skilja má voru ættbálkar í nágrenninu ekki ánægðir með þetta.
Fyrsta aðgerð Rhodes var að ráðast á Matabele ættbálkin, (Zimbabwe). Þetta gerði hann árið 1893. Börðust Rhodes og höfðingi Matable ættbálksins, Lobengula, oft. Í einum frægasta bardaga þeirra var notuð vélbyssa í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var Maxim byssan alræmda sem átti stóran þátt í hernaðarlegum yfirburðum Breta. Með aðeins 670 mönnum slátraði Rhodes 1700 manna her Lobengula á fáeinum mínútum. Sömdu hermenn Rhodes ”skemmtilegan” söng um bardagann.
“Onward Charterd Soldiers, on to hethen lands,
Prayer books in your pockets, rifles in your hands.
Take the glorious tidings where trade can be done,
Spread the peaceful gospel – with a maxim gun.
Tell the wreched natives, sinful are their hearts,
Urn their heathen temples, into spirit marts.
And if to your teaching they will not succumb,
Give them another sermon with a maxim gun
When the Ten commandments they quite understand,
You their cheif must hocus, and annex their lands;
And if they misguided call you to account,
Give them another sermon – with a maxim from the mount!”
Mér finnst þessi söngur fullkomið dæmi um hugsunarhátt Breta og annara stórvelda, það er í lagi að drepa Afríkubúa, þeir eru bara heiðingjar.
Stríðinu lauk svo 1895 eftir að Rhodes hafði sigrað 18000 manna her Lobengula með aðeins 1100 mönnum.
Gerðist Rhodes frekar sjálfselskur og nefndi landið Rhodesíu.
En Rhodes var ekki eini viðskiptajöfurinn sem vildi völd í Afríku. George Goldie, sem var á unglingsárum sínum smyglari, hafði sömu hugmyndir og Rhodes, að leggja Afríku undir Bretland. En hann vildi leggja öll lönd frá Níger til Níl undir krúnuna.
Og í austur Afríku var Frederick Lugard. Lugard, ólíkt Rhodes og Goldie, var hermaður, og hafði barist í Afganska stríðinu 1878-1880, Súdönsku herferðinni 1884-1885 og í Búrma 1886-1887. Hann þurfti að lokum að hætta í hernum vegna sára. Eftir herferilinn hóf hann störf hjá Breska austur Afríkufélaginu. Hann fór á vegum félagsins að vinna í Úganda og varð að lokum landstjóri árið 1900. Margir segja að Lugard hafi verið hinn fullkomni landstjóri, fyrrum hermaður, ósjálfselskur og strangur. Lugard átti mikinn þátt í því að afnema þrælahald í Úganda og fyrstu lögin sem hann setti eftir að hann varð landstjori, var að allir sem fæðst höfðu sem þrælar, þ.e.a.s. synir og dætur þræla, yrði gefið frelsi.
Landnám Bresku Krúnunnar
En á meðan Rhodes, Goldie og Lugard voru að vinna lönd í suður, vestur og austur Afríku var Breska krúnan að vinna lönd í norður Afríku.
Frakkar, sem reynt höfðu að eignast Egyptaland 1798,( undir stjórn Napoleons), höfðu ráðist aftur á Afríku 1830 og eignað sér Alsír. Eftir það vinguðust þeir við Mehmet Ali, leiðtoga Egyptalands, og fóru að versla mikið við Egyptaland. Þegar Suezskurðurinn var svo byggður 1869, stjórnuðu Frakkar að mestu umferð skipa um hann, þó að Egypska ríkið hafi átt stóran hlut í mannvirkinu.
Þetta þoldu Bretar ekki og þegar Egypska ríkið varð gjaldþrota 1874 buðust Bretar, með Benjamin Disraeli, (forsætisráðherra Breta 1868 og 1874-80), í broddi fylkingar, til þess að kaupa hlut Egyptalands í Suezskurðinum fyrir 4 milljónir punda, (mikill peningur í þá daga), og eigaðist ríkið þar með 44% hlut í skurðinum. Kaupin voru fjármögnuð af Rothschild lávarði. Þar með stoppuðu Bretar einokun Frakka á Asíumarkaðnum.
En á endanum fóru Egyptar að leiðast áhrif Evrópubúa í Egyptalandi, og árið 1882 þurftu Bretar að grípa til neyðarráðstafana til þess að bjarga þeim 37000 Bretum sem bjuggu í Egyptalandi.
Bretar réðust á Egyptaland 1882 með einungis 1000 manns, enn eitt dæmið um hve lítinn herafla Evrópuríkin þurftu í Afríku, og höfðu lagt það undir sig seinna sama ár. Gáfu Bretar Egyptum “sjálfstjórn” og leyfðu þeim að halda konungi sínum, þó að í alvörunni réðu þeir öllu á bak við tjöldinn. Má segja að innrás Breta á Egyptaland hafi verið upphafið af Afríkukapphlaupinu.
Nú sáu mörg ríki sér leik á borði, ef Bretland gat eignast nýlendu í Afríku, hví ekki við. Lönd eins og Belgía, Ítalía og Þýskaland hófu landvinninga í Afríku upp úr 1883. Belgía tók Kongó og Þýskaland náði sér í ríki víðs vegar um Afríku, s.s. Sómalíu. En Ítölum tókst aldrei að komast á skrið og gáfust upp á endanum.
En nú snúum við okkur aftur að Bresku landnámi. Nú þegar Bretar höfðu náð Egyptalandi og Rhodesíu hélt blóðbaðið áfram. Ættbálkar voru neyddir til hlíðni og þeir sem streittust á móti fengu að kynnast mátti Maximbyssunar. Dæmi eru um að tugir þúsunda hafi verið drepnir á nokkrum dögum og heilu ættbálkarnir voru hraktir frá löndum sínum. Brátt eignuðust Bretar Tanganyka, Kenýu, Súdan, Bresku Sómalíu og Nígeríu.
1897 áttu Bretar þriðjung af Afríku og voru nú stærst nýlenduveldi í heimi með um 440 milljón íbúa. En nýlendukapphlaupið snérist ekki bara um landvinninga. Það snérist líka um gróða. Fjárfestingar Breta í Afríku námu um 3.8 milljörðum punda árið 1914.
Lokaorð:
Það væri hægt að skrifa um Afríkukapphlaupið endalaust án þess að ná að skrifa um það allt.
Það komu svo margar þjóðir við sögu, svo mörg sjónarhorn. Þess vegna áhvað ég að gera aðeins stutt yfirlit yfir nýlendukapphlaupið frá sjónarhóli Breta en ekki tuttugu blaðsíðna ritgerð um kapphlaupið í heild.
Eins og kannski má sjá er ég andsnúinn heimsvaldastefnu ríkja, s.s Bandaríkjana í dag, og tel
ég að Evrópuríkin hafi átt stóran þátt í því hvernig Afríka er á sig komin í dag. Ekki bara rændu vesturveldin auðlindum, drápu fólk og eyðilögðu beitarland, heldur skildu þeir löndin eftir í hers höndum þegar þeir loksins fóru að fara í kringum 1970-80. En vona ég að sem flestir hafi notið að lesa greinina og hvet ég alla til þess að lesa meira um kapphlaupið, því það hefur oft gleymst að hugsa um atburði sem þessa, fellur kannski í skuggann af seinni heimstyrjöldini hér á þessu góða áhugamáli :)
Aðalheimildir:
Empire eftir Neil Ferguson
Atlas of world history: concice edition
The Founder: Cecil Rhodes and the persuit of power eftir Robert I. Rotberg
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”